Jón Gnarr verðlaunar framkvæmdastjóra hjá Lýsingu

Lýsing hf. er eitt af fjármögnunarfyrirtækjunum sem hefur verið í fararbroddi þeirra fyrirtækja, sem útdeilt hefur ólöglegum gengisbundnum lánum til bíla- og vélakaupenda og hefur verið fyrirtækja harðast í innheimtuaðgerðum slíkra lána, hafi þau lent í vanskilum.

Nú grætur Halldór Jörgensen, forstjóri Lýsingar, yfir því hvað dómur Hæstaréttar komi sér illa fyrir fyrirtækið og aðspurður um hvort fyrirtækið sé í stakk búið, til að standa af sér miklar afskriftir vegna dómsins, segir hann:  "Já, ég tel það. Ég tel að það sé leið út úr þessu en það er annarra að taka þá ákvörðun.

Þarna hlýtur Halldór að eiga við ríkisstjórnina, eða Alþingi, en að sjálfsögðu hlýtur það að vera í verkahring hans sjálfs og annarra þeirra, sem ábyrgð bera á veitingu ólöglegu lánanna, að klóra sig sjálfir út úr málunum.

Hitt er svo afar merkilegt, að Jón Gnarr hefur séð ástæðu til að verðlauna einn af framkvæmdastjórum Lýsingar, Harald Flosa Tryggvason, sérstaklega með því að skipa hann í eitt af feitustu embættum borgarkerfisins, þ.e. að gera hann að stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, en í það embætti var hann skipaður strax og búið var að ráða kosningastjóra Besta flokksins sem aðstoðarmann og ræðuskrifara Jóns Gnarrs.

AMX vefurinn fjallaði um þessa skipun Haraldar í embættið fyrir nokkrum dögum  og sagði þar m.a:

"Haraldur var framkvæmdastjóri útgáfufélags Viðskiptablaðsins á þeim tíma sem Exista hélt á stjórnartaumum í félaginu og keyrði Haraldur félagið í rúmlega 110 milljón króna gjaldþrot. Starfsmenn blaðsins þurftu að sækja laun sín til ábyrgðasjóðs launa og verktakar sem unnið höfðu fyrir blaðið fengu aldrei laun sín greidd þrátt fyrir loforð Harladar þar um.

Haraldur var framkvæmdastjóri útgáfufélags Viðskiptablaðsins í umboði Exista og var Halldór Jörgensen stjórnarformaður og yfirmaður Haraldar. Þegar útgáfufélagið var tekið til gjaldþrotaskipta var Haraldi Flosa fengið starf hjá í öðru félagi Exista, Lýsingu hf., þar sem hann starfaði aftur undir Halldóri Jörgensen sem var forstjóri. Ekki vita smáfuglarnir hvert hlutverk Haraldar Flosa var hjá Lýsingu en ekki tók langan tíma fyrir Harald að fá sig lausan þaðan til að taka við stjórnataumum Orkuveitunnar."

Aðrar eins mannaráðningar og þetta hefðu valdið stórhneyksli, hefði einhver annar flokkur en Besti flokkurinn staðið svona að málum.

Nú eru breyttir tímar og Jóni Gnarr leyfist allt, sem öðrum leyfist ekki.


mbl.is Dómurinn kemur Lýsingu illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt er það að þetta þróunar ferli skuli hafa komist alla leið í þessa átt .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband