Gylfi situr sem fastast í skilningsleysinu

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur viðurkennt opinberlega að hann hafi svarað fyrirspurnum á Alþingi út í hött, enda hafi hann hvorki skilið spurningarnar og hvað þá málið, sem þær snerust um.  Líklega er þar um að kenna menntunarleysi Gylfa, en hann er bara hagfræðikennari við háskóla og ekki hægt að ætlast til að hann skilji einfaldar spurningar um fjármál.

Þess vegna tekur Gylfi það afar nærri sér að vera ásakaður um lygar, enda hafi hann svarað eftir bestu vitneskju sinni og geti ekki borið ábyrgð á því, sem starfsmenn ráðuneytisins kunni að hafa vitað og jafnvel þó  þeir hafi látið sig hafa einhver skrifleg minnisblöð um gengistryggð lán, þá hafi hann ekkert vit á slíku og því ekki hægt að ætlast til að hann svari asnalegum spurningum um svoleiðis smámál, sem honum komi heldur ekkert við persónulega.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og annað Samfylkingarfólk er yfir sig hrifið af þessum skýringum Gylfa og telja þær algerlega fullnægjandi, enda ekki meiri skilningur á málefninu innan flokksins en hjá Gylfa og því styður þingflokkur Samfylkingarinnar Gylfa áfram, sem talsmann efnahagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, því ekki sé hægt að ætlast til að aðrir fari að setja sig inn í mál, sem eru hvort sem er óskiljanleg.

Gylfi er afar ánægður með traustyfirlýsinguna, þótt hann segist aldrei hafa langað til að verða ráðherra og ætlaði heldur ekkert að gegna starfinu nema í stuttan tíma og því hafi svo sem ekki verið nein þörf á að setja sig inn í erfið og flókin mál.

Vegna gífurlegrar eftirspurnar Samfylkingarfólks eftir áframhaldandi starfskröftum Gylfa, ætlar hann að sitja eitthvað áfram í stólnum, en veit þó ekki hve lengi.  Það fer líklega eftir því hvort einhver fer að gera kröfur um að hann setji sig inn í málefnin sem ráðuneytið er að fjalla um hverju sinni.

Gylfi ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt, en fari svo, þá mun hann segja af sér embætti samdægurs.


mbl.is Gylfi situr áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Frábær lýsing á farsanum ; )

Baldur Borgþórsson, 16.8.2010 kl. 17:01

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þá stendur eftir stóra spurningin.  Úr því að Gylfi skildi ekki jafn auðskiljanlega spurningu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir spurði hann í þinginu.  Eru þá einhverjar líkur á því að hann og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni, hafi skilið þau lögfræðiálit um lögmæti gengistryggðra lána, er lágu fyrir á þessum tíma?

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.8.2010 kl. 18:20

3 identicon

Það vantaði ekki lýsingarorð eða lausnir á vandamálum þjóðarinnar hjá manninum áður en hann fór í þetta embætti. Slíkur var sannfæringarkrafturinn að Jóhanna og Steingrímur göptu  af undrun yfir þekkingu mannsins og réðu hann á stundinni til að redda  fjármálum þjóðarinnar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gylfi lét Sigríði Rafnar, lögfræðing í sínu eigin ráðuneyti, vinna fyrir sig minnisblað um málið, til undirbúnings svarsins í þinginu.  Hann hefði ekki einu sinni þurft að lesa nema niðurlag minnisblaðsins, til þess að geta svarað þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar.  Minnisblaðið má sjá á vef ráðuneytisins og niðurlagið t.d. Hérna

Svör Gylfa sýna ljóslega, að hann hefur annað hvort ekki lesið minnisblaðið, eða ekki skilið það og hvort tveggja er jafn alvarlegt.  Hann þarf ekkert að bera fyrir sig að hann hafi ekki vitað um minnisblað Seðlabankans, því minnisblað hans eigin lögfræðings fór ágætlega yfir málið og þar komu fram efasemdir um lögmæti "gengislánanna" þó tekið sé fram að endanlega yrðu dómstólar að skera þar úr.

Þetta átti Gylfi að vita og segja frá í svörum sínum.  Það gerði hann ekki og laug því með þögninni.

Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 18:36

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Það er eins og það sé allt gert til að Landsmenn geti ekki haldið sínu, ekki nóg með að það sé búið að dæma þetta ólöglegt og fullt af fjölskyldum búin að leysa upp heimili sín, og eru að, þá er HVERGI og ég segi HVERGI talað um að Fasteignaeigendur fá SKAÐABÆTUR eða eitthvað réttlæti sér til handa... Það er ekki að ástæðulausi að ég segi að öll Ríkisstjórnin á að víkja vegna þessa máls. Þetta eru svik við Þjóðina frá upphafi segi ég vegna þessa kosningarloforðs um Skjaldborg utan um heimili Landsmanna og fyrirtæki þeirra sem Ríkisstjórnin lét kjósa sig fyrir meðal annars...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.8.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þið sæl þetta er bara gálgafrestur sem þessi ráðherra ásamt ríkisstjórn fær til haustsins þegar alþingi kemur saman þá verður þeim hent út með valdi því við höfum ekki neitt val lengur!

Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 22:42

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, ekki skil ég hvaða valdbeitingu þú ert að gefa í skyn, en aldrei er ég fylgjandi slíkum úrræðum.  Þau valda yfirleitt eintómum skaða og leysa a.m.k. engin vandamál.  Auka þau frekar en hitt.

Axel Jóhann Axelsson, 16.8.2010 kl. 23:19

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Axel með ert þú ekki meðvitaður um það vald sem við erum beitt á hverjum degi í gegnum bankakerfið og dómstóla varið af stjórnvöldum?

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 00:24

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, ég næ nú ekki alveg samhenginu milli athugasemdar nr. 6 og nr. 8.  Ekki veit ég betur en allir skuldarar landsins hafi verið yfir sig ánægðir með úrskurð Hæstaréttar vegna gengislánanna, svo varla kallast það valdníðsla af hálfu dómstóla landsins.  Þar var einmitt dæmt gegn bankakerfinu, þannig að dómstólarnir hljóta að vera helsta vörn almennings gegn hvers konar lögleysu og yfirgangs kerfisins og stjórnvalda.

Stjórnvöld er hins vegar hægt að losa sig við á fjögurra ára fresti, í friðsömum kosningum.  Stundum líður skemmri tími milli kosninga, eins og allt stefnir í núna vegna þess að núverandi ríkisstjórn er algerlega óhæf og mun fara frá fyrr en seinna og ekki mun þurfa neitt ofbeldi til að koma henni frá.  Hún mun sjá um það sjálf.

Axel Jóhann Axelsson, 17.8.2010 kl. 08:33

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir að stjórnin muni sjá um það sjálf að koma sér frá er vart hægt að vona, en með dómstólana á ég við að þegar komið hefur að því að dæma þjófa útrásarinnar þá hef ég ekki séð að þar standi steinn við steini hvað varðar kyrrsetningu eigna eða fangelsisdóma yfir höfuð! Hvað varðar dóm hæstaréttar gagnvart gengistryggðu lánunum þá kom hann stjórnvöldum í opna skjöldu því að þau töldu að dómstóllin væri í vasa þeirra eins og flest annað þess vegna reyna þau að tygja lopann eins lengi og hægt er með þeirri von að fá sem hagstæðust málslok frá sömu aðilum sér og bankakerfinu í hag! ER HÆGT AÐ KALLA ÞETTA LÝÐRÆÐI! nei því miður á endanum eru það við sem verðum að beygja okkur undir mafíuna sem hér er að sölsa allt undir sig varin af lögreglunni sem nú síðast er að fá víðtækari heimildir til að brjóta á bak aftur hverskonar andóf sem hugsanlega er í uppsiglingu

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband