Besti listinn er ágætis grín

Jón Gnarr, sem áður hefur boðað að hann vildi verða borgarstjóri, vegna þess að hann vantaði þægilega innivinnu, hefur nú kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og samanstendur hann af 25 listamönnum og öðrum grínistum.

Árið 1971 kom fram svipað framboð fyrir Alþingiskosningar og var ástandið í þjóðfélaginu ekki ósvipað því, sem það er nú, þó ekki alveg eins slæmt, en þá var kreppa vegna hruns síldarstofnsins og ungt fólk var í hálfgerðum uppreisnarhug, eftir 68byltinguna, svokölluðu.

O-flokkurinn stóð fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum og uppátækjum, t.d. tíðkaðist í þá daga, að flokkarnir stóðu fyrir bílahappadrættum, til fjáröflunar fyrir kosningar, en O-flokkurinn breytti út af því og stóð fyrir fjáröflunarhappdrætti, þar sem gamalt Mövereiðhjól var aðalvinningur.

Kannski Jón Gnarr og félagar lífgi upp á væntanlega kosningabaráttu með svipuðum uppátækjum og geri kosningarnar þannig skemmtilegri, en þær eru venjulega.  Ekki veitir af húmor inn í pólitísku umræðuna á þessum síðustu og verstu tímum.

Líklega fer samt fyrir þessu nýja framboði eins og O-flokknum á sínum tíma, en hann fékk fá atkvæði í kosningunum, ef rétt er munað náði hann ekki einu sinni kjörfylgi, sem nam þeim fjölda stuðningsmanna, sem þurfti til að bjóða fram litsta í kosningum.

Eftir sem áður má hafa nokkurt gaman af uppátækinu.


mbl.is Stjörnum prýddur Besti listi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi listi mun koma manni að ef hann býður fram, einfaldlega vegna þess hvað margir eru óánægðir með hina flokkana, sem allt hafa svikið, bæði í lands og sveitarstjórnarmálum.

Jón Gnarr sem borgarstjóra.

Jón (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 17:27

2 identicon

Já ég held að þeir muni koma manni/mönnum að!

Björn (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 18:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki er ég sammála því, að listinn komi manni að í kosningunum.  Fólk mun hafa lúmskt gaman af þessu í kosningabaráttunni, en kjósa alvörulistana þegar á hólminn er komið.

Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2010 kl. 18:57

4 identicon

hann fær allavega mitt atkvæði...

jonni (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Hvaða tónn er þetta Axel? Alvörulista? Þetta þykir mér nú frekar undarlegt og ómálefnaleg gagnrýni, svo ég segi bara við þig.....Spegill!!

Hahah nú geturðu ekkert sagt!

Kv Einhver Ágúst  17 sæti Besta flokksins        X-Æ

Einhver Ágúst, 4.3.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband