Náðu lögbrotin inn í skilanefnd, eftir fall Kaupþings?

Kaupþingsmenn eru sakaðir um kerfisbundin, skipulögð og mög umsvifamikil lögbrot nánast allan tímann sem bankinn var í rekstri og urðu brotin því meiri og upphæðirnar sem þau snerust um náðu sífellt stærri upphæðum og urðu víðtækari.

Eitt sem verkur sérstaka athygli af því sem kemur fram í beiðni Sérstaks saksóknara um gæsluvarðahaldsúrskurð yfir Magnúsi Guðmundssyn, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Luxemborg, er eftirfarandi:

"Um var að ræða framvirka samninga og talið að tilgangur viðskiptanna hafi verið að flytja áhættuna af fallandi verðgildi skuldabréfa af Marple Holdings SA og lykilstarfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg yfir á Kaupþing banka á Íslandi.

Gögn bendi sterklega til þess að skjöl vegna viðskiptanna hafi verið útbúin og undirrituð eftir fall bankans og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kaupþings og þá skilanefndarmaður Kaupþings, hafi haft milligöngu um frágang skjalanna, en þau virðast fölsuð bæði hvað varðar efni og dagsetningar."

Sé einhver minnsti fótur fyrir því, að starfsmaður skilanefndarinnar hafi í raun unnið að fölsun skjala fyrir fyrrum eigendur og stjórnendur Kaupþings, krefst það rannsóknar á öllum störfum skilanefndarinnar á fyrstu mánuðunum eftir hrun, í það minnsta þessa viðkomandi starfsmanns.

Alltaf eru að koma fram nýjar og nýjar hliðar á þessum ótrúlegu og víðtæku meintu svikamálum.


mbl.is Kerfisbundið og skipulagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kaupþing fékk 500.000.000. evru lán frá Seðlabankanum rétt fyrir hrunið. Þeir notuðu síðustu klukkutímana til að ræna því eins og það lagði sig.

Það er fráleitt að ætla að spillingin og græðgin hafi dáið með bönkunum.

Þetta verður bara ógeðslegra og ógeðslegra með degi hverjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 11:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki ofsögum sagt af því, að alltaf kemur eitthvað nýtt og nýtt upp í þessum málum öllum.  Maður hélt að ekki væri hægt að verða hissa á þessum málum framar, en nú er maður bara hissa á því að hafa haldið að maður hafi verið hættur að verða hissa.

Þvílík ormagryfja sem starfsemi bankanna hefur verið og hvílíkt skipulag á kerfinu, sem notað var til að tæma þá innanfrá.

Þetta er á við svæsnustu glæpasögur, eiginlega bara ótrúlegri, svo skipulega hefur verið að málum staðið.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 11:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, ef einhver hefði fyrir 10 árum skrifað reyfara með þessum söguþræði, hefði hann verið talinn, í besta falli, snarruglaður.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 12:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, eða fengið bókmenntaverðlaun fyrir skáldagáfuna.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 13:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og Fálkann á bringuna?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 13:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann hefði ekki fengið Fálkaorðuna, nema hann hefði orðið frægur og ríkur af skrifunum.  Þá hefði hann líka fengið Útflutningsverðlaun forseta Íslands, jafnvel þó hann hefði aldrei flutt neitt út, frekar en Baugur, þegar það fyrirtæki var verðlaunað með þeim heiðri.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 13:39

7 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Eyrun eru að detta af og maður trúir vart eigin augum lengur.

Hvernig gat þetta allt gerst án þess að nokkur yrði þess var eða andmælti ???

 Sjálfur er ég bálvondur út í sjálfan mig að hafa ekkert skilið af þessum leikfléttum þegar allt lék í lyndi. Maður horfði á þetta gagnrýnislaust. Þá.

Það er skondið að skoða gömul blog. Heil þjóð, að vísu lítil, var plötuð upp úr skónum.

Verum vakandi. Gagnrýni er alltaf þörf. Kannski mest þegar gengur vel, of vel !

Árni Þór Björnsson, 12.5.2010 kl. 13:41

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég get sagt þér það Árni, að ég var nú ekki byrjaður að blogga í "gróðærinu", en hvar sem þessi "viðskipti" öll bar á góma í samtölum, hélt ég því alltaf fram að ekkert væri á bak við þetta og þetta væri bara Matadorspil með peninga sem væru teknir að láni og ekkert stæði á bak við og þetta myndi allt hrynja yfir hausinn á okkur fyrr eða síðar.  Einnig talaði ég mjög stíft gegn erlendurm húsnæðis- og bílalánum, en því miður voru ekki margir sem tóku mark á manni.  Maður var afgreiddur með því að segja að svon hugsunarháttur væri gamaldags og ég væri bara orðinn úreldur, enda kominn langt yfir fertugt, sem var eiginlega hámarksaldur nothæfra manna á þeim árunum.

Þetta kemur oft til umræðu núna í mínum hópi og þeir sem þekkja mig viðurkenna núna, að þeir hefðu betur hlustað á nöldrið í manni þá, en í staðinn eru margir þeirra núna í stökustu vandræðum með erlendu lánin sín og geta ekki staðið í skilum með þau, eða önnur lán sem voru tekin í alls kyns lúxus.

Því miður var ekkert hlustað á þá, sem reyndu að vara við að þetta rugl gæti ekki gengið upp.  Vonandi verður a.m.k. langt þangað til að þjóðin verði dregin svona á asnaeyrunum aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband