Silvía Nótt og stjórnleysissúrrealistiskur Gnarrismi

Í gær setti upplýsingafulltrúi "Besta" brandarans fram ákveðna tengingu framboðsins við Silvíu Nótt, sem auðvelt var að skilja þannig, að hugmyndafræði framboðsins væri frá þeirri góðu konu komin, en í grein á DV.is kom þetta fram frá Gauki Úlfarssyni vegna gagnrýni á brandaraframboðið frá þeim óvandaða "álitsgjafa" Hallgrímí Helgasyni, rithöfundi og klappstýru útrásarvíkinganna: 

"Hallgrímur gagnrýndi frambjóðendur Besta flokksins fyrir að hafa ekkert gert á árunum fyrir hrun, og ekki hafi þau verið sýnileg í búsáhaldabyltingunni. Gaukur segist einungis geta tekið dæmi af sjálfum sér en hann hafi tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni og svo megi ekki gleyma því að Silvía Nótt hafi verið hrein ádeila á hvernig íslenskt samfélag hafi verið fyrir hrun. „Silvía nótt sýndi þjóðina, gráðuga, andlausa og lausa við öll gildi sem að gott fólk þarf að hafa, þetta var ekkert annað en gangrýni á góðærið,“ segir Gaukur."

Frambjóðandi brandarans hefur mótmælt því að þessi tenging við Silvíu Nótt sé réttmæt, en í annars nokkuð kjánalegu viðtali við tímaritið Grapevine, lýsir Jón Gnarr stefnu sinni og framboðsins þannig (tekið úr lauslegri þýðingu Illuga Jökulssonar): 

"Ég hef sagt að Besti flokkurinn sé stjórnleysingja- og súrrealistaflokkur, og sameini það besta úr anarkismanum og súrrealismanum. Og þetta hefur alltaf verið mín pólitíska sannfæring, stjórnleysissúrrealismi. En ef ég færi nú og segði það á Stöð 2, að við værum anarkistaflokkur, þá myndi fólk líta öðruvísi á okkur. "Þetta er ekki Jón Gnarr, þetta er einhver brjálaður anarkistaflokkur," myndi fólk segja. Kannski stendur flokkurinn bara fyrir Gnarrisma?"

Þetta er semsagt sú stjórnmálastefna, sem ótrúlega margir virðast ætla að kjósa í komandi kosningum.

Í sjálfu sér er ekkert meira um það að segja, foringinn hefur sagt það sem segja þarf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Axel, ég las viðtalið við Jón Gnarr í Grapevine. Ég sat eiginlega agndofa eftir, bullið og vitleysan sem valt upp úr manninum var með ólíkindum. Þetta vill fólk fá í stjórn yfir borginni.

Ég ætti ekki að vera að tjá mig um þetta "grín", þar sem ég er ekki Reykvíkingur. En svo getur manni ofboðið að orða verður ekki bundist.

Það er þekkt staðreynd um allann heim að framboð sem nær góðri kosningu út á einn frambjóðanda, sérstaklega ef framboðið hefur enga eða mjög óskýra stefnu, verða oft yfirtekin að óprúttnum aðilum eftir kosningar. Síðan hafa þessir yfirtökumenn nýtt sér vald flokksins sér til framdráttar eða jafnvel til hryðjuverka. Við skulum þó vona að svo verði ekki hér.

Það er annars undarlegt hvað aðrir frambjóðendur flokksins hafa sig lítið í frammi, einungis hefur verið hægt að sjá í fjölmiðlum myndir af Jóni Gnarr. Eina mynd hef ég þó séð af tveimur öðrum frambjóðendum flokksins. Það sama á við um viðtöl í fjölmiðlum, ég man ekki eftir að hafa heyrt talað við aðra frambjóðendur en Jón Gnarr.

Fjölmiðlar eru alveg sér kapituli gagnvart þessum flokk, það er allt lapið upp eftir honum sem heilögum sannleik. Af fundinum þar sem framboðin voru kynnt fór mestur fréttaflutningurinn í að segja frá þeim brandara að Jón hyggðist draga framboð sitt til baka og ánægjuna þegar hann sagði þetta "jók". Það datt engum fréttamanni í hug að leiðrétta manninn þegar hann sagði að nú væri hann "risinn úr öskustónni eins og fuglinn Felix". Ekki kæmi mér á óvart að innan fárra vikna væri búið að skipta Fönix út fyrir Felix á flestum fjölmiðlum ef ekki í skólabókum líka. Reyndar kemur fram í viðtalinu í Grapevine að Jón hafi verið frekar sár að enginn skyldi taka eftir þessu "gríni". Þegar fréttamenn blindast taka þeir ekki eftir því hvort viðmælandinn fer með rétt eða rangt mál. Það kemur úr munni snillingsins og hlýtur að vera rétt. Þetta sáum við í störfum þeirra á hrunárunum.

Þetta ætla ég að láta nægja um málefni sem mér kemur ekki við, og þó, þetta er höfuðborg Íslands svo kannski kemur mér málið við.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 05:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, Gunnar, þetta viðtal er algerlega með eindæmum.  Að þarna skuli vera á ferð foringi framboðs til borgarstjórnar Reykjavíkur, er algerlega ótrúlegt og bullið og vitleysan sem vellur upp úr manninum er fáheyrð.

Það sýnir sig enn einu sinni hve íslensk fréttamennska er léleg, að þessu viðtali skuli ekki hafa verið gerð einhver skil í fjölmiðlum, þvílíkur skandall sem það er.  Frambjóðendur alvöru flokka mega ekki missa út úr sér eitt einasta óheppilegt orð, svo ekki sé hamast á því dögum saman, en yfir þessum viðtalsskandal er þagað þunnu hljóði.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 07:26

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þannig að nú hefur snillingnum Jóni Gnarr greinilega tekist að spila með í það minnsta tvo í viðbót og koma þeim úr jafnvægi.

Mér dettur í hug að þeir séu sárir vegna þess að sá flokkur sem áður hafði spilað með þá virðist ekki ná eyrum kjósenda þetta skiptið.

Maðurinn er auðvitað bæði gáfaður og snjall og hefur frá byrjun síns ferils sem pólitíkus haft lag á að ná eyrum fólks.

Og eftirtektarvert að hann lofar ekki að eyða biðlistunum sem allir hafa lofað að eyða í sjötíu ár og lofar ekki skólabörnum hafragraut og lýsi og svo nýju slátri eða súru bara eftir behag. Og hann segir ekki heldur að það sé vandalaust að láta öllum líða vel af því þetta sé nú einu sinni bara spurning um að forgangsraða.

Og svo lofar hann ekki að láta flugvöllinn fara og ekki heldur að hann eigi að vera kyrr, sem bendir til þess að hann hafi ekki vit á innanlandsflugi sem hefur þó verið sérgrein allra frambjóðenda undangengnar kosningar að ógleymdum mislægum gatnamótum og Sundabraut.

Kannski er maðurinn ekki ómerkilegur að eðlisfari og kannski þarf hann ekki að borga neinum "með fyrirgreiðslu" fyrir að hafa styrkt hann til framboðs.

Árni Gunnarsson, 24.5.2010 kl. 09:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, nei það er rétt hjá þér, hann þarf bara að spila með kjósendur, þ.e. þá sem vilja láta hafa sig út í vitleysuna.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 10:39

5 identicon

Auðvitað er hann bara að spila með kjósendur, nákvæmlega eins og gömlu flokkarnir hafa gert áratugum saman.

Gulli (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 12:32

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann er auðvitað að gera grín að því fólki sem hefur látið gömlu framboðin lofa sér öllu því sem þau mundu eftir að lofa og síðan efnt það svona "eftir ástæðum. Hann gengur svo langt að lofa því að hygla vinum sínum. Það hafa önnur framboð svarið af sér og sárt við lagt að aldrei hafi verið gert.

Svona mætti lengi telja. Hér á blogginu sé ég jafn margar færslur og ég nenni að lesa þar sem menn hafa verið veiddir á öngla hinna og þessara stjórnmálaflokka og sitja fastir á þeim öngli. Þar munar fólk ekkert um að neita staðreyndum og ganga eins lengt við að niðurlægja eigin dómgreind og unnt er.

Þessi árás Jóns Gnarr og félaga virðist hafa opnað augu fólks fyrir þeirri staðreynd að nýju fötin keisarans eru ekki pólitík sem er boðleg fólki með sjálfsvirðingu.

Og var kominn tími til.

Ennþá sýnist mér þó að örli fyrir því að fólk samþykki að nýju fötin séu bara sígildur klæðnaður og við hæfi á Íslandi að pólitískir "tignarmenn" klæðist þeim.

Ég er bljúgur og hæverskur þegar ég þarf á því að halda og treysti því að Jón Gnarr sé ekki til muna heimskari en ég og margir þeir aðrir sem tala af gáfulegri respekt fyrir pólitískum viðfangsefnum.

Hvort ég kýs Besta flokkinn er svo önur saga sem kannski verður aldrei gefin út á prenti.

Árni Gunnarsson, 24.5.2010 kl. 12:43

7 identicon

Ég spái því að það verði ekki liðið langt á næsta kjörtímabil, að "gnarristi" og "gnarrismi" verði orðið skammaryrði.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 12:45

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svavar, ekki yrði ég hissa þó þessi spádómur þinn rættist.  Hver skammast sín ekki núna fyrir Silvíu Nótt.

Árni, foringi grínframboðsins segist sjálfur vera stjórnleysingi og ef eitthvert framboð siglir undir fölsku flaggi í þessum kosningum, þá er það framboð anarkista í dulbúningi gríns og háðs á aðra frambjóðendur.

Fólk sem kýs slíkt framboð er auðvitað að kjósa yfir sig stjórnleysi.  Það segir sig sjálft og af hverju að efast um orð efsta manns listans og stofnanda hans?

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 13:18

9 Smámynd: Dexter Morgan

Djöf... eru Sjálfstæðismenn farnir að skjálfa. Ég sem hélt að gosið væri búið, en þessir skjálftar eru orðnir svo áberandi að þá má greina á skjálftamælum. Enda ekki skrítið. Að "tapa" borginni fyrir Jóni Gnarr og hans fólki, væri eins og að ganga upp að einhverjum og skella lófanum upp að andliti hans, með löngutöng upp í loftið (fokk-merki). En ef einhver á það skilið, þá eru það sjálfstæðismenn.  Jón Gnarr og hans fólk á eftir að fletta ofan af gerspilltu embættismannakerfi í Reykjavík og opna allar kistur og kytrur og moka þaðan út, -  einkavinum, ættingjum, frændum, óhæfu fólki og gangslausu fólki í kerfinu.

Ég hlakka til þeirra dýrðardaga. Áfram BESTI, sá ALLRA BESTI.

P.s. Ég verð nú að segja það að þú, Axel, ert afar slæmt eintak af "talsmanni/skrípent" fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að skrif þín fæli fleiri hugsanlega kjósendur frá Sjálfstæðisflokknum, heldur en flokkurinn sjálfur. Þú skrifar ekkert uppbyggilegt eða jákvætt um Flokkinn þinn, heldur nýðist endalaust á öðrum og reynir að draga fram, eða janfvel skálda upp galla hjá þeim. En hvað er svo sem hægt að skrifa "jákvætt og uppbyggilegt" um Sjálfstæðisflokkinn,,,, ja, maður spyr sig !

Dexter Morgan, 24.5.2010 kl. 14:40

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vil ekki láta kalla mig Sjálstæðismann eða spyrða mig við nokkurn annan flokk. Því er gagnrýni mín ekki af þeim sökum sprottin, ég er ekki einu sinni kjósandi í Reykjavík.

Samt og kanski einmitt þess vegna get ég haft skoðun á þessu máli. Viðtalið við manninn í Grapevine gekk algjörlega fram af mér, Jón Gnarr er þekktur fyrir að fara fram á ystu nöf í gríni sínu, þarna stökk hann fram af bjarginu. Manni dettur helst í hug að hann sé orðinn hræddur við of mikið fylgi og þeirri ábyrgð sem því fylgir, og hafi verið að reyna að ganga viljandi of langt. Þá er verra ef kjósendur skilja ekki "grínið". 

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 15:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hefur nú stundum komið fram, fyrr á árum, í viðtölum við Jón að hann varð fyrir áhrifum af anarkisma hugmyndafræðinni á unga aldri.

En svo má alveg segja að það er sitthvað anarkismi og anarkismi.  Bara ekkert auðvelt að festa fingur á því.

Í rauninni má segja að Ný-frjálshyggja Sjalla undanfarna áratugi sé ekkert annað en efnahagslegur anarkismi - enda studdi Jón Sjalla hérna, sem frægt er orðið.

Það eru margar hliðar á þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2010 kl. 15:27

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er hins vegar einlægur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og skrifa stundum jákvæða og uppbyggilega hluti um hann.  Hins vegar sé ég yfirleitt aldrei neitt uppbyggilegt eða jákvætt frá stuðningsmönnum annarra flokka, heldur genga mest öll skrif andstæðinga Sjálfstæðisflokksins út á skítkast, róg og illmæli um flokkinn og stuðningsmenn hans.

Þetta á jafnt við um stuðningsmenn brandaraframboðsins, eins og aðra og nú síðast þín skrif, Dexter.  Aldrei sé ég eitt eða neitt uppbyggilegt koma frá þér, flest er eintómt níð og ásakanir um glæpaverk og annað þaðan af verra.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 15:27

13 identicon

Dexter ... sama hve oft honum er sagt það ... Axel mun aldrei skilja hversu mikinn skaða hann hefur unnið sínum eigin flokki með þessum færslum sínum. Hann sér nákvæmlega ekkert athugavert við eigin skrif og telur alla sem benda honum á það eintóm fífl og fávita. Svo heldur hann bara áfram að sökkva Sjálfstæðisflokknum.

Leyfum honum það bara.

Bergur (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 16:03

14 Smámynd: Dexter Morgan

Já; Bergur. Ekki að mér sé svo sem skítsama um Sjálfstæðisflokkinn og hans hyski. En þetta átti nú bara að vera svona "góðlátleg" ábending til Axels. En það er satt sem þú segir, og ég er kominn með "fífla og fávita" stimpilinn á mig frá honum..... víííí

En hinu lýgur þú Axel; að þú skrifir "jákvæðar og uppbyggilegar" færslur flokki sínum til stuðnings. Frá þér koma eingöngu; (svo ég noti orðrétt það sem þér finnst um mig og mín skrif); "skítkast, níð og ásakanir" á hendur ÖÐRUM.  Máli mínu til stuðnings skulið þið lesa yfir, þó ekki væri nema fyrirsagnirnar á færslum Axels.

Dexter Morgan, 24.5.2010 kl. 17:23

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki bætir þú úr með þessu síðasta innleggi þínu, Dexter, þú hikar ekki við að kalla þriðjung þjóðarinnar hyski núna og hefur svosem oft haft sterkari orð um þennan stóra hluta meðborgara þinna.  Ekki held ég að þú getir bent á mörg dæmi frá mér, þar sem ég kalla kjósendur annarra flokka fífl, hyski, glæpamenn eða annað í þeim dúr.

Ekki hikar þú heldur við að fullyrða að ég skrifi aldrei neitt um Sjálfstæðisflokkinn, því ég hef oft bent á styrka og örugga stjórn borgarinnar undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins og borgarstjórans Hönnu Birnu.  Enginn hefur hrakið þau skrif, en margir leyft sér að ausa yfir mig svívirðingum og skít, eins og þið Bergur hikið ekki við að gera, hér að framan.

Ég hef hinsvegar oft lýst mig andvígan ýmsu, sem t.d. ríkisstjórnarflokkarnir eru að gera og gera ekki, en aldrei nokkurn tíma sagt að ráðherrarnir eða stuðningsmenn þeirra séu einhverjir fávitar eða glæpahyski, eins og þér og fleirum er svo tamt að lýsa ykkar pólitísku andstæðingum.

Meira að segja núna, þegar ég í upphaflegu fæslunni geri ekkert annað en að benda á hvað forystumenn "Besta" brandarnas segja sjálfir um sitt eigið framboð, þá ráðist þið á mig og sakið mig um lygar og svívirðingar.  Ekkert af þessu var frá mér komið, heldur var ég bara að benda á að hafi þessi keisari einhvern tíma verið í fötum, þá er hann búinn að kasta þeim klæðum sjálfur og stendur nú allsnakinn eftir með sínar stjórnleysiskenningar, sem hann kallar sjálfur súrrelískt stjórnleysi, eða Gnarrisma.

Það er lágmart að forystumenn framboða útskýri fyrir hvað þeir standa og það hefur Jón Gnarr nú gert og er það þakkarvert af honum, svo kjósendur hafi það þá á hreinu hvaða stjórnmálastefnu þeir eru að veita brautargengi.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 17:51

16 Smámynd: Dexter Morgan

Já, það er nú bara þannig. Fólk sem sér nákvæmlega EKKERT athugavert við stjórnunarhætti Sjálfstæðisflokksins, síðasta áratuginn, og kemur fram og VER þá stefnu, er hyski, ekki bara í mínum huga, heldur meirihluta þjóðarinnar. Ætli það sé nú nokkur tilviljun að meirihluti þeirra einstaklinga sem voru nafngreindir í rannsóknaskýrslunni eru Sjálfstæðismenn. Nei ég held ekki.

Til að setja upp myndlíkingu sem ALLIR ættu að skilja; Liðið þitt er að spila í deild þeirra bestu, en þeir eru bara því miður með hand ónýtan þjálfara, liðið illa þjálfað, ekkert úthald, allt í illdeilum innan liðsins og það fellur um deild. Þá myndu jafnvel hörðustu stuðningsmenn þessa liðs viðurkenna að eitthvað hefði nú verið að hjá þeim.

En þannig er það ekki með ykkur, þessa forpokuðu íhaldsmenn, þið bara sjáið bjálkann fyrir flísinni.

Dexter Morgan, 24.5.2010 kl. 23:10

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stuðningsmenn Liverpool hætta ekki stuðningi sínum við liðið þó árangur þess hafi ekki verið jafn slæmur í mörg, mörg ár.  Eftir því sem mér skilst ætlar liðið ekki að skipta um þjálfara heldur blása til nýrrar sóknar og vinna titla fljótlega aftur.

Sama er að segja um Sjálfstæðisflokkinn, nema hann er búinn að skipta um menn í brúnni og endurnýja liðið að nokkru leyti.  Sjálfur hef ég oft bloggað um það, að rannsaka ætti embættisfærslu allra sem í rannsóknarskýrslunni voru nefndir, hvort sem sem þeir tilheyrðu Sjálfstæðisflokki eða öðrum flokkum.  Verði niðurstaðan sú, að þeir reynist hafa verið sekir um vanrækslu í starfi, eða eitthvað þaðan af verra, þá fái þeir sinn dóm fyrir það.  Ég hef aldrei varið neina glæpi, hvort sem þeir eru framdir af Sjálfstæðismönnum eða öðrum.  Ekkert veit ég um stjórnmálaskoðanir þeirra sem ollu hruninu, með því að ræna bankana innanfrá, enda fremja menn ekki glæpi vegna stjórnmálaskoðana sinna eða í nafni þeirra flokka sem þeir kjósa.  Ég hef látið þá skoðum í ljósi, að á Litla Hrauni megi örugglega finna menn, sem hafa kosið alla mögulega stjórnmálaflokka, en engum dettur samt í hug að bendla gerðir þeirra við stjórnmálaskoðanir þeirra.

Þú ætti að kynna þér málflutning fólks, áður en þú þykist geta sett þig á háan hest og kallað það hyski.  Svona hortugheit og skítkast í garð ókunnugs fólks segir ekker um það, eða eðli þess, en lýsir hins vegar þínum karakter ákaflega vel og gefur hreint ekki fallega mynd af honum.

Sá, sem leyfir sér að kalla stóranhluta meðbræðra sinna og systra skítapakk og hyski geislar nú ekki beinlínis af merkilegum karakter og ætti að líta í eigin barm og athuga hvað það er, sem er að valda þessum andlegu krampaköstum.

Annars máttu spila sjálfan þig eins heilagan og mikið yfir aðra hafin og þú vilt, það snertir mig ekki nokkurn skapaðan hlut og skítkast frá þínum líkum tek ég ekki nærri mér.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2010 kl. 23:35

18 Smámynd: Dexter Morgan

Hehe... þegar ég setti fram þessa myndlíkingu og hélt að ALLIR myndu skilja hana, þá hafði ég rangt fyrir mér. Þú, og þínir líkir, (lesist=sjálfstæðismenn) skilja ekki hina einföldustu hluti.

Eitt erum við þó sammála um, álit annar á mér, og þá sérstaklega forpokaðra sjálfstæðismanna, er mér alveg skítsama um. Ég ætlast ekki einusinni til að þeir séu með nokkurt álit á mér, en ef eitthvað, þá óksa ég eftir því að þeir hafi slæmt álit á mér.

Annars væri ég á villigötum.

Dexter Morgan, 25.5.2010 kl. 12:39

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er víst ábyggilegt að þú aflar þér hvorki álits né trausts, með skítkasti og svíviriðinum á samborgarana undir dulnefni.  Menn sem þora ekki að standa fyrir máli sínu undir nafni eru ómerkingar, sem enginn tekur neitt mark á, hvorki Sjálfstæðismenn eða aðrir.

Þú ert á miklum villigötum.

Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2010 kl. 13:08

20 identicon

Besti flokkurinn er með bókstafinn Æ sem listabókstaf.Það er nákvæmlega það sem fólk mun segja nokkrum mánuðum eftir kosningar ef sá flokkur kemst að stjórn borgarinnar.

Sigurbjörn Kjaransson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 13:29

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurbjörn, það gæti alveg orðið:  ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ

Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2010 kl. 13:32

22 identicon

Mátti til með að bregðast aðeins við eftir að hafa lesið langeliðina niður þennan þráð ! Annars er ég fyrir löngu síðan hættur að lesa svona karp, skil ekki alveg tilganginn með því. En takk Axel fyrir að benda mér á þráðinn.

Ég vil einna helst taka upp hanskann fyrir Sivíu Nótt :-) Hún, þ.e. karakterinn, er sennilega misskildasta fyrirbæri seinni tíma á Íslandi. Sjálfum fannst mér hún hrein list. Að geta sett fram gagnrýni á íslenska samferðamenn sína með þeim hætti sem hún gerði var hrein snilld en um leið graf alvarlegt innlegg til umræðunnar um þjóðfélagsmál, um hegan og hugsanir íslendinga. Verst hvað fáir skildu "listaverkið" / gjörninginn.  Af sama meiði er Spaugstofan, þ.e. að setja fram á spaugsaman hátt gagnrýni á ýmis pólitísk mál og þykir flestum sjálfsagt. Sivía fór títt langt yfir strikið, líkt og margur landinn (sjá t.d. í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis).  Ég skil vel frústrasjón Axels og annarra sem treystu því (og treysta kannski enn) fyrirkomulagi sem fólst í flokkakerfi pólitíska litrófsins á Íslandi og standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að Bestiflokkurinn sé stærsti flokkur Reykjavíkur.  Langflest börn fara að gráta þegar uppáhaldsleikfangið er skyndilega tekið af þeim og þau skilja ekki afhverju.  Frústrasjónin er augljós vegna skorts á skilningi. En það er allt í lagi að skilja ekki. Mun verra er þó að ráðast að því sem maður ekki skilur og rífa það í tætlur.  Það er örugglega hægt að segja það með sanni að Jón Gnarr hefur ekki "sagt margt af viti" sem HEFÐBUNDINN stjórnmálaleiðtogi, en hver segir að það megi ekki, eða geti gefið betri raun en að vera hefðbundinn eða alvöru stjórnmálamaður sem tapar sálu sinni í flokksmaskínuna daginn sem skráir sig í flokkinn.  Það eru engin landslög yfir það hvað "alvöru stjórnmál" eru. Jón Gnarr er á fullu í stjórnmálum, já á bólakafi og kemur boðskapnum að mínu viti bara ágætlega frá sér. Mér finnst hann á margan hátt trúverðugri en margur annar... hann segir það bara ekki á hefðbundinn hátt !!! 

Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 00:28

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þór, ég skildi fullkomlega karakter Silvíu Nætur á sínum tíma og þann boðskap sem karakterinn stóð fyrir.  Þetta var mjög sniðugt uppátæki, en eins og þú segir gekk Silvía Nótt stundum fulllangt og að lokum gekk sýningin of langt, þegar höfundarnir höfðu ekki lengur stjórn á sér vegna þeirrar mikilmennsku sem heltók þá vegna velgenginnar.

Eins skil ég líka "boðskapinn" á bak við framboð Jóns Gnarr, en eftir sem áður er þetta leikrit, sem sett er á svið af atvinnumönnum, háðsádeila og var bara talsvert sniðug til að byrja með, en að lokum ofmetnuðust þeir af velgengninni, alveg eins og Silvía Nótt og nú er Jón Gnarr kominn með borgarstjórann í magann og er að gera tilraun til að breyta gríninu í alvöruframboð.

Gallinn við þetta er nákvæmlega sá sami og áður, þetta er ekki alvaran, heldur ádeila á alvöruna og var ágæt sem slík, en gamanið er farið að grána, einmitt vegna ofmetnaðar aðstandenda framboðsins og því miður eru alltof margir, sem halda að þarna séu einhverjir stórsnillingar í stjórnmálum á ferðinni og láta glepjast til að greiða þeim atkvæði sitt.

Það er það eina sem er grátlegt við þetta allt saman.

Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2010 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband