5.9.2010 | 20:34
Ótrúlega mikil ánægja með Jón Gnarr sem borgarstjóra
Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eru rúm 40% þjóðarinnar ánægð með Jón Gnarr sem borgarstjóra og virðist ánægjan því meiri sem svarendur eru yngi og lengra frá Reykjavík. 42% er alveg sama um störf hans og 17% eru verulega óánægðir.
Ánægja 40% aðspurðra með borgarstjórna höfuðborgarinnar þætti ekki merkileg niðurstaða við venjulegar aðstæður og eftir svo stutta setu, verður hún að teljast með ólíkindum í þessu tilfelli, þar sem Jón Gnarr hefur ekkert sýnt af sér í stöðu borgarstjórna, annað en þátttöku í gleðigöngu og að auglýsa fyrir bílaumboð. Ekkert hefur fést af stórum ákvörðunum nýs meirihluta og ef þarf að svara fyrir eitthvað, gerir Dagur það, enda Jón Gnarr algerlega ófær um að tjá sig um það sem skiptir máli, enda ekkert inni í neinu, sem skiptir máli.
Til að viðhalda gleði þessara 40% prósenta þjóðarinnar, sem aðallega virðast vera kjósendur Besta flokksins og Samfylkingarinnar, þarf Jón Gnarr bara að halda sig við það sem hann er góður í, en það er að blogga á dagbókinni sinni um hvað hann sé þreyttur, með mikinn höfuðverk, skapillur og fúll út í Sjálfstæðismenn fyrir að dirfast að gagnrýna getu- og framkvæmdaleysi hans við stjórn borgarinnar.
Jón Gnarr sagðist í kosningabaráttunni ekki ætla að gera neitt í borgarstjóraembættinu, aðeins þiggja góð laun og einkabílstjóra. Við það hefur hann staðið með heiðri og sóma.
40% ánægð með störf borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
á sama tíma þá sest þú fyrir framan tölvuna og tala um hversu ómögulegur hann er í, eitthvað sem þú ert búin að sérhæfa þig í. Og stendur við alltaf þegur þú getur með heiðri og sóma.
Þú sagðir "17% eru verulega óánægðir."en það ekki rétt, aðeins tekið fram í fréttinni að þeir væru óánægðir. Það er ekki sami hluturinn.
Einnig hversu oft þarf ég að birta lista yfir þá hluti sem hann er að gera svo þú hætti að segja að hann geri ekkert. Hversu oft?
Þú veist vel að hann er að gera hluti og meira segja varstu ánægður með ákvörðunina að gera hundasvæði á klambratúni.
En hér færðu það á svart og hvítu. Fólk er almennt ánægt með hann!
jakob (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 21:37
Að 40% séu ánægð með eitthvað, er langt frá því að fólk almennt sé ánægt.
Axel Jóhann Axelsson, 5.9.2010 kl. 21:46
Jón hefur staðið sig vel í því að vera ekki týpískur stjórnmálamaður. Fólk kann almennt að meta það, en einmitt það gremst helst fólki sem tekur pólitík allt of alvarlega. Daginn sem stjórnmálamenn hætta að vera spilltir framapotarar sem hugsa helst um hag sinn og flokksins, og verða meira eins og Jón. Það verður dagur sem ég fæ fyrst trú á að eitthvað gott gerist á Íslandi.
Rúnar (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 22:53
gnarr er til skammar
hvaða einstaklingar fylla þessi 40% veit ég ekki - en varla eru það íbúar í Reykjavík
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.9.2010 kl. 23:24
Ég skil ekki hvernig 40% geti verið ánægðir með gamanleikarann sem Borgarstjóra.Hallast að því að það sé landsbyggðarfólk sem gleðst yfir að hann sé ekki bæjarstjóri hjá þeim
sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 08:13
Tek undir með Sigurbirni og Ólafi. Það er merkilegt að menn (karlar og konur) skuli slá upp slíkum niðurstöðum án þess að skilgreint sé hve stórt hlutfall aðspurðra séu Reykvíkingar. Út af fyrir sig er þetta nokkuð sem íbúar annarra sveitarfélaga geta svo sem vel haft álit á en skiptir þá, í sjálfu sér, ekki nokkru máli.
Svo get ég aldrein annað en furðað mig á því viðhorfi, sem birtist hér hjá Rúnari: Jón er svo góður borgarstjóri vegna þess að meðan hann gerir ekki neitt þá er hann ekki að gera neitt ljótt.
Emil Örn Kristjánsson, 6.9.2010 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.