Einkennileg vaxtastefna

Seðlabanki Íslands hefur verið afar tregur til að lækka sína vexti, þrátt fyrir þá djúpu kreppu sem hér ríkir og þá gríðarlegu þörf á að atvinnulífið komist aftur á skrið, atvinnuleysið minnki og eftirspurn í þjóðfélaginu aukist.

Alls staðar annarsstaðar eru vextir lækkaðir niður undir 0% til þess að fá hlutina til að snúast, t.d. varð Noregur ekki fyrir efnahagsáfalli í nokkurri líkingu við bankaránshrunið hérlendis, en þó voru vextir þar lækkaðir niður í nánast ekki neitt, til þess að alda atvinnulífinu á floti.  Á sama tíma og Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti í 8,5%, hækkar sá norski sína í 2% og er það þriðja hækkunin frá því í október, þegar Norðmenn töldu sig vera komna á botninn í niðursveiflunni.

Hér er efnahagslífið ekki komið á þann botn, sem reiknað er með að það lendi á, en enn eru vextir í hæstu hæðum, miðað við aðra og boðuð stefna er, að þeir verði lækkaðir í afar litlum áföngum á árinu og verði 6% um næstu áramót.

Þessi íslenska hagfræði er algerlega stórundarleg, enda tekur enginn lán á þessum vöxtum, sem einugis virðist vera haldið svo háum til að þóknast erlendum krónubréfaeigendum.

Seðlabanki og ríkisstjórn þyrftu að fara að taka hag Íslendinga fram yfir hag erlendra fjármagnsbraskara.


mbl.is Stýrivextir hækka í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband