Auðvitað verður Sigurður yfirheyrður og fjöldi annarra

Það telst nú varla vera frétt að fyrirhugað sé að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformann Kaupþings, og nánasta samstarfsmanns Hreiðars Más á "bankaránsárunum".  Það væri hins vegar stórfrétt, ef hann yrði ekki yfirheyrður, enda var hann guðfaðir bankabólunnar.

Það telst varla heldur fréttnæmt að fyrirhugað sé að fleiri verði yfirheyrðir, það segir sig algerlega sjálft að fjöldinn allur af fólki mun verða yfiheyrt vegna mesta bakahruns, sem um getur og á sér enga hliðstæðu í veröldinni.

Rannsóknarskýrslan sýndi á óyggjandi hátt að miklar líkur hefðu verið á að stórkostleg lögbrot hefðu verið framin á "velmektarárum" banka- og útrásarruglaranna, enda sendi rannsóknarnefndin fjölda ábendinga til Sérstaks saksóknara um mál, sem hún taldi ólögleg og þyrftu frekari rannsóknar.  Sérstakur saksóknari hefur sagt að þær ábendingar hefðu fyllt enn frekar upp í þá mynd, sem embættið hefði verið að teikna upp síðustu fjórtán mánuði.

Ekki eru líkur á að Sigurður Einarsson, eða aðrir sem búsettir eru erlendis, flýti för sinni sérstaklega til landsins til þess að mæta í yfirheyrslur, enda hafa þeir þau fordæmi fyrir framan sig, að líklegra en ekki sé, að viðtölin við saksóknarann leiði þá beint í gæsluvarðhald.

Það er skiljanlega ekkert tilhlökkunarefni fyrir þá sem vanir eru að búa í glæsivillum erlendis að sjá fram á gistingu á Litla Hrauni.


mbl.is Sigurður Einarsson verður yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Enn og aftur vil ég benda á þá hugmynd mína að láta "höfðingjana" byggja yfir sig sjálfa. Eins og allir vita, sem reynt hafa á eigin skinni, þá ku það vera einstaklega afkastahvetjandi þegar menn eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Þráinn Jökull Elísson, 8.5.2010 kl. 23:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta þokast og við fylgjum eftir!

Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 01:26

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hafa heyrst raddir þar sem fólki finnst þessar handtökur ekki vera í þeirri röð sem það óskaði sér og tekur fólk þá fram að það hafi viljað sjá Björgólfsfeðga fyrsta í járnum.

En þessi röð á sér væntanlega þá skýringu að, Skilanefnd Kaupþings, þykir hafa borið af í samvinnu við Sérstakan Saksóknara. Skilanefnd Glitnis, þótt standa sig sæmilega, en Skilanefnda Landsbankans, fengið falleinkunn. Hefur embætti Sérstaks saksóknara, beinlínis kvartað undan því að þurfa að draga þessi litlu gögn sem þeir hafa fengið frá Skilanefnd Landsbankans,út með töngum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.5.2010 kl. 01:37

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Til þess að rýma á Litla Hrauni má senda austantjaldsfanga heim til sín í afplánun.

Hversvegna sérstakur saksóknari er svona viss um að engin gögn glatist meðan á frelsi Sigurðar Einarssonar stendur veit ég ekki - eitthvað hlýtur hann að hafa fyrir sér í því -

Er ekki framsalssamningur í gangi á milli Íslands og bretlands -???

Góð spurning um Björgólfsfeðga - En stóra spurningin er  Hversvegna gengur Jón Ásgeir laus??  Er kerfið búið að gefast upp á hans málum? Hvert klúðrið á eftir öðru í fokdýrum málaferlum sem skiluðu engu - ekki einu sinni - svei svei Jón.

Hafi skilanefnd Landsbankans ekki staðið sig við að skila gögnum ber Alþingi að koma þar að sem og ríkisstjórn og skipa þeim að gera það NÚNA.

Þráinn Jökull - að láta þessa einstaklinga byggja yfir sig sjálfa yrði´þá að vera í því formi að þeir greiddu kostnaðinn - meinið er að það fé sem þeir hafa í fórum sínum er okkar fé -

Að láta þá fá hamar og nagla held ég að væri misráðið - held að þeir kunni lítið með slíkt að fara.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.5.2010 kl. 07:26

5 Smámynd: corvus corax

Legg til að vínkjallarinn í snobbkofanum að Veiðilæk í Norðurárdal í Borgarfirði verði fylltur af drullu úr nokkrum rotþróm og Kaupþingsgölturinn vistaður þar í framtíðinni. Hann fær þá loksins að búa í þeirri höll hrokans og glæpaeðlisins sem hann var að koma sér upp á kostnað þjóðarinnar.

corvus corax, 9.5.2010 kl. 08:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svolítið merkilegt, ef það er til einhver óskalisti almennings um þá röð sem "bankaránsmenn" skuli teknir til yfirheyrslu og hnepptir í varðhald.  Hefur fólk einhverjar upplýsingar um það, hverjir hafa verið yfirheyrðir af embætti Sérstaks saksóknara og hverjir ekki?  Veit nokkur utan embættisins hvað hvert einstakt mál er komið langt í rannsókn?

Það hlýtur að segja sig sjálft, að mál eru mislangt komin í ferlinu, eftir flækjustigi.  Skipaðir voru þrír saksóknarar við embættið, sem hver hefur umsjón með rannsókn "síns" banka og það sem er að gerast núna, bendir einfaldlega til þess að rannsókn ákveðinna mála innan Kaupþings séu lengst komin.

Það er engin hætta á öðru, en mál eigenda og stjórnenda allra bankanna komi upp á yfirborðið á næstu mánuðum og árum, enda hefur Eva Joly talað um að rannsókn allra þessara mála tæki liklega a.m.k. fimm ár, jafnvel meira.  Olíuhneykslið í Frakklandi tók sex ár og fékk Eva mikið lof fyrir þá rannsókn.  Hún hefur sjálf sagt að "bankaránsrannsóknirnar" séu stærri og flóknari en það mál.

Þolinmæði þrautir vinnur allar.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 09:01

7 identicon

Það fer ekki milli mála að kerfið vinnur með sínum. Þess er gætt að gera ekkert í málum fyrr en allir fyrningarfrestir eru liðnir. Það eru að verða komnir 20 mánuðir frá hruni og flest þessi "afrek" voru unnin áður en það skall formlega yfir okkur eins og öskumökkur. Svo skulum við ekki gleyma því, að Hæstiréttur er skipaður sérstökum dindlum Dabba og Dóra og varla neinnar réttsýni eða röggsemi að vænta úr þeirri átt.

Dorado (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 13:05

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allir fyrningafrestir vegna þeirra mála sem í rannsókn eru hafa rofnað, þannig að sakir fyrnast ekki héðan af og þar fyrir utan eru fyrningarfrestir miklu lengri en 20 mánuðir í öllum málum, nema vegna kaupmála, en ekkert veit maður um hvort búið sé að rifta einhverjum slíkum, en búið er að samþykkja framlengingu á kaupmálum líka, en svo er að sjá hvort það gildir afturvirkt.

Menn verða að hafa trú á dómskerfinu, en hins vegar skulu menn ekkert vanmeta stærstu og öflugustu lögfræðistofur landsins, sem allar eru byrjaðar að undirbúa vörnina fyrir þá, sem ákærðir verða. 

Réttarhöldin verða bæði fróðleg og afar langdregin, gætu tekið mörg ár.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband