Afskipti ráðherra, sem sjálfum ætti að stefna fyrir Landsdóm

Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson virðast komin í hár saman vegna mismunandi afstöðu til þess, hvaða ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar beri að stefna fyrir Landsdóm, vegna hugsanlegrar vanrækslu í aðdraganda hrunsins árið 2008.  Jóhanna vill að fjórum ráðherrum verði stefnt fyrir dóminn, en Össur aðeins tveimur.

Í fyrsta lagi eru þetta algerlega óþolandi afskipti af störfum þingnefndar Atla Gíslasonar, sem á að skila niðurstöðu sinni til þingflokka á morgun, laugardag, og í öðru lagi ætti að stefna bæði Jóhönnu og Össuri fyrir Landsdóminn, verði einhverjum ráðherrum stefnt fyrir hann á annað borð.  Jóhanna sat í fjárhagsnefnd ráðherra í síðustu ríkisstjórn með Ingibjörgu Sólrúnu, Geir Haarde og Árna Mathíasen og Össur var staðgengill Ingibjargar í veikindum hennar og sat fjölda funda um bankamálin og hélt öllum upplýsingum leyndum fyrir Björgvini G. Sigurðssyni, bankamálaráðherra, í fullu samráði við Ingibjörgu Sólrúnu.

Eftir því sem fréttir herma, er líklegt að nefnd Atla leggi til að fjórum ráðherrum, þeim Geir, Árna, Ingibjörgu og Björgvini, verði stefnt fyrir Landsdóminn, og fari svo hlýtur Alþingi að bæta þeim Jóhönnu og Össuri á listann, eða sem líklegra er, að fella tillögu nefndarinnar, enda harla litlar líkur á að um sakfellingu yrði að ræða fyrir dómstólnum.

Alla vega verður að reikna með að sex ráðherrum verði stefnt, eða engum.  Ef einhverjir ráðherrar teljast persónulega sekir um að hafa á þátt í að valda hruninu, eru Össur og Jóhanna þar ekki undanskilin.


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki kemur annað til álita, en að öllum ráðherrum Þingvallastjórnarinnar verði stefnt fyrir Landsdóm. Sameiginlega mynduðu þeir framkvæmdavaldið og þótt þeir geri núna lítið úr sameiginlegri ábyrgð þá er það dómstólsins að skera úr um sekt eða sýkn. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að fá úr því skorið hvort einhver þeirra er saklaus.

Þetta er prófsteinn á vilja Alþingis til að upplýsa um orsakir efnahagshrunsins. Verkefni Landsdóms er ekki bara að fella dóma, heldur einnig að upplýsa málið og þá sérstaklega aðkomu stjórnmálastéttarinnar. Kalla þarf fyrir alla þá sem sátu Alþingi í aðdraganda hrunsins. Nú er komið að því að velta við hverjum steini og setja allan ósóman upp á borð.

Vonandi dettur engum í hug að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi tæmt málið með sínum skýrslum - því fer fjarri. Til dæmis er ekkert fjallað þar um sjálfa peningastefnuna, sem var megin orsök hrunsins. Við búum ennþá við torgreinda peningastefnu og því eru allar forsendur fyrir áframhaldandi verðbólgu og nærsta hruni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.9.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband