Allt komið í háaloft

Lengi hefur verið ljóst að ríkisstjórnin ræður ekki við þau verkefni, sem á hennar herðum hvíla til að leiða þjóðfélagið út úr kreppunni, koma atvinnulífinu í gang, leysa úr vanda heimilanna og eyða atvinnuleysinu.  Innbyrðis deilur innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra hefur orðið til þess að alger stöðnun ríkir og kreppan verður bæði dýpri og lengri, en orðið hefði ef ríkisstjórnin væri ekki nánast lömuð.

Í dag sendi fundur forystumanna verkalýðshreyfingarinnar ríkisstjórninni tóninn vegna getuleysis hennar í atvinnumálum og svika í skattamálum og gáfu sterklega í skyn, að þeir teldu daga stjórnarinnar talda, enda kæmi hún engu í verk, sem máli skipti til að bæta efnahags- og atvinnuástandið.

Undir kvöld svaraði Steingrímur J. þeim fullum hálsi og segir þessa verkalýðspostula vera eins og vanþakklát og óþekk börn, enda sé hann búinn að bjarga sumarvinnu fyrir 1500 skólakrakka og það út af fyrir sig sé algert kraftaverk í atvinnumálunum.  Einnig lítur Steingrímur svo á að verkalýðshreyfingin sé búin að gefa út veiðileyfi á ríkisstjórnina, en líklega væri nær að segja að hún væri eins og læmingjarnir, en eins og vitað er, þá eiga þeir það til að tortíma sjálfum sér með því að hlaupa í sjóinn og synda á haf út, án þess að nokkur skilji hvað veldur.  Enginn skilur heldur hvað veldur þessari sjálfstortímingarstefnu ríkisstjórnarinnar.

Það er orðið dagljóst eftir þessa síðustu atburði, að ráherrarnir eiga sér enga vini lengur og hafa enga öxl til að gráta á, nema hvers annars.


mbl.is Gefa veiðileyfi á stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ríkisstjórnin hóf sína vegferð á endastöð og lagðist fljótlega í bæli sitt.  Hún bærði samt aðeins á sér í tvígang til að berja í gegn ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni og einu sinni til þess að troða í gegnum þingið aðildarumsókn að ESB í andstöðu 70% þjóðarinnar.

 Svo hefur heyrst á milli hrota úr bæli stjórnvalda, ramakvein um það hversu erfið tiltektin á þjóðarbúinu sé á þessum síðustu og verstu.  Einnig hafa stjórnvöld staðið í dreifingu plástra og smáskammtalækningum, til handa lántakendum í greiðsluvanda. 

 Stjórnvöld risu svo upp við dogg, til þess að undirrita stöðugleikasáttmála, sem að hafði reyndar þann ágalla að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, telja sig ekki bundna honum.

 Hvað varðar erlendar fjárfestingar, sem að lofað var, er frá því að segja að frumvarp um ívilnanir til handa erlendum fjárfestum, liggur í skúffum Steingríms og Indriða, þar sem sagan segir að menn séu að fara yfir skattamálin, tengd þeim lögum.  Með öðrum orðum, setning lagana tafin með fyrirslætti sem stenst ekki skoðun.

 Þessi töf á setningu lagana, setti í uppnám áætlun einkavina Samfylkingarinnar um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ.  Það var því farið í það að semja "sérlög" um þetta eina gagnaver, byggð á þeim lögum sem liggja í skúffum Fjármálaráðuneytis og safna þar ryki.

  Þegar þessi "sérlög" voru sem mest í umræðunni, þá var látið í það skína að það eina sem gerði málið vafasamt, væri aðkoma Björgólfs Thors að málinu, en fyrir aumingja fólkið á Reykjanesinu, þá yrði að gefa Björgólfi "séns", með ströngum skilyrðum.

  Það var reyndar nefnt einnig í umræðunni um málið, að viðskiptafélagi Björgólfs væri Vilhjálmur Þorsteinsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í RVK og formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu.  Öllum dylgjum um "einkavinavæðingu" byggðum á þessum tengslum, var hins vegar, vísað á bug, með mikilli fyrirlitningu á þeim sem þær fram lagði.  Þetta væru bara viðskipti og Samfylkingin gæti bara ekkert að þvi gert að hann Vilhjálmur, væri viðskiptafélagi Björgólfs og þessi framkvæmd varðandi gagnaverið, kæmi bara ekkert við störfum hans í stýrihópnum um orkunýtingu.

 samfylkingin hefur svo staðið í vegi fyrir þeirri kröfu Vinstri grænna, að lög verði sett um eignarhald orkufyrirtækja og /eða aðkomu ríkis eða lífeyrissjóða að kaupum orkufyrirtækja sem annars lentu í höndum erlendra aðila.

 Þar komum við að þeim misskilningi að þetta sé "hrein vinstri stjórn". Það er einhver mesta firra Íslandssögunnar, enda er Samfylkingin bara jafnaðar og/eða vinstriflokkur á tylliögum.  Milli þess, sem að þingmenn og ráðherrar Samfylkingar syngja baráttusöngva eins og "Internationallann" á ASÍ þingum, stuðla þeir að "brútal" einkavinavæðingu, útrásarbrjálæði og afsali þjóðarauðlinda.  Samfylkingunni finnst það líklega ekki taka því að berjast fyrir þvi að halda auðlindunum í eigu Íslendinga, enda hverfa þau yfirráð, þegar eða ef að ESBdraumur þeirra (martröð þjóðarinnar) verður að veruleika.

 Vinstri grænir eða í það minnsta "rakkar" fjármálaráðherra, láta þennan yfirgang Samfylkingarinnar yfir sig ganga, gegn því að fá að "smjatta" á kræsingunum við kjötkatlana.

 Samfylkingin undirgengst hinsvegar hverja helskattatillögu Steingríms og Indriða, gegn því að fá að halda áfram einkavinavæðingu sinni og afsali auðlinda ásamt því sem að hún fær að halda "bjölluatinu" í Brussel til streitu.

 Skildi nokkurn undra að meira að segja "bakland" stjórnarflokkana, sé búið að fá nóg af þessum "sirkus", sem kallar sig annað hvort "skjaldborg" eða norræna velferðarstjórn?

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.5.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enn einn frábær pistill frá þér Kristinn Karl og hárrétt greining á þessum norræna velferðarsirkusi.

Sirkussýningunni hlýtur að fara að ljúka og alveg áreiðanlegt að sirkusdýrin verða ekki klöppuð upp.

Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2010 kl. 20:09

3 identicon

Spot on Kristinn Karl.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 20:46

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nú megum við kannski þann kostinn hljóta

að í landhelgi vorri ráðherra skjó..

Óskar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 00:52

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kristni Karli tekst þarna að komast að kjarnanum í stuttri og góðri grein.

Þessi stjórn féll í raun í fyrra sumar, þegar Ögmundur og félagar neituðu að hlýða í blindni formanni sínum.

Hún féll síðan aftur þegar þjóðin kaus að ekki skyldi gengið að afarkostum Breta og Hollendinga. Stjórnin hafði skýlt sér á bak við icesave varðandi getuleysi sitt til að taka á öðrum málum. Fullyrðingar formanna stjórnarflokkanna í því ferli  öllu voru með þeim hætti að ekki var hægt að líta á þau sem ábyrgar manneskjur eftir þá kosningu.

Það hlýtur að vera algjörlega einsdæmi að stjórn sem hefur í raun fallið tvisvar skuli enn vera við völd!

Gunnar Heiðarsson, 26.5.2010 kl. 12:54

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Lygin virðist reyndar vera eina vopn stjórnvalda, gegn þeirri ágjöf, sem núna dynur á þeim.

Jóhanna laug og komst upp með það, varðandi laun  seðlabankastjóra. 

Steingrímur og félagar í þingflokki "Samfó-grænna"* ljúga um málefni HS-Orku og Magma.  Fyrir ekki svo löngu, skrifaði Ármann Jakobsson, sem er "vel tengdur" inní VG, sem bróðir Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns flokksins, að ekki hafi unnist tími til að fjalla um málefni Magma í þingflokknum, vegna Icesavedeilunnar.  Reyndar verður að viðurkennast að það er full seint að kenna Icesave um, þar sem það mál hefur varla verið á dagskrá þingsins síðan 30. des. sl., nema þá í fyrirspurnartímum, þeirri stuttu umræðu, þegar þjóðaratkvæðugreiðslunni, var ákveðin dagur og form atkvæðagreiðslunnar ákveðið, auk einnar eða tveggja utandagskrárumræðna.

 Þessi ummæli Ármanns hljóta samt sem áður að benda til þess að málið hafi verið á dagskrá þingflokksins, en ekki náð hljómgrunni í hinum stjórnarflokknum og því átt að þagga það í hel.

* Samfó-grænir, er sá hluti VG, sem snúið hefur baki stefnu flokksins, til þess að þóknast Samfylkingunni.  Þingflokkur VG, er hins vegar órólega deildin, sem tekur enn alvarlega því sem lofað var fyrir síðustu kosningar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband