Gróf mannréttindabrot í nágrannaríki

Dómstótt í Vilníus, höfuðborg Litháen, kvað upp þann dóm á miðvikudaginn var, að gleðiganga samkynhneigðra, Baltic Pride, skyldi banna vegna þess að hún væri ógn við almannaöryggi.

Norðurlandaráð hefur tekið upp mikið samband við Eystrasaltsríkin, eftir hrun Sovétríkjanna og virðist stefnan vera, að taka þessi lönd að fullu inn í samstarf norðurlandanna í framtíðinni.

Helgi Hjörvar er nú forseti Norðurlandaráðs og hefur gagnrýnt þennan úrskurð dómstólsins, enda er hann algerlega óskiljanlegur og vandséð hvernig slík ganga getur ógnað almannaöryggi.

Norðulönd geta ekki haldið uppi samvinnu við nágrannaríki, sem ekki virða einföldustu mannréttindi og banna útisamkomur einstakra hópa þegnanna, sem haldnar eru í algerlega friðsömum tilgangi og til að undirstrika fjölbreytta flóru mannlífsins.

Íslensk stjórnvöld þurfa að mótmæla öllum slíkum ofsóknum gegn minnihlutahópum í næstu nágrannalöndum.


mbl.is Segir fráleitt að stöðva gleðigöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gróf mannréttindabrot?

Nei, samfélagið þarna er gegn þessu og við þurfum að leyfa þeim að þroskast.

Getum ekki ætlast til þess að allir séu eins og við.

Pétur (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 09:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ísland er að segja má í tvöföldum tengslum við Eystrasaltslöndin, þ.e. í gegnum Norðurlandaráð og EES og því hljóta íslensk yfirvöld að láta í ljós skoðun sína á mannréttindamálum í þessum löndum.  Hér er við völd ríkisstjórn, sem vill troða Íslandi inn í ESB og því skipta mannréttindamál í ESBlöndum okkur máli og við eigum því hiklaust að mótmæla brotum á mannréttindum í þessum löndum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Að sjálfsögðu á að leyfa þeim að ganga sína göngu.

En að mínu mati er rangnefni á þessari göngu. Þetta ætti að vera kallað hryggðarganga. Ég get ekki skilið neina gleði í því að vera öfugur. Fólk ætti ekki að gleðjast með þessum stækkandi minnihlutahópi.

Að vísu er þetta rétt hjá Litháum um að þessi þróun sé ógn við samfélagið  og almannahagsmuni. Ef þessi stækkandi hópur ástundar sitt kynlíf eingöngu við sitt kyn, þá mun það leiða til fólksfækkunar. Á  þeim grunni má segja að þessi (stækkandi) hópur sé ógn við almannaheill. Sama gildir um farsótt sem hefur afleiðingar á  fólksfækkun í för með sér.

Eggert Guðmundsson, 6.5.2010 kl. 10:53

4 identicon

Hvers vegna geturðu ekki skilið neina gleði í því að vera "öfugur?"

Kolbeinn (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:00

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki finnst mér nú smekklegt að líkja samkynhneigð við farsótt og ekki veit ég hvort þessi minnihlutahópur fari ört stækkandi, því ekki hefur verið sýnt fram á að samkynhreigð sé smitandi.  Ætli skýringin á auknum sýnileika samkynhneigðra, sé ekki eingöngu vegna þess, að samfélögin séu tilbúnari til að viðurkenna þá sem jafnréttháa og hverja aðra, en áður fyrr voru þeir ofsóttir og voru meira í felum með sína kynhneigð.

Þó frjálsræði í kynferðismálum hafi aukist á síðustu áratugum, er ekki líklegt að samkynhneigð hafi aukist, því einhversstaðar hef ég séð því haldið fram, að ákveðið hlutfall af mannkyninu sé samkynhreigt og það sé fasti, sem lítið sem ekkert breytist.  Eini munurinn er að þetta er allt komið meira upp á yfirborðið, alveg eins og allt annað umtal um kynlíf og kynferðismál almennt.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 11:02

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Því hefur verið haldið fram að 5 % samkynhneigðra séu fæddir með röng gen, og 95 % samkynhneigðra sé samfélagslega áunnið. Ef þessar upplýsingar eru réttar þá má líta á þetta sem samfélagslegt vandamál og því ógn við almannaheill.

Eggert Guðmundsson, 6.5.2010 kl. 11:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég nú sérfróður um þessi mál, en finnst ótrúlegt að 95% samkynhneigðar sé "samfélagslega áunnin".  Hvernig í ósköpunum ætti það að geta verið?  Á það að gerast með því, að gagnkynhneigðir umgangist samkynhneigða og "smitist" af þeim?  Ef það væri rétt, myndí þá ekki fjöldi samkynhneigðra "smitast" af hinum?

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 11:23

8 identicon

Því hefur líka verið "haldið fram" að mannfórnir komi í veg fyrir eldgos. Þá hlýtur það að vera rétt.

Gaman væri að vita hvað þú hefur fyrir þér með þessari tölfræði.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:33

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Blessaður Axel ! alltaf fjör hér hjá þér eins og fyrri daginn. ;) 

Ég ætla ekki að blanda mér í “umræðurnar” sem gestir þínir eru í á þessum streng þínum hér Axel, en aftur á móti “kommentera” svoldið á þetta hjá þér: “Norðulönd geta ekki haldið uppi samvinnu við nágrannaríki, sem ekki virða einföldustu mannréttindi og banna útisamkomur einstakra hópa þegnanna, sem haldnar eru í algerlega friðsömum tilgangi og til að undirstrika fjölbreytta flóru mannlífsins.”

 

Við getum ekki reiknað með að samfélög sem ekki eru komin eina kynslóð einu sinni, frá sovjethugsunarhætti og kúgun, sé á einni nóttu (20 árum) komin þangað í mannréttindum, sem við erum í dag, en getum frekar reiknað með þau óski að læra það, ekki síst gegnum samstarf við norðurlandaþjóðirnar, svo akkúrat þetta “getum ekki haldið uppi samvinnu við..osfrv.” er ekki rétta leiðin til að sýna minnihlutahópum í þessum gömlu eystrasaltsríkjum samstöðu og styrk.

 

En svo segir þú reyndar strax í framhaldi “Íslensk stjórnvöld (hvað varð um norðurlönd núna??) þurfa að mótmæla öllum slíkum ofsóknum gegn minnihlutahópum í næstu nágrannalöndum.”

 

Og þarna er ég alveg sammála, mótmæla og benda á og kenna þeim hvernig manneskjulegt og réttlátt samfélag á að vera (ekki það að við séum komin í mark, langt í frá) en ekki hóta að slíta sambandinu og eða hætta samvinnu við þau, þetta tekur sinn tíma.

Kristján Hilmarsson, 6.5.2010 kl. 11:55

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, meiningin átti nú ekki að vera sú, að Ísland segði sig frá samstarfi við þessi lönd, heldur einmitt eins og þú segir að mótmæla og koma á framfæri að við litum á þetta sem mannréttindabrot.  Íslendingar eru komnir einna lengst allra með jöfnun réttinda samkynhneigðra á við aðra þegna og eigum einmitt að benda á það fordæmi, þegar svona mál ber á góma.

Það tók okkur áratugi að þróa þessi réttindi samkynhneigðra og þau hafa verið lögleidd smátt og smátt, þar til að nú eru það einungis ein hjúskaparlög, sem eftir eru til að sömu lög, reglur og réttindi gildi fyrir alla þjóðfélagshópa hérlendis. 

Það mun örugglega líka taka langan tíma að breyta þessu annarsstaðar, sérstaklega hjá þeim löndum, sem skemmst eru komin á þessari braut, en því meiri ástæða til að styðja við bakið á þeim sem eru kúgaðir og ofsóttir, ekki síst í okkar nágrannalöndum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband