Þingnefnd Atla Gíslasonar ómarktæk?

Þingnefndin, undir formennsku Atla Gíslasonar, þingmanns VG, sem á að ákveða hvort nokkrum ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm, hefur fengið falleinkunn vegna þess að hún virðist meta menn og málefni á pólitískum grunni, en ekki málefnalegum.

Um miðjan maí sendi nefndin ríkissaksóknara "ábendingu" um að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði talið þá Davíð Oddson, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra og Jónas Fr. Jónsson forstjóra Fjármálaeftirlitsins hafa gerst seka um mistök eða vanrækslu í starfi vegna tveggja eða þriggja atriða í aðdraganda bankahrunsins.

Rannsóknarnefndinni bar að beina öllum atriðum, sem hún teldi varða við lög, til skattyfirvalda, ríkissaksóknara eða sérstaks saksóknara og það gerði hún vegna tuga atriða, sem hún komst á snoðir um í rannsókn sinni.  Þar sem hún taldi enga ástæðu til að senda "ábendingu" um fjórmenningana, þá er ljóst að hún hefur alls ekki talið mistök þeirra varða við lög, eða vera saknæm.

Það bendir til þess að nefnd Atla Gíslasonar hafi afgreitt þetta mál vegna þeirra ofsókna sem þessir menn hafa orðið að þola frá stjórnarliðinu allt frá því stjórnin var mynduð, enda fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að reka seðlabankastjórana úr starfi og alla tíð síðan hefur vinstra liðið í landinu kynnt undir þeim áróðri að bankahrunið og kreppan sem því fylgdi væri nánast einum manni að kenna, þ.e. Davíð Oddsyni.  Þessum óhróðri er haldið á lofti ennþá, þó öllum ætti að vera orðið ljóst hvers vegna bankarnir hrundu, en rannsóknarnefndin sjál hefur sagt að þeir hafi verið rændir innanfrá af eigendum og stjórnendum þeirra.

Í nefnd Atla Gíslasonar eru aðallega nýliðar á þingi, sem ekki hafa þorað að setja sig upp á móti "ábendingunni" til ríkissaksóknara, vegna hræðslu við að verða ásakaðir um "yfirhylmingu" með fjórmenningunum.  Það er vitanlega ekki stórmannleg afstaða, en sú sem nærtækust er, þangað til þeir gera þá betri grein fyrir afstöðu sinni.

Þar með skrifast þetta pólitíska ofsóknarklúður nefndarinnar alfarið á formann nefndarinnar, Atla Gíslason.

Verður nefndinni eitthvað betur treystandi til að meta mistök eða vanræksluávirðingar ráðherranna?


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki nóg með að nefndin skoði hugsanlega sekt manna eftir póitískum línum, heldur ákvað hún upp á sitt einsdæmi að ráða kynjafræðing til að skoða hvort rekja mætti hrunið til kynjaskiptinga í æðstu söðum.

Hvers vegna skoðar þessi nefnd ekki hvaða áhrif undanfari hrunsins hafði á kyngetu manna? Það er jafn vitlaust.

Þessi nefnd mun ekki skila neinu af viti, nokkuð víst er að hún mun leggja til að landsdómur verði kallaður saman til að leggja dóm á störf einhverra fyrrum ráðherra, þá væntanlega úr sjálfstæðis og framsóknarflokki. Engin von er til að nefndin leggi til að störf ráðherra samfó verði lögð fyrir þann dóm.

Gunnar Heiðarsson, 7.6.2010 kl. 16:38

2 Smámynd: Benedikta E

Augljóst mál þessi svo kallaða ábyrgðarfulla þingnefnd sem Atli Gíslason fer fyrir er með þessu fyrsta hugverki sínu - sem fyrst og fremst snérist um Davíð Oddsson - hinir fylgdu bara með.

Samfylkingin undir forustu Ingibjargar Sólrúnar og svo Jóhönnu Sigurðardóttur hafa báðar haft Davíð Oddsson á heilanum.

Það kom meira að segja fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þegar Jóhanna var að svara Sigurði Kára  fyrir launamála fár Más Guðmundssonar nú verandi seðlabankastjóra -

ÞÁ kom Jóhanna með athugasemdir varðandi Davíð Oddsson í tvígang - sem ekkert átti við - bara Davíðs árátta Jóhönnu sem stjórnaði því - hún varð að koma honum að.

Greinilegt að þessi þingmannanefnd Atla Gíslasonar stjórnast af sömu áráttunni og Jóhanna.

Marklaus vinnubrögð þessarar þingmannanefndar. Lélegt !

Benedikta E, 7.6.2010 kl. 16:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki hef ég lesið skipunarbréf þessarar nefndar, en ekki minnist ég þess að fram hafi komið á sínum tíma að hún ætti að kyngreina nokkurn skapaðan hlut.  Hennar hlutverk átti að vera að fara yfir skýrsluna og það sem þar er fjallað um það sem ráðherrar gerðu, eða gerðu ekki, í aðdraganda hrunsins og koma svo með tillögu um hvort einhverjum þeirra yrði stefnt fyrir Landsdóm.

Þessi afgreiðsla hennar varðandi embættismennina er pólitískt hneyksli, sem fulltrúar minnihlutans í nefndinni eru meðsekir um, en aðalábyrgðin er þó hjá Atla, en eins og sagði í upphaflega pistlinum, hafa nýliðarnir ekki þorað að setja sig upp á móti honum í málinu, til þess að verða ekki sakaðir um að "verja" Davíð Oddsson, sem þetta snerist auðvitað alallega um.

Þessari nefnd verður ekki treyst framar, til að afgreiða mál öðruvísi en á pólitískum forsendum.  Fulltrúar minnihlutans í nefndinni eiga að segja sig úr henni og hætta þátttöku í þessu rugli.

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2010 kl. 17:08

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki lái ég þeim sem eru bitrir og niðurbrotnir vegna svika-verka sumra Íslendinga í áratugi!

Það er ekki öllum gefið vit eða vilji til að taka þátt í slíku ráni og svíkja almenning!

Skil ekki þá sem eru sáttir við svikin? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 17:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Anna, hverjir eru sáttir við svikin?  Hvaða svika-verk sumra Íslendinga í áratugi ert þú að meina?

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar í undanfara þingkosninga 2003, er Baugur og Samfylkingin, bundust tryggðarböndum (eins og Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður flokksins, viðurkennt að voru fyrir hendi), má segja að Davíðshatrið, hafi breyst úr því að vera "verulegt" yfir í "takmarkalaust". Eftir "staðfestingu tryggðarbandana, var ákveðið, að nú skildi forsætisráðherrastóllinn, tekinn af honum Davíð, svo hann hætti að ofsækja, þessa öndvegisfeðga, sem ráku þá Baug.

Eigi þóttu mannkostir, þáverandi formanns Samfylkingar slíkir (Össurar), að hann ætti eitthvað erindi eða samjöfnuð við Davíð.  Var þá brugðið á það ráð, að sækja inn í Borgarstjórn þáverandi Borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu og var hún sett, til höfuðs Davíð, sem forsætisráðherraefni flokksins.  Ekki varð þó Samfylkingunni, kápan úr því klæðinu, að fella Davíð, þrátt fyrir þungan og óvægin áróður gegn honum.  En sú staðreynd breytti því samt ekki, að Baugur, fékk þó þá "aðstoð", sem ætlast var til með áðurnefndum tryggðarböndum, frá Samfylkingunni.  Skýrasta dæmið því til stuðnings, er "Fjölmiðlafrumvarpið", sem Samfylkingin, barðist gegn með kjafti og klóm, alla leið til Bessastaða og linnti ekki látum, fyrr en forsetinn synjaði, nýsamþykktum Fjölmiðlalögum og vísaði þeim til þjóðarinnar. Samfylkingunni til mikillar gremju, fóru Fjölmiðlalögin, samt aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þau voru dregin til baka.  Sé hugsað til þeirra orða Samfylkingarmanna, þegar það að draga lögin til baka, væri geræðisleg árás á lýðræðið, er athyglisvert að minnast áhuga Samfylkingarinnar eða öllu heldur áhugaleysi flokksins, gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave.  Eins þótti Samfylkingunni, helst til miklu kostað við rannsókn og málarekstur Baugsmálsins. 

 Í aðdraganda bankahrunsins, þegar vitað var að þjóðin, var á leið til andskotans, þá gat ekki einu sinni þáverandi formaður Samfylkingarinnar, brotið odd af oflæti sínu, og látið af margra ári hatri og tekið orð, þáverandi Seðlabankastjóra, Davíðs Oddsonar af alvarleika og festu.

 Síðast í morgun þann 7. júní 2010, þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þrætti eins og sprúttsali, fyrir þætti Forsætisráðuneytisins í launamálum núverandi Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að samflokksmaður hennar Helgi Hjörvar, formaður Efnahagsnefndar Alþingis, hafi sagt að skipun um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem varða laun Seðlabankastjóra, gat hún ekki stillt sig um að hrauna yfir núverandi ritstjóra Moggans, Davíð Oddsson,  fyrir það eitt að hafa flutt fréttir af "illalyktandi" ráðningarferli núverandi Seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar.

 Sjöundi júní 2010, verður því seint talinn, gleðidagur í sögu  Samfylkingarinnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.6.2010 kl. 19:31

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Axel -

þvælan sem kemur frá Önnu er með þeim hætti að hún getur enganveginn talist svaraverð - legg til að þú reynir að koma sögunni að hjá henni - 120% vinstri verðbólgu - viðskilnaði fyrri vinstri stjórna og hryðjuverkum núverandi stjórnar.

Sú gífurlega uppbygging sem framkvæmd var á vakt XD er ekki til í huga hennar - upphreinsanir og endurreisn þjóðfélagsins eftir vinstri stjórnir ekki til.

Hjá henni kemst það eitt að að hópur glæpamanna tæmdi bankana o.fl. og þar sem sumir þeirra eru eða voru Sjálfstæðismenn þá stimplar hún flokkinn fyrir þeirra verk.

Það er svona álíka og að segja að framleiðendur Ford séu hraðakstursglæpamenn ef einhverjir eigendur Ford bifreiða aka eins og fávitar.

Svo gargar hún bara glæpamenn - glæpamenn - og samhengi í skrifum hennar finnst sjaldan.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.6.2010 kl. 07:23

8 Smámynd: Benedikta E

JÁ - Önnu Sigríði er töm - ÞVÆLAN -

Benedikta E, 8.6.2010 kl. 08:51

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Önnu virðist vera tamara að slá fram svívirðingum og áburði á fólk, en að svara einföldum spurningum um hvað hún sé nákvæmlega að meina.

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband