Hefndarþorstinn plagar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það voru gífurleg vonbrigði fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, að ríkissaksóknari komst að sömu niðurstöðu og Rannsóknarnefnd Alþingis, að engin ástæða væri til að stefna Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins og bankastjórum Seðlabankans, sérstaklega Davíð Oddsyni, fyrir dóm vegna þeirra tveggja eða þriggja atriða, sem rannsóknarnefndin taldi að flokkaðist undir mistök eða handvömm í starfi í aðdraganda bankahrunsins.

Jóhanna hefur verið mikil hatursmanneskja Davíðs í langan tíma og hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra var að bola honum úr starfi seðlabankastjóra og fórnaði hinum tveim í leiðinni, því allt var til vinnandi við að reyna að niðurlægja Davíð.  Nokkrum mánuðum síðar tók hann við ritstjóraembætti Moggans og eftir að skýrslan kom út, fyrirskipaði Jóhanna þingnefnd undir forsæti Atla Gíslasonar, að kæra Davíð á grundvelli rannsóknarskýrslunnar, þó rannsóknarnefndin hefði ekki talið til þess ástæðu, enda var kærunni vísað frá af ríkissaksóknara.

Jóhanna er þó ekki dauð úr öllum æðum, því nú hefur hún fyrirskipað Atla að skipa undirnefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna í þeirri von, að eitthvað bitastætt finnist í því ferli, sem hægt væri að nudda Davíð uppúr og helst að senda til ríkissaksóknarans í von um að hægt væri að ákæra, bara fyrir eitthvað.

Hefndarþorsti Jóhönnu er svo óslökkvandi, að hún gefur það út, að ef Atli Gíslason gegni ekki þessari skipun hennar, þá skipi hún bara rannsóknarnefnd sjálf, því svo mikið ligggi við að reyna að koma höggi á höfuðóvin hennar.

Hvers vegna hún skipar ekki nefndina sjálf núna strax, er hins vegar hulin ráðgáta.


mbl.is Einkavæðing bankanna rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gamla kerlingin er bara orðin biluð!

Óskar (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 13:35

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Já, það var nefnilega svo sjálfsagt að gefa svona margar eigur þjóðarinnar og svo keyra það allt í þrot. Þið eruð blindir af ást á sjálfstæðisflokkinn að þið getið ekki skilið að þeir eru höfundar hrunsins.

Tómas Waagfjörð, 15.6.2010 kl. 13:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, þetta er algerlega útjöskuð klisja.  Það voru útrásarvíkingar og eigendur bankanna, sem í flestum tilfellum voru sömu aðilarnir, svo og stjórnendur bankanna, sem einnig voru í flestum tilfellum hluthafar í bönkunum, sem ollu hruninu með því að ræna bankana innanfrá.  Þú þarft ekkert að taka mín orð fyrir þessu, heldur var þetta niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis eftir átján mánaða nákvæma rannsókn á öllum þáttum í aðdraganda hrunsins.

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 14:04

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það hefur sýnt sig hversu áreiðanleg þessi skýrsla er þegar ekki er búið að ákæra einn einasta einstakling.

Ekki vera svona fastir í sama kassanum allt ykkar líf. Vont fólk hefur farið með völd í landinu í langann tíma og ættarveldin sem áttu allt sem kirkjan átti ekki á sautjándu öld ráða ennþá öllu. Er þetta virkilega það sem þið viljið sjá ykkar börn og barnabörn upplifa, að ekkert breytist á þrjú hundruð árum?

Vont og siðlaust fólk er oft klókt, það klókt að það getur komið sér til æðstu metorða til þess að fullnægja sjúkum hvötum. Árið fyrir seinni heimsstyrjöldina þá var Hitlar á forsíðu Times og dáður maður, svo kom hans einkenni fram. 

Sama á við Davíð, hann gerði margt gott á sínum tíma, en hann er vondur maður sem skemmdi landið sitt fyrir hugsjónir sýnar.

Tómas Waagfjörð, 15.6.2010 kl. 14:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tómas, þetta er vond og siðlaus söguskýring.

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 14:37

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ekkert með það að gera að setja nefnd Atla Gíslasonar fyrir.  Nefndin er skipuð af löggjafarvaldinu, en ekki framkvæmdavaldinu.  Nefnd Atla Gíslasonar, er ætlað samkvæmt skipunnarbréfi að rannsaka, hugsanlega vanrækslu ráðherra, sem gæti varðað við lög um ráðherraábyrgð og er innan fyrningarfrests, þess háttar mála.

 Þess má einnig geta að Rikisendurskoðun, gaf söluferlinu "heilbrigðisvottorð".  Efist fólk eitthvað um álit þeirrar stofnunnar, þá er sjálfsagt að starfsemi hennar sé rannsökuð, áratug aftur í tímann, enda þá varla bara þetta eina mál, sem orkar tvímælis í vinnu hennar.

 Þessar ásakanir um sölu á "undirverði" risu hvað hæst, þegar bankarnir birtu "uppblásnar" afkomutölur sínar, sem að í skýrslu Rannsóknarnefndar, er sagt að hafi verið byggðar á fölskum forsendum.

 Rætt var í upphafi um að sænskur banki eignaðist ráðandi hlut í Landsbankanum, en það máttu þáverandi stjórnarandstöðuflokkar (núverandi stjórnarflokkar) ekki heyra á minnst, að ríkisbankinn yrði seldur einhverjum útlendingum.  Einnig var rætt um dreifða eignaraðild, án kjölfestufjárfestis, en sú leið var viðhöfð, er Íslandsbanki varð til, við sameiningu Útvegsbankans, Verslunnarbankans, Iðnaðarbakans, Alþýðubankans og Samvinnubankans og þótti mistakast og voru jafnvel efasemdarraddir innan Samfylkingar að lögleiðing á dreifðri eignaraðild stæðist lög EES.

 Það hefur margoft komið fram, hvernig þetta einkavæðingarferli var allt og allir mögulegir og ómögulegir aðilar rannsakað það. Það er einna helst að Spænski Rannsóknarrétturinn eða Vatíkanið, hefur ekki fengið málið til rannsóknar.  Það er meira vitað um þetta áratugsgamla einkavæðingarferli, heldur en margt sem gerist í nútímanum hjá núverandi stjórnvöldum og nægir þar að nefna, nýjustu einkavæðingu bankana, eða þá hver í stjórnsýslunni, tekur sér það "bessaleyfi" að véla með lagabreytingar svo að hægt sé að hækka lögbundin laun Seðlabankastjóra.

 Ef að forsætisráðherra, getur ekki hundskast til þess að hætta að lifa í fortíðinni og snúa sér að verkefnum framtíðar, þá er mál að linni og rétt að fólk sem treystir sér til þess að tryggja bjarta framtíð þjóðarinnar taki við keflinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.6.2010 kl. 16:31

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allt saman hárrétt hjá þér, Kristinn Karl.  Ég gæti ekki verið meira sammála þér.

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 19:35

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það efast varla nokkur maður um það hverjir það voru sem settu bankana á hausinn.

En það er deilt um það eftirlit sem stjórnvöldum bar skylda til að inna af hendi og þágu laun fyrir hjá ríkinu.

Eigum við ekki að bíða eftir því að Héraðsdómur kveði upp þann dóm sem Hæstiréttur vísaði til hans í dag og snýr að kröfu um 53 milljarða frá þýskum banka.

Árni Gunnarsson, 15.6.2010 kl. 21:53

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nú eru nefndarmenn í nefnd Atla Gíslasonar, farnir að hugleiða, hver tilgangur nefndarinnar sé.  Hvort að nefndin eigi að uppfylla einhvern "óskalista" Jóhönnu, eða sinna því sem stendur í skipunnarbréfi sínu.

Reyndar er Jóhönnu ekki sjálfrátt í málum, sem að hún á ekki að hafa beina aðkomu að ákvörðunnartöku við.  Skömmu eftir að Skýrslan kom út og Icesavefylgjendurnir í Bretavinnunni, hófu drullukökukast á Ólaf Ragnar, þá talaði hún um það, að þegar það yrði kosið til stjórnlagaþings og það tæki til starfa, þá þyrfti það sérstaklega fjalla um tuttugustu og sjöttugreinina (synjunarvald forsetans) með það fyrir augum að afnema, þá grein úr Stjórnarskránni.

 Þá er nú ómur pottaglamurs búsáhaldabyltingarinnar og krafan um Stjórnlagaþing fólksins orðinn fjarlægur, ef að stjórnlagaþingið og rannsóknarnefndir vegna hrunsins, starfa í þeim eina tilgangi að þjóna dyntum forsætisráðherra.

 það vekur hins vegar athygli mína að enginn þessara svokölluðu fræðimanna; Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur, Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og síðast en ekki síst Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, fari ekki mikinn í álitsgjöfum sínum þessa dagana, enda af nógu að taka, allt frá launamálum Seðlabankastjóra til verkskipanna Jóhönnu til hinna ýmsu rannsakenda hrunsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.6.2010 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband