Heimilin komin í kreppu fyrir kreppu?

Áhrif bankahrunsins og kreppunnar gætir því meir, sem lengra líður frá og fleiri og fleiri missa atvinnuna, verða að sætta sig við atvinnuminnkun og aðarar kjaraskerðingar.  Samkvæmt nýlegum tölum frá Vinnumálastofnun hafa tapast 38 þúsund heilsdagsstörf í landinu frá því í október 2008, þrátt fyrir að "aðeins" 17.000 séu á atvinnuleysisskrá, sem skýrist af samdrætti í vinnu hjá miklum fjölda og brottflutningi fólks frá landinu.

Nú birtast tölur frá Hagstofunni, sem sýna að 39% heimila áttu erfitt með að ná saman endum í heimilisbókhaldinu á árinu 2009 og í upphafi þess árs voru höfðu 7,1% heimila lent í vanskilum með húsnæðislán/leigu á undanförnum 12 mánuðum og 10,3% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili.  Þetta sýnir að talsvert stór hópur fólks hefur verið kominn í vandræði með fjármál sín fyrir hrun og ekki hefur ástandið lagast hjá heimilunum eftir því sem lengra líður á kreppuna.

Vandamál hinna skuldugu vefur sífellt upp á sig og sífellt fleiri gefast upp fyrir óviðráðanlegum skuldum sínum, enda komst "skjaldborg heimilanna" aldrei úr hugmyndabankanum, frekar en flestar aðrar boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags-, atvinnu- og fjölskyldumálum.

Mesta vandamál þjóðarinnar nú um stundir er ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem sífellt lofar úrbótum, en berst í raun með kjafti og klóm gegn allri atvinnuuppbyggingu og þar með vonum fólks um bætt kjör og uppbyggingu í landinu.

Fróðlegt, en jafnframt ógnvænlegt verður að sjá niðurstöðu lífskjararannsóknar Hagstofunnar fyrir árin 2010, 2011 og 2012.

Með óbreyttri ríkisstjórn verða þær tölur hreint skelfilegar.


mbl.is Erfið staða hjá 40% heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband