"Velferðarstjórnin" fær falleinkunn frá verkalýðshreyfingunni

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur frá upphafi kennt sig velferð og umhyggju fyrir heimilum landsins og ekki síst sagst vera alveg sérstaklega í þjónustu við launafólk í landinu.

Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur ekki verið sammála framgöngu stjórnarinnar í þessum málaflokkum og reyndar varla í nokkrum málaflokki, enda hafa stjórninni verið svo mislagðar hendur í öllum sínum athöfnum, að allt hefur misfarist í höndum hennar og ástanið í þjóðfélaginu farið síversnandi, enda aðgerðir stjórnarinnar fremur verið til þess að dýpka og lengja kreppuna, fyrir utan að auka atvinnuleysið frá því, sem það annars hefði þurft að verða.

Formannafundur ASÍ sendir ríkisstjórninni kaldar kveðjur eftir harðar umræður í dag, en þar kemur þetta m.a. fram:

„Það voru einkum þrjú stef sem einkenndu umræðuna um efnahags- og atvinnumál.  Ríkisstjórnin fékk falleinkunn fyrir aðgerðaleysi í baráttunni gegn atvinnuleysi og seinagang við að koma verkefnum í gang sem lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna. Þá bar nokkuð á ótta um að ríkisstjórnin myndi ráðast á millitekjuhópinn þegar hún talar hátekjuskatt. Skýrt kom fram í máli verkalýðsforingjanna að svik ríkisstjórnarinnar um hækkun persónuafsláttar nú í vetur eru geymd en ekki gleymd."

Um öll þessi atriði hefur oft verið skrifað á þessa bloggsíðu við lítinn fögnuð stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar.  Vonandi verður þessi kalda kveðja verkalýðsforingjanna til að hrista almennilega upp í stjórninni og þeim, sem ennþá styðja hana.

Ekki þarf harða stjórnarandstöðu á Alþingi, þegar svona ályktanir koma úr herbúðum verkalýðshreyfingarinnar í landinu.


mbl.is Þungt hljóð í formönnum aðildarfélaga ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband