Spaugstofuna áfram og útvarpsgjaldið til RÚV

RÚV hefur tilkynnt Spaugstofumönnum, að ekki sé gert ráð fyrir þætti þeirra á dagskrá Sjónvarpsins í vetur, en býður þeim í staðinn að sjá um einn þátt í vetrardagskránni, þ.e. áramótaskaupið.  Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri, segir að unnið sé að ýmsum hugmyndum um laugardagsþætti, sem eiga að koma í stað Spaugstofunnar, ásamt fleiri íslenskum þáttum aðra daga.

Í fyrsta lagi kemur ekkert í stað Spaugstofunnar, þannig að í raun hleypur enginn í skarðið fyrir þann þátt og ef þarf að draga saman í dagskránni, vegna sparnaðar, var þá ekki hægt að fækka Spaugstofuþáttunum og hafa t.d. einn í mánuði og leggja þá aðeins meira í hann en vikulegu þættina.  Í öðru lagi er frumskylda RÚV að halda úti íslensku skemmti- og menningarefni og nánast ekkert efni sem sjónvarpið hefur sýnt undanfarna tvo áratugi hefur náð öðru eins áhorfi og Spaugstofan og því undarlegt að skera algerlega niður við trog vinsælasta efni stöðvarinnar.

Í þriðja lagi verður að gagnrýna harðlega að ríkissjóður skuli ætla að halda nokkur hundruð milljónum króna af útvarpsgjaldinu til annarra ríkisútgjalda en til RÚV, því hér er ekki um skatttekjur ríkissjóðs að ræða, heldur þjónustugjald og slíkt gjald má ekki taka til annarra nota en þeirra, sem það er ætlað til.  Dómar hafa fallið um álíka meðferð á þjónustugjöldum og í þeim hefur verið dæmt að ólöglegt væri af ríkinu, að hirða hluta af slíkum gjöldum í ríkissjóð.

Lágmarkskrafa þeirra sem skyldaðir eru til greiðslu útvarpsgjaldsins er sú, að því sé skilað óskertu til dagskrárgerðar hjá RÚV, undanbragðalaust.


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég hef kanski ekki fílað þá neitt sérstaklega - nú er kanski tími fyrir nýtt blóð - hleypa yngra fólki að

Jón Snæbjörnsson, 10.8.2010 kl. 14:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef alltaf haft gaman af Spaugstofunni, þó þættirnir hafi auðvitað verið misfyndnir og ekki allir nein snilldarverk.  Eftir sem áður hefur manni þótt þetta vera ómissandi þættir á veturna.  Auðvitað er sjálfsagt að hleypa yngra fólki að líka, þess vegna hefði verið spurning að fá t.d. fjóra aðila til að annast skemmtiþætti á laugardagskvöldum og hafa hvern þeirra á fjögurra vikna fresti, þá hefði bæði fengist meiri fjölbreytni, fleiri komist að þáttagerð og líklegra að fleiri áhorfendur fengju þátt eftir sínum smekk.

Hvað sem þessu öllu líður, er algert hneyksli að fyrirhugað sé að gera hluta útvarpsgjaldsins upptækt í ríkissjóð.  Það er ekki einu sinni löglegt að fara þannig með þjónustugjöld ríkisstofnana.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

HÉRNA má sjá merka grein eftir Pál Hreinsson um muninn á þjónustugjöldum og sköttum og í henni eru nefnd dæmi um dóma Hæstaréttar vegna slíkra mála og álit Umboðsmanns Alþingis.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 14:34

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mun sakna þeirra gríðarlega

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 15:25

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

verið nú hugrakkir strákar - tilbreiting er af hinu góða ekki vera með svona "valkvíða"

Jón Snæbjörnsson, 10.8.2010 kl. 15:42

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valkvíðinn er enginn og ef Sjónvarpið stendur sig ekki, þá fara áhorfendurnir væntanlega yfir á aðrar stöðvar.  Að vísu eru allir neyddir til að greiða útvarpsgjaldið og enginn virðist kippa sér upp við það að ríkið steli hluta af því.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 16:12

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Má ekki spara mikið með því að loka rás2 í núverandi mynd og samtengja hana við rás1 en gera hana að íþróttastöð þegar það á við.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.8.2010 kl. 16:15

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Manni skilst nú að Rás 2 sé eitt af því fáa hjá RÚV sem stendur undir sér, en það mun vera vegna þess að sú rás nær til sín mest af auglýsingatekjunum.  Þessa skýringu hefur maður heyrt a.m.k. og er það skýrt með því að yngra fólkið hlusti alls ekki á Rás 1.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 16:22

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki nóg af rásum fyrir ungt fólk. Svo færu aulýsingarnar á aðrar stöðvar sem gætu þá boðið enn meir fyrir ungt fólk. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við aðrar stöðvar. Rás 1 er alveg nóg með fréttir og íslenskt efni.

Sigurður I B Guðmundsson, 10.8.2010 kl. 17:02

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er þetta alveg rétt, Sigurður, RÚV á ekki að vera í samkeppni við einkastöðvarnar um afþreyingarefni.  RÚV á að sinna fréttum og menningu, bæði á Rás 1 og í sjónvarpinu.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 18:29

11 identicon

RUV á bara ekki að vera ríkiststirkt, það bíður bara upp á dagskrá sem hentar sumum því ekki þurfa þeir samkeppni. Annars er nátúrlega til alskonar útvarpstöðvar sem virðast lifa þó yfirbyggingin sé ekki stór ein og hjá RUV. ég hef alla tíð verið á lágum launum og unnið mikið og aldrei skilið hvers vegna ég þarf alltaf að borga í þetta bákn sem ég horfi aldrey á, finst vera með afspirnu lélega dagskrá (misjafn hvað hverjum finst) og það er sama þó maður eigi varla fyrir salti í grautin þetta gjald leggst á alla. Auðvitað átti að taka RUV af fjárlögum fyrir löngu síðan og eflaust hefði þá dagskráin orðið fjölbreittari. en nú er Palli við völd og þá er ekkert nema bolti og spurningaþættir. Legg til að við semjum við Englendinga og greiða þeim Icsave með RUV. þeir geta smellt það inn í sitt baterí, haldið áfram með lélega enska þætt og enska boltan, og við losnum við bæði RUV og Pál Magnússon, og spöruðum griljónir á hverju ári. Hver og einn hefði frelsi til að ákveða fyrir sig hvort og þá hvar hann vildi setja pening í afþreingu. Fullt af íslendingum sparaði offjár á því að sleppa að borga fyrir dagskrá sem þeim finst ekkert varið í og nota aldrey og ríkið slippi við að redda RUV reglulega úr fjárhagskröggum sem þeir koma sér iðulega í þrát fyrir griljónirnar sem þeir fá alltaf :).

siggi (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband