23.5.2010 | 20:16
Lilja Mósesdóttir styður tillögur Sjálfstæðismanna
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hefur nú sagt sig úr nefnd stjórnarþingmanna, sem hefur það hlutverk að móta tillögur um sparnað og niðurskurð í ríkisfjármálunum. Þetta virðist hún gera af tveim ástæðum, þ.e. vegna andstöðu við fyrirhugaðan niðurskurð og ekki síður vegna þess að harðlínukomminn Björn Valur Gíslason, samþingmaður hennar í VG, tók sig til og boðaði miklar skattahækkanir, sem enginn hafði þó gefið honum umboð til.
Í stað niðurskurðar og sparnaðar í ríkisfjármálunum styður Lilja tillögu Sjálfstæðismanna um skattlagningu séreignarsparnaðar við inngreiðslu, í stað útgreiðslu, en slík aðgerð gæfi ríkissjóði og sveitarsjóðum um 120 milljarða króna í upphafi og síðan 8 - 10 milljarða árlega eftir það.
Ágreiningur vex stöðugt innan VG og verður sífellt ljósari, enda a. m.k. tvær eða þrjár fylkingar sem takast á og berjast um yfirráðin í flokknum. Mest hefur borið á ágreiningi á milli Steingríms J. og Ögmundar Jónassonar og án nokkurs vafa mun VG klofna í tvo flokka fyrr eða síðar og munu nýju flokkarnir verða undir forystu þessara tveggja fyrrverandi samherja í stjórnmálunum.
Fróðlegt verður að sjá hvorri fylkingunni Lilja mun fylgja, eða hvort hún mun hreinlega ganga í Sjálfstæðisflokkinn.
Segir sig úr ríkisfjármálahópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi yfirlýsin frá málpípu Steingríms J er örugglega frá Steingrími komin, hann ætlar að reyna að leika sama leikinn og síðasta sumar. Þá lét hann leka út að skattahækkanir yrðu að vera svo og svo milkar. Fjölmiðlar tóku þetta á lofti og vart um annað fjallað á tíma og var jafnvel búið að slá þessum hækkunum föstum. Síðan þegar í ljós kom að skatthækkanir urðu mun minni en umræðan hafði verið um, voru allir ánægðir og gaf Steingrímur janvel í skyn að um skattalækkanir væri að ræða.
Gunnar Heiðarsson, 23.5.2010 kl. 20:41
Gunnar, það er alveg rétt, að brellan gekk upp hjá Steingrími J. síðast, þannig að fólk andaði léttar þegar skattahækkanabrjálæðið skall á, vegna þess að fólk átti von á miklu verra, miðað við umræðuna á undan.
Svoleiðis hundakúnstir munu varla ganga í fólk aftur, en hins vegar hljómar alltaf vel ef áróðurinn gengur út á að skattahækkanir bitni mest á hálauna- og stóreignafólki. Allir eru tilbúnir til að styðja skattahækkanir, bara ef þær lenda á einhverjum öðrum.
Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2010 kl. 20:49
Gunnar, hvað meinar þú með "málpípu Steingríms J" ? ertu að tala um Lilju eða ? Ég veit að Lilja Mósesdóttir er ekki föl að neinu leiti og mun aldrei verða, hún er senilega heilsteyptasta manneskjan í VG. Hún yrði velkomin í Sjálfstæðisflokkinn.
Guðmundur Júlíusson, 23.5.2010 kl. 23:39
Lilja yrði Sjálfstæðismönnum jafn erfið og VG.
Hún hefur ekki þann þroska sem þarf til að vera í félagi og vinna í hóp.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.