Jón Ásgeir í Bónusi er hrokinn uppmálaður

Siðblinda Jóns Ásgeirs í Bónusi ríður ekki við einteyming og hroki mannsis svo endalaus, að hann svarar öllum ásökunum á sig með því að um tilefnislausar ofsóknir á hendur sér sé að ræða og hótar málssóknum og stefnum hverjum þeim, sem dirfist að halla orði í hans garð.

Nýlega skrifaði hann pistil á Pressuna, þar sem hópur leigupenna hans eru fastamenn, og svaraði skrifum Agnesar Bragadóttur í Moggann um hans mál, með því að segja að hún væri fyllibytta, sem ekkert mark væri á takandi, ásamt með því að gefa ýmislegt í skyn, með því að "þakka henni fyrir síðast" og svo fylgdu ýmsar dylgjur um annað fólk, sem ekki féll lengur í hans náð, um að vera ótíndir þorparar og skattsvikarar.   Enga sök fann hann hins vegar í eigin ranni, frekar en aðrir siðblindingjar.

Nú lætur hann hafa við sig viðtal á Pressunni og segir þar að stefna skilanefndar Glitnis sé slúðurstefna og til þess eins gerð að ófrægja sig, störf sín og samsærismanna sinna, ekki síst ásökunina um að hafa rænt Glitni innanfrá.  Þá hótar hann Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis með tíu ára fangelsi fyrir "misnotkun dómstóla vestanhafs".

Kroll, sem er eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims á sviði fjármálabrota, segir Jón Ásgeir að hafi tekið yfir íslenskt réttarfar í félagi við slitastjórn Glitnis, þó erfitt sé að skilja þá fullyrðingu hans, því slitastjórnin er að stefna honum og samsærismönnum hans til endurgreiðslu á fjármunum sem hafðir voru á ólöglegan hátt út úr Glitni.  Það er venjuleg leið fyrir dómstólum, að sá sem telur sig hafa orðið fyrir svikum, stefnir þeim sem sveik, til endurheimtu á því sem tekið var á óréttmætan hátt.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Jón Ásgeir í Bónusi eru að opinbera endanlega sitt innra eðli og siðblindu á síðustu dögum.  Pálmi í Iceland Express tekur fullan þátt í þeirri sýningu, enda einn úr samsærishópnum, sem kærður hefur verið.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, er þegar kominn fram á ritvöllinn til stuðnings sínum manni og varla verður langt að bíða næstu varnarskrifa þjóðartrúðsins, Bubba Mortens.


mbl.is Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

og fótgönguliðinn Jakob Frímann er búinn að skrifa enn eina varnargreinina í Fréttablaðið. Það er varla að maður geti fundið réttu orðin um þennan viðbjóð.

Finnur Bárðarson, 12.5.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki var ég nú búinn að sjá þennan nýja pistil Jakobs Frímanns, en ekki kemur manni neitt á óvart úr þeirri átt.  Hélt kannski að hann hefði skammast sín eftir þá fyrstu, en það var náttúrlega borin von að svo færi.

Maður bíður svp eftir næsta pistli frá þjóðartrúðinum.  Hann hefur ekki brugðist húsbændum sínum hingað til.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 13:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Jóns Ásgeirs ætlar blessunarlega að verða sér til skammar með yfirlýsingum eins og lögmannstofa Gests Jónssonar og félaga hans gerði varðandi Sigurð Einarsson. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 14:07

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, var ekki Sigurður G. að skrifa til stuðnings vini sínum Pálma Haraldssyni, núverandi eiganda Iceland Express, en því félagi var skotið út úr þrotabúi Fons, rétt fyrir gjaldþrot þess félags.  Þar sat Sigurður G. í stjórn með félögum sínum og vinum, sem hann þarf að verja núna.  Spurning hvort hann komi til með að lenda í þeirri stöðu að þurfa að verja sjálfan sig.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 14:14

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér hugnast orðalagið í stefnu slitastjórnar. Menn eru greinilega hættir að tipla á tám og farnir að kalla hlutina sínum réttu nöfnum: "Meint brot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og klíku hans"

Finnur Bárðarson, 12.5.2010 kl. 14:16

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Líklega er betra að fara að vanda orðavalið, því hverjum þeim sem talar tæpitungulaust um þessa klíkur samsærismanna er hótað lögsókn fyrir ærumeiðingar og að spilla "viðskiptavild" þessara manna. 

Hefur annars nokkur spillt mannorði þeirra og "viðskiptavild" meira en þeir sjálfir?  Ég veit svosem ekki hvernig er hægt að gera meira og betur í þeim efnum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 14:48

7 Smámynd: Elínborg

Snýst þetta ekki meira og minna um siðblindu, mjög alvarlegan geðsjúkdóm eða? Sálfræðingur útskýrði þetta í fjölmiðlum nú seint í vetur.....

Bækur eru til um þetta, t.d. "Snákar í jakkafötum" ofl. minnir mig.....

Elínborg, 12.5.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband