Ætlar ESB að lítilvirða þjóðina á 17. júní?

Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands í viðræðum um inngöngu landsins í ESB, vonast til að leiðtogaráð sambandsins samþykki formlega þann 17. júní að hefja formlegar viðræður um uppgjafaskilmála Íslendinga vegna yfirtöku ESB á Íslandi sem hrepps í stórríki Evrópu.

Með yfirtöku ESB á öllum helstu málefnum landsins, yfirráðum yfir auðlindum og lagasetningarvaldi verður Íslendingar á sviðuðu róli með sjálfstæði sitt og þegar þeir lutu erlendu konungsvaldi og munu eftir það verða jafnvel ósjálfstæðari en þeir voru í hernámi stríðsáranna.

Að velja þjóðhátíðardag landsins til að samþykkja viðræður um hreppaflutninginn er hrein móðgun við þjóðina, sögu hennar og baráttu fyrir sjálfstæði.  ESB hefur sýnt þjóðinni hreinan yfirgang og lítilsvirðingu vegna Icesave og nú á að snúa hnífnum í sárinu á þessum helga degi í sögu þóðarinnar.

Þó illa sé komið fyrir Íslendingum efnahagslega um þessar mundir, geta þeir ekki látið þessa svívirðu yfir sig ganga baráttulaust. 

Aðför Samfylkingarinnar gegn eigin þjóð verður að stöðva tafarlaust, svo Íslendingar geti horfst í augu með stolti á þjóðhátíðardögum framtíðarinnar með íslenskan fána í hávegum, en ekki flagg stórríkis ESB.


mbl.is Grænt ljós gefið 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo lýgur Samfylkingin líka til um þetta mál.

Samfylkingn segir að þjóðin muni hafa síðasta orðið hvað inngöngu varðar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er ekki rétt. 

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild er aðeins ráðgefandi fyrir Alþingi, svo það er Alþingi sem hefur síðasta orðið hvað aðild varðar, ekki þjóðin.

Hér lýgur Samfylkingin til um málið.

Huginn Þ. Einarsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 08:56

2 Smámynd: Pax pacis

@Axel: Að ganga frjáls og á eigin forsendum inn í ríkjasamband sem gengur út á samvinnu ríkja er langt frá því að vera sambærilegt við það að lúta erlendu konungs- eða hervaldi gegn eigin vilja og það held ég að þú vitir líka aðrir þeir sem halda uppi fullveldisrökunum í umræðunni um Evrópusambandið.  Umræðan um ESB snýst fyrst og fremst um efnahagsmál, síðan um hið pólitíska módel ESB.  Öll umræða um missi sjálfstæðis er mjög neðarlega á listanum ef hún er þar yfir höfuð.  Eins og staðan er núna held ég að okkur sé betur borgið innan ESB en sú skoðun gæti breyst hjá mér ef sannfærandi rök koma þar að lútandi en mér er ekki að skapi sá tilfinningalegi hræðsluáróður sem oft er rekinn hér á landi gegn Evrópusambandinu.  Ef það á að sannfæra mig, þá þarf það að gerast með efnislegum rökum.

Varðandi hernámið, þá má nú reyndar deila um það hafi í raun verið hernám.  Ég held nú að Íslendingar hafi almennt ekki verið á móti veru breska og bandaríska hersins hér á landi, en það er annað mál.  

@Huginn: Til að ganga í Evrópusambandið þarf að breyta lögum og stjórnarskrá.  Í báðum tilfellum þarf staðfestingu forseta (sem gæti þá sett málið í þjóðaratkvæðagreiðslu) og til að breyta stjórnarskrá þarf að rjúfa þing og kjósa aftur, þ.a. kjósendur hafa mikla möguleika á að fella málið áður en kemur til hinnar eiginlegu (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu.  Alþingi yrði alls ekki stætt á því að hunsa slíka þjóðaratkvæðagreislu og því yrði hún í reynd ekki ráðgefandi. 

 Að halda því fram að Samfylkingin ljúgi vegna þess að lagatæknilega hafi Alþingi endanlegt úrskurðarvald er náttúrlega ekkert annað en orðhengilsháttur.

Pax pacis, 21.5.2010 kl. 09:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Efnahagsástandið í ESB er ekkert glæsilegt um þessar mundir og lítið þangað að sækja fyrir Íslendinga.  Undanfarin ár hafa ESB unnendur verið nánast í vandræðum með áróðurinn fyrir aðild og því beint öllum sínum kröftum gegn krónunni og sagt að Íslendingar yrðu að fá hina "sterku mynt" evruna, ef nokkur möguleiki ætti að vera á að lifa í landinu.  Meira að segja sú röksemd hefur hrunið til grunna að undanförnu og festa ESB landa í efnahagsmálum speglast nú skýrt í Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Írlandi, Eystrasaltslöndunum o.s.frv.

Á efnahagssviði höfum við ekkert til þessara landa að sækja og því er aðild ekki síður pólitísk spurning og spurnig um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar á auðlindum sínum.  Því má ekki glutra niður.  Það væri sorglegt að sjá þriðju kynslóð íslenska lýðveldisins glutra niður sjálfstæði þjóðarinnar í von um einhvern stundargróða sjálfri sér til handa.

Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2010 kl. 09:53

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópusambandið sjálft virðist ekkert vera betur að því komið að stjórna sínum eigin málum, en við Íslendingar að stjórna okkar eigin. Ég er hjartanlega sammála því að við höfum ekkert til Evrópu að sækja hvað stjórnvisku varðar. Við eigum fullt af hæfileikaríku fólki hér, þurfum bara að læra að velja það betur í ábyrgðarstöður.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband