Pólitískt innistæðuleysi

Allir þekkja hugtakið þegar talað er um áhlaup á banka, en slíkt standast bankar ákaflega illa, enda er ekki um áhlaup að ræða, nema innistæðueigendur flykkist á staðinn og hreinsi út innistæður sínar og bankinn stendur berstrípaður eftir og óstarfhæfur.

Í fyrsta sinn, svo vitað sé, líkir Jóhanna Sigurðardóttir sér við banka í slíkri aðstöðu, þegar hún segir að nú sé verið að gera "pólitískt áhlaup" á sig vegna klúðursins með laun seðlabankastjórans og sem hún ber alfarið ábyrgð á, en þykist ekkert vita um.  Í sjónvarpinu í kvöld lét hún eins og hún talaði aldrei við starfsfólk forsætisráðuneytisins, né aðra embættismenn og hefði því ekki hugmynd um hvað það væri að aðhafast, enda kæmi henni það ekkert við.

Munurinn á banka, sem áhlaup er gert á og Jóhönnu Sigurðardóttur er sá, að í bankanum er fyrir hendi innistæða, sem reynt er að taka út, en hjá Jóhönnu er engin pólitísk innistæða, enda konan orðin óstarfhæf og ætti að vera búið að lýsa hana pólitískt gjaldþrota fyrir löngu.

Hins vegar kom í ljós í kvöld að hún er ennþá haldin Davíðsheilkenninu og það á alvarlegu stigi.


mbl.is „Pólitískt áhlaup á mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, Æ ! Er virkilega blessuð dúfan hún Jóhanna einnig komin með " Davíðs-heilkennið" ??

 Fara menn ekki að finna upp lyf við þessum óhugnanlega sjúkdómi ?? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri sannarlega verðugt verkefni fyrir vísindamenn að finna lyf við þessum fjanda.  Þetta er svo útbreiddur sjúkdómur, en þó sem betur fer staðbundinn hérlendis.

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvað er Davíðsheilkenni ? Hlýtur að vera eitthvað sem hann þjáist af sjálfur. Jafnvel Guðir geta þjáðst

Finnur Bárðarson, 7.6.2010 kl. 21:50

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jóhanna hefur á rúmu ári, sem forsætisráðherra í þessari meirihlutastjórn, komið þrisvar í Kastljósviðtal, ef ég man rétt.

 Fyrsta viðtalið, var byggt upp á spurningum, tveggja sextán ára stelpna, sem að hún fékk að lesa yfir áður.

Í öðru viðtalinu, lýsti hún yfir skelfingu og undrun, yfir því að hafa heyrt í fréttum að Arionbanki, hafi afhent Ólafi Ólafssyni, Samskip aftur, með 200 milljarða afskriftum og ákveðið að Hagar færu á markað, þar sem fyrrverandi stjórnendum og eigendum (Baugsgenginu) væri boðinn 15% hlutur í  nýviðreistu fyrirtæki, sem að þeir fengju að reka fram að þeim tíma sem að fyrirtækið færi á markað.  Enda bestu fyrirtækjastjórnendur sem völ væri á. 

 Í þriðja viðtalið, mætti hún sek og varnarlaus og þrætti fyrir allt eins og sprúttsali.  Tók svo að sér að ákveða, hverjir væru þess verðugir að gagnrýna hennar störf og ráðuneytis.....................................

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.6.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband