Tekst VG að eyðileggja alla atvinnuuppbyggingu í landinu?

Svo virðist komið að VG sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir alla frekari atvinnuuppbyggingu í landinu og eyðileggja þær vonir, sem þó voru fyrir hendi um erlenda fjárfestingu í landinu.

Þegar íslenskir útrásarglæpamenn voru búnir að eyðileggja og koma öllum helstu fyrirtækjum landsins á hausinn var eina vonin um að endurreisa efnahag landsins sú, að laða að erlenda fjárfesta, sem tilbúnir væru til að hætta fé sínu til atvinnuuppbyggingar hér á landi, svo sem í orkugeiranum, orkufrekum iðnaði, gagnaverum og heilsutengdri starfsemi.  Eins og við var að búast hefur VG reynt að flækjast fyrir allri samvinnu við útlendinga um atvinnumál, en hvorki flokkurinn eða ríkisstjórnin í heild, hefur þó getað bent á nokkurn skapaðan hlut annan til eflingar atvinnu eða uppbyggingar efnahagslífsins, enda mun kreppan verða mun lengri og dýpri, en annars hefði þurft að verða.

Fyrsta erlenda fjárfestingin eftir hrun, voru kaup Magma Energy á HS orku og yfirtaka félagsins á réttinum til að nýta jarðvarma til raforkuframleiðslu, án þess þó að eignast auðlindina sjálfa, því eingöngu er um leigu á nýtingarrétti að ræða.  Fjárfesting í frekari orkuöflun er alger grundvallarforsenda fyrir frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar og gagnavera, en með upphlaupi sínu virðist VG vera að takast að eyðileggja þessa fjárfestinu og þar með áður væntanlega iðnaðaruppbyggingu.

Það sem merkilegast er þó, er það, að takast skuli að æsa upp ótrúlega stóran hóp fólks til að taka þátt í þessu upphlaupi VG, en raunar hefur það sést margoft áður, hve auðvelt er að snúa skoðunum fólks og beina hjarðhegðuninni í þá átt, sem hentar áróðrinum hverju sinni.

Öll vitleysan í kringum þetta mál segir meira um okkur Íslendinga en Magma Energy og fyrirætlanir þess um fjárfestingar í landinu.


mbl.is Beaty: Vilja ekki hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú kynnt þér hvað skeði í orkumálum í Argentínu ?

Gerir þú þér grein fyrir því að með sölu auðlinda þá verður kreppa endalaus eins önnur lönd hafa lennt í ?

Gerir þú þér grein fyrir því að leiga náttúruauðlinda í jafn langann tíma jafngildir sölu ? (orðaleikur að kalla þetta leigu)

Hvaða hagsmuna átt þú persónulega að gæta ?

Ert þú ekki einn af þeim sem varði banka-einkavæðinguna á sínum tíma ?

Osfr. osfr.

Már (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 19:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í þessu tilfelli er ekki verið að selja neinar auðlindir og ef eitthvað mætti gagnrýna við samninginn er það tímalengdin á leigu afnotaréttarins.  Eðlilegra hefði verið að miða við 30-40 ár með framlengingarrétti til tuttugu ára, ef báðir aðilar væru sammála um þá framlenginu.

Leiga jafngildir aldrei sölu, því leigurétturinn rennur út að lokum.  Eins og áður sagði má deila um lengdina á leigunni.

Ekki á ég nokkurra einustu hagsmuna að gæta í þessu máli, umfram þá hagsmuni sem þjóðin öll á undir því, að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný og þar með útrýmingu atvinnuleysinsins, eða a.m.k. koma því niður í 2-3%, enda aldrei hægt að koma því algerlega niður í núll, þar sem alltaf eru einhverjir sem ekki geta eða vilja vera á vinnumarkaði.

Rétt til getið hjá þér um það, að ég var hlynntur bankaeinkavæðingunni á sínum tíma, enda eru allir helstu bankar veraldar í einkaeigu og þangað til "nýja hagkerfið" og froðuféð var fundið upp, var rekstur einkabanka veraldarinnar í eðlilegum farvegi.

Hins vegar fór svo, að glæpamenn náðu yfirráðum yfir bankarekstrinum hérlendis, en það sá enginn fyrir og glæparekstur og einkarekstur eru tveir algerlega ólíkir hlutir.

Axel Jóhann Axelsson, 1.8.2010 kl. 20:07

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það verður fróðlegt að sjá hvað erlendu kröfuhafarnir í Glitni gera við þetta ef Magma fer frá málinu... kannski kaupa Kínverjar

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2010 kl. 01:07

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Márinn hefur greinilega enga hugmynd um hvernig það er að vera atvinnulaus. Hann hefur heldur engan skilning á hversu nauðsynlegt er að fjárfestingar í orkuframleiðslu dragist ekki lengur. Líklega á hann sér öruggan bás hjá Valdstjórninni, þangað sem hann getur sótt sína mánaðarlegu greiðslu, enda lofaði Grána að slá skjaldborg um ríkisreksturinn.

 

Er Márinn búinn að gleyma efnahagshruninu sem varð hérlendis fyrir nær tveimur árum ? Að stærstum hluta stafa svona kreppur af kommúnistiskum stjórnarháttum. Svona stjórnarhættir eru markmið vinstri-sinna um öll Vesturlönd og nefnist valdstjórn. Fjármagnið er fært þangað sem valdhöfunum líkar og eina hugsjón þessa fólks er að hanga í valdastólum.

 

Gömlu hreinræktuðu kommúnistarnir voru þó það heiðarlegir að viðurkenna tilgang sinn. Nýgju kommúnistunum hefur víða tekist að blekkja almenning með tali um blandað hagkerfi. Þetta hagkerfi er byggt á torgreindri peningastefnu og yfirþyrmandi ríkisrekstri. Svona hagkerfi ganga kerfisbundið í gegn um efnahagskreppur, sem notaðar eru til að blóð-mjólka almenning.

 

Ef menn skoða gagnrýnið stjórnsýslu Icesave-stjórnarinnar, má auðveldlega greina á hvaða leið hún er. Kerfisbundið er þrengt að lífskjörum almennings, fjárfestingar eru hindraðar og atvinnuleysi eykst í kjölfarið. Efnt er til ríkisrekstrar á öllum sviðum, þar til allt efnahagslegt vald er í höndum þeirra sem fara með pólitíska valdið -  sem eru kommúnistar af margvíslegu tagi. Sem betur fer virðast Íslendingar smám saman vera að sjá í gegn um moldviðri blekkinganna. Við höfum ekki efni á að Icesave-stjórnin tóri deginum lengur.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.8.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessi fjárfesting er í boði íslendinga.. sem auðfúsir áttu að fjármagna kaupin fyrir Magma..

Óskar Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 03:44

6 Smámynd: smg

Það væri best ef ekki verður af starfsemi Magma hér á landi. Það sem er kannski vandræðalegast er hversu nálægt fyrirtækið hefur komist hér að landa samningi. Það bendir allt til þess að um dæmigert vestrænt arðránsfyrirtæki sé um að ræða og Íslendingar hafa ekki svo mikla þörf fyrir fjárfestingu að þeir þurfi að leggja allt í sölurnar. Að láta arðræna sig fyrir skammgóðan vermi í formi hagsveiflu vegna framkvæmda við arðránsverksmiðju þeirra er algjör óþarfi.

smg, 2.8.2010 kl. 18:22

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

smg, þetta er nú þessi venjulegi kommúniski áróður gegn einkafyrirtækjum, þ.e. að þau séu dæmigerð vestræn arðránsfyrirtæki, en fyrirtæki sem ekki skila arði, verða aldrei rekin til lengdar.  Íslensku orkuframleiðslu- og sölufyrirtækin hafa nú ekki verið að skila merkilegri afkomu síðastliðin ár, svo væntanlega hafa þau ekki verið að arðræna neinn undanfarið, nema þá helst eigendur sína.

Magma mun ekki skila neinum arði, nema fyrirtækið auki orkusölu sína og til þess þarf nýja stórkaupendur að raforku og ætli málið snúist ekki fyrst og fremst um það, þegar öllu er á botninn hvolft, að koma í veg fyrir frekari atvinnuuppbyggingu, ekki síst í orkufrekum iðnaði, en slíkur iðnaður hefur skilað þjóðfélaginu gífurlegum tekjum á undanförnum áratugum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2010 kl. 19:11

8 identicon

Á meðan þessi ríkisstjórn er við völd sé ég ekki fram á að fá neina vinnu.Flott að hafa noræna velferðarstjórn sem hefur það að takmarki að setja alla á bætur

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 20:19

9 Smámynd: smg

Ekki vissi ég að ég væri með kommúniskan áróður. Því vísa ég algjörlega til föðurhúsana. Það er staðfast álit mitt að Magma sé einmitt dæmigert vestrænt arðránsfyrirtæki, a.m.k hvað varðar hvað snýr að þessu máli. Hér er á ferðinni einkavæðing auðlinda sem erlent fyrirtæki kemur að með fjárfestingu.  Það er einfaldlega ekki rétt að orkufrekur hafi "hefur skilað þjóðfélaginu gífurlegum tekjum á undanförnum áratugum." Jú tekjur, en arðurinn fer til þeirra sem fá orkuna á gjafverði. Það er engin ástæða að halda áfram á þeirri braut að selja raforku á kostnaðarverði eða þar neðar. Skynsamlegast að sýna smá þolinmæði og ráðast að því loknu í frekari jarðvarmavirkjanir þegar vinunandi verð fást, helst frá innlendum iðnfyrirtækjum eða erlendum sem eru tilbúin að greiða sanngjarnt verð fyrir. Málið snýst um að við getum gert eitthvað sjálf úr orkunni og hirt arðinn af eða a.m.k selt hana og fengið ríkulegan arð af. Möguleikarnir til þess eru margir og raunverulegir.

smg, 2.8.2010 kl. 20:31

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu þurfa fjárfestar að fá sinn arð og sem betur fer hafa stóriðjufyrirtækin skilað arði til eigenda sinna, enda væri löngu búið að loka þeim annars.  Þau hafa skilað gífurlegum arði inn í þjóðfélagið, t.d. með sköttum, launum til starfsmanna og kaupum á vörum og þjónustu af innlendum aðilum. 

Þrátt fyrir stöðugt tal um lágt raforkuverð til þeirra, hafa þau samt sem áður greitt upp þær virkjanir, sem ráðist hefur verið í þeirra vegna, t.d. hefur raforkusalan til álversins í Straumsvík borgað upp Búrfellsvirkjun fyrir löngu síðan.

Þjóðfélagslegur arður af þessum iðnaði hefur því verið mikill í gegnum tíðina, að ekki sé talað um gjaldeyrinn sem þau hafa skilað inn í þjóðarbúið, en af honum er aldrei nóg, eins og allir ættu að vita.

Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2010 kl. 22:55

11 identicon

Axel takk fyrir svarið. Það vantaði hinsvegar svar við einni spurningunni. Nefnilega það hvort þú hefur kynnt þér það sem skeði í Argentínu í orkumálum ? Ég geri ráð fyrir að þú hafir ekki gert það til hlýtar fyrst þú svaraðir ekki þannig að ég mæli með því að þú gefur þér gott síðdegi til þess. Það byrjaði mjög svipað og þetta magma dæmi. Argentínumenn eru ekki á leiðinni að gera eitt né neitt. Erlendir auðhringir eiga orðið allt þar.

Loftur. Orð þín urðu í raun ómarkviss eftir lestur fyrstu línu. Einfaldlega vegna þess að ég veit nákvæmlega hvað það er að vera atvinnulaus. Ég kunni líka að fynna leiðir útúr því. Það gæti hinsvegar orðið erfitt í frammtíðinni að fá hugmyndir. Flestar þurfa þær orku til að framkvæma. Í Argentínu þá fá menn ekki orku lengur. Þeir þurfa að fórna hugmyndinni til orkueigandana. Þeir selja nefnilega ekki bara orkuna og vatnið. Þeir taka hugmyndina líka. Annars færðu ekki orku.

En þetta er brautinn sem þið viljið fara útí.

Leiga auðlinda til 20-100 ára er allt sama dæmið. Eftir 20 ár hafa þeir sem stýra orkunni svo mikil völd að þeir fá hana alltaf aftur og aftur. Þetta er bara orðaleikur og það vita þeir sem þekkja hvernig völd virka.

Már (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 02:46

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Már er fullkomlega ráðþrota og hans einu rök varða orkumál í Argentínu. Ég verð að játa að til orkumála í Argentínu þekki ég ekki neitt.

 

Að því er virðist, er Már að tala um atburðarás í Argentínu þar sem útlendingar keyptu orkufyrtæki af ótilgreindri gerð, hugsanlega bensínstöðvar. Þau fyrirtæki vilja ekki selja orkuna/bensínið á innanlandmarkaði og stela þar að auki hugmyndum heimamanna um atvinnustarfsemi. Ekki nóg með það, heldur stela þeir líka vatninu. Spurningin er hvort þeir eru búnir að útrýma nautunum.

 

Það er ekki fögur mynd sem Már dregur upp. Hún er hins vegar svo ruglingsleg að jaðar við bullið úr Björk Guðmundsdóttur. Már, þú verður að útskýra betur hvað þú ert að tala um, ef þú villt ekki verða talinn vera sami kjáninn og Björk.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.8.2010 kl. 10:51

13 Smámynd: smg

Loftur: Þú virkar á mig eins og nokkuð vel gefinn náungi en skortir kannski á þekkingu og fleiri sjónarhorn. Því langar mig að benda þér á myndina "Confessions of an Economic Hit Man". Ef þú googlar orðið geturðu t.a.m horft frítt á myndina á youtube. Í myndinni er farið vel í fjárfestingar utanaðkomandi aðila í fátækum löndum (m.a Argentínu) og afleiðingar einkavæðingar á vatni og orkugjöfum. Fáfræði er hættuleg og skeinuhætt vopn í röngum höndum.

smg, 3.8.2010 kl. 15:13

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Már, ég veit núna hvaðan þín andlega næring kemur. Þeir sem láta mata sig á áróðri verða aldreigi annað en nytsamir sakleysingar.

Auðvitað er mér athæfi nýlenduveldanna ljóst, það er þess vegna sem ég er andstæðingur þeirra. Mér er jafnframt ljóst að forræði yfir atvinnulífi er forsenda og afleiðing sjálfstæðis. Forræðinu fylgir sú kvöð að þora að semja við útlendinga á okkar eigin forsendum. Hræðslu-áróður Vinstri-Grænna er okkur stórkostlega skaðlegur og einungis gerður til að þjóna hagsmunum kumpána eins og Steingríms J. Sigfússonar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.8.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband