30.8.2010 | 19:20
Næstsíðasti Bónusskandallinn?
Arion banki hefur tilkynnt að samningur hafi verið gerður við Jóhannes í Bónus um viðskilnað hans við Haga, en í samningnum felst að Jóhannes hættir í stjórn félagsins gegn hundrað milljóna króna greiðslu og "kaupir" um leið af bankanum íbúðarhúsið, bílinn og sumarbústaðinn, sem bankinn hefur lagt honum til. Þar að auki kaupir hann þrjár af verslunum Haga hér á landi og 50% í Bónusverslununum í Færeyjum.
Sjónvarpið greindi frá því, að Jóhannes myndi greiða rúmar tólfhundruð milljónir króna fyrir eignirnar í reiðufé og verður það að teljast með ólíkindum, þar sem Bónusgengið hefur alltaf haldið því fram, að það væri nánast eignaö og peningalaust, eftir að hafa sett á hausinn nánast hvert einasta félag sem gengið hefur komið nálægt á sínum hroðalega "viðskiptaferli"
Því hefur allta verið haldið fram, að allar sölur bankanna á þeim fyrirtækjum sem þeir hafa tekið yfir, yrðu gerðar fyrir opnum tjöldum og allar upplýsingar lagðar á borðið. Samkvæmt því verður að gera þá kröfu, að heildarsamningarir við Bónusgengisforingjann verði opinberaðir og skýr grein gerð fyrir því hvaðan fjármunirnir koma, sem nota á til greiðslu fyrir pakkann. Þar sem Bónusgengið hefur alltaf haldið fram blankheitum sínum, hlýtur Arion eða einhver annar banki að lána fyrir þessum gerningi og enginn þarf að láta segja sér að Bónusgengið hafi selt sig ódýrt í þessum viðskiptum.
Það þarf að komast á hreint hvort þetta sé næst síðasti Bónusskandall Arion banka og hvort salan á Högum til gengisins verði þá sá síðasti.
Steinn Logi stýrir Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oj bara.. gubb...skítug bleia... krabbi í maga
MAÐUR Á BARA EKKI ORÐ !
AFB (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 19:31
Ég og þú eigum Bónus. Hvernig líst þér á það?
Bjartrmar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 19:32
Mér eiginlega datt það líka í hug, að þetta væri bara "flétta" svo Jóhannes, gæti keypt meirhlutan í Högum þegar fyrirtækið fer í hlutafjárútboð.
Samkvæmt fyrri samningum Jóhannesar við Arionbanka, þá mátti Jóhannes bara kaupa 10% hlut í Högum, í hlutafjárútboðinu sem fyrirhugað er. Aðrir stjórnendur Haga, máttu svo kaupa 5% samtals.
Við riftun samningsins, þá er Jóhannes ekki bundinn neinum takmörkunum í komandi hlutafjárútboði, sem hann segist ætla að taka þátt í.
Jóhannes er vart á flæðiskeri staddur, fjárhagslega. Hann nurlar saman fyrir tilboði sínu í Haga, þegar þar að kemur, með úttekt úr "sparisjóðsbókinni" á Tortola. Ef eitthvað vantar uppá þá getur elskuleg tengdadóttir hans, eflaust lánað honum eitthvað lítilræði, af fjölskylduauð sínum er geymdur er í Kanada.
Kristinn Karl Brynjarsson, 30.8.2010 kl. 19:35
Við stjórnarformennskunni í Högum tekur Steinn Logi Björnsson, sem hefur verið náinn samstarfsmaður Bónusgengisins undanfarin ár og því er þetta greinilega ómerkilegur feluleikur með formannsskiptin. Kristín, dóttir Jóhannesar, var varamaður í stjórn Haga og ekkert hefur verið sagt um að hún hætti, en við brotthvarf eins aðalmanns í stjórn, tekur varamaður við og í þessu tilfelli verður það líklega Kristín Jóhannesdóttir.
Samkvæmt fréttum af auðlegðarsköttum Bónusgengisins átti það samanlagt ekki einu sinni einn milljarð í skuldlausum eignum, og því á að vera útilokað að Jóhannes einn og sér geti borgað tæpar tófhundruð og fimmtíu milljónir króna í reiðufé fyrir þennan pakka og lumi svo á peningum til að bjóða í Haga í heilu lagi eftir skamman tíma.
Hvernig væri að þetta lið væri látið greiða eitthvað af þeim eittþúsund milljörðum króna, sem það skilur eftir sig í gjalþrota fyrirtækjum og ætlar sér að láta lánadrottna og skattgreiðendur borga fyrir sig. Sleppi Bónusgengið við það og "kaupi" svo Haga aftur, þá verður ekki lengra gengið í drullusokkahætti í allri veröldinni.
Axel Jóhann Axelsson, 30.8.2010 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.