Er vanræksla alltaf refsiverð?

Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram það álit nefndarinnar, að þrír ráðherrar hafi sýnt af sér vanrækslu með aðgerðarleysi í aðdraganda bankahrunsins, t.d. Geir Haarde með því að bregðast ekki við og grípa til ráðstafana til að minnka bankakerfið, Árni Mathiesen með því að láta ekki greina stöðu bankakerfisins og Björgvin G. Sigurðsson með því að sýna ekki frumkvæði, eftir að vandamál með bankana fóru að koma í ljós á árinu 2008.

Í sjálfu sér má velta því fyrir sér, til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hefði átt að grípa til, til þess að minnka bankakerfið, því varla hefði verið hægt að setja lög um að þeir greiddu upp öll sín erlendu lán, sem námu þá þegar óheyrilegum og óviðráðanlegum upphæðum og varla hefði verið hægt að skikka þá til að gjaldfella öll sín útlán á einu bretti.  Aðgerðir ríkisstjórnar gegn einkabönkum hefðu líklega verið taldar brjóta EES samninginn, en bankarnir störfuðu samkvæmt lögum og reglum um fjórfrelsið og þar á meðal um frjálsa fjármagnsflutninga.

Það sem þó var ámælisvert, eftir á séð, var að koma ekki með einhverju móti í veg fyrir opnun Icesave reikninganna í Hollandi í maímánuði 2008 og að hvorki ríkisstjórnin eða fjármálaeftirlitið skuli hafa tekið á því, að Icesave í Bretlandi yrði komið í dótturfélag innan breskrar lögsögu. 

Hvort svona vanræksla er svo refsiverð, því getur enginn skorið úr nema dómstóll, en ef vanræksla í starfi er alltaf refsiverð, eru líklega margir sakborningar sem ganga lausir í þessu þjóðfélagi.


mbl.is Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband