Bullandi borgarstjóri sem ætlar ekki að gera neitt

Í upphafi, þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hygðist bjóða fram til borgarstjórnar og verða borgarstjóri, þá sagðist hann ekki ætla að gera neitt sjálfur, heldur láta starfsmönnum borgarinnar alla vinnuna eftir, en njóta bara þess að vera í þægilegri innivinnu á góðum launum og með einkabílstjóra og ætlaði sér ekki að vera á skrifstofunni nema tvo til þrjá tíma á dag, enda myndi hann ekki þurfa þess, þar sem hann ætlaði ekki að gera neitt.

Nú virðist þessi draumsýn hans vera að rætast, þar sem allir flokkar í borgarstjórn ætla að taka þátt í gríninu og létta honum lífið í nýja starfinu eins mikið og mögulegt er.  Alla kosningabaráttuna skein í gegn, að Jón Gnarr hafði ekki minnstu hugmynd um út á hvað starfsemi borgarstjórnar gengi og öll svör hans um borgarmálefnin báru þess glöggt vitni.

Ekki tók betra við í dag, þegar hann flutti innsetningarræðu sína í borgarstjóraembættið, því annað eins bull hefur ekki heyrst lengi, eins og úrdráttur úr ræðunni, sem birtur er hér á mbl.is, ber með sér.  Þar segir hann að draumur sinn hafi frá barnæsku verið sá, að verða trúður og er ekki annað að skilja, en að hann líti svo á að nú sé sá draumur hans að rætast.  Um annað í þessari ruglræðu vísast nánar í fréttina sjálfa.

Lokaatriði þess trúðsleiks, sem fluttur var í borgarstjórn í dag, endaði samkvæmt fréttinni á þessa leið:

"Jón sagðist trúaður á að hægt væri að fá borgarbúa til að hafa minni áhyggjur og vera betri hver við annan. Sagði hann að áhyggjur hefðu aldrei skilað neinu eða leyst nein vandamál. Hún væri andstæða jákvæðninnar. Kærleikurinn væri gjörningur, því það væri ekki til neins að játa einhverjum ást sína í sífellu, en gera aldrei neitt gott fyrir viðkomandi. Þess vegna ætlaði hinn nýi meirihluti að reyna að gera eitthvað gott fyrir borgarbúa. Sagði Jón að hann hefði ákveðið að gera Kardimommubæinn að vinabæ Reykjavíkur.

„All you need is love, love is all you need,“ sagði Jón að lokum."

Án nokkurs vafa verður þessi fíflagangur túlkaður sem tákn um breytta og betri tíma í íslenskri pólitík.

Það er líklega rétt túlkun, a.m.k. hefur svona skrípaleikur ekki tíðkast í pólitík hér á landi hingað til.

 


mbl.is Meira ímyndunarafl en rökhugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann reyndar lýsti því yfir í viðtali við Audda og Sveppa, síðastliðinn föstudag, að hann ætlaði að svíkja það að gera ekki neitt.

Skussinn (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Jæja Axel.Þetta mun verða birjunin á nýju Íslandi.Fyrrverandi flokkar eru bunir að koma Íslandi á glapstigu.

Árni Björn Guðjónsson, 15.6.2010 kl. 15:30

3 identicon

"Að því leyti væri flokkurinn líkur Múmínpabba. Hann væri svolítið ruglaður stundum, en þó vissu allir að hann væri ekki vondur".

Er þetta eitt af gríninu hjá Besta flokknum ? - Því miður sé ég ekkert fyndið við svona, frá borgarstjóra reykjavíkur.

það er pínlegt að horfa upp á þennan mann á borgarstjóra vaktinni. Hvenær ætli hún komi á dvd ?

hvenær hættir bullið?

Kjósandi (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Haukur Baukur

Eins og ég skil ræðu Jóns þá lifði draumur hans það af að fara gegnum ytra stjórnkerfi skóla, heimilis og atvinnu.  Hann var ekki beygður til að sleppa draumum sínum.

Mín ósk er að passive-agressive flokkspólitíkin líði undir lok og tími heiðarleika taki við.  Með öðrum orðum, það er löngu kominn tími fyrir fólk sem segir það sem það meinar og meinar það sem það segir.

Það er svo alveg þitt val hvort þú hafnar kærleika og gleði og heimta flokkspólítík til að hugsa um hag borgarbúanna.  

Haukur Baukur, 15.6.2010 kl. 16:00

5 identicon

Allir flokkarnir eru brandarar. Besti Flokkurinn er að minnsta kosti mðevitaður um það að pólítík er ekkert nema framapot og spilling og gerir ekkert gagn.

F.V. (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 16:10

6 identicon

Axel, getur þú útskýrt það hvað það er við gömlu flokkatuggurnar sem heillar þig svona mikið? Hvaða æðislegu afrek hafa gömlu flokkarnir skilið eftir sig til þess að eiga jafn sannkristna og óbilgjarna stuðningsmenn eins og þig?

Þór (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 16:14

7 identicon

 Eigum við ekki bara að leyfa manninum að reyna sig í embættinu , þetta var ekki verri setningarræða en hver önnur   og örugglega ekki leiðinlegra en margt bullið sem gusast hefur upp úr öðrum borgarstjórum á undan.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 16:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þór, þeir hafa a.m.k. kosti ekki ástundað hrein trúðslæti og aldrei hef ég séð jafn fáránlegan málefnasamning frá nokkrum meirihluta og þessum, hvorki í ríkis- eða borgarstjórn.  Hér eru nokkur gullkorn úr málefnasamningi trúðanna:

Í kafla um „allskonar“ stefnumál segir m.a. að stjórn borgarinnar skuli vera með bros á vör, ekki megi drepa gamla fólkið úr leiðindum, embætti borgarstjóra verði fært nær borgarbúum, auka eigi náungakærleik í borginni, menningarsögu kvenna verði gert hærra undir höfði, hefja skuli umræður um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og kanna beri möguleikann á að færa húsin á árbæjarsafni á sinn upphaflega stað eða í hljómskálagarðinn.

Auka skal vægi siðfræði, tjáningar og samvinnu í skólum. Fjölga skal karlkennurum til að auka áhuga stráka á námi.

Sérstökum „ömmu- og afaróló“ verði komið á fót þar sem kynslóðirnar get leikið sér saman.

Annar hver bíll skal vera knúinn vistvænni orku innan áratugar og bílafloti Reykjavíkuborgar skal byggður á rafrænum bílum. 

Meirihlutinn vill draga úr byggingu samgöngumannvirkja og hafa „færri mislæg gatnamót, fleiri einlæg gatnamót.“

Lestarsamgöngur skulu verða milli Reykjavíkur og Keflavíkur, en um framtíð Reykjavíkurflugvallar verður ákveðið síðar.


Fjármál borgarinnar skal útskýra á mannamáli og með myndrænum hætti sem öllum er skiljanlegur.


Þá skal halda sérstakt kvennakvöld þar sem karla sitja heima.

Borgarstjóri skal kjörinn stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Þetta eru nokkur sýnishorn af aðgerðaráætlun hins nýja meirihluta til næstu framtíðar og greinilegt er á öllu, að Jón Gnarr ætlar sjálfur að annast ísbjörninn í húsdýragarðinum.

Meira þarf varla að segja um vitleysuna, sem einkenna munu stjórnmálin á hinu nýja Íslandi.

Gömlu stjórnmálaflokkarnir mega aldeilis fara að tileinka sér ný vinnubrögð.  

Og brosa svo að öllu saman.
 

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 16:41

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er algerlega sammála þér Axel um G-Narr og félaga. Í gangi er mesta g-narr Íslandssögunnar og menn eiga eftir að súpa hveljur yfir því sem þessi meirihluti mun taka sér fyrir hendur. Ekki bætir það ástandið að minnihlutinn virðist vera búinn að binda hendur sínar með bitlingum eins og forsetastóll fyrir Hönnu Birnu er versta dæmið.

Stöðugleikinn og festan í Reykjavík, sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sköpuðu eftir vinsta-ruglið, var það sem hélt mörgum í landinu. Nú er sama ruglið framundan í borginni, eins og við höfum mátt búa við hjá landsstjórinni. Nú er annað hvort að hrekja Icesave-stjórnina frá völdum eða flytja til Kína (g-narr).

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.6.2010 kl. 19:22

10 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég las það einhverstaðar að fólk verði bitrari eftir því sem það eldist, er eitthvað í sambandi við það að það fatti betur og betur að það taki ekkert við eftir dauðann. Það er samt enginn ástæða til að vera fúll á móti öllum breytingum.

Tómas Waagfjörð, 16.6.2010 kl. 00:46

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Tómas, það er bara mannlegt, að þeir, sem bera ábyrgð á að leiða G-Narinn til valda, reyni að berja í brestina, sem nú þegar eru komnir í ljós !

Spurningin er, hve lengi munu þau, Dagur B. og Hanna Birna láta Jón Gnarr og hans lið teyma sig á asnaeyrunum ?

Breytingar geta vertð af hinu góða, en breytingar breyringanna vegna geta orkað tvímælis.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.6.2010 kl. 07:59

12 Smámynd: Billi bilaði

Eitt er að reikna með fyrirfram að berin séu súr. Annað er að ákveða að kaupa bara súr ber og láta þau sætu og góðu eiga sig.

Þið ættuð, súra fólk, að prófa sætu berin einhvern tíman. Ykkur mun örugglega líða betur á eftir.

Billi bilaði, 16.6.2010 kl. 10:15

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki alltaf hægt að borða bara sæt ber.  Það leynast nefninlega oft eitt og eitt súrt eða skemmt með í pokanum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband