Umsóknin verði dregin til baka þann 17. júní

Það var heldur meiri mannsbragur að Stefáni Jóhanni Stefánssyni, fulltrúa Samfylkingarinnar í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, heldur en hins Samfylkingarfulltrúans, Oddnýjar Sturludóttur, en Stefán Jóhann bar fram tillögu í ráðinu, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir þá móðgun og niðurlægingu gagnvart íslenskri þjóð, sem fælist í því að ESB tæki umsóknarbeiðni Samfylkingarinnar um aðild hennar að ESB til afgreiðslu á þjóðhátíðardaginn 17. júní n.k. 

Oddný greiddi ein sjö fulltrúa ráðsins atkvæði gegn tillögunni og bókaði að sér og ráðinu kæmi ekkert við hvenær ESB héldi sína fundi og fulltrúarnir, sem sjá um og skipuleggja dagskrá hátíðarhaldanna, eigi ekki að skipta sér af því, þó stórhætta sé á að mikil mótmæi brjótist út, láti ESB verða af þessari hótun sinni.

Samkvæmt öllum skoðanakönnunum undanfarna mánuði, eru milli 70-80% þjóðarinnar algerlega andvíg aðild að ESB og vilja að umsóknin verði dregin til baka og hinu margmilljarða króna bjölluati í Brussel verði hætt.

Til þess að engin hætta verði á að ESB misbjóði þjóðarvitund Íslendinga gjörsamlega á grófan og svívirðilegan hátt, verður að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún afturkalli allar viðræður við ESB og því verði lýst yfir í hátíðarræðu forsætisráðherra 17. júni, að umsóknin verði afturkölluð.

Geri Jóhanna það ekki, má alveg eins reikna með að hún verði hrópuð niður í miðri ræðunni.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

17 Júní !!! maður á ekki orð, er ekkert heilagt, þetta hlýtur að vera brandari og ber að meðhöndlast sem slíkur. 

Allavega aflýsa þessum fundi samninganefndarinnar þann 17 júní, þau eru örugglega á nógu háum launum svo ekki þurfi að fara borga þeim helgidagsálag.

En Axel ert þú ekki andstæðingur aðildar ? þetta hérna myndi styrkja andstöðuna meir en nokkur umræða, hversu rökföst og góð sem hún annars kynni að vera: "Til þess að engin hætta verði á að ESB misbjóði þjóðarvitund Íslendinga gjörsamlega á grófan og svívirðilegan hátt"

Svo kannski er þetta bara "trix" hjá nefndinni til að geta bakkað útúr samningunum undir gjallandi þjóðernishrópum, enda ESB farið að draga lappirnar hvort eð er hvað verðar aðildarumsókn Íslands, tja hver veit ?   

mbkv.

KH

Kristján Hilmarsson, 21.5.2010 kl. 17:21

2 identicon

Þessi hugmynd er asnalegur patriotismi sem gerir okkur enn hlægilegri en við þegar erum á meðal þjóða.

Við þurfum á aðstoð að halda, einhver verður að taka í hendina  á óvitanum, svo hann fari sér ekki algjörlega að voða.

Umsókn um aðild að EU varpar engum skugga á þjóðhátíðardaginn. Það er hrunið, vanhæfnin og sýndarmennskan sem gerir það, en ekki integration í EU.

Hættum þessari afneitun og afturhaldssemi.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, þurfum við að sækja meira hrun, vanhæfni, óvitaskap og sýndarmennsku til Grikklands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Englands, Írlands, Belgíu, Búlgaríu, Rúmeníu eða Eystrasaltslandanna?  Hvað hefur ESB aðild hjálpað þessum ríkjum?  Af hverju stafa sérstakir erfiðleikar evrulandanna?

Með því að taka í hendina á þessum óvitum, þá verður það bara eins og að láta haltan leiða blindan.

Axel Jóhann Axelsson, 21.5.2010 kl. 18:31

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Fór að kynna mér þetta nánar og sé að ég misskildi fréttina, og þar með er innleggið mitt enn meira bull en annars,nóg var samt, hélt það væri annaðhvort ríkisstjórnin eða samninganefndin sem væri að fara fjalla um þetta á þjóðhátíðardaginn, en sé að það er leiðtogaráð sambandsins sem verður með fund þennan dag, og KANNSKI ?? fjalla þeir um aðildarumsókn Íslands.

Nú er það svo að Íslendingar vinna og gera það sem gera þarf á þjóhátíðardögum annarra þjóða, og þar með starfsmenn/leiðtogar ESB á þessum degi Íslands án þess að það eitt og sér sé svo voðalegt, þannig að ef ÍTR virkilega meina að þetta sé ópassandi, hefðu þeir átt að senda þetta beint til Brussel, eða hvað ? 

En sé mér til mikillar hrellingar, að til og með Íslendingum sjálfum er ekki einusinni þjóðhátíðardagurinn heilagur lengur ef hægt er að nota hann í ESB baráttunni, í þessu tilfelli gegn aðild.

Er búinn að sjá að þeir sem eru  með aðild svífast einskis líka :(

Svei og skamm á ykkur !!! en óska samt öllum góðrar helgar og hvítasunnu.

MBKV að "Utan"

KH

Kristján Hilmarsson, 21.5.2010 kl. 19:02

5 identicon

Jahérna hér..... hverjum datt þessi dagsettning í hug..... þvílíkur hálviti., og ættla ég spara fúkyrðin .....

Já þetta er alveg eins og að kaþólskir prestar mundr slást í hóp og reka lestina í "gay pride" gönguni.... og jú helst vildu þeir flokka gönguna svo að þeir eldri leiði... svo kolli og kolli.......

Allt spurning um tímasettningu

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 04:55

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það væri vit í því.

Enginn dagur er betur fallinn til sjálfstæðisbaráttu

Sigurður Þórðarson, 22.5.2010 kl. 07:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þessu! Það skal enginn dirfast að gera sjálfan þjóðarhátíðardaginn að sorgardegi fyrir meirihluta þjóðarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband