Mörður ánægður með leikritið og svo kemur bíómyndin fljótlega

Mörður Árnason, sem illu heilli er orðinn þingmaður á ný, smjaðrar af mikilli list fyrir Jóni Gnarr og félögum í Leikhúsi fáránleikans og finnst lífsnauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að ganga til meirihlutasamstarfs við listamennina í Reykjavík enda sé málefnastaða Samfylkingarinnar svo léleg, að jafnvel stefnulausir Bestaflokksmenn geti bætt þar úr, t.d. í skipulagsmálum.

Merði finnst engu skipta hvort borgarfulltrúar Besta séu hæfir eða óhæfir, enda segir hann:   

„Spurningin er ekki um hæfnina heldur hvort þau koma sér saman og hvort þau standa saman þegar gefur á bátinn – en þá er að muna að mörg koma þau úr veröld tónlistarinnar og leiklistarinnar þar sem einstaklingsframtakið er lítils virði nema samleikurinn sé þéttur.“

Jón Gnarr missti út úr sér í viðtali í gær, að framboð flokks hans hefði verið leikrit, sett á svið eftir fyrirfram skrifuðu handriti, þar sem m.a. hefði verið búið að skrifa nákvæmlega inn, hvernig hann ætti að koma fram og hvað hann ætti að segja við hvert tækifæri.  Meðal annars átti hann að leika sig einfaldann og tiltölulega aulalegan náunga, sem öllum þætti vænt um.

Leikritið gekk algerlega upp og sló í gegn hjá áhorfendum.

Nú er bara að bíða eftir bíómyndinni.


mbl.is Mörður mærir Besta flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll.

Besti Flokkurinn er frjálslyndur og heiðarlegur lýðræðisflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á jafnréttisgrundvelli, með víðsýni að leiðarljósi.

Við lofum að stöðva spillingu. Við munum gera það með því að stunda hana fyrir opnum tjöldum. Við viljum opna Kvennastofu þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil. Og svo mega þær tala eins og þær vilja og það verður allt tekið upp og geymt. Við ætlum að skipuleggja óvissuferðir fyrir gamalmenni. Í rauninni erum við samt ekki með neina stefnu en við þykjumst vera með hana. Við hlustum á þjóðina og gerum eins og hún vill því þjóðin veit best hvað er sér fyrir bestu. Við getum boðið meira af ókeypis en allir aðrir flokkar því við ætlum ekki að standa við það. Við gætum haft þetta hvað sem er, til dæmis ókeypis flug fyrir konur eða ókeypis bílar fyrir fólk sem býr útá landi. Það skiptir ekki máli.

Besti Flokkurinn er besti vettvangurinn undir lýðræðislega umræðu, Besti flokkurinn er bestur fyrir þig!

Ég stofnaði Besta flokkinn af því að mig langar að fá vel launað starf og að komast í áhrifastöðu þar sem ég get hjálpað vinum og vandamönnum með ýmislegt. Mig langar líka að vera með aðstoðarmann.

Þetta er tekið úr stefnuskrá flokksins. Ætli margir hafi lesið stefnuskrána áður en þeir kusu?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.6.2010 kl. 20:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ÞAð hefur örugglega enginn lesið þetta fyrir kosningar og hvað þá raunverulega handritið, sem leikið var eftir.

Axel Jóhann Axelsson, 1.6.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband