Óstjórn lífeyrissjóðanna verður að rannsaka

Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa afskrifað 86 milljarða króna í bókhaldi sínu vegna skuldabréfa sem þeir keyptu af fyrirtækjum og bönkum í "gróðærinu", og ef fer sem horfir eiga þeir eftir að afskrifa 60-70 milljarða í viðbót vegna þessara "viðskipta" sinna, eða eins og segir í fréttinni:           "Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), hefur fært slík bréf niður um tæplega 54%, Lífeyrissjóður Verslunarmanna (LV) um 50,4% og Gildi lífeyrissjóður hefur fært um 66% þeirra á afskriftarreikning."

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur þegar lækkað lífeyrisgreiðslur sínar um 10%, Gildi um 17%, en Lífeyrisstjóður starfsmanna ríkisins getur hins vegar hækkað sínar lífeyrisgreiðslur, því á honum er ríkisábyrgð, þannig að skattgreiðendur taka á sig tap hans.  Þannig verða lífeyrisþegar að borga brúsann, bæði með lækkun lífeyris og hækkun skatta, sem ríkisstjórnin hefur verið iðinn við að hækka og hótar frekara skattahækkanabrjálæði um næstu áramót.

Stjórnir og helstu toppar lífeyrissjóðanna sitja sem fastast í stólum sínum og yppa bara öxlum yfir þessu tapi, sem skapast af viðskiptum við örfá krosseignatengd fyrirtæki, sem "fagfjárfestar" hefðu átt að hafa allar upplýsingar um og þá áhættu, sem þessu Matadorspili fyldi.

Rannsóknarnefnd Alþingis hafði ekki tíma til að rannsaka sparisjóðina og lífeyrissjóðina og því hlýtur starfsemi nefndarinnar að verða framlengt, svo komast megi til botns í því hvað réði ferðinni hjá þessum "ábyrgðarmiklu" stjórnendum þessara stofnana, því margt hlýtur að eiga eftir að koma upp á yfirborðið, sem nú er hulið.

Greiðendur þessa taps eiga skýlausan rétt til að fá allar upplýsingar um gerðir þessara trúnaðarmanna sinna innan lífeyrissjóðanna.


mbl.is 86 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband