Stærstur, mestur og hrokafyllstur

Krafist hefur verið kyrrsetningar á eigum Jóns Ásgeirs í Bónusi um allan heim og hefur dómur þar um verið kveðinn upp í Bretlandi og hefur hann einungis tvo sólarhringa til að leggja tæmandi skrá yfir allar eigur sínar, hvar sem þær er að finna, fyrir bresk yfirvöld innan tveggja sólarhringa.

Í frétt af blaðamannafundi skilanefndar Glitnis segir m.a: 

"Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður skilastjórnar Glitnis, segir að þetta mál eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi og sé það stærsta sem komið hafi upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.

Samkvæmt kyrrsetningarúrskurðinum í Bretlandi er Jóni Ásgeiri óheimilt að eiga viðskipti með eignir hvar sem er í heiminum að fjárhæð allt að sex milljörðum króna. Ef hann brýtur gegn því á hann á hættu að verða fangelsaður af breskum yfirvöldum. Samkvæmt úrskurðinum ber honum að leggja fram lista um eignir sínar innan tveggja sólarhringa. Ef hann gerir það ekki gætu bresk yfirvöld fangelsað hann."

Jón Ásgeir bregst við þessari stærstu skaðabótastefnu í Íslandssögunni með því að hóta Steinunni Guðbjartsdóttur allt að tíu ára fangelsi fyrir að "misnota réttarkerfið vestanhafs", eins og hann orðaði það á sinn hrokafulla hátt í viðtali við Pressuna.

Þessi meinti forystusauður klíku viðskiptamanna og samsærismanna, sem skilanefndin hefur krafið skaðabóta fyrir að svíkja fé út úr bankanum, að upphæð um 260 milljarðar króna, virðist halda að hann geti skipað öllum að sitja og standa, eins og hann gerði sem stjórnarformaður Glitnis og meira að segja Lárus Welding kvartaði undan og sagði Jón koma fram við sig eins og útibússtjóra en ekki forstjóra.

Þrátt fyrir að greinilegt sé, að maðurinn þjáist af siðblindu af alvarlegustu gerð, verður að leyfa sér að vona að hann snúi nú við blaðinu, iðrist og hjálpi til við að gera upp skuld sína við þjóðfélagið.


mbl.is Óskað eftir kyrrsetningu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband