Hanna Birna er sigurvegari

Þrátt fyrir mikinn og oftast óverðskuldaðan áróður gegn Sjálfstæðisflokknum á undan förnum misserum, sérstaklega eftir hrunið, sem orsakaðist vegna meintra glæpaverka banka- og útrásarrugludalla, en ekki vegna þeirra laga sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrir, þá kom Sjálfstæðisflokkurinn nánast ótrúlega vel út úr kosningunum til sveitarstjórna víðast hvar um landið.

Flokkurinn fékk þó skell sumstaðar, t.d. á Akureyri, en vann góða sigra annarsstaðar.  Í Reykjavík fékk flokkurinn um 10% minna fylgi en í síðustu sveitarstjórnarkosningum, eða um 34%, sem þó var mikil aukning frá kosningunum til Alþingis í fyrra, þegar flokkurinn fékk aðeins um 22% atkvæða í borginni.

Samfylkingin í Reykjavík tapaði tæpum 30% atkvæða sinna frá borgarstjórnarkosningunum 2006 VG beið mikið afhroð í borginni og Framsóknarflokkurinn þurrkaðist út og Ólafur F. og önnur minni framboð komust varla á blað.  Öll óánægjan sem í gangi hefur verið í Reykjavík og er aðallega tilkomin vegna svika ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna og atvinnulífsins, fór til "Besta" brandarans, sem marg sýndi í kosningabaráttunni, að hann hafði ekki minnstu hugmynd um, um hvað sveitarstjórnarmál snerust og hvað þá að örlað hafi á nýjum hugmyndum til stjórnar borgarmálanna.

Fyrir kosningar sýndi Hanna Birna, borgarstjóri, að hún bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína um forystuhlutvert í borginni og ekki síður hefur það sýnt sig í umræðuþáttum eftir kosningaúrslitin, hver hátt hún skarar yfir aðra forystumenn þeirra framboða, sem fulltrúa fengu í borgarstjórnina.

Hanna Birna er framtíðarleiðtogi þjóðarinnar og myndi verða landi og þjóð til sóma, gefi hún kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sem haldinn verður í lok júní.

Ekki er minnsti vafi á að hún myndi hljóta glæsilega kosningu og reyndar vafasamt að nokkur myndi bjóða sig fram gegn henni.


mbl.is Hanna Birna ekki á leið í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég má til með að endurbirta þessi gullkorn: "Þrátt fyrir mikinn og oftast óverðskuldaðan áróður gegn Sjálfstæðisflokknum á undan förnum misserum, sérstaklega eftir hrunið, sem orsakaðist vegna meintra glæpaverka banka- og útrásarrugludalla, en ekki vegna þeirra laga sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrir..."

Er ekkert lát á veruleikafirringunni hjá sjallagenginu? Það er ekki bara FLokkurinn sem ekki er stjórntækur vegna nýlegra, skjalfestra glæpaverka, heldur má leiða rök að því að svipta eigi kjósendur FLokksins sjálfræði. Þeir sjá ekki, heyra ekki og skynja ekki kall tímans. Burt með þetta hyski!

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, þetta svar þitt er algerlega hefðbundið svar ofstækisfullra vinstir manna, sem eru svo veruleikafirrtir að þeir sjá ekkert nema illa anda í kringum sig og virðast reyndar vera haldnir þeim sjálfir.

Hvaða nýlegu skjalfestu glæpaverk ert þú að tala um?  Hvert "burt" vilt þú senda þetta hyski. sem þú leyfir þér að kalla þriðjung þjóðarinnar?

Hafir þú fylgst með útskýringu Rannsóknarnefndar Alþingis á niðurstöðum skýrslu sinnar, þá sagði hún að orsakir hrunsins skýrðust fyrst og fremst af gjörðum banka- og útrásargarkanna, sem rænt hefðu bankana innanfrá og þar með sett þjóðfélagið nánast á hausinn og í þá stöðu sem það er í nú.

Spurninguna um skjalfestu glæpaverkin vil ég ítreka sérstaklega.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 14:50

3 identicon

Málflutningur Axels í þessum pistlum sínum minnir alltaf meira og meira á flugu sem suðar á glugganum og reynir stöðugt að finna leið í gegnum glerið. Reynslan kennir henni ekki neitt.

Bergur (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:02

4 identicon

hmmm... þakka svarið Axel Jóhann. Ég verð nú samt að upplýsa þig um að ég er ekki "ofstækisfullur vinstri maður", heldur einn að þessum Íslendingum sem hafa fengið óbeit á fjórflokknum og vilja fara nýja leið í stjórnmálum á klakanum. Skjalfestu glæpaverkin hjá uppáhaldsFLokknum þínum eru t.a.m. að finna í Rannsóknarskýrslunni (http://doc.eyjan.is/rna-skyrsla/bindi1/).

Það var óheft öfga-hægristefna sjáLfstæðisFLokksins (1991 - 2008) sem kallaði Hrunið yfir þjóðina. Leiðtoginn ykkar mikli, Davíð Oddsson, var og er veruleikafirrtur og siðspilltur rugludallur og FLokkurinn dansaði eftir hans pípu - fram af hengifluginu.

Ég tel að lögum samkvæmt hafi kjósendur FLokksins stutt landráðastefnu FLokksforystunnar, sem þýðir 16 ára hámarksrefsingu. Vinir okkar Norðmenn (og Rússar) kunna ef til vill að taka það í mál að hýsa FLokkshyskið í sífreranum á Svalbarða. Í öllu falli tel ég réttmætt að gera ykkur útlæg.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Er þetta ekki í anda gamla kommúnismans þegar hann komst til valda,  vilja losna við þá sem þið eruð ekki sammála alveg einsog Stalín heitinn gerði þegar hann "losaði" sig við flestalla sem voru honum ekki til geðs,  og einsog með kommúnismann í Kína þar sem öll andstaða við "rétta" stefnu er troðin niður með járnhæl.

Fleiri geta spilað þennan leik,  Má þá ekki banna Samfylkinguna fyrir að vera að eyða fjármunum í einhverja ESB drauma sem stærsti hluti þjóðarinnar vill ekki sjá og fara með ósannindi á Alþingi og viðhalda einhverju leikriti um hvað sé nauðsynlegt fyrir landið þegar það hreinlega er það ekki,  og núna eru opinberir fjölmiðlar farnir að spila eftir "réttri" stefnu og hunsa eða hreint út sagt berja á þeim sem tala fyrir "rangri" stefnu.  Má þá ekki henda VG úr landi líka fyrir að standa í vegi fyrir uppbyggingu landsins með því að vera á móti öllum framkvæmdum sem þeim þóknast ekki og eyðir tíma alþingis í að koma sínum absúrd forsjárhyggjuhugsjónum í lög í staðinn fyrir að reyna að laga brotið stjórnkerfi.

Stundum er "lesser of evils" ekki endilega best,  allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa beinagrindur í sínum skúmaskotum og er Heilög Jóhanna og Skattgrímur ekki undanskilin.  Ef eitthvað þá á að byggja hér upp stjórnkerfið frá grunni,  fækka þingmönnum úr 63 niður í 31, koma á alvöru þrískiptingu valds,  hafa persónukjör í ráðherraembættin svo við fáum ekki sem dæmi dýralækni í fjármálaráðuneytið (árna matt) og flugfreyju í forsætirráðherran (Jóhönnu), banna "atvinnupólitíkusa" og takmarka setu hvers þingmanns/ráðherra við 2-3 tímabil, endurskoða allan lagabókstafinn og stjórnarskránna og smíða þetta upp frá grunni, Stokka algjörlega upp ríkisfjármálin og skattamálin (hvernig væri nú að afnema alla þessa ótal skatta sem voru lagðir á "tímabundið" til að redda fjárlögunum "þetta árið") og hreinlega byrja með "clean slate" til að byggja landið á.

Ég held bara að það muni aldrei gerast því þá muni fólkið sem komst loks til valda missa sín völd.

Jóhannes H. Laxdal, 30.5.2010 kl. 16:19

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha ha ha hef ekki lesið fyndnari pistil í laaaangan tíma :)  Axel slær Gnarr gersamlega út í skemmtilegheitum :)

Óskar Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 16:50

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í sveitarstjórnarkosningum 2006 beið Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mikinn ósigur, það  sem átti að verða glæst endurkoma með hreinan meirihluta eftir endalok R listans breyttist í hreina niðurlægingu þegar það brást. Það þarf mikinn vilja og böns af sannfæringu til að túlka enn verri útreið núna sem einhvern sérstakan sigur.  

Hvað þarf að gerast svo þessi flokkur sé ekki sagður í stöðugri sókn og sigrum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2010 kl. 18:05

8 Smámynd: Benedikta E

Hilmar Þór - Bíddu nú aðeins - ertu ekki að meina meint landráð sitjandi ríkisstjórnarflokka og þeirra höfuð paura.

Skoðaðu málið aðeins betur áður en þú ferð að vera með fleipur út í loftið.

Benedikta E, 30.5.2010 kl. 18:23

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fótgönguliðarnir hjá öllum flokkunum sem voru flengdir eru nú að velta því fyrir sér hver þeirra hafi orðið sigurvegarinn.

Þetta er ekkert nýtt og ekkert við því að segja.

Eini leiðtoginn sem vakti mína athygli í umræðunni um úrslitin var Hanna Birna. Hún tók þessu tapi af stakri yfirvegun, sanngirni og með auðmýkt. Hún skoraði vel hjá mér og reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Rembingurinn í Bjarna B. var ósköp þreytandi en hann átti varla aðra kosti eftir ruglið í Steingrími J.

Sóley Tómasdóttir komst að þeirri spaklegu niðurstöðu að það vantaði bara meiri húmör í pólitíkina.

Ég held að hún sé "pólitíkus framtíðarinnar!"

En nú vantar bara að nýr Jón Gnarr komi fram og leiði nýjan stjórnmálaflokk í þjóðmálapólitík.

Ég er vongóður.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 18:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni minn, hver hinna "gömlu" flokka tapaði minnstu í borginni?  Þegar þú verður búinn að reikna það út, hlýtur þú að samþykkja að þrátt fyrir gífurlegan óhróður um Sjálfstæðisflokkinn, glæpabrigsl og þaðan af verra og öllum hans kjósendum úthúðað, sem vitleysingum, hyski, glæpamönnum o.fl. o.fl., sé Sjálfstæðisflokkurinn að koma tiltölulega vel út úr borgarstjórnarkosningunum að þessu sinni.

Víða um land vann hann góða sigra og er ennþá langstærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar.  Það er afrek út af fyrir sig, eftir það sem á undan er gengið.

Þegar þú verður búinn að reikna út kosninganiðurstöðu Sjálfstæðisflokksin vítt og breytt um landið, væri óvitlaust að kíkja á úrslit hinna flokkanna og dæma svo um tapara þessara kosninga.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 18:39

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hanna Birna er eini framtíðarleiðtoginn, sem að þessir svokölluðu "fjórflokkar" hafa að bjóða.

 Í næstu þingkosningum, munu Vinstri grænir, fara í ca 10% fylgi, eða neðar, Samfylking vera rétt undir 20% Sjálfstæðisflokkurinn, ná sínum 35-40%, Framsókn slumpast uppí 10-12% og eitthvað nýtt framboð mun fá rest.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 18:45

12 identicon

Hanna Birna (xD) tapaði 2, Jón (xÆ) bætti við sig 6 (og nýtt framboð).  Hann hlýtur að vera amk. örlítið stærri sigurvegari en hún!

Bara smá djók hérna!

Skúli (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 00:41

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Að Besta flokknum frátöldum, vann fjórflokkurinn (eða 3/4 flokkurinn öllu heldur) glæsilegan varnarsigur í Reykjavík

Haraldur Rafn Ingvason, 31.5.2010 kl. 01:41

14 identicon

Það segir allt sem segja þarf um íslenska þjóð ef sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn...

Doctore0 (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 09:17

15 Smámynd: Dexter Morgan

Sem í keppnismaður í íþróttum, þá skil ég ekki þessa umræðu. Lið sem tapar 4 - 6 í úrslitaleik eru einfaldlega lúserar-nir. Punktur. Ekkert meira um að að segja. Því fyrr sem "taparinn" viðurkennir það, því betra fyrir alla. En eins og í alvöru úrslitaleik, (sem í þessari samlíkingu voru kosningarnar), þá eru alltaf til nokkrir sem vilja kenna öðrum um ósigurinn, t.d. dómaranum, vellinum, áhorfendum, jafnvel boltanum. En staðreyndinn er oftast sú að það lið sem tapar er einfaldlega ekki nógu gott, illa þjálfað, ekki nógu góður mannskapur, þjálfarinn lélegur, aðbúnaður liðsins lélegur og s.fr. Og þetta orð "varnarsigur" í leik sem skít-tapaðist er óskiljanlegt. Mín fílósófía hefur alltaf verið á hreinu; maður vinnu ekki silfur, heldur tapar maður gulli.

Dexter Morgan, 31.5.2010 kl. 10:29

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter Morgan, það var nú einmitt það, sem kom fram í upphaflegu færslunni, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk silfrið í Reykjavík, en vann gullið víða annarsstaðar, reyndar það mörg gull, að hann getur sæmilega við unað.

Axel Jóhann Axelsson, 31.5.2010 kl. 14:57

17 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er svona svipað og gorta sig af þvi að hafa orðið næstefstur af þeim sem féllu í prófinu.  Hanna Birna er ágæt, mætti samt vinna í talandanum.  Hann er ótrúlega pirrandi  Hvort að hún sé framtíðarleiðtogi veit ég ekki.  Þarf að sjá meira frá henni til þess að geta dæmt um það.  Þá á ég við verk, en ekki bara orð.

Guðmundur Pétursson, 31.5.2010 kl. 20:43

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hanna Birna hefur verið að vinna mikil og góð verk undanfarin tvö á á borgarstjórnstóli, þó hún hafi ekki endalaust verið að básúna um það í fjölmiðlum.  Hún lætur verkin tala.

Axel Jóhann Axelsson, 31.5.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband