Jón Gnarr: Pirraður og hlægilegur

Jón Gnarr, borgarstjórinn hlægilegi, kvartaði sáran undan Sjálfstæðisflokknum nýlega í dagbók sinni, sem hann heldur úti á Facebook, vegna þess að sá flokkur væri erfiður í taumi og samþykkti ekki þegjandi og hljóðalaust hverja þá vitleysu sem þeim hlægilega dytti í hug í það og það skiptið.

Aðspurður um þessi ummæli sín á Sportrásinni í gær reyndi hann á klaufalegan hátt að draga úr þessum ummælum sínum og vildi meina að eigin pirringur vegna nikótínleysis hefði ráðið miklu um þessa fáráðlegu dagbókarfærslu sína, en hann sagði um þetta aðspurður:  "Þetta er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna heldur mér, enn og aftur - að mestu leyti."

Miðað við þetta upphaf á samtalinu, hefði mátt ætla að Jón Gnarr væri farinn að sjá það sjálfur, að hann ráði ekkert við starf sitt og allra síst eftir að hann hætti að tyggja nikótín, en fljótlega fór hann í sama farið aftur og bætti við:  "Auðvitað er þetta líka svoldið Sjálfstæðisflokknum að kenna vegna þess að þetta er þannig flokkur, að þar er fullt af fólki, sem gefur sig út fyrir að vera einhverjir talsmenn Sjálfstæðisflokksins og segir ljótt um mig. Á ég að vera reiður út í þetta fólk eða á ég að vera reiður út í flokkinn eða á ég að líta svo á að öllum þessum flokki fólks sé bara verulega í nöp við mig? Og þegar maður er ekki í tilfinningalegu jafnvægi og það er búið að taka af manni nikótíntyggjóið, þá..."

Hafi Jón Gnarr haldið að hann yrði eini stjórnmálamaður landsins, sem ekki yrði gagnrýndur fyrir gerðir sínar og/eða getuleysi í starfi, þá er það mikill og jafnvel pirrandi misskilningur.  Á meðan ekkert gerist af viti í borgarstjórn Reykjavíkur, verður meirihlutinn og borgarstjórinn að hlíta umræðum og gagnrýni borgarbúa.

Skrifara þessara lína þykir ákaflega vænt um leikarann Jón Gnarr, en þykir hann getulaus og afar ófyndinn  borgarstjóri, en bara hlægilegur sem slíkur.


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel.

Mikið er ég sammála þér með aumingja manninn. Það er ekki hægt að orða það betur en þú geri hér, hann er ákaflega hlægilegur sem borgarstjóri, en ekki fyndinn. Ég vona að kjósendur sendi þeim stjórnmálamönnum sem þeir telja sig eiga eitthvað sökótt við skilaboð á skilvirkari hátt en kjósa yfir sig pólitískt getulausan grínara. Gs. 

Guðlaugur (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 08:50

2 Smámynd: Einhver Ágúst

En þú ert einn af þessum mönnum sem hefur skipulega ráðist gegn Jóni með óhróðri og hæðni frá upphafi....nú veit ég vel að það var enginn úr Valhöll sem baði þig beint að gera þetta en afhverju ertu að þessu? Hver er hvötin sem rekur þig að lyklaborðinu? Er það hagur almennings? Er það illgirni? Er það fyrir upplýsta og góða umræðu? Eða er það bara fyrri liðið þitt?

Ég er bara forvitinn og viðurkenni líka að þetta er svolítið persónulegt fyrir mér þarsem Jón er mjög náinn mér......svo ég geri mína hvatir í þessu máli alveg ljósar.

Nú þú..    ;)

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 09:20

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Og svo það sé tekið fram þá erum við í miklum önnum við björgun Orkuveitunnar sem krefst mikillar vinnu og sársaukafullra ákvarðana sem fyrri leiðtogar hafa ekki getað tekið, þær er búið að taka. Og stór erfið og flókin skpulegasmál eru komin í farveg og verið að gera áætlun um lausnir þeirra, hvort heldur sem er málamiðlunarlausnir, neitanir eða grænt ljós á framkvæmdir.

Við hjá velferðarráði erum í óða önn að fara yfir niðurskurð og það sama er verið að gera hjá Menntaráði, en auk þess verður heimili fyrir heimilislausar konur opnaða bráðlega.

Kv Gústi 

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já Gústi, þú hefur alltaf verið afar viðkvæmur fyrir allri gagnrýni á Jón Gnarr og Besta flokkinn og að sjálfsögðu er það skiljanlegt, þar sem þú er innsti koppur í búri á þeim bæjunum.  Þó ég sé ekki innsti koppur í búri í Valhöll, þá er stefna Sjálfstæðisflokksins mér afar hjartfólgin og þá er það að hreinu.

Gagnrýni mín á Jón Gnarr byggist algerlega á því sem fram hefur komið á þessu bloggi, að maðurinn virðist ekki hafa hugmynd um út á hvað borgarstjórnarvinna gengur, hvaða rekstur heyrir undir borgina og enn minna virðist hann vita um hvernig borgarapparatið er rekið og hver á að gera hvað.  Þar að auki getur hann engan veginn komið fyrir sig orði í viðtölum og alls ekki svarað á viðunandi hátt, einni einustu spurningu sem til hans er beint, óundirbúið. 

Á meðan svona gengur, mun Jón Gnarr verða gagnrýndur og ekki síst þar sem hann er andlit og persónugerfingur meirihlutans út á við og fram að þessu hefur hann ekki verið góð auglýsing fyrir borgina.  Einnig er hann foringi og stofnandi Besta flokksins og því beinist gagnrýnin helst að honum, fremur en einstökum borgarfulltrúum flokksins, sem enginn veit hverjir eru.

Það sem þú telur upp, að nú sé unnið að í borginni eru venjubundin störf borgarfulltrúa, nefnda og ráða borgarinnar og frambjóðendur í vor hljóta að hafa vitað til hvaða starfa þeir voru að sækjast eftir að gegna.  Það er ekkert til að hælast af, þó unnið sé að lögbundnum verkefnum borgarinnar og allir vissu einnig í vor, að hér ríkir kreppa og fjárráðin erfið viðfangs um þessar mundir.

Þú segir að búið sé að taka erfiðar ákvarðanir í OR, en svo klaufalega var þó að verki staðið, að boðaðar hækkanir á gjaldskrá, gleymdist að senda til staðfestingar hjá Orkustofnun og ráðuneyti, þannig að ekki er ennþá útséð um hvort þær verða þar samþykktar, eða hvenær þær geta tekið gildi.  Byrjendamistök?  Fákunnátta?  Hvort tveggja?

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2010 kl. 09:52

5 identicon

Frekar asnalegt hjá þér axel að gefa Jóni ekki séns, þrátt fyrir að vita ekkert hvernig hann starfar, nema með einhverja orðróma og facebook færslur að vopni. Jón er einlægur og hreinskilin, eitthvað sem stjórnmálamenn ættu að taka til fyrirmyndar, en þú greinilega metur það ekki.

Legg til að þú gefir honum þetta kjörtímabil, sjáir hvernig til hefur tekist, og ef allt er í rjúkandi rúst út af listaspírum sem kunna ekki að stjórna, þá skal ég éta þetta ofan í mig

En á meðan legg ég til að við tjáum okkur ekki um hluti sem við höfum ekki nógu miklar upplýsingar um, til þess að geta haft eitthvað til málana að leggja, það er góð regla, lærist kannski með aldrinum

snar (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:21

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Já og allir vissu að 800 hundruð milljóna hagnaður eða jafnvel meira yrðu greidd úr OR til borgarinnar? Slík óábyrg (og á mörkum þess löglega) meðferð fjármuna borgarbúa ætti náttúrulega að varða við lög. Ég er ekkert að hælast eitt né neitt bara í ljósi góðra siða og okkar yfirleitt ágæta samtals að segja þér í framhjáhlaupi hvað við erum að dunda við.

Sem dæmi erfði skipilagsráð hátt í 70 atriða málaskra frá fyrri meirihluta þarsem meðal annars eru afar viðkvæmir dýrir reitir í miðbæ Reykjavíkur sem ekki er hægt að tefja lengur í ákvarðanatökum.

Sem dæmi er gatið sem þarf að stoppa í eftir áframhaldandi bruðl Sjálfstæðisflokksins(sem virðist nú hafa þróðast útí kommúnistaflokk, með auknum sköttum, þennslu hins opinbera og pótentátum) má nefna að hækkun útsvars sem möguleg er en umdeild(líka hvað mig varðar, ég er enginn aðdáandi skatta eða hækkana né gjaldskrárhækkana) mun aðeins færa okkur hluta af arðgreiðslum OR(hver í raun munurinn á að hækka skatta eða gjaldskrár OR?) og auk þess mun koma til l´kkuð fasteingagjöld auk þess að verðgildi íbúða mun fyrirsjáanlega lækka í Reykjavík.

Og Það skemmtilega er að einu raunverulegu sviðin þarsem er hægt að spara virkilega peninga eru einmitt Velferðarsvið og Menntasvið, hin sviðin eru það lítil og eftir litlu að slægjast þar þó það verði gert en stóru summurnar eru í skólunum okkar og velferðarkerfinu. Svo við okkur blasir ansi alvarleg staða og margt miður skemmtilegt sem þarf að gera.

En vertu ánægður með það Axel minn að í meirihluta sitja nú menn og konur sem eru ekki hrædd við óvinsælar ákvarðanir né atkvæðamissi.....því að það virðist einsgo það blasir við mér vera helsta mein okkar lýðræðislega kerfis, þarsem enginn þorir að gera neitt af ótta við kjósendur og miðstjórn flokksins og smáflokkar með lítið sem ekkert fylgi fá f´ránlega mikil völd samanber Framsókn í sögu landsins og kkar og borgar.

Það gleymdist ekkert er það ? Það þarf bara alltaf að senda slíkt inn til staðfestingar, er það eitthvað óeðlilegt ferli? Er eitthvað saknæmt eða rant við það ?

En þínir menn hafa ekki brugðist ábyrgt við sínum óreiðumálum í fjármálum okkar borgarbúa og eru þessvegna í smá fríi en koma kannski sterkir inn seinna með meira reynslu og skýrari markmið.

Og maður sem kaus flokk með Hönnu Birnu Eina á plakötum og máttlausa tilraun til að fela hve lítil sem engin endurnýjun hafði orðið á listanum og óþekktir en ansi reyndir pólitíkusar laumuðust með henni inn einu sinni enn, er slíkum manni stætt að halda fram slíkri firru Axel?

Heldurðu að fleiri viti hver Júíus Vífill er en Kal Sigurðsson?

Á Kjartan Magnússon almennu fylgi að fagna á við Magréti Kristínu Blöndal?

Ok Gísli Marteinn hefur haft álíka áhorf og Jón Gnarr og unnið sem fjölmiðlamaður meira og minna allt sitt líf, hvar eru skæðar árásir þínar og gangrýni á hann? Felurðu þær kannski í fuglahvísli?

Hefur Jón ekki auglýst borgina? Gerðu sjálfum þér greiða og googlaðu Jón Gnarr og teldu umfjöllun í alvöru erlendum fjölmiðlum og prófaðu  svo að gera það sama við hana Hönnu Birnu? Axel þetta var afar slakur punktur hjá þér, það hefði verið betra fyrir þig að segja kannski "mér finnst hann hafa ekki verið góð kynning fyrir borgina" þá hefði mátt skilja að þér fyndist borgarstjóri sem tekur fullann þátt í lífi borgaranna í kjól á Gay Pride og veltir hlutunum virkilega fyrir sér ver fáviti og allt í lagi en ekki reyna að halda svona bulli fram sem einhverjum staðreyndum.

Og svo kenndi forstjóri OR mér það einhverntímann í gæðastjórnun í HÍ að gagnrýni væri að rýna eitthvað til gagns, hefurðu heyrt um það? Að skoða eitthvað vandlega, finna veikleika þess og kosti með það í huga að lagfæra það sem betur má fara, kanntu það? Mér sýnist ekki, það sem þú kallar að gagnrýna er kallað að vera hælbítur ef ég man rétt.

Bestu kveðjur Gústi

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 10:25

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Snar, það er ekki nema von að þú segir að við höfum ekki nógu miklar upplýsingar um hvað er að gerast í borgarkerfinu, því Jón Gnarr, í nafni Besta flokksins, virðist ekki geta upplýst fólk um eitt eða neitt, enda virðast fjölmiðlar vera búnir að gefast upp á að reyna að fá frá honum nokkrar upplýsingar, enda getur hann aldrei svarað neinum spurningum, sem til hans er beint.

Það gæti orðið dýrt, að láta þetta viðgangast heilt kjörtímabil og ætla svo bara að éta hlutina ofan í sig, ef allt verður komið í kalda kol.  Er ekki ráðlegra að veita meirihlutanum verðugt aðhald og reyna að beina honum til betri verka?

Þú leggur til að menn tjái sig ekkert um þessi mál á meðan ekkert sé að byggja á, annað en geðvonskulegar fésbókarfærslur borgarstjórans hlægilega.  Það er alveg hægt að vera sammála þér um það, að ef þær eiga að vera grundvöllur umræðna um borgarmál, þá er ekki von á vitrænni umræðu á næstunni.  Þá verður öll umræðan bara hlægileg, eins og borgarstjórinn.

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2010 kl. 10:29

8 identicon

Guð sé lof að ég bý í Garðabæ.

Dudda (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:30

9 identicon

Þú ert einn af fáum sem getur ekki viðurkennt að hann er búin á þessum örfáum mánuðum búin að gera meira og hlusta meira á fólkið í landinu en flest aðrir flokkar hafa gert seinustu árin. Þú hefur aldrei gefið honum séns og munt líklegast ekki gera það, þá er ég að tala um þrátt fyrir ef það væri hægt að sanna að hann hefði staðið sig vel. Rétt eins og sumir töldu Stalín vera góðan mann eftir andlát hans, þó var vitað að hann væri ábyrgur dauða marga milljóna. Sumum er bara ekki haggað í skoðun sinni. Afsaka hversu gróf líking þetta er, en hún er samt rétt!

Hann hefur aðeins verið borgarstjóri í 3 mánuði. Ef þú hefðir ráðið mann í vinnu þá myndu undir öllum kringumstæðum gefa honum meira séns en 3 mánuði til að sanna sig. Er það ekki?  Þú gafst honum ekki mínútu

Þó get ég verið sammála þér í því að hann er ekki hafin yfir gagnrýni. En hún á að vera um alvöru hluti og það á að vera almennileg gagnrýni.  Þessi færsla er gott dæmi um vona gagnrýni!

Og þetta sígarettumál er fáránlegt að tala um. Í versta falli þá er hann að sýna okkur að hann sé mannlegur. Helduru að eftir svona 3 ár að þessi umræða eigi eftir að koma aftur. "muniði þegar jón gnarr hætti að reykja og sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki vera vinur hans" - ég stór efa það því þetta skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er:

Besti flokkurinn:

1. Lokaði fyrir miðbæinn og stefnir á að búa til göngu götu

2. Hjálpaði til í sumar til þess að fólk gæti verið með útibása

3. Ókeypis fyrir börn í sund

4. hefur komið með hugmynd af fólk geti tekið leikskóla í fóstur 

5. Hjólagata á hverfisgötu

6. Stóð mjög vel að menningarnótt, þar sem þeir fundu aðila til að styrkja flugeldasýninguna (kostaði borgarbúa ekkert) og einnig með því að gefa frítt í strætó

7. Stefnir að því að hafa sérstakan stað fyrir hundaeigendur á Klambratúni (eitthvað sem hefur ekki enn verið til)

8. Hefur verið skemmtilegur, hefur aulglýst borgina, verið fyrirmynd (með annars með gaypride), einlægur, leyfir fólki að kommenta á störf hans með opinni síðu og margt fleira. 

 9. Það eru daglega 17.368 manns núna sem fylgist með dagbók hans. Hann fær mörg hundruð komment á færslur sínar á dag. Fólk sem er að segja hversu ánægt það er með hann og hvetur hann áfram. 

10. og margt fleira...........

Hvað viltu meira?

Jakob Ó (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:58

10 Smámynd: Einhver Ágúst

ég var ekki að banna umræðu, ég var bara að hvetja þig til dáða ef svo má segja.....fannst bara rýni þín slök og til lítils gagns en þér finnst Hanna Birna frábær og mér Jón, ef þetta snýst bara um það þá það.....bjóst bara við meiru af þér

 Kv Gústi

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 11:01

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gústi, er ekki eitthvað sem skolast til hjá þér, þegar þú talar um að þið þurfið að laga svo mikið til eftir langa og lélega stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn?  Ertu alveg búinn að gleyma R-listanum?  Hann var í meirihluta í Reykjavík í tólf ár frá 1994-2006 og á síðasta kjörtímabili var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta í tæð þrjú ár og þar af var Hanna Birna borgarstjóri 2008-2010 og allir eru sammála um að það hafi verið einhver besti tími borgarstjórnar síðustu sextán ár.

Allar helstu ákvarðanir um virkjanir og lántökur hjá OR voru teknar í tíð R-listans og stjórnarformennskutíð Alfreðs Þorsteinssonar og því er ansi langt gengið að tala um að nú sé verið að leiðrétta einhver mistöð Sjálfstæðisflokksins við stjórn OR.

Júlíus Vífill hefur mótmælt þessum fullyrðingum ykkar um öll þessi óleystu mál hjá skipulagsráði og gaf sínar skýringar á stöðu mála, þegar hann hætti.  Vel á minnst, miklu fleiri vita hver Júlíus Vífill er en vita hver Karl Sigurðsson er.  Eins hefur Kjartan Magnússon marg sýnt það í prófkjörum, að hann á heilmiklu fylgi að fagna.  Hefur Margrét Kristín Blöndal gert það?

Gísli Marteinn hefur átt ýmsa góða spretti í borgarstjórninni, þó ég hafi ekki verið einn þeirra, sem sett hafa hann í efsta sæti í prófkjörum, en lýðræðið ræður innan Sjálfstæðisflokksins. 

Besta flokknum ferst nú varla að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að reka kosningabaráttu sína aðallega út á Hönnu Birnu, því það er nákvæmlega það sem Besti gerði líka, þ.e. nánast sást enginn af frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni nema Jón Gnarr og fæstir vita ennþá hverjir sitja í borgarstjórn með honum af listanum.

Þið í Besta flokknum verðið að fara að venja ykkur við það, að þið eruð farin að starfa í stjórnmálum og taka á ykkur þá ábyrgð sem því fylgir og þá verðið þið líka að vera viðbúin því að vera gagnrýnd fyrir gerðir og aðgerðaleysi ykkar, án þess að fara í fýlu eins og börn.

Það segir mér nú ekki mikið þó hægt sé að gúggla Jóni Gnarr og fá upp umfjöllun um hann í erlendum fjölmiðlum.  Athyglin hefur ekki síst beinst að því að uppistandari hafi orðið borgarstjóri og tekið þátt í Gay Pride.  Það gerði ég líka og hafði gaman að.

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2010 kl. 11:08

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei en er það slæm umfjöllun að vera í öllum þessum erlendu fjölmiðlum? Hefur einhverntímann verið ástæða fyrir erlenda fjölmiðla að fjalla um Hönnu Birnu?

Var Kjartan Magnússon ekki stjórnarformaður OR? Tók hann nauðsynlegar ákvarðanir sem þurfti að taka? Mér sýnist ekki og heyrði ekki betur en að hann gengist við því í viðtali í sísðustu viku og óx mikið í mínum augum fyrir vikið. Alfreð kannaðist að sjálfsögðu ekki við óráðsíu og R-listinn? Já við getum öruggleg aeytt deginum í hann, enda nokkuð sammála þar....

Ég er ekki að væla... ég er að reyna að ræða við þig

Kv

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 11:18

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jakob Ó, ekki er þetta neitt sérstaklega merkilegur afrekalisti, en þó ágætur að sumu leyti, t.d. verður hundurinn minn kátur við hvert nýtt útivistarsvæði, sem opnað verður fyrir hann.  Hins vegar er styrkjabetlið frá Vodafone vegna flugeldasýningarinnar til hreinnar skammar og slíkar styrkveitingar frá einkafyrirtækjum til annarra hafa mikið verið gagnrýndar og taldar valda hagsmunaárekstrum.  Sama má segja um bílinn sem einkafyrirtæki lætur borgarstjórann auglýsa fyrir sig.

En, skárra hefði það nú verið, ef Besti hefði eyðilagt Menningarnótt.  Varla þarf að hæla þeim fyrir að gera það ekki.

Ágúst, erlend fjölmiðlaumfjöllun um borgarstjóra hefur aldrei áður verið talin borgarstjóra til svo mikilla tekna, að það geri hann friðhelgan fyrir gagnrýni innanlands.

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2010 kl. 12:02

14 identicon

Nei, afrekalistinn er ekkert sérstaklega merkilegur. Hann er þó merkilegri (miðað við 3 mánuði) en margra annara flokka sem hafa setið í borgarstjórn. 

Af hverju er styrkurinn frá vodafone til hreinnar skammar? Mín skoðun er sú að ef einkaðili er í til að halda sýninguna þá sé það mun betra. Ekki láta kostnaðinn bitna á borgarbúum. Meiri segja myndi ég segja þessa skoðun mína vera hægri sinnaða. Láta fyrirtæki bjóðast eða bjóða í hana. Þá ef þau sjá hag í því er það þeirra mál. Við græðum líka. 

Hvað varðar bílinn þá ert þú algjörlega á villi götum ef þú heldur að einkafyrirtækið sé aðal málið. Aðal málið er að hann og besti flokkurinn stefna á að rafvæða bílaflota íslands. Með þessu er hann að sýna fordæmi og fleira.  Hefði verið eitthvað betra ef hann hefði keypt bílinn á margar milljónir ? 

Menningarnótt: Ég var ekkert að tala um að klúðra menningarnótt, heldur betur bæta hana. Það að gefa frítt í strætó þennan daginn þykir mér mjög gott dæmi um að hann sé á tánum. Þetta er eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður.

Jakob Ó (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:28

15 Smámynd: Einhver Ágúst

Já og veita lögreglunni leyfi til að sekt og sporna við ólöglega lögðu bílum um allt sem sköpuðu stórhættu.

Styrkur sá er þú ræðir um kom frá Vodafón í stað OR og Reykjavík fær ekki þessa peninga, þeir fara í starfsemi björgunarsveit, það er nú ekki hægt að vera á móti því? Það væri einsog að sparka í hvolpa Axel....

Innst inni erum við sammála um fleira en þig og jafnvel mig sjálfan grunar, gleymdu þessu liði í kommúnistaflokknum....skoðaðu landslagið.

Eigum við ekki að fá okkur kaffibolla einhverntímann?

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 12:50

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég á móti því að björgunarsveitirnar fái alla þá peninga til sinnar starfsemi, sem mögulegt er.  Hins vegar var það Jón Gnarr, sem ætlaði að sparka í hvolpana með því að aflýsa flugeldasýningunni, nema hægt væri að sníkja styrki frá einkafyrirtækjum fyrir kostnaðinum.  Aðrir stjórnmálamenn og flokkar voru gagnrýndir harðlega fyrir að þiggja styrki frá einkafyrirtækjum vegna þess að það gæti skapað óeðlileg hafsmunatengsl.  Eru einhver slík tengsl komin á milli borgarinnar eða OR og Vodafone.  Svona styrkjasnýkjur hljóta að vera settar í sagma flokk og aðrar slíkar, þ.e. það hlýtur að vera sama hættan fyrir hendi á því, að þetta einkafyrirtæki minni á greiðann við tækifæri, eða var öll styrkjaumræðan í vor tóm vitleysa?  Sama á við um bílaumboðið, sem leggur til bíl í skutlið með borgarstjórann.

Að allt öðru.  Það er vegna viðtala eina og þess, sem má lesa Hérna sem fólki ofbýður ruglið í borgarstjóranum og finnst hann bara hlægilegur, en ekki fyndinn.  Athugasemdirnar sem fylgja fréttinni eru ekki beint vinsamlegar í garð þess hlægilega og eins er athyglisvert, að ekki ber mikið á kjósendum hans lengur í athugasemdum hér á blogginu.  Mér sýnist að öll blogg við mbl.is fréttina séu líka á einn veg. 

Þú sérð á þessu Ágúst, að það eru talsvert fleiri en ég, sem eru ekki ánægðir með hlægilega borgarstjórann.

Axel Jóhann Axelsson, 31.8.2010 kl. 16:17

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Þú veist nú vel að blog á mbl.is er  frekar einsleitur hópur eftir að ykkar eini sanni leiðtogi tók þar við völdum, en verði ykkur að því fólk þarf að tjá sig.

Auðvitað veit ég að þið eruð 25% þjóðarinnar sem munduð kjósa Hannibal Lecter ef hann væri leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og það er bara fínt, þið eruð viss í ykkar skoðunum og eruð til í að flgja flokknum fram af björgum með von um góða lendingu.

En það er nú pínu gróft að endurtaka þetta með "hlægileg" manninn.....

Kv G'usti

Einhver Ágúst, 31.8.2010 kl. 23:33

18 identicon

Hann ætlaði aldrei að aflýsa flugelda sýningunni. Hins vegar spurði hann á blogginu sínu hvort að hann ætti að gera það og fékk mjög mismuandi svör. Lendingin var svo að fá einkafyrirtæki sem væri tilbúið að borga fyrir það, skátarnir fengur hagnaðinn, borgarbúar flugeldasýningu, vodafone auglýsingu og allir voru sáttir. Nema þú.

Þú ert líka að gefa þér að einhver spilling sé í gangi. Vodafone var ekki að styrkja hann beint, eins og var gert hér áður fyrr af bönkunum, og þá jafnvel hærri upphæðir en þessi flugeldasýning. Þá kom jafnvel ekki fram hver styrkti hann enda ætluðust þau að fá greiða í staðinn.

Þarna er verið að kaupa auglýsingu og ekkert annað, allt upp á borðinu. Bara rétt eins og ef þú kaupir tíma á Rúv, veggpsjal á strætó og svo framvegis.

Þú segir að fólk sé óánægt. Það er bara ekki rétt. Ég bendi þér á nýjasta videoið sem hann var að setja inn. Með góðan daginn, dagurinn. Þá er fólk einfaldlega að bilast það elskar hann svo mikið. Sérðu fyrir þér einhvern annan pólitíkus fá svona hylli? Nei því hann er öðruvísi. Hann heillar okkur sem eru kominn með ógeð af spilltum pólitíkusum. Ég myndi frekar hafa áhyggjur af því að fólk elski hann um of, frekar að fólk sé ekki að líka við hann.

ÞEssi grein sem þú bentir á er ömurlegt dæmi. Það hafa 10 manns kommentað og þar af er einn sem er ekki sáttur með Jón gnarr. Taktu eftir því að 22 hafa líkað þetta og fleirri eru að hrósa honum. EInnig er þetta viðtal tekið jafnmikið úr samhengi og greininn sem þú skrifaðir. Hann sagði margt meira en þetta og svo eru það bara fréttamennirnir sem skrifa. Af hverju skrifaðir þú ekki færslu um þegar hann var að lýsa því að skipulagsmál væru í raun flóknari en margir vilja halda? eða um hvernig hann vill takast á við veggjakrot. Því þú varst að leita af því neikvæða og það gera fréttamennirnir líka.

jakob (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 00:01

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jakob, hvernig veist þú hvað Jón Gnarr sagði í fréttaviðtölum og hvað hann sagði ekki?  Hvernig veist þú hverju fréttamenn sleppa af því sem hann segir og hvað þeir rangtúlka og taka úr samhengi?  Ert þú kannski bara Jón Gnarr sjálfur, að skrifa undir dulnefni?

Axel Jóhann Axelsson, 1.9.2010 kl. 08:42

20 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei hættu nú Axel, þú ert nú frekar merkilegur kall en ekki svona merkilegur, verður að láta þér litla frænda borgarstjórans duga.....hehe

Hvað er það sem þú ert ekki að fá nægar upplýsingar um? Ég mun gera mitt besta...

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 1.9.2010 kl. 12:08

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrst maðurinn er svo merkilegur með sig, að ekki sé hægt að reikna með að hann lúti svo lágt, að ávarpa minna merkilegt fólk og ekki einu sinni undir dulnefni, þá verður maður ekki hissa á því lengur, að hann skuli vera svona sár yfir því að svoleiðis fólk dirfist að gagnrýna vitleysuna, sem frá honum kemur.

Við þessa færslu hneygi ég mig djúpt, í auðmýkt fyrir svona merkilegum manni, sem er svo hátt yfir lýðinn hafinn og öllum litlu frændunum hans.  Því miður gat ég ekki tekið ofan í hneygingunni vegna þess að ég var svo óheppinn að vera ekki með neitt höfuðfat.

Axel Jóhann Axelsson, 1.9.2010 kl. 14:18

22 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahahahaha! Hvaða vitleysu?

Einhver Ágúst, 2.9.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband