Hrun í evrulöndum - hvað um eignir lífeyrissjóðanna

Sífellt berast fleiri og alvarlegri fréttir af fjármála- og skuldavanda margra evruríkjanna, lækkun á hlutabréfamörkuðum vegna þess og nú síðast hættu á falli banka og það engra smábanka.  Þegar fréttir koma af því, að annar stærsti banki Evrópu, spænski Santander bankinn, sé kominn í verulega erfiðleika og hlutabréf hans hafi fallið um 25%, staðfestir það hversu djúpstæður þessi vandi er orðinn.

Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu hundruðum milljarða króna á íslenska efnahagshruninu og þá var þakkað fyrir hve stór hluti þeirra væri bundinn í "öruggum" erlendum hluta- og skuldabréfum og það hefði bjargað því, að ekki fór ennþá verr fyrir íslenskum rétthöfum lífeyris hjá sjóðunum.

Spurning vaknar um í hvers konar skuldabréfum þessar erlendu eignir lífeyrissjóðanna liggja og þá ekki síður í hvaða hlutabréfum þau hafa fjárfest úti í hinum stóra heimi.

Vonandi verða næstu hörmungarfréttir hér á landi ekki af nýjum eignabruna íslensku lífeyrissjóðanna.


mbl.is Santander sömu leið og Kaupþing?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já góð spurning! Og síðan, hvernig ætlar lífeyrissjóður starfsmanna ríkissins að fylla upp í 480 milljarða gatið sem vantar upp á það að hann geti staðið við skuldbindingar sínar? Verður það ekki bara í formi skatta, og svo hækka þeir lífeyrinn meðan þeir sem ekki eru ríkisstarfsmenn þurfa að taka á sig niðurskurð. Hvílík ósvífni!! Það þarf að taka til í lifeyrissjóðakerfinu!

Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það ná líka velta fyrir sér, eignum þrotabúa bankanna - t.d. Landsbanka Íslands, sáluga.

Ef, mánudagurinn 15. verður stór trigger event fyrir atburðarás, sem endar með því að Evrópa sekkur í nýja og enn alvarlegri kreppu; þá auðvitað hrynja öll verð á fasteignum - fyrirtækjum - skuldabréfum "you name it".

Auðvitað, einnig á eignum lífeyrissjóðanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 13:58

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bjarni, það er einmitt málið með LSR, hann verður fjármagnaður með sköttum.  Þeir hækka lífeyrisgreiðslur sínar, en hinir sem hafa þurft að þola skerðingu á launum og lífeyri, verða að borga hækkunina hjá ríkisstarfsmönnunum.

Einar, þetta gæti orðið grafalvarlegt ástand hér á landi, eins og þú segir, bæði vegna lífeyrissjóðanna, þrotabúa bankanna og anarra, sem kunna að eiga verðbréf erlendis.

Ef þetta fer illa, fer að kárna gamanið vegna Icesave.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 14:16

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm, auk þess, að öll fiskverð lækka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 14:49

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Okkur hefur EKKI verið sögð staða lífeyrissjóðanna, forráðamenn þeirra hafa aðeins komið fram og "SAGT" að tap þeirra á bankahruninu sé MINNA en reiknað hafi verið með.  Það er trú mín (og ég er örugglega ekki einn um þá trú) að staða lífeyrissjóðanna sé mun VERRI en okkur hefur verið sagt og margir hverjir með NEIKVÆÐA eiginfjárstöðu, sem þýðir ekkert annað en að þeir eru gjaldþrota.  ÞAÐ ER KANNSKI ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ EKKI HEFUR ENN VERIÐ FARIÐ ÚT Í FRAMKVÆMDIRNAR SEM LÍFEYRISSJÓÐIRNIR ÆTLUÐU AÐ FJÁRMAGNA??????

Jóhann Elíasson, 9.5.2010 kl. 16:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er vitað, að lífeyrissjóðirnir eru ekki búnir að afskrifa í bókhaldinu nema rúman helming vegna skuldabréfa, sem þeir áttu á Byr og Sparisjóð Keflavíkur.  Þó þeir séu búnir að afskirfa 86 milljarða, gætu þeir átt eftir að bæta einhverjum tugum milljarða króna við vegna þessara tveggja fyrirtækja.  Hvað þá um öll önnur fjármála- og útrárarrugludallafyrirtæki?  Gæti ekki verið eftir að afskrifa gífurlegar upphæðir ennþá, vegna þeirra?

Ekki er nú víst að lífeyrissjóðirnir séu gjaldþrota, sennilega langt frá því, en vafalítið eiga þeir eftir að skerða lífeyri árlega í nokkur ár í viðbót.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 16:24

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég átti við að sumir þeirra eru gjaldþrota en alls ekki allir.  Og mér finnst þessi seinkun á framkvæmdum sem lífeyrissjóðirnir ætluðu að fjármagna, ýta undir þessa kenningu.

Jóhann Elíasson, 9.5.2010 kl. 16:40

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hverju sem er um að kenna, er þessi töf á framkvæmdunum bæði einkennileg og gremjuleg, því ekki veitir af að fara að koma einhverjum framkvæmdum af stað, ef eitthvað á að gera á þessu ári á annað borð.  Einhvern tíma tekur að hanna verkin og bjóða út, þannig að héðan af verður langt liðið á árið, þegar og ef framkvæmdirnar komast í gang.

Á meðan bíður fólk á atvinnuleysisskrá með óþreyju eftir þeirri vinnu, sem þessar framkvæmdir gætu skapað.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband