Ófriðarseggir beita aðferðum útrásargengisins

Enn og aftur þurfti að fresta dómshaldi í Héraðsdómi vegna máls ófriðarseggjanna, sem gerðu innrás í Alþingishúsið og ollu þar meiðslum starfsmanns og nú vegna ásakana verjenda hópsins á hendur dómaranum um hlutdrægni.  Hlutdrægnin á að hafa falist í því, að óska eftir lögregluvernd vegna óróaseggja, sem sátu um dómshúsið þegar taka átti málið fyrir og gerðu síðan tilraun til að ráðast inn í húsið og trufla dóminn við störf sín.

Þetta er haft eftir Ragnari Aðalsteinssyni, verjenda hinna ákærðu, í fréttinni af málinu:  "Niðurstaða dómsins í mati sínu á hlutdrægni dómara má vænta á næstu dögum. Ef dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að dómarinn sé hæfur kveður Ragnar það vilja skjólstæðinga sinna að skjóta því mati til Hæstaréttar."

Þetta eru sömu vinnubrögð og viðhöfð voru í Baugsmálinu fyrsta og vænta má að beitt verði í væntanlegum málaferlum gegn útrásargenginu, þ.e. að draga hæfi allra dómara í efa, vísa öllum smáatriðum til Hæstaréttar og tefja þannig málsmeðferðina í mörg ár.  Þessari aðferð er beitt, þegar sakborningar óttast niðurstöðu í máli sínu, vegna slæmrar samvisku og gera því allt sem mögulegt er, til að tefja og draga á langinn, að niðurstaða fáist í málin.

Saklaust fólk myndi fagna dómsniðurstöðu sem allra fyrst og væri það ekki ánægt með héraðsdóminn, myndi það áfrýja honum sjálfum til Hæstaréttar til endanlegrar afgreiðslu í stað þess að draga allt málið á langinn árum saman, ef samviskan væri alveg hrein og viðkomandi vissi sig saklausan af öllum ákærum.

Útrásargengið hefur greinilega sett nýtt viðmið í rekstri mála fyrir dómstólunum.


mbl.is Efast um óhlutdrægni dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverskonar rugl er þetta?  Það er greinilegt að þeir sem svona tala vita ekkert um hvað þetta mál snýst né gögnin í þessu máli, t.d. frægt myndband úr öryggismyndavélum alþingishússins sem sýnt var í kastljósinu sem sýnir augljóslega að ekki var um neina árás að ræða.

Níels (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Alveg óháð sekt eða sakleysi níumenningana, þá eru það rétt viðbrögð dómarans að hafa "viðbúnað", við réttarhöldin (fyrirtökuna).  Dómurum ber að sjá til þess að allur málarekstur, gangi sem eðlilegast og verði fyrir sem minnstum truflunum.

Dómarinn byggði þennan "viðbúnað", eða öllu heldur beiðnina um hann, á reynslu vegna fyrri tilrauna dómsins til þess að ljúka fyrirtöku málsins og hefja þar með dómhaldið, á þann hátt að á menn sannist sekt eða sýkna, hafa farið útum þúfur, vegna óláta í dómshúsinu.  

 Fólk má alveg hafa sínar skoðanir á því fyrir mér, hvort það sé sanngjarnt að þessir níumenningar, séu ákærðir fyrir það sem þeir eru ákærðir fyrir.  En því verður ekki breytt að þeir voru ákærðir.  Hafi níumenningarnir hins vegar, ekkert sér til sakar unnið, þá hljóta þeir sýkn saka.  Að öðrum kosti hljóta þeir væntanlega dóm, takist hvorki þeim né lögmanni eða lögmönnum þeirra, að sýna fram á sakleysi þeirra.

 Það að gera "sekt" þeirra minni vegna "sérstakra aðstæðna" í þjóðfélaginu, stenst varla skoðun.  Lög í landinu breytast ekkert við það eitt að hér verði bankahrun og uppnám í þjóðfélaginu.  Það eina sem að breyst hefur varðandi lögin, er að virðing fólks hefur minnkað fyrir þeim.   Ef að þessar "sérstöku aðstæður", eigi að réttlæta, hugsanlegt lögbrot, þá mætti eflaust réttlæta það, að fólk steli matvælum í matvöruverslunum, þar sem hundruðir, eða þúsundir fjölskyldna eiga ekki fyrir mat.  Það væri þá nóg fyrir fólk að sanna það fyrir dómi, að það ætti ekki pening fyrir mat og væri því í fullum rétti til að stela mat.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.8.2010 kl. 12:03

3 identicon

Enn og aftur virðist þú Axel ekki vera með á nótunum,og finnst þér virkilega þetta vera samlíkingarlegt við þessa svokölluðu Útrásarvíkinga.?Ef svo er Axel og líkt og má lesa í pistli þínum,að þá sannar það sem ég hef haldið fram við þig að þú ert ekki að fylgjast með,og ert að láta mata þig með villandi upplýsingum sem þú og matreiðir einsog þér þóknast/hagnast,og afvegaleiðir um leið þá réttlætisumræðu sem ætti að vera í gangi en er ei.Er ég ekki bara ofstopamaður,núna.?Það virðast allir vera sem ekki eru þér sammála.

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Athugasemd Kristins Karls er hárrétt að öllu leyti.  Það er dómstólanna að skera úr um sekt eða sakleysi í þessu máli, eins og öðrum, þar sem grunur leikur á lögbrotum.  Hvorki Níels eða Númi geta tekið sér það vald, hvort sem þeir hafa séð myndband af atburðum, sem kært er vegna, eða ekki.  Dómurinn mun taka afstöðu til myndbandsins eins og annarra gagna, sem fyrir hann verða lögð og kveða upp dóm um sekt eða sakleysi á grundvelli þeirra.

Hvorki Níels eða Númi færa fram nokkur einustu rökfyrir því, að þeir eða aðrir hafi heimild til að taka lögin í sínar eigin hendur, eða að heimilt sé að trufla dómstóla landsins í störfum sínum.  Glamur- og gífuryrði um mig og mína persónu breyta engu þar um.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband