Til hamingju Björk

Björk Guðmundsdóttur hlotnast í dag sá heiður að verða afhent Polar tónlistarverlaunin, sem Stig Anderson, umboðsmaður hljómsveitarinnar ABBA, stofnaði til árið 1989 með stuðningi sænsku tónlistarakademíunnar.  Gamalkunna ítalska tónskáldið Ennio Morricone verður einnig heiðraður með þessum verðlaunum í dag.

Ýmsir merkir tónlistarmenn hafa fengið þessi verðlaun frá stofnun þeirra og á Björk fullkomlega heima í þeim hópi vegna framlags síns til tónlistarsögunnar, en Björk er engri lík í sinni sköpun og er því brautryðjandi en ekki sporgöngumaður, eins og margir tónlistarmenn eru, sem eingöngu "afrita" tónsmíðar annarra, en leggja í raun lítið til sjálfir.

Þrátt fyrir að skrifari sé alls ekki sammála stjörnunni í ýmsum málum, sérstaklega hvað varðar virkjana- og atvinnumál, þá er Björk hér með óskað til hamingju með þennan heiður og þjóðinni til hamingju með Björk.

 


mbl.is Björk fær Polarverðlaunin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Björk á alla virðingu skilið fyrir nákvæmlega það sem þú tiltekur Axel. Hún hefur alltaf verið sjálfri sér trú og haft hlutina eftir sínu höfði en ekki látið stjórnast af tískustraumum. En því miður hef ég aldrei lært að meta hana fyrir annað!

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.8.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Björk skipar hins vegar tvöfaldan heiðurssess í mínum huga, ekki hvað síst fyrir framlag hennar í náttúruverndarmálum.

Ómar Ragnarsson, 30.8.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband