Fjárlög evruríkja afgreidd í Brussel?

Fram á síðustu misseri var áróðurinn fyrir aðild Íslands, sem hrepps, að ESB aðallega byggður á því, að krónan væri handónýtur gjaldmiðill og því bráðnauðsynlegt að taka upp evru í hennar stað, ekki síst af því að evrunni fylgdi svo mikið hagræði og aðhald að hagstjórninni.

Á síðustu mánuðum hefur æ betur komið í ljós, að evran skapar hvorki hagræði né aðhald í hagstjórn þeirra ríkja sem nota hana sem gjaldmiðil og er nærtækast að benda á Grikkland, Ítalíu, Spán, Portúgal og Írland í því sambandi, en þessi lönd eru mislangt komin fram að hengifluginu og sum þeirra við það að falla fram af. 

Nú síðast birtast fréttir af því, að gríðarlegur niðurskurður verði á fjárlögum móðurríkis ESB, Þýskalands, en sparnaður í rekstri þýska ríkisins fram til ársins 2014 verður sá mesti frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar.  Forystumenn ESB eru nú loksins að uppgötva að evran, sem slík, bjargar engu komi ekki til miðstýrð fjárlög allra ríkjanna og það verði yfirvaldið í Brussel sem muni taka að sér að stjórna efnahagsmálunum í öllum ríkjunum.

Jean-Claude Juncker, talsmaður fjármálaráðherra evruríkjanna, lét hafa þetta eftir sér í Wall Street Journal í gær:  "Við höfum ekki lært nóg um sameiginlega stjórn á sameiginlegum gjaldmiðli. Of mörg hinna 16 ríkja [á evrusvæðinu] hegða sér eins og sjálfstæð hagkerfi, en sjálfstæð hagkerfi eru ekki lengur til staðar. Við tilheyrum nú hagkerfi sem er krýnt hinum sameiginlega gjaldmiðli."

Ekki geta ESB sinnar lengur þrætt fyrir að miðstýringaráráttan í Brussel stefni hraðbyri að því kerfi, sem gekk sér rækilega til húðar í Sovétríkjunum, sællar minningar.


mbl.is Sjálfstæð evruhagkerfi ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Get ekki verið ósammála þessum pistli. Frekar að hægt sé að bæta í hann...

Gjaldmiðill á að endurspegla stöðu hagkerfis og hann getur það ekki nema að hann standi með því kerfi sem honum er ætlað að stjórna.

Öllu því sem haldið er fram, gegn núverandi gjaldmiðli, er hægt að heimfæra upp á þann sem taka á við... Spurningin er því: Hver er það sem VIÐ viljum að stjórni ölmusinni á Íslandi, við eða hinir?

Sindri Karl Sigurðsson, 7.6.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband