Dómstólar fái frið fyrir upphlaupslýðnum

Enn hefur hópur ólátaseggja og upphlaupsfólks safnast saman við Héraðsdóm í þeim tilgangi að trufla störf réttarins vegna máls gegn fólki, sem braut sér leið inn í Alþingi og slasaði þar starfsfólk, þegar það reyndi að hindra störf löggjafarsamkundu þjóðarinnar, sem nánast jafngildir valdaráni og telst því mjög alvarlegur verknaður.

Þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm vegna "gengislánanna" fagnaði allur almenningur og þakkaði sínum sæla fyrir dómstólana, sem vernduðu hann gegn lögleysu bankanna, sem eins og komið hefur fram, var studd af ríkisstjórninni og þá taldi fólk sína einu vörn felast í sjálfstæði dómstóla landsins.

Vegna nauðsynjar þess, að dómstólarnir fái frið til að sinna sínum mikilvægu störfum verður að gera þá kröfu að óaldalýður trufli ekki störf þeirra með hrópum, köllum og öðrum ólátum í réttarsal, eða í eða við hús réttarins.

Lögreglan, sem eins og dómstólarnir, hefur sýnt og sannað að hún veldur verkefni sínu fyllilega, hlýtur að sjá til þess að halda ólátabelgjunum í skefjum og tryggja vinnufrið hjá dómurum landsins.


mbl.is Átök í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki ekki vel til laga, en held þó samt að dómarans sé valdið, ef dómarafinnst svo þá getur hann látið rýma salinn og haft lokað dómhald. Einnig skrýtið ef að salnum er lokað af því að hann sé fullsetin og þá vill fólkið ryðjast inn og fá hjálp frá þeim sem inn eru komnir, ekki er þetta fólk sem ber virðingu fyrir lögum.

Kjartan (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Axel.

Þú ert ekki alveg með þetta á hreinu - ef ein eldri kona mótmælir við Stjórnarráðið - hinu megin við torgið - þá eru það mótmæli sem trufla vinnufriðinn - og lögregla fjarlægir hana ítrekað.

ef hópur ofbeldislýðs ryðst inn í Héraðsdóm - þá er það helkagur réttur fólks til mótmæla - og það truflar ekki vinnufrið

eða þannig -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.8.2010 kl. 09:21

3 identicon

Er ekki lágmarkskrafa að dómstólar fái að vinna sína vinnu í friði fyrir snarvitlausum fábjánum ?

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 09:26

4 identicon

Ég styð mótmælendur jafn og annað fólk, en sýna tilitsemi er góður kostur en að sýna dómsvaldinu dónaskap er slæmur kostur. blaðran gæti sprungið btáðlega reiðinn sem innber þjóðarsálina.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 09:48

5 identicon

Ég get líka ekki annað séð en að þetta sé saklaust fólk á þessum myndum þetta er hálf hlæjilegt hvernig Lögregla tekur á almenningi einsog þeir vini eingöngu eftir fjórflokksveldiinu. eða 15 % arðræningja.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 09:51

6 identicon

Mótmælendaskríllinn vill að tekið verði tillit til túlkunar þeirra á lögunum.  Það vill að það sé refsilaust fyrir þau að ráðast inn á Alþingi og vera með óspektir.

 Það má segja að þeir sem ná völdum með ofbeldi, stjórni með ofbeldi, eins og þessi mótmælendaskríll hefur sýnt og sannað.

Lipurtá (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 09:56

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið eruð ágæt

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 10:03

8 identicon

Þið eruð nú meiri helvítis aumingjarnir. Guði sé lof að til er á þessu landi fólk með réttlætiskennd og tvær heilasellur að slá saman. Þið eruð enn að tala um að mótmælendur hafi slasað starfsmenn alþingis. Hafið þið ekki séð myndskeiðið þar sem þessi meinta árás átti sér stað? Það hefur sko sýnt sig að þetta var lygi frá upphafi til enda. Þingvörður hrindir mótmælanda á konugreyið svo hún fellur við. Hún hafði borið því við mótmælandinn hafi ýtt henni með báðum höndur svo hún féll við. Af hverju er hún ekki fyrir rétti fyrir meinsæri? Þetta er bara enn eitt ráðið til að halda hjörðinni þægri.

Friðrik Arnbjörnsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 10:09

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er málið Friðrik.

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 10:15

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Friðrik, það þarf einmitt að verjast svona ofstopamönnum, sem þú virðist vera að sýna að þú sért sjálfur hluti af.  Það er ekki þitt hlutverk, eða félaga þinna, að kveða upp úr um sekt eða sakleysi þessa fólks eða annarra, sem ákært er fyrir brot gegn valdsstjórninni eða ofbeldi.  Það er nefninlega hlutverk dómstólanna og þú og aðrir eiga að láta þá í friði á meðan þeir vinna sín störf.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 10:18

11 identicon

Jæja Axel,svo þú heldur að þettað fólk sem þú kallar  skríl  sé hinir mestu hryðjuverkamenn.Heyr á endemi það virðist vera sem þú sért ekki þáttakandi í þessu samfélagi,og fylgist ekki nógu vel með.Þú segir að löggjafin sé að koma vel frá sér sinni vinnu,og aftur heyr á endemi hjá þér,,,hvað með allan þann hóp fjárglæframanna sem komu þjóðfélaginu á hausinn.Er löggjafinn eitthvað að sýna tiltekt þar?,,,Nei svo er ekki nema örlítið sé en þó bara til að sýnast.Það segir allt um þig sem segja þarf,eftir svar þitt hér ofar til´´Friðriks,,er svarar þér,þú stimplar hann ofstopamann,bara vegna þess að hann kemur fram með ábendingu á óréttlætið sem vigengst í þessu þjóðfélagi okkar,og þú Axel virðist hallast á þann veg og með þeim öflum er reyna að kúga þjóðina.

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 10:37

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Númi, er ekki Sérstakur saksóknari, með aðstoð Evu Joly og erlendra rannsóknarstofnana að rannsaka allan þann hóp fjárglæframanna, sem komu þjóðfélaginu á hausinn?  Er það sem þú segir að sé bara til að sýnast?

Ég kalla þá ekki ofstopamenn sem koma með ábendingar um óréttlæti, en ég kalla þá upphlaupslýð og óaldarseggi, sem ráðast á dómstóla landsins og Alþingi með ofbeldi og skrílslátum og trufla löggjafarþing þjóðarinnar og dómstólana með árásum og uppþotum.  Sama á við um þá, sem ráðast að lögreglunni, sem er að sinna skyldustörfum sínum við að halda uppi almannafriði.

Hvaða öfl eru það, sem eru að reyna að kúga þjóðina og þú telur mig styðja?  Hvar hefur þú séð mig setja fram skoðanir, sem styðja kúgara, hvort sem verið er að kúga einstaklinga eða alla þjóðina?

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 10:48

13 identicon

Svör mín til þín eru svipuð og þú ert að dæma þá er þú kallar óaldarseggi og upphlaupslýð.Ertu eitthvað hissa,og líttu nú í eigin barm og skoðaðu þína dómhörku,og telur þú þennan hóp fólks er þú nefnir upphlaupslýð,vera hættulegasta fólkið á götum borgarinnar-landsins.?Það með þennan Sérstaka saksóknara er þú nefnir,að þá virðist ansi lítið vera að gerast þar,tildæmis er ekki búið að handtaka Sigurð Einarsson þó að Interpol hafi óskað eftir því,,,nei það skal draga nokkur ungmenni á Íslandi til ábyrgðar og tuska þjóðina svo til að hún skuli ekki voga sér að sýna mótmæli á nokkurn hátt,það er svoleiðis sem þú vilt hafa það kallinn.   Öflin er þú nefnir þarna eru:Ríkið sem er inní Ríkinu,þar er aflið sem ræður.

En sú kemur tíðin,að þjóðin úr rotinu raknar/og ryðgaða hlekkina brýtur um leið og hún vaknar.

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:18

14 identicon

Númi, það eru til einföld og auðséð svör við þessum spurningum þínum. Athugaðu hvort þú finnur þau sjálfur. Hins vegar virðist tilfinningalíf þitt eiga lítið erindi í rökræðu þessa.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:29

15 identicon

Þorgeir nú bara skil ég ekki,hvað þú lest útur skrifum mínum.Vei ekki hvað þú átt við.Eða ertu kannski ekkert að fylgjast með þjóðarpúlsinum,líkt og Axel.

Númi (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:20

16 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Eru menn eitthvað hissa á að mótmæli eigi sér stað vegna þessa máls ?

Það að þetta mál sé komið í Héraðsdóm að kröfu Alþingis,er auðvitað alger óhæfa,það vita allir sem vita vilja,hvað sem þeir svo segja.

Eina fólkið sem var beitt líkamlegu ofbeldi þarna um árið,voru mótmælendur,það má glöggt sjá á upptökum frá atvikinu ! Síðan hvenær gefa orð eitthverjum rétt á að lagðar séu hendur á fólk ? ´Svo var ofsinn svo mikill í þessari vösku varðsveit Alþingis að þeir meiddu sjálfa sig í bullinu ?

Styð af fullum hug þetta fólk sem er að mæta þarna og mótmæla þessu gerræði !

Og eiginlega skammast mín fyrir að mæta ekki þarna sjálfur.....

Baldur Borgþórsson, 17.8.2010 kl. 12:38

17 identicon

Þið öll - fagnið fjölbreytileika þjóðlífsins og dragið ekki fólk svona í dilka. Hér eru komnar tvær fylkingar; með mótælendum og á móti þeim.

(Að vera á móti mótmælendum, skemmtilegt það)

Og skoðun mín: Ég vil að málið verði ekki látið niður falla. Það á að flytja það og fá dóm. Sýknudóm. ÞAÐ mun gefa sóknara fordæmi fyrir að að gefa aldrei út ákæru fyrir svona nokkuð aftur.

Ef það verður látið niður falla - þá mun alltaf vofa yfir næstu mótmælendum að fá á sig ákærur, skýrslutökur og allskonar vesen.

Það þarf að dæma í þessu.

Og varla eru mótmælendurnir svo kjarklausir að þeir vilji ekki láta reyna á athafnir sínar fyrir dómi?

Á HINN BÓGINN - þá spyr maður sig annars, hvað níumenningarnir ætluðu sér að fá framgengt sem við hin, þessi þúsund, fengum ekki með mótmælum okkar fyrir framan húsið?

Oddur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:43

18 identicon

Axel. Að labba inná alþingi að mótmæla því sem þar gekk/gengur á er ekki brot gegn valdstjórninni. Það er nauðsyn. Svo má reyndar ræða aðeins þetta hugtak "valdstjórn". Þú vilt semsagt búa í landi þar sem stjórnin er ekki til að þjónusta fólkið heldur vaða upp með sína spillingu og halda lýðnum í böndum með valdi? -Ég sé að þú minnist ekki hálfu orði á upplognar sakir. Hví er þingvörðurinn sem bar falsvitni ekki fyrir dómi líka? Þetta er skrípaleikur og ekkert annað. Við verðum að passa okkur á að vera ekki sauðir sem eru leiddir hugsunarlaust áfram af "yfirvaldinu" við erum búin að brenna okkur á því áður. Mörg fórum við niður í bæ og mótmæltum þessum glæpum og þessum yfirgangi og klíkuskap alþingis. Sum okkar sátu heima og býsnuðust yfir skrílnum og ofstopamönnunum(og konunum) sem sáust á skjáum landsmanna þá dagana. Ef þú kallar okkur ofstopafólk þá gengs ég við þeirri nafnbót með stolti.

Friðrik (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:48

19 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Ég er nú bara hissa á því hvað það eru lítil læti í þessu þjóðfélagi eftir allt sem  er á undan gengið, ævisparnaðurinn farinn og skuldirnar upp úr öllu valdi.

Magnús Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 13:02

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Friðrik, það er gaman að sjá að einhver skuli vilja gangast við því að vera hluti af þessu ofstopafólki.  Ég hef hvergi mótmælt því að mótmælendur mótmæli hverju sem þeim sýnist og er því ekkert á móti mótmælendum sem slíkum, heldur er ég á móti ofbeldi og skrílslátum í tengslum við mótmæli.  Það er það sem gerðist, bæði fyrir utan þinghúsið, þar inni og víðar á þessum tíma og er nú að endurtaka sig utan við Héraðsdóm og inni í dómshúsinu, þ.e. fólk reynir að ryðjast inn í húsið með hávaða og látum og beitir til þess stympingum og jafnvel slagsmálum við starfsmenn og lögregluþjóna, sem hafa þá skyldu að verja almannafrið í landinu.

Alveg er ég sammála Oddi hér að framan, um það að auðvitað eiga mótmælendurnir, sem telja sig alsaklausa, að fá dóm í málinu, sem allra fyrst, ekki síst þar sem þeir telja sig verða sýknaða.  Verði kveðinn upp sýknudómur og það sannast að þingvörðurinn hafi alls ekki slasast af völdum mótmælendanna, þá eiga þeir að sjálfsögðu að gagnkæra vegna rangra sakargifta og fá þá sem ranglega báru á þá sakir dæmda fyrir meinsæri.

Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í réttarríki.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 13:11

21 Smámynd: Ráðsi

Lögreglan er allt of lin við þennan hóp fólks. Erlendis væri lögreglan sennilega búin að skjóta gúmíkúlum á lýðinn. Menn verða að fara átta sig á því að dómstóll götunnar er ekki hlutlausir dómarar. Þetta er orðið þannig að múgæsing hefur heltekið fólk og skert þeirra dómgreind. Og að fara koma sökinni á lögreglu í þessu samhengi er algjörlega út í bláinn. Hættið þessu helvítis væli og koma ykkur niður á jörðina.

Ráðsi, 17.8.2010 kl. 13:33

22 identicon

Þetta fólk veit ekki hverju það er að mótmæla, því finnst það bara gaman, enda fygir gott adrenalínkikk því að ögra lögregluyfirvöldum og vanvirða alþingi og núna héraðsdóm. Ef að þessir "mótmælendur" vilja að það sé tekið mark á þeim, þá þurfa þeir að læra að haga sér eins.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband