Langdreginn og lélegur brandari

Framboð Besta flokksins var ferskt og fyndið þegar það kom fram og lífgaði heilmikið upp á annars daufa umræðu um borgarmálin.  Jón Gnarr átti það til framan af, að vera fyndinn í svörum og kom allt örðu vísi fram í viðtölum, en hinir hefðbundnu stjórnmálamenn.

Eftir því sem frá líður verður þessi framkoma Jóns Gnarr og félaga æ þreyttari, tilsvör í viðtölum algerlega ófyndin og reyndar frámunalega kauðaleg.  Engum stekkur bros á vör lengur yfir þessum fíflagangi, enda aulafyndnin alltaf sú sama.  Jafnvel hefur borið á því upp á síðkastið, að Jón Gnarr hafi algerlega ofmetnast yfir útkomu "flokksins" í skoðanakönnunum og nú er hann farinn að gefa í skyn að framboðið sé alvara en ekki grín. 

Reyndar er þetta framboð Besta flokksins orðin tóm leiðindi.

Ekkert er leiðinlegra en lélegur og langdreginn brandari.


mbl.is Bara að grínast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón er reyndar ennþá fyndinn að margra áliti, hinir flokkarnir eru svo svakalega dapurlegir að besti flokkurinn lífgar mikið uppá.

Bryndís (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Borgarstjórnarkosningar eru ekki brandara- eða "standup"keppni.  Jón Gnarr, eins og aðrir verða að gera sér fulla grein fyrir því.

Reynslan af brandaranum um Sylvíu Nótt, sem send var í Eurovision og varð þjóðinni til háborinnar skammar, hefði átt að sýna í eitt skipti fyrir öll, að grínið á ekki heima við öll tækifæri.  Ekki síst á það við svona langdregið og leiðinlegt "grín".

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 13:41

3 identicon

Þó að brandarinn hans Jóns sé að verða þreyttur, þá er farsinn sem hefur einkennst borgarpólitíkina margfalt þreyttari. Ég mun kjósa Besta Flokkinn því þar eru þó atvinnubrandarakarlar.

Orri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:47

4 identicon

viltu ekki bara fara grenja lika ?

tdog (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Orri, hvaða farsi hefur verið í gangi í borgarpólitíkinni, segjum síðustu tvö ár?

tdog, það eina sem gæti fengið mann til að grenja eru svona einstaklega barnaleg innlegg, eins og þetta frá þér.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 13:52

6 identicon

Ef eitthvað er langdreginn og lélegur brandari, þá er það íslensk pólítik og allir þeir flokkar sem hafa komið þar að.

Sama hversu mikið til "skammar" þú heldur að Besti flokkurinn mun verða okkur, þá mun hann standa sig betur en allir þeir flokkar sem eru að bjóða sig fram. Besti flokkurinn mun sigra og þú þarft bara að lifa við það að Ísland mun verða betra land fyrir vikið.

Kv, Unnar. 

Unnar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:53

7 identicon

Axel, til dæmis þegar sjálfstæðisflokkurinn ginnti veikan mann yfir til sín og gerði að borgarstjóra. Stungu hann svo í bakið og hentu sér í bólið með framsókn. Margt annað hægt að tína til svo sem lóðarkaupin við laugarveg, Orkuveituna o.s. fr.

Orri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:59

8 identicon

"Engum stekkur bros á vör lengur yfir þessum fíflagangi, enda aulafyndnin alltaf sú sama."

Magnað að þú leyfir þér að fullyrða þetta....ég hef td enn ekki hitt þann mann sem að er kominn með leið á þessu, þannig að mér þykir merkilegt að þú skulir segja að engum stekkur bros yfir þessu lengur. 

Hins vegar get ég fullyrt að ég hef hitt þá ófáa sem að hefur ekki stokkið bros í vör í langan tíma yfir hinum himpigimpunum sem að annað hvort sitja núna við stjórn, eða eru að bjóða sig fram til stjórnar.

ingi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:01

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Unnar, svo húmorslausir eru nú Íslendingar ekki, að þeir fari að kjósa mislukkað brandaraframboð í borgarstjórnarkosningum.  Ef sú yrði raunin, þá mætti nú telja að  þjóðin væri endanlega gengin af göflunum.  Það þarf að fara að snúa sér að alvöru lífsins og byggja efnahag þjóðarinnar upp að nýju og það verður ekki gert með eintómum fíflagangi.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 14:01

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingi, þú umgengst allt annan hóp af fólki en ég, því ég hitti engan sem fynnst þetta fyndið lengur.  Allir sem ég tala við eru á þeirri skoðun að þetta sé orðinn einn lengsti og leiðinlegasti brandari, sem sögur fara af.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 14:03

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Orri, maðurinn sem þú talar um tekur það afar óstinnt upp að vera sagður veikur, svo ekki tek ég undir það með þér.  Orkuveitan var sameinuð í eitt fyrirtæki í tíð R-listans og fór þá í alls kyns framkvæmdir og lántökur, sem enn er verið að glíma við og lóðasalan við Laugaveginn átti sér stað í tíð Valdísar sem borgarstjóra R-listans.

Allt eru þetta meira en tveggja ára gömul mál, en ég var að spyrja um farsa í borgarstjórn á síðustu tveim árum, þ.e. í borgarstjóratíð Hönnu Birnu.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 14:09

12 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég tek undir með tdog hér að ofan.

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.5.2010 kl. 14:10

13 identicon

Svona er nú fólk misjafnt, Axel, mér, til dæmis, finnst þetta ennþá mjög sniðugt, og mun ég fyrst byrja að hlægja þegar Besti flokkurinn sigrar, því það væri eitt áhrífaríkasta kall lýðsins til hinna vitru "stjórnmálamanna" um að við sjáum í gegnum þetta stórgallaða kerfi sem þeir kalla lýðræði.

Unnar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:11

14 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þegar þú alhæfir hér að ofan "Engum stekkur bros á vör lengur yfir þessum fíflagangi, enda aulafyndnin alltaf sú sama. " ertu að bulla. Það eitt og sér er í góðu lagi. fólk bullar hér daginn út og inn og kemst upp með það.

Persónulega þá hlæ ég og einnig fagna framboði Jóns og félaga. "Brandari" hans er þó fyndinn, en það má ekki teljast framboð margra í stjórnmálum almennt á Íslandi fyndið heldur fremur sorglegt. Það er sorglegt að fólk sem hvað verst hefur látið átti sig ekki á því og sýni sóma sinn í að hætta í stjórnmálum. 

Ég kýs Besta flokkinn því hann ber nafn með renntu. 

Stefán Þór Steindórsson, 5.5.2010 kl. 14:13

15 identicon

Man nú ekki betur en að Jón sjálfur hafi sagt í viðtali í Síðdegisútvarpinu að honum fyndist ekkert leiðinlegra en að segja sama brandaran tvisvar og þess vegna væri hann ekki að segja sömu hlutina og þegar framboðið fór af stað. Málið er held ég frekar það að margir eru ekki að skilja brandarann heldur en að hann hafi ofmetnast. Markmið hans með þessum gjörningi er held ég ekki að fá alla landsmenn til að veltast um af hlátri í hvert skipti sem hann kemur fram heldur að nýta það sem hann er bestur í, sem er að vera fynndinn, til þess að breyta þessu blessaða þjóðfélagi okkar til hins betra. Ekki neinstaðar hef ég lesið eða heyrt að framboðið sé ekki grín. Það getur vel verið að mörgum finnst þetta orðið tóm leiðindi en það breytir því ekki að Jón er einn af fáum sem er að framkvæma hluti sem aðrir tala bara um.

Ekkert er leiðinlegra heldur en óréttlát gagngríni.

Þór (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:17

16 identicon

Ég er svo innilega sammála þér, Axel!

Eins mikið og ég hef gaman að góðum brandara þá finnst mér þetta vera orðið heldur "þreytt" dæmi :(

Aulafyndnin er sú allra skemmtilegasta, að mínu mati, en hvað er Jón Gnarr að segja í dag? Engin aulafyndni þar á bæ, heldur einungis aulalegt!

. . . og @ Þór, hvað hefur Jón Gnarr framkvæmt svona mikið sem aðrir hafa verið að tala um?

Ekki það að þetta skipti mig svo miklu máli enda bý ég úti á landi :). . .

Egill Þór (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:28

17 Smámynd: Billi bilaði

Ég hló í gegn um allt Kastljós-viðtalið við Jón, þannig að þú getur alveg slakað á fullyrðingu þinni um að engum stökkvi bros. Atkvæði mitt fer örugglega til hans, enda eðalfólk með honum á lista.

Billi bilaði, 5.5.2010 kl. 15:24

18 identicon

Daginn,

Jón Gnarr er einstaklega vel gefinn einstaklingur og veit hvað þarf í dag til að fá fylgi. Honum mun takast ætlunarverkið, að komast í borgarstjórn og vitið þið til, hann mun láta til sín taka á þeim vettvangi.

Pálsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 15:26

19 identicon

@ Egill, var kanski kjánalega orðað hjá mér en ég veit ekki betur en að nánast allir tali um að á breytingu sé þörf í þjóðfélaginu, sé samt ekki marga vera að vinna markvist í því. Helda margir ættu að tala minna og framkvæma meira.

Þór (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 15:27

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr er vafalaust hinn mætasti maður, en þessi brandri er bara genginn sér til húðar og það verður að segjast af fullri hreinskilni að hlæji einhverjir ennþá að þessu uppátæki, þá er eitthvað bogið við skopskyn Reykvíkinga.

Fylgið við Besta flokkinn minnir óþyrmilega á þá hjarðhegðun sem tröllríður öllu hér á landi, eftir stemmingunni hverju sinni.  Hver man ekki eftir því þegar útrásarvíkingarnir voru elskuðustu menn þjóðarinnar og þeir sem leyfðu sér að gagnrýna þá og bankamafíuna voru hötuðustu menn landsins?  Hver man eftir kaupæðinu í sumarhúsum, jeppum, hjólhýsum?  Hver man eftir "lánæðinu" þegar menn veðsettu sig upp fyrir haus við kaup á öllu þessu dóti, jafnvel með erlendum lánum?  Hver kannast nú við að bera ábyrgð á sínum eigin fjármálum?  Er ekki öll hjörðin sammála um að þetta sé allt illmennum að kenna, sem plötuðu sakleysingjana til að taka þessi svimandi háu lán?  Er ekki öll hjörðin sammála um að allir sem nálægt stjórnmálum hafa komið séu eintómir glæpamenn og heimskingjar?

Er það ekki sama hjarðeðlið, sem nú veldur þessari "dýrkun" á Jóni Gnarr og Besta flokknum?

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 15:35

21 identicon

Það er eflaust erfitt að vera í stöðu Jóns.  Þetta byrjaði sem fyndið djók sem allir hlógu að, en núna sér hann að fólk er í alvöru að pæla í að kjósa hann, sem hann bjóst örugglega ekki við.

Þá er erfitt að halda húmornum uppi, enda gengur djókið ekki lengur þegar hann er kominn í borgarstjórn.  Þá þarf hann að taka ákvarðanir um leiðinlega hluti og sinna leiðinlegri vinnu.  Hvernig er hægt að tala alvarlega eftir allt þetta djók.  Hann þarf að draga allt djókið til baka og byrja að hljóma einsog hinir.

Ég hef hins vegar fulla trú á að Jón geti verið góður borgarstjóri og jafnvel akkurat það sem borgin þarf á að halda.  Það sendir skilaboð til þessara gömlu flokka um að þeir eiga ekki áskrift að borginni og ríkisstjórninni.  Ef þeir standa sig ekki þá koma bara aðrir í staðinn.

Ég er að pæla í að kjósta Besta flokkinn.

Andri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 15:44

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég sá Kastljósviðtalið við Jón Gnarr í gær. Og ég hló. Þessa síðustu og verstu daga hef ég ekki hlegið mikið, en Jóni Gnarr tekst að kitla mig inn að beini.

Þessi húmor á alls ekkert að vera fyndinn, enda er þetta satýra í hæsta gæðaflokki, háðsádeila sem skiptir máli. Um að gera að fylgja þessu eftir til enda.

Kíktu á Jon Stewart á DailyShow.com, þar er fín hliðstæða við Jón Gnarr, en margir stjórnmálamenn taka Stewart mjög alvarlega þó að hann geri það ekki sjálfur.

Hrannar Baldursson, 5.5.2010 kl. 15:44

23 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skráð eftir slöku minni: 

"Hvað sérðu fyndið við dagvistunarmál?" spyr Helgi Seljan.

"Nú," segir Jón og hugsar sig um eitt augnablik: "Tollhliðið í Garðabæ."

Ef þetta er ekki snilld... 

Hrannar Baldursson, 5.5.2010 kl. 15:47

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nei, Hrannar.  Þetta er ekki snilld, bara aulahúmor af ódýrustu gerðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 15:52

25 identicon

Þaðer hárrétt hjá þér Alex þetta með hjarðhegðan og dýrkun. Það er nákvæmlega það sem landinn hefur gert í gegnum tíðina og kosið sjálfstæðisflokkin og dýrkað Davíð. Og hvar erum við stödd í dag vegna þess? Aftur á móti lestu vitlaust í þetta mikla fylgi Besta Flokksins. Þetta er eina leiðin sem við fólkið höfum til að sýna þeim sem hafa verið áskrifendur á völd hér að þeir hafa staðið sig illa og eiga ekki skilið að vera í þeim stöðum sem þeir eru í.

Orri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:11

26 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Axel, ég var að lesa bloggsíðuna þína og þann 3.mars og þar finnst þér Jón Gnarr vera fyndin..... (ekki það að mönnum sé ekki frjálst að skipta um skoðun sko).

Garðar Valur Hallfreðsson, 5.5.2010 kl. 16:17

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Orri, ekki hefur þú kynnt þér hjarðhegðunina vel á undanförnum árum, ef þú mannst ekki hvernig áróðursmaskína Baugsfeðga gerði þá að guðum í augum þjóðarinnar og Davíð að skúrkinum, sem hjörðin hatar enn í dag eins og pestina.  Nú er hjörðin að snúast algerlega gegn öllum stjórnmálaflokkum og mönnum og allt heitir þetta nú einu nafni glæpaflokkar og glæpamenn og kjósendur þeirra fífl og hálfvitar.  Þetta á ekkert frekar við um Sjálfstæðisflokkinn heldur en hina,  þó hann sé eitthvað meira úthrópaður um þessar mundir, enda beinist hjörðin yfirleitt í eina átt í einu.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 16:18

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Garðar, ég hef aldrei sagt að Jón Gnarr sé ekki fyndinn maður, ég hef bara sagt að þessi brandari sé orðinn bæði langdreginn og leiðinlegur.  Í þessari bloggfærslu frá því 3. mars líkti ég Besta flokknum við O-flokkinn sem bauð fram á síðustu öld og fékk ekkert fylgi þegar kom að alvöru lífsins, þ.e. kosningunum.  O-flokkurinn var miklu skemmtilegri en Besti flokkurinn er orðinn, því þetta er orðið langdregið og þreytt grín hjá honum.  Jóni Gnarr og félögum hefur bara ekki tekist að fylgja ágætri byrjun eftir, þannig að þeir eru ekkert að setja skemmtilegan svið á kosningabaráttuna.

En að flokkurinn fengi eitthvert fylgi sem tæki máli, hefði manni aldrei dottið í hug.  Kjósendur eru í meira áliti hjá mér en svo.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 16:29

29 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Mesta klúðrið síðustu ár er hjá OR.  Það er ansi dýrt og er stjórnmálamönnum algerlega um að kenna.  Við sjáum ekki fyrir endan á því klúðri ennþá.  Hvar og á hvaða kjörum ætlar OR að endurfjármagna 70-80 milljarða á komandi árum? 

Stjórn borgarinnar mun kannksi ekki batna með tilkomu Besta flokksins en hún örugglega ekki heldur versna.

Ég skora á alla að kjósa Besta flokkinn vegna þess að hann er mun skárri brandari en hinir valmöguleikarnir.

Guðmundur Pétursson, 5.5.2010 kl. 16:43

30 identicon

Það var enginn annar en Davíð sjálfur sem gerði sig að skúrki algjörlega hjálparlaust og ber það nafn með rentu, og er þá kominn í flokk með Jóni Ásgeir ofl, þar fyrir utan þá er ég sammála Orra í kommenti no 25 að það þarf að sýna þessu liði að þau eru ekki örugg í sínum sætum.

Ég veit ekki í hvaða félagskap þú ert Axel en það er mjög stór hópur fólks sem ætlar að senda þessi skilaboð og finnst þetta einnig fyndið ennþá .

J.B (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:54

31 identicon

Það er algjörlega kolrangt að engum finnst þetta ekki lengur fyndið! Maðurinn er bara hreinasti snillingur og hvernig hann getur verið svona kjánalegur og skemmtilega ruglaður í viðtölum er með ólíkindum.  Það er svo umdeilanlegt hvort fólki finnst þetta vera orðið langdregið, en ekki er þetta leiðinlegt! Gangi Besta flokknum sem best!

Skúli (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:58

32 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Til allra stuðningsmanna Besta framboðsins. Þið sannið best allra á hve lágu plani þið eruð þegar þið hótið að kjósa trúða til stjórnunarstarfa í borginni í stað þess að leitast við að koma ábyrgð og skynsemi inn í borgarstjórn. Tími revíunnar er etv ekki liðinn, en hún á heima í leikhúsi ekki ráðhúsi.

Tómas H Sveinsson, 5.5.2010 kl. 17:02

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

J.B., af skrifum þínum hérna að dæma, gætir þú vel verið úr þeim hópi sem elskaði og dáði Jón Ásgeir og þá feðga báða, ásamt hinum glæponunum, á sínum tíma og hefur nú beinst með hjörðinni gegn stjórnmálamönnunum, sem fólk virðist halda að hafi átt að vera á einhverri vakt inni í bönkum og öðrum fyrirtækjum, til þess að sjá um að eigendur þeirra rændu ekki og rupluðu öllu steini léttara.

Það er ekki, hefur aldrei verið og verður vonandi aldrei hlutverk stjórnmálamanna, þeir eiga hins vegar að setja lögin og svo er það hinna að fara eftir þeim.  Það er skrítin meinloka að kenna löggjafarvaldinu eða einhverju eftirliti um glæpi sem framdir eru í þjóðfélaginu.   Það er eins og að kenna lögreglustjóranum um öll innbrot í fyrirtæki og verslanir.

Rétt er að geta þess, að ég er í góðum félagsskap, sem lítur ekki á kosningar sem grín og fíflagang.  Í augum þess hóps eru kosningar alvörumál.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 17:04

34 identicon

Gáum bara hvað skeður, in the grand scale of everything, þá er eitt kjörtímabil ekki neitt, ekki eins og þeir muni skemma eitthvað meira en núna. Þetta væri bara fín tilraun á.. einhverju..

Ekki vera OF alvarlegir, ef við getum grínast með kosningar, þá vitum við að við erum ekki of uptight þjóð. Eins og ég sagði, eitt kjörtímabil er ekki neitt þegar maður lýtur á "the big picture". 

Unnar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:26

35 identicon

Og núna þar sem við erum nú að ræða þetta, getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju aðrir flokkar væru hæfari til þess að stjórna yfir þetta kjörtímabil, heldur en Besti flokkurinn? Ekki bara segja "því þær eru hæfari til þess!!!!", því að það er í rauninni ekki svar. Afhverju eru þær hæfari?

Þetta er grafalvarleg spurning, btw.

Unnar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:32

36 identicon

vá ert þú ekki bara orðinn langdreginn og leiðinlegur!

ari sveins (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:40

37 Smámynd: Dexter Morgan

Það er alveg sama hvað og hversu þreyttur, leiðinlegur, langur og ömurlegur þessi "brandari" er orðin hjá Bezta Flokknum, hann á aldrei eftir að toppa raunveruleikann, sem við höfum búið við undanfarinn ár.

Mitt akvæði fer í BeztaFlokkinn, þannig verður því best varið.

Dexter Morgan, 5.5.2010 kl. 17:43

38 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ef eitthvað er langdregið og lélegt, þá er það stjórn borgarinnar og tengdra fyrirtækja hin síðari ár.  Hrossakaup og valdabaráta fjórflokksins hefur þar verið í fyrirrúmi en hagur borgarinnar og þeirra sem þar búa,  mætt algjörum afgangi.

Guðmundur Pétursson, 5.5.2010 kl. 17:45

39 identicon

Þú verður að átta þig á því að þótt þetta sé sett í þennan búning er tæplega hægt að kalla þetta brandara. Þetta er bláköld ádeila á íslenska pólitík sem hefur hlotið lof almennings. Satt að segja treysti ég besta flokknum miklu betur til þess að sinna þessum störfum heldur en þeim sem nú sitja á þingi. Það er sömuleiðis ætlun þessa flokks að fara með þetta alla leið og þótt Jón Gnarr slái á létta strengi inn á milli, þýðir ekki að hundsa eigi þetta framtak og líta á þetta sem pjúra gjörning.

Þegar þú talar um lélegan og langdreginn brandara, þá þykir mér augljóst að þú hefur ALGJÖRLEGA missed the point.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 18:02

40 identicon

Ekki ætla ég að dæma um það hvort þetta framboð sé ennþá "drepfyndið" í allra augum, enda ógjörningur :)
Hins vegar sé ég ekkert að því að hann bjóði sig fram, það er jú allra réttur og tíminn verður svo bara leiða í ljós hvort hann verði starfinu vaxinn. Kæmi mér ekkert á óvart, eins og aðrir hafa bent á hér að ofan, þó að hann stæði sig með prýði í þessu starfi, komist hann inn þ.e.
...íslensk pólitík hefur jú verið hásæti grín-iðnaðarins í þó nokkurn tíma...

Haraldur (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 18:22

41 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég sé að þú fattar ekki hvað Besti Flokkurinn er að gera. Þetta er ekki brandari inn við beinið- Heldur uppreisn gegn úrsérgengnu fjórflokkakerfinu. 

Brynjar Jóhannsson, 5.5.2010 kl. 18:44

42 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég að gera lítið úr því fólki, sem skipar lista Besta fólksins, þó ég hafi reyndar ekki séð nema tvö, þrjú efstu nöfnin á listanum.  Þetta er allt saman ágætis fólk, en aðferðin sem notuð er til þess að komast í borgarstjórnina finnst mér bara orðin langdreginn og leiðinlegur brandari og nú þegar styttist í kosningarnar þyrfti listinn að fara að skipta aðeins um takt, ef hann ætlar að láta taka sig alvarlega.

Það athyglisverða við þessa umræðu er, hve margir segjast ætla að kjósa Besta flokkinn vegna einhvers hefndar- og refsingarhugar í garð hinna flokkanna, en ekki vegna þess að fólk haldi að Besti flokkurinn muni gera betur.  Sumir segja meira að segja að hann muni ekki geta skemmt svo mikið á einu kjörtímabili, að alveg sé í lagi að kjósa hann, sí svona "í gríni".

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 19:19

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það eina sem er fyndið, en um leið sorglegt, er að fjórflokkurinn ætlar sér ekkert að læra af mistökum sínum og hefur augljóslega engan áhuga á að bæta ímynd sína.

Hvort er þá meira grín, nýtt framboð með fersku fólki sem ekki hefur á sér spillingarorð eða gamli súri og spillti grauturinn sem fjórflokkurinn ætlar rétt einn ganginn að troða ofaní kokið á kjósendum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.5.2010 kl. 19:19

44 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, það er ekki nóg að slengja fram fullyrðingu um að fjórflokkurinn ætli sér rétt einn ganginn ða troða ofan í kokið á kjósendum gamla súra og spillta grautnum, án þess að útskýra hvaða grautur þetta er.

Eins veit ég ekki betur en að átta framboðslistar verði í kjöri til borgarstjórnar, svo er það bara fjórflokkurinn sem býður gamla súra grautinn, eða eru það öll sjö framboðin, þ.e. öll nema Besti flokkurinn?

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 19:26

45 identicon

 Jón Gnarr = Kaufman?

Linda (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 19:45

46 identicon

Fyrirgefðu Axel að ég skyldi uppnefna leiðtoga lífs þíns hann Dabba kóng greinilega hitt á veikan blett,en ég verð að svekkja þig á því að ég hef aldrei hrifist af gerðum hvað þá manngerð feðganna sem þú nefnir, vann nefnilega fyrir fyrirtækið sem sá eldri starfaði lengi hjá og sá nóg tl þess, þar fór greining þín fyrir lítið.

En þetta með stjórnmálamennina , ábyrgð þeirra er mikil vegna þess að þeir voru einnig þáttakendur í öllu bullinu margir hverjir , og það kemur skýrt fram í Rannsóknarskýrslunni að svo var´, óhæfir menn í allt of mörgum ´lykilstöðum t.d Dabbi svo einhver sé nefndur.

J.B (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:44

47 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef oft bloggað um að allir sem af sér brutu í aðdraganda hrunsins, hvort sem þeir voru/eru stjórnmálamenn eða raunverulegir glæpamenn, eigi að fá sinn dóm fyrir þar til bærum dómstólum, en ekki af sjálfskipuðum dómstóli götunnar, sem tekur menn nánst af lífi, a.m.k. mannorð þeirra án nokkurra sannana hvað þá að hlustað sé á nokkrar varnir.

Hafi Davíð brotið af sér, hlýtur hann að sæta ákæru eins og aðrir og fá þá þann dóm sem hann á skilinn, alveg eins og aðrir.  Davíðsheilkennið sem greinilega hrjáir þig, eins og svo ótalmarga aðra, er hins vegar orðið að svo skæðum andlegum sjúkdómi, að fólk verður að fara að leita sér einhverrar hjálpar við því.  Eins og aðrir andlegir sjúkdómar versnar Davíðsheilkennið og verður illviðráðanlegt með tímanum, ef ekkert er gert í málinu.  Endilega láttu líta á þetta, maður, áður en illa fer.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 21:00

48 identicon

ég kýs besta flokkinn

Starri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:28

49 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sammála Hrannari hér að ofan, Jón Gnarr er snillingur.

Ég get alveg skilið þá sem hafa ekki húmor fyrir þessu að þeim finnist þetta ekkert fyndið, það sem mér finnst Jón draga best fram er fáránleikinn við að það séu pólitísk öfl að stjórna í bæjarmálum, út um allar trissur, jafnvel með bíl og bílstjóra, þegar nóg er að vera með framkvæmdastjóra sem rekur borgina/bæjarfélögin eins og Jón réttilega bendir á í Kastljósviðtalinu enda bara um rekstur að ræða, ættum við kannski að kjósa stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn á landsvísu í Landspítalastjórnina.

Dagvistar og skólamál eru best leyst á landsvísu á Alþingi með lögum og reglum, framkvæmdastjóri bæjarfélag mundi einbeita sér að þeim málum sem lög og reglu segja til um í stað þess að byggja atkvæðahallir, ráða ættingja í vinnu, hygla stuðningsmönnum með útbýtingu tilgangslausra verkefna o.s.f enda er bæjarmálapólitík gróðrarstía spillingar sem síðan einkenna landsmálin.

Eggert Sigurbergsson, 5.5.2010 kl. 21:37

50 identicon

Þú þykist vera einhver siðapostuli og að dómstóll götunnar eigi ekki að dæma menn , en í skrifum þínum ert þú sjálfur búinn að dæma menn bankaræningja og þjófa og nafngreina þá , veit ekki til þess að búið sé að dæma þá af þar til bærum dómstólum , þannig að gangtu hægt um gleðinnar dyr.

Nú varðandi heilkenni þá tek ég það ekki til mín , kaus meira að segja Sjálfstæðisflokkinn lengi,en lít á það sem fortíðar mistök.

Og þar sem þú ert svo fróður um sálfræði og andlega sjúkdóma ætti sjálfskoðun þín að ganga vel.

J.B (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:42

51 identicon

Fyrirgefðu vinur en mér finnst svo fábjánalegt að reyna að gera lítið úr þessu framboði og lýsir litlu öðru en áhyggjum aumra stjórnmálamanna yfir því að þeirra heilaga skjóli hafi nú loks verið boðinn byrgurinn. Áttaðu þig á því að allir stjórnmálaflokkar landsins eru undir harðri gagnrýni og ekki að ástæðulausu því allir þessir helvítis pólitíkusar hafa gleymt því hvaðan þeir komu og af hverju. Ég held að þú ættir að spyrja þig að því hvað er að í landinu og reykjavíkurborg og hvað má bæta, ekki hengja þá sem hlutlausir eru.

Þóroddur Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 21:55

52 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

J.B., þó það komi nú ekki þessari umræðu beint við, þá má það koma fram að ég fór ekki að nefna ákveðna menn glæpamenn fyrr en eftir útkomu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, en þar er nokkuð nákvæm lýsing á því hvernig bankarnir voru rændir innanfrá og hverjir gerðu það.  Fram að því hafði ég jafnan kallað þá glæframenn, en eftir útkomu skýrslunnar var ástæðulaust að nota annað en rétt orð yfir þá og gerðir þeirra.

Þóroddu, ég geri mér alveg grein fyrir að stjórnmálaflokkar liggja undir ámæli, en ég þarf nú ekki að vera sammála öllu sem um þá er sagt.  Það eru alltaf einhverjir sem ekki eru ofurseldir hjarðeðlinu og hafa eigin skoðanir og leyfa sér að halda þeim fram, þó það styggi hjörðina á því einstigi, sem hún er á.  Ég kippi mér ekkert upp við að vera kallaður öllum illum nöfnum fyrir það, vera ásakaður um hálvitahátt, glæpayfirhylmingar eða hvað sem hjörðinni dettur í hug að sletta á þá, sem ekki fylgja henni í blindni.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 22:14

53 identicon

Ég held það sé alveg víst að hver sem kemst til valda mun brjóta kosningaloforðin sín.  Það er þá allavega betra að Besti flokkurinn brjóti sín loforð en að aðrir flokkar komist til valda og brjóti sín.

Allir flokkarnir nema sá Besti lofa nefnilega öllu fögru.  Besti flokkurinn lofar spillingu, það er fínt að brjóta það loforð.

Andri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:28

54 identicon

Án þess að ég sé að réttlæta gerðir þessara manna þá er ekki búið að dæma þá fyrir þessa glæpi sem rannsóknarnefndin telur þá hafa framið , en er nokkuð viss um að þeir verði það, en kjarni málsins er að þú nefnir að dómstóll götunnar eigi ekki að dæma fólk , en ert þú ekki einn af þeim dómstól?

En það er vonandi að allir þeir sem taldir eru sekir um hvort sem það heitir glæpsamleg vanræksla eða hreinir glæpir í skýrslunni hvort sem þeir heita Davíð Oddson, Jón Ásgeir eða Hannes Smárason verði þeir dæmdir og fái þunga dóma öðrum til varnaðar.

J.B (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:29

55 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steingrímur J. sagði á Alþingi í umræðu um skýrsluna:  "Rán er það og rán skal það heita".  Við verðum þá báðir að sæta því að hafa verið full fljótir á okkur að kalla bankarán, það sem það er:  Bankarán.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 22:36

56 identicon

Rannsóknarskýrslan er ekki dómstóll....

þannig þeir hljóta að vera saklausir þangað til sekt er sönnuð er það ekki.. 

En alveg er þetta týpískt svar hjá sjálfstæðismanni,,,, jón gnarr er fyndinn enn...

Þér finnst hann náttla ekki vitund fyndinn... 

Silvia nætur grínið var skemmtilegt, aðeins of langt, en ekkert allt oft langt, og hverjum er ekki drullusama þó hún hafi komið óorði á okkur í EUROVISIONheiminum, það er ekki eins og heimurinn sé að gagnrýna okkur vegna leikkonu sem við sendum í eurovision... 

Þreyttur og langur brandari ???  Uu.. enn ef þetta er ekki brandari ? Hvað ef þau ætla sér alvöru úr þessu framboði.. 

Vil gefa þeim jöfn tækifæri einsog hinum flokkunum.. 

Mér finnst að hver og einn ætti bara að ákveða sitt atkvæði án þess að vera drulla yfir önnur atkvæði.. 

Hvernig vogar þú þér að drulla yfir fólk sem ætlar að kjósa besta flokkinn, hefur þú rétt til þess ?

Ég kýs Besta flokkinn, af því ég hef kosningarétt og ræð því hvað ég kýs. Og ætti að þurfa lesa svona bull frá þér. Ef þú lætur þannig ættir þú að líta þér nær.... 

Tek lítið dæmi, borgarstarfsmaður á fullum launum sem slíkur meðan hann er í námi í skotlandi, ahhh... mikil óánægja og hann lét undan þrýstingi með að þiggja ekki öll launin.. 

Besti flokkurinn, er ekki brandaraframboð og hlakka ég til þegar og ef það verður hægt að setja tolla út á seltjarnanes.. AFRAM JÓN GNARR OG BESTI FLOKKURINN

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:43

57 identicon

Nú varðandi Besta flokkinn , þá er ég ekki viss um að ég kjósi þá , frekar að taka með tússpennan á kjörstað og strika yfir seðilinn og sýna þar með vanþóknun mína á þeim vinnubrögðum sem stjórnmálamenn ástunda. Tel samt eins og ég sagði áður að þetta "grín" framboð sé nú þegar farið að hrista upp í öðrum frambjóðendum fjórflokkanna, allavega viðurkenna nokkrir að þetta sé eins og spegill fyrir þá og tel ég þar með sé tilgangnum náð hjá Besta flokknum.

J.B (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:44

58 identicon

Ég ætla ekki að detta inní neinar rökræður en þetta sem þú fullyrðir er kolrangt Axel, enda ert þú ekki hugur allra borgaríbúa svo mér þætti vænt um að þú myndir ekki alhæfa svona.

 Svo ætla ég að segja að þessi langdregni og lélegi brandari sem hefur verið í gangi að mínu mati er öll landspólitíkin hvort sem það sé borgarstjórn eða alþingi og ég er kominn með svo mikið uppí kók af þessu ógeði að mig langar að æla.

ÉG MUN KJÓSA BESTA FLOKKINN ! Hví ? Því að innan um alla þessa brandarakalla sem eru í pólitíkinni þá eru þeir einu brandarakallarnir sem eru FYNDNIR. Að kjósa besta flokkinn eru mótmæli gegn þessum hinu flokkum sem hafa verið með þennan sirkus að skipta um liðsfélaga og borgarstjóra eins og sokka og standa aldrei undir NEINUM ANDSKOTANS loforðum.

Jón Gnarr er ekki að veltast uppúr því að lofa hluti og er ekki að leika sér í hsandkassanum, heldur stendur utan þess og hlær að krökkunum sem þar sitja, kastandi sand og drullu á hvor aðra og um leið að skíta út borgina í leiðinni. Ég trúi ekki öðru en að Jón Gnarr muni vinna þessa vinnu mun samviskusamlegra en nokkur annar og ef svo færi að hann myndi ekki gera neitt þá er hann að gera það sama og hinir en án þess að brjóta loforð. 

Axel þú mátt hafa þína skoðun en ég kann ekki að meta þína alhæfingu og það hlýtur mikið afskaplega að vera húmorslaust á þínu heimili ef þér finnst Besti flokkurinn lélegur brandari en minnist ekkert á hina sem hafa haft okkur að fífli í mörg ár.

Jón (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:53

59 identicon

Axel, þessi póstur þinn ilmar af hræðslu sjálfstæðismanns við hrynjandi fylgi.

Atli Viðar (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:03

60 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er ótrúlega skemmtilegt að sitja undir skömmum og svívirðingum fyrir að leyfa sér að segja að framboð Besta flokksins sé orðið langur og leiðinlegur brandari og það kallað að maður sé að drulla yfir skoðanir annarra (Berglind) og þeir hinir sömu og skammast út af mínum skoðunum, leyfa sér að kalla mig öllum illum nöfnum og alla aðra flokka en Besta flokkinn glæpaflokka, frambjóðendur þeirra og kjósendur ótínda bjána og þaðan af verra.

Ekki eru þetta nú dæmi um heiðarlega og öðruvísi kosningabaráttu en áður hefur tíðkast.  Aðdáendur Besta flokksins sletta úr nákvæmlega sömu drullupollunum og aðrir og þá ekki síst kjósendur vinstri flokkanna.  Fram að þessu hafa þeir verið fremstir drullumakaranna.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2010 kl. 23:04

61 identicon

Besti flokkurinn er frábært framtak. Nú er hægt að gera eitthvað annað en að skila auðu ef maður er óánægður! Og hvað gerist ef maður skilar auðu? Ekki neitt, hver flokkur fær X marga inn í borgarstjórn. En ef maður getur kosið eitthvað allt annað, þá fara hinir flokkarnir að tapa fylgi sem virkilega skiptir máli, þá loksins fara þessir asnar kanski að hugsa sinn gang.

Þó að Besti Flokkurinn hafi byrjað sem brandaraframboð, þá er hann það ekki í dag(að mínu mati). Ég held að Jón Gnarr og félagar eigi eftir að gera alveg ágætis hluti í borgarstjórn. Verst að maður getur ekki kosið í Reykjavík

Finnur (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:07

62 Smámynd: Reputo

Það er tvennt í stöðunni hjá mér, annaðhvort að skila auðu eða kjósa Besta flokkinn. Ég reikna samt fastlega með að seinni kosturinn verði ofan á. Að kjósa Besta flokkinn er ákveðin yfirlýsing, sem er einmitt tilgangur framboðsins. Valið hefur hingað til staðið á milli kúks og skíts. Annars er gaman að fylgjast með sjálfstæðishjörðinni jarma eins og rolla í gaddavírsgirðingu. Þeir finna fylgið fjara undan sér án þess að geta rönd við reist, nema þá helst með skítkasti á blogginu sem maður sér víða.

Reputo, 6.5.2010 kl. 00:11

63 identicon

Ég vildi bara að Besti flokkurinn byði líka fram í Kópavogi, þá gæti ég kosið einhvern flokk, en ekki skilað auðu eins og ég gerði síðast og ætla að gera núna.

Egill (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 01:36

64 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það að veita Sjálfstæðisflokknum völd er mjög óskynsamlegt.  Sagan hefur kennt okkur að hann kann ekki með völd að fara.  Valdhrokinn er yfirgengilegur á öllum sviðum og spillingin að sama skapi.  Framsókn er verri  ef eitthvað er.  Samfó er varla treystandi,  kannski hægt að kjósa Vinstri Græna.

En ég held að Besti Flokkurinn sé langbesti kosturinn í stöðunni.  Ef hann fær gott brautargengi í kosningunum, þá mun það aðeins hrista upp í þessu spillingarbatteríi sem einkennt hefur stjórn borgarinnar hin síðari ár.  

Guðmundur Pétursson, 6.5.2010 kl. 04:33

65 Smámynd: Sævar Einarsson

HAHA Axel Jóhann Axelsson, þú ættir að bjóða fram með Besta Flokknum, þú hefur gargandi góðan húmor, að geta tröllast svona er húmor LOL

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 05:25

66 identicon

Ég er alveg sammála þér Axel.  Stórum fyrirtækjum á borð við Reykjavíkurborg á alls ekki að vera stjórnað af grínistum, ekki frekar en kennurum, iðnaðarmönnum, listamönnum eða læknum.  Það á að ráða fagfólk í slíkt.  Ég er þó ósammála þér um að þetta "grín"-framboð Jóns Gnarr sé hætt að vera skemmtilegt.

Árni Þór (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 10:35

67 identicon

Bíddu nú aðeins við Árni, stjórnað af fagfólki. Finnst þér að viðskiptamenntaða liðið í bönkunum hafa staðið sig með sóma undanfarið.

Ég hlæ enn og finnst þetta framboð bráðfyndið, sérstaklega í ljósi viðbragða flokkshestana sem ekki geta á sér heilum tekið. 

Ég ætla að kjósa Besta flokkinn, enda búin að kasta atkvæði mínu á glæ síðustu 25 árin.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:11

68 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt, Sigurður, að ekki vantaði menntafólkið í banka- og útrásarruglfyrirtækin, þar var allt uppfullt af hagfræðingum, viðskiptafræðingum, viðskiptaverkfræðingum, lögfræðingum, endurskoðendum o.s.frv.  Ekki bjargaði öll þessi menntun Íslendingum frá hlutfallslega stærsta ráni mannkynssögunnar og dýpstu kreppu, sem yfir landið hefur dunið.

Með þeim rökum að Reykjavíkurborg væri best stjórnað af grínistum, væri þá viðskiptalífið almenn ekki miklu nærtækari og betri starfsvettvangur fyrir grínista landsins.  Þar hlytu þeir að geta unnið þjóðinni margfalt gagn á við það sem þeir gætu í borgarstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 11:31

69 Smámynd: Steinar Arason Ólafsson

Eina sem ég hugsa um öllu gamni slepptu hvort Jón Gnarr hafi virkilega það sem þarf sem borgarstjóraefni. Þetta gæti orðið dýrt spaug ef hann svo klúðrar öllu fyrir almenning. Auðvitað nær hann yngstu kynslóðunum í lið með sér með svona spaugi. Enda vita þau ekki öll hvað er best fyrir sig.

En svo fer maður líka að hugsa, þeir sem eru á móti Besta flokknum eru kannski sjálfstæðismenn sem ég ber ekkert traust til heldur. Maður vill bara einhvern sem er ekki að hugsa um rassgatið á sjálfum sér.

Steinar Arason Ólafsson, 6.5.2010 kl. 13:39

70 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hélt að það ætti að gera eitthvað af viti til þess að gera stjórnmálin eitthvað marktækari og að stjórnmálamenn fari að vinna störf sín af meiri ALVÖRU en þeir hafa gert hingað til.  Nei, þá ætlar almenningur að bregðast með því að kjósa eitthvað "grínframboð" yfir sig.  Svona lagað vil ég líta á sem UPPGJÖF við því ástandi sem hefur skapast.

Jóhann Elíasson, 6.5.2010 kl. 13:54

71 identicon

Sé ekkert að því þótt Besti Flokkurinn nái inn einum eða tveimur mönnum í Reykjavík. Væri ágætt að hafa fólk sem er ekki að starfa bara fyrir FLokkinn sinn. Eins og þegar vissir stjórnmálamenn stigu til hliðar tímabundið, að þá báðu þeir flokkinn sinn afsökunar. Ekki þjóðina, nei. FLokkinn!

SVEi!!

Bíð samt enn eftir því spenntur að frambjóðendur samfylkingar, sjálfstæðis og framsóknar komi fram í fjölmiðlum og tilkynni að framboð flokkana hafi verið djók. Og helst draga framboðin til baka.

Skaðinn sem þessir flokkar hafa valdið þjóð sinni er nánast óbætanlegur. Þrátt fyrir það sitja spilltir stjórnmálamenn á sætum sínum og neita því að sleppa völdum.

Það þurfti gífurleg mótmæli til að koma sjálftökuflokknum og Geir Haarde frá völdum. Hann vildi fá að taka sjálfur til eftir FLokkinn. Sem betur fer varð ekkert úr því.

Einar (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:08

72 Smámynd: Einhver Ágúst

Samkvæmt nýjustu könnunum mælist Bezti flokkurinn nú með 49,3% atkvæða í Reykjavík, heyrst hefur að hjarðir stóru flokkanna hafi stungið svo hljóðandi könnunum undir stól. Fólksflótti er úr samfylkingunni á afmæli hennar og í morgun sagði ein "ja kannski ég merki ekki x við D einsog góð pabbastelpa þetta árið?"

Bezti flokkurin-fyrir fólk sem tekur pólitík alvarlega.

Beztu kveðjur Einhver Ágúst 17 sæti Bezta flokksins

Einhver Ágúst, 6.5.2010 kl. 14:27

73 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhann, það er nefninlega málið að endurreisnin er alvörumál, en ekkert grín.  Að ýta undir ferkari upplausn og lausatök í þjóðfélaginu er heldur ekkert grín, en þvert á móti dauðans alvara.

Einar, væri ekki ráð að lyfta höfðinu upp úr drullupollinum og ræða borgarmálin á eðlilegum nótum og ekki blanda öllu saman, þ.e. borgar- og landsmálum.

Rétt til að það komi fram, þá var það Geir Haarde sem skipaði Rannsóknarnefnd Alþingis. sem allir eru sammála um að hafi verið vel unnin og þar var Geir Haarde ekkert hlíft, frekar en öðrum og á nú yfir höfði sér að verða stefnt fyrir Landsdóm.  Þannig má segja að hann hafi haft frumkvæði að því sjálfur og er það meira en aðrir hafa gert, sem hafa orðið fyrir ákúrum og ásökunum vegna sinna verka.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 14:51

74 Smámynd: Sævar Einarsson

Besti Flokkurinn verður með hreinan meirihluta og það verður yndislegt kjaftshögg fyrir fjórflokkaklíkurnar.

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 15:14

75 identicon

Vá Axel, ert þú nokkuð ættaður af þrasastöðum? Mikið getur fólk verið fúlt, hvernig væri að vera aðeins hressari og jákvæðari og hætta þessu tuði. Og kannski brosa líka, það kostar ekki neitt.........

Gummi (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 02:00

76 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Endurtek áður sagt að trúðar eiga heima í leikhúsi en ekki í ráðhúsi. Hvert haldiði að álit heimsins yrði ef þessi svokallaði flokkur fengi mann inn.

Tómas H Sveinsson, 7.5.2010 kl. 19:04

77 identicon

Þetta er að verða algjör langloka eins og á blogginu hjá Ólínu Þorvarðar!  Hún reyndar lokaði fyrir athugasemdirnar hjá sér, vona það verði ekki þannig hér

Skúli (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 19:32

78 Smámynd: Einhver Ágúst

Nú er gaman!!

Einhver Ágúst, 7.5.2010 kl. 22:27

79 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það þurfti ekki Jón Gnarr til að setja á svið borgarstjórafarsann í Ráðhúsinu. Það var ekki Jón Gnarr sem stýrði Orkuveitunni til fjandans og það var ekki umræddur Jón Gnarr sem afhenti Finni Ingólfssyni innheimtumælana fyrir klapp á öxlina.

Ég hald að við séum betur sett með snjalla listamenn en vanburða og spillta atvinnumenn í pólitík. Stjórnsýsla á Íslandi er gerspillt, aum og vanburða vegna vinatengsla í bland við hreinan óheiðarleika. 

Eðlilegt að fólk óttist orðsnjalla háðfugla inn í samkvæmið.

Árni Gunnarsson, 8.5.2010 kl. 07:09

80 identicon

Ég hef skoðað nokkur af þessum svörum hérna og fólk virðist taka því illa ef menn hafi sína skoðun á besta flokknum.En ef fólk er almennt svó óánægt með fyrrverandi og núverandi flokka í borgarstjórn, en ætlar nú að fara kjósa einvala lið uppistandara og leikara til að sjá um borgina, væri ekki betra bara að Kjósa mig og Almenna Flokkinn. Ég boða

#aukna Hagkvæmni í fjármálum (mikinn niðurskurð á velferðarkerfið, skattalækkanir til þeirra sem eiga money)

#kannanir sýna að færri bílslys séu í Saudi-Arabíu, þannig ég legg til að kvennmönnum verði meinað að keyra.

#Feitt fólk og aðrir sjálfskapar aumingjar fá ekki bætur

Svo eitthvað sé nefnt

Almenni FLokkurinn (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 08:23

81 Smámynd: Brattur

Það er greinilegt að einhver maskína er farinn í gang til að gera lítið úr Jóni Gnarr og Besta flokknum. Nú eru einhverjir hræddir, skíthræddir...

Brattur, 8.5.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband