Frumættleiðingum neytt upp á dönsku ríkisstjórnina

Danska þingið hefur nú tekið Íslendinga til fyrirmyndar varðandi réttindi samkynhneigðra til frumættleiðingar og samþykkt lög þar að lútandi.  Full ástæða er til að óska Dönum til hamingju með þennan áfanga í innleiðingu fullra réttinda samkynhneigðra á við aðra þjóðfélagsþegna.

Það sem vekur hins vegar ekki síður athygli við fréttina er lokamálsgreinin, sem er svona:  "Bæði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, og Lars Barfoed, dómsmálaráðherra, höfðu áður lýst því yfir að það væri ekki stefna ríkisstjórnarinnar að leyfa samkynhneigðum að frumættleiða. En fyrir rúmu ári neyddi meirihluti þingsins ríkisstjórnina til þess að leggja fram lagafrumvarpið sem nú hefur verið samþykkt."

Þetta sýnir að í Danmörku er þingið miklu sjálfstæðara gagnvart framkvæmdavaldinu en Alþingi er hér á landi.  Á Alþingi er alger undantekning að þingmál stjórnarandstöðu séu samþykkt og hvað þá að þingmannafrumvörp fái hljómgrunn og allra síst frá stjórnarandstöðuþingmanni.

Íslenskir þingmenn ættu að taka Dani sér til fyrirmyndar í þessu efni og hætta að vera eingöngu til handauppréttinga fyrir stjórnarfrumvörp, en eins og þróunin hefur orðið hér á landi, eru helst engin lagafrumvörp samþykkt, nema þau séu lögð fram af ráðherrum og samin af starfsmönnum ráðuneytanna.

Nú er einmitt tíminn til að skerpa hressilega á aðgreiningu löggjafavaldsins, framkvæmdavaldisins og dómsvaldsins.

Alþingi á að setja lögin að eigin frumkvæði og ríkisstjórnin á að framfylgja þeim, ekki öfugt.


mbl.is Samkynhneigðum pörum í Danmörku leyft að frumættleiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert sem segir að samkynhneigðir séu verri foreldrar en aðrir.. þvert á móti.

Ég bið fólk að skoða kristilegu bloggin hér á mbl.. þau vaða hér uppi og heimta að mannréttindi séu tekin af samkynhneigðum... allt er þetta samþykkt af mbl...

Ég sjálfur var rekin af mbl fyrir að segja sannleikann um gufuruglaðan sjáanda... ég sagði bara sannleikann.. og var gerður brottrækur...

Eru mbl og sjálfstæðisflokkur ekki frábærir... hreinlega lekur af þeim sorinn og drullan

DoctorE (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 13:34

2 identicon

Doctor E. Sé ekki alveg hvar Sjálfstæðisflokkurinn kemur inn í þessa umræðu! Ef þú ert að vitan til þessa að fyrverandi formaður flokksins sé ritstjóri Moggans í dag þá held ég að hann sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn!

Kiddi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 13:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

EoctorE, það er alveg með ólíkindum að djöflast í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að blogginu þínu hafi verið lokað á mbl.is.  Ekki hef ég hugmynd um hversvegna það var gert, en var það ekki áður en Davíð varð ritstjóri Moggans.  Þar fyrir utan efast ég um að hann sitji allan sólarhringinn við að ritskoða bloggið, enda eru sérstakir starfsmenn sem hafa umsjón með blogginu og ekkert veit ég heldur hvort einhverjar aðrar reglur gilda um það, aðrar en venjulegar siðferðisreglur.

En varla hefur allt verið rökrétt sem á blogginu þínu hefur birst, miðað við hugmyndaflugið í þessari athugasemd þinni, að blanda lagasetningu í Danmörku við einhvern ímyndaðan sora hjá mbl.is og Sjálfstæðisflokknum.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 14:00

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Axel Jóhann.

Ekki rökstuddir þú á neinn hátt þessi orð þín (og vékst síðan ekki frekari orðum að því máli): "Full ástæða er til að óska Dönum til hamingju með þennan áfanga í innleiðingu fullra réttinda samkynhneigðra á við aðra þjóðfélagsþegna."

Ég fer einfaldlega fram á rök fyrir þessari fullyrðingu um "fullu ástæðuna".

En um þá almennu frumreglu, að löggjafarþingið sýni frumkvæði og sjálfstæði gagnvart ríkisstjórn, er ég þér sammála.

PS. Verði ég níddur enn einu sinni af nafnlausum fyrsta innleggjara þínum hér, treysti ég þér til að taka út slíkar athugasemdir – og enn frekar, ef hann níðir kristindóm og kirkju.

Jón Valur Jensson, 4.5.2010 kl. 14:26

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sæll Jón Valur.  Mér finnst sjálfsagt að samkynhneigðir hafi sama rétt til ættleiðinga og aðrir og raunar að þeir njóti yfirleitt sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar.  Það ætti ekki að þurfa að hafa margskonar löggjöf í gildi fyrir einstaka þjóðfélagshópa, hvort sem þeir eru svartir, hvítir, kristnir, múslimar eða hvað annað.  Það er ankannanlegt að hafa í löggjöf einhverja hluti og taka svo fram að þeir gildi ekki fyrir þennan eða hinn heldur eingöngu einhvern annan.  Þess vegna finnst mér full ástæða til að óska Dönum til hamingju með þessa lagabreytingu.

Það sem ég vildi hins vegar aðallega vekja athygli á í fréttinni, var að þinginu og þar að auki að frumkvæði stjórnarandstöðunnar tókst að koma lagasetningu í gegn á þinginu í andstöðu við ríkisstjórnina.  Það þykir stórmál hér á landi ef þingmenn standa uppi í hárinu á rikisstjórninni og ef það gerist, þá liggja þeir undir ámæli um tafir, málþóf og jafnvel skemmdarverkastarfsemi.  Stjórnarandstöðunni og nokkrum stjórnarþingmönnum var aldeilis núið slíkum sökum um nasir í Icesave málinu, en eftirá sér fólk að frammistaða þeirra í því málinu var til mikilla heilla fyrir þjóðarbúið.

p.s. þessum nafnlausa aurbera verður ekki hleypt að með sínar einkennilegu og ofstækisfullu athugasemdir aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 14:48

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, Axel Jóhann. Þú hefur gert grein fyrir ástæðu afstöðu þinnar. Meðan ég sinni öðru, hugleiði ég, hvort ekki þurfi að svara þessu með vissum rökum.

Jón Valur Jensson, 4.5.2010 kl. 15:20

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Í skýrslunni góðu, er þess getið að Alþingi hafi í rauninni misst Löggjarfarvaldið til Framkvæmdavaldsins og sé því eiginlega bara einhvers konar "afgreiðslustofnun" Framkvæmdavaldsins.

Sú niðurstaða rannsóknarnefndarinnar jók á umræðuna í þjóðfélaginu að drífa þyrfti í því að kjósa Stjórnlagaþing og búa þjóðinni nýja Stjórnarskrá, meðal annars til þess að "tryggja" Alþingi Löggjarfarvaldið aftur.

Það er kannski fullmikið í lagt til þess að ná þeirri breytingu í gegn, enda liggur skipting "valdana" þriggja og verkaskipting fyrir í þeirr Stjórnarskrá sem við höfum nú. Ástæður þess að breyta Stjórnarskránni vegna forsetans, byggist meira og minna á pirringi liðsins í "Bretavinnunni", sem ætlaði að troða Icesaveklafanum á þjóðina, sem forsetinn stöðvaði sællar minningar.

Til þess að Löggjafavaldinu og Framkvæmdavaldinu sé komið í réttar skorður, þarf fyrst og fremst breytt hugarfar. Siðan þyrfti að fara í það að efla Nefndarsvið Alþingis, svo Alþingi yrði undir það búið að taka að sér að semja þau frumvörp sem að það hefur annars fengið "nánast" til staðfestingar frá Framkvæmdavaldinu.

Þetta þyrfti ekki að kosta nein stór fjárútlát, því að sá mannskapur sem að vann við frumvarpasmíð í þjónustu Framkvæmdavaldsins gæti komið yfir á Nefndarsviðið. Svo þyrfti Alþingi að hafa "pung" í það að taka til baka, heimild Össurar til "bjölluats" í Brussels og myndu þá einhverjir þeirra ca. 200 starfsmanna stjórnsýslunnar, sem að vinna að því ESBvæða stjórnsýsluna geta komið til liðs við Nefndarsviðið. Stærsti útgjaldaliðurinn yrði þá væntanlega til húsnæðismála, en varla ætti samt að vera flókið að finna Nefndarsviðinu húsnæði á góðu verði, þar sem nóg er af auðu skrifstofuhúsnæði í borginni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 15:27

8 Smámynd: Stjörnupenni

Trúi því varla að færslu minni hafi verið eytt fyrir það eitt að þar viðraði ég trúarskoðanir mínar! :(

Mjög mikil vonbrigði 

Stjörnupenni, 4.5.2010 kl. 15:44

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stjörnupenni, fólk má að sjálfsögðu hafa sínar trúarskoðanir í friði fyrir mér, en þarna var allt of langt gengið í vanvirðingu við það, sem mörgum er kært.  Mér er alveg fullkunnugt um að við Jón Valur erum ekki sammála um réttindi samkynhneigðra, en það kemur ekkert í veg fyrir að við getum og erum samherjar í ýmsum öðrum málum, t.d. Icesave og mismunandi afstaða til trúmálanna kemur ekkert í veg fyrir samstöðu okkar í a.m.k. flestum öðrum málum, þó líklega ekki í stjórnmálum.

Hvað sem öðru líður dettur mér ekki í hug að ausa fólk svívirðingum vegna trúarskoðana þess, enda algerlega ástæðulaust, þó maður sé á einhverri annarri skoðun sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 15:50

10 Smámynd: Stjörnupenni

Leiðinlegt að þú metir ekki allar trúarskoðanir jafnt. Hræsnari.

Stjörnupenni, 4.5.2010 kl. 15:52

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki veit ég, hvað þarna býr að baki hjá hinum nafnlausa "stjörnupenna". En eitt er víst, að ekki "meta" Íslendingar frekar en aðrir "allar trúarskoðanir jafnt". Til er augljós villutrú, t.a.m. þeirra, sem álíta, að mannkynið eigi ekki að eiga börn (villutrú á miðöldum), eða hinna, sem telja, að þeirra bíði 72 hreinar meyjar í himnaríki, ef þeir sprengja sig í loft upp ásamt sem flestu saklausu fólki, þ.m.t. konum, börnum og gamalmennum, af einhverju tilteknu þjóðerni (villutrú sem virk er nú í Mið-Austurlöndum og var það e.t.v. á Times Square í New York í gær).

En meðan menn hafa ekki annað nýtt hér til til athugunar um greinarefnið, þá er tilvalið að þeir líti á þveröfugt sjónarmið í ÞESSARI grein minni.

Jón Valur Jensson, 4.5.2010 kl. 16:39

12 identicon

Smá fræðslu efni um samkynhneygða: http://www.youtube.com/watch?v=PooEhBxh0NY&feature=player_embedded

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:11

13 Smámynd: Stjörnupenni

Skil ekki hvernig það er meiri villutrú en þín villutrú, Jón Valur.

 Enda liggur í augum uppi að mín trú er hin eina rétt.

Ég bið aldýrðlegan Satan að blessa þig og geyma, Jón Valur. 

Stjörnupenni, 4.5.2010 kl. 22:18

14 Smámynd: Rebekka

 Jón, ég las greinina þína, og þar mærirðu "stórfróðlega grein" Dr. George Rekers.  Hefurðu séð þessa frétt sem birtist núna nýlega?  "Lyfta farangrinum"  einmitt það...   Af myndunum að dæma sem eru á síðunni þar sem Rekers fann farangursberann sinn, þá virðist sem margir strákanna þar hafi nokkuð stóran og myndarlegan "pakka"...  HAH!

Sífellt koma á  yfirborðið fleiri og fleiri siðapostular sem predika hvað mest um hættur samkynhneigðar, en reynast svo sjálfir vera laumuhommar.  Afneitun á hæsta stigi.

Rebekka, 5.5.2010 kl. 06:17

15 identicon

Það væri gaman að heyra hvað Jón Valur hefur að segja um þessa frétt sem þú vísar í Rebekka því eins og Jón segir sjálfur um hann "Dr. Rekers er svo magnaður fræðimaður á sínu sviði, að menn þurfa ekki annað en lesa ritgerðina hans miklu eða önnur skrif til að sannfærast um vísinda- og vitsmunalega hæfni hans og yfirburði."

Hæfni og yfirburði til að blekkja aðra og sjálfan sig!!

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:20

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rebekka forðast eðlilega að ræða efnisatriði máls, en ad hominem getur hún reynt að beina spjótum sínum; það er yfirleitt gtalið meðal einkenna þess, að menn komist í rökþrot. Hún hefði gott af að lesa þau ótrúlega mörgu upplýsingaratriði sem finna má í samantektinni Review Of Research

On Homosexual Parenting, Adoption, And Foster Parenting eftir dr. George A. Rekers, prófessor í taugageðlækningum og atferlisvísindum.

Hér kemur stutt lýsing (reyndar a.m.k. 4 ára gömul) á ýmsu því sem Rekers hefur til brunns að bera, störfum hans o.fl.: "George A. Rekers (Ph.D., University of California, Los Angeles, 1972) is Professor of Neuropsychiatry and Behavioral Science in the University of South Carolina School of Medicine. He is a Fellow of the Academy of Clinical Psychology and a Diplomate in Clinical Psychology from the American Board of Professional Psychology. Professor Rekers has published over 100 journal articles and invited book chapters and 9 books, including the Handbook of Child and Adolescent Sexual Problems (Macmillan’s Lexington Books of Simon & Schuster). He has presented over 190 invited papers to academic meetings in 24 countries in Africa, Asia, Europe, Latin America, and the Middle East. His work has been supported by fellowships, contracts, and grants exceeding $1 million from agencies such as the National Science Foundation and the National Institute of Mental Health, and he was honored to receive the 2000 Sigmund Freud Award for pioneering research. Dr. Rekers has provided invited expert testimony to numerous agencies, including the White House Domestic Policy Council; the U.S. Senate and U.S. House of Representatives; the U.S. Secretary of Health and Human Services; the Office of the U.S. Secretary of Defense; a U.S. Attorney General's Task Force; and the Office of the U.S. Secretary of Education." (Úr 1. neðanmálsgr. við grein dr. Rekers og dr. Marks D. Kilgus: Studies of Homosexual Parenting: a Critical Review, í Regent University Law Reviw, Vol.14, s. 343).

Dr. Rekers hefur m.a. verið með brautryðjandaskrif um kynímyndarröskun (Gender Identity Disorder), sem virðist í mörgum tilvikum vera rótin að því, að sumir verða samkynhneigðir, eftir að þeir komast á kynþroskaaldur, sjá t.d. góða ritgerð undir þessu nafni, á vefslóðinni http://www.leaderu.com/jhs/rekers.html; á eftir greininni er heimildaskrá, og þar gefur á að líta lista yfir marga tugi greina hans um G.I.D. Við lestur skrifa hans verð ég að segja, að ég dáist í senn að efnistökum hans, ályktunarhæfni og yfirgripsmikilli þekkingu á heimildum.

Jón Valur Jensson, 5.5.2010 kl. 13:22

17 identicon

Mig langar að vita eitt Jón í allri þinni rannskóknarvinnu hefur þú einhverntíman sest niður með samkynhneygðum og rætt við þau og kynnt þér "first hand" þeirra málefni? Það virðist alltaf sem þú vísir í einhverja fræðimenn sem tengjast á einn eða annan hátt Kristilegum samfélögum sem berjast gegn samkynhneigð og ekki geta það verið trúverðugar rannsóknir.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:33

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er rangt hjá þér, Haraldur, ég hef leitað upplýsinga úr öllum áttum og m.a. frá samkynhneigðum hérlendis sem erlendis, en einnig frá sálfræðingum, félagsfræðingum og læknum og úr ymsum könnunum á ástandi mála.

Ekki veit ég, hvort þú kallar það "trúverðugar rannsóknir" sem kemur t.d. frá Þorvaldi Kristinssyni og þeim félagsfræðingi, sem sat með honum í stjórn Samtakanna 78 (saman tóku þau bókina Samkynhneigðir og fjölskyldulíf, Rv. 2003), en ég hef fullvissu fyrir því, að ýmislegt var þar afar brogað, ófullkomið og beinlínis rangt og afar villandi,* þótt rétt atriði hafi vitaskuld verið þar með.

* Sjá t.d. HÉR!, ekki sízt í nmgr. [5].

Jón Valur Jensson, 5.5.2010 kl. 13:53

19 identicon

Jón ég varpaði fram spurningu um hvort þú hafir afla þér upplýsinga frá samkynhneygðum. Þetta var ekki fullyrðing um að þú hafir ekki gert það. Einnig benti ég á að flestar þær rannsóknir og greinar sem þú vísar í eru eftir aðilum sem geta ekki talist hlutlausir og þar með missa þær trúverðugleika. Það er nefnilega þannig að ef þú villt komast að einhverri ákveðinni fyrirframgefni niðurstöðu þá er það hægt. Hvað varðar rannsókn Þorvaldar að þá eins og þínar rannsóknir og þeirra sem þú hefur vísað til missir hún einnig trúverðugleika á þann hátt að það eru ekki óháði raðilar sem framkvæma hana. En þó eru til fjölda rannsókna óháðra aðila sem þú gleymir að nefna og alltaf vísar þú í þessa rannsókn Þorvaldar.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:07

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alls ekki rétt hjá þér, Haraldur: "flestar þær rannsóknir og greinar sem þú vísar í eru eftir aðilum sem geta ekki talist hlutlausir og þar með missa þær trúverðugleika."

Svo má spyrja: Eru Þorvaldur Kristinsson og Rannveig Traustadóttir "hlutlaus"? Eiga þau að vera það? Eiga fræðimenn að vera það? Mega þeir ekki hafa afstöðu, sem þeir hafa myndað sér eftir athugun og rannsókn máls? Eiga þeir ekki frekar að vera óhlutdrægir, er það ekki málið? Eiga þeir ekki að gæta hlutlægni (objektivitets) bæði í athugunum sínum og skrifum?

Jú, svo sannarlega, og það er allt annar handleggur en hlutleysi. Þú getur t.d. ekki ætlazt til þess, að allir stjórnmálafræðingar séu pólitískt hlutlausir.

Svo fer því fjarri að ég sé "alltaf [að] vísa ... í þessa rannsókn Þorvaldar," ég hef sáralítið gert í þá áttina lengi, en það er eðlilegt, að á veikleika hennar sé bent, af því að hun var notuð sem "heimild", þegar verið var að réttlæta breytingu á samkynhneigðralögum fyrir nokkrum árum, um barnamál (ættleiðingu, tæknifrjóvganir).

Jón Valur Jensson, 5.5.2010 kl. 14:30

21 identicon

Það er er einmitt málið að menn myndi sér afstöðu um málefni eftir að hafa rannsakað málið. Þú bendir á að rannsókn Þorvaldar og Rannveigar að hún missi marks vegna afstöðu þeirra og það að þau eða hann að minnsta kosti er samkynhneigður. En hvað þá með allar þær rannsóknir sem þú bendir á ekki eru þær svo "óhlutdrægar"?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 15:42

22 identicon

Gerðar af óhlutdrægum aðilum eða samtökum, hefði átt að koma þarna í lokin.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 15:43

23 Smámynd: Rebekka

Já í þessu tilfelli fer ég í "ad hominem" árásir, því að þarna er Rekers að fara þveröfugt eftir því sem hann sjálfur segir, eftir því sem ég best sé.  "Gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri".  Hann birtir hinar og þessar rannsóknir um hættur samkynhneigðar, hefur sagt opinberlega að hann trúi á orð Biblíunnar og að samkynhneigð sé synd, og berst gegn auknum réttindum samkynhneigðra.

Svo fer hann og leigir sér "töskubera" frá rentboy.com!  Þetta gefur einfaldlega í skyn að Rekers sé sjálfur samkynhneigður, en trúarsannfæringar sinnar vegna skammast hann sín fyrir það og vill ómögulega að nokkur komist að því.  Gefur það ekki auga leið að Rekers getur ómögulega talist óhlutdrægur "fræðimaður" á þessu sviði?  Eins og einhver sagði í kommentunum við fréttina sem ég vísaði í: "Hann er svo langt inni í skápnum að hann er kominn til Narníu!"

Þetta er svipað og ef kæmist upp um þig, Jón Val, vera að lauma kvenkyns ættingja eða maka þínum inn á fóstureyðingastofu. 

Rebekka, 5.5.2010 kl. 16:38

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tveir aðilar, þar sem hvorugur er hlutlaus, geta vel rökrætt um mál, Haraldur.

Rebekka, ég legg ekki trúnað á þessa sögu dagsins af dr. George Rekers. Róttækum baráttumönnum fyrir samkynhneigða er meinilla við hann, ekki vegna neinna tilfinningaraka af hans hálfu – ekki vegna æsings í honum – ekki vegna öfgafullyrðinga, sem afsannazt hafi, – ekki vegna þess að hann sé einfaldlega að boða sína skoðun – ekki vegna þess að hans umfjöllun sé fyrst og fremst biblíuleg, – heldur af því að hann miðlar fjölda raka og upplýsinga úr heimi vísinda og rannsókna.

Þess vegna byrja þessir andstæðingar hans neðanbeltissskot á manninn og segja, að um hann hafi verið að ræða, þegar dulbúinn maður tók við vændispilti. Sennilega er þar um ósvífna sviðsetningu að ræða.

En rök Rekers skulu menn glíma við – þessi tilbúningur árásarmanna hans losar þá ekki undan þeirri skyldukvöð.

Jón Valur Jensson, 5.5.2010 kl. 18:51

25 identicon

Annað hvort erum við að miskilja hvorn annan eða erum ekki að tala um sama hlutinn. Auðvitað geta allir rökrætt um allt milli himins og jarðar hvort sem menn eru hlutlausir eða ekki. Það sem ég er að segja að rannsóknir og greinar manna eða samtaka sem hafa einhver yfirlýst markmið missa trúverðugleika ef þau eru ekki gerð af óháðum aðila. Þar er bara þannig eins og ég hef sagt áður að það er hægt að rannsaka allt um mannlegt eðli og komist að þeirri niðurstöðu sem hverjum hentar. Þess vegna tek ég þessum rannsóknum sem þú vísar svo gjarnan í með fyrirvara.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 19:14

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Trúverðugleika hafa skrif og rannsóknir fyrst og fremst, ef vel er unnið og af fullum trúnaði við sannleikann. Þú ættir að byrja á því að kynna þér það, sem ég hef vísað hér án, í stað þess að framlengja sífellt þessa einhæfu orðræðu þín.

Jón Valur Jensson, 5.5.2010 kl. 19:26

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

þína!

Jón Valur Jensson, 5.5.2010 kl. 19:26

28 identicon

Sannleika hvers þá?

En sá sem rannsakar þarf að líta á efnið sem hann hefur í höndunum óhlutdrægt. Þú segir það sjálfur hvað varðar rannsókn Þorvaldar og Rannveigar vegna stöðu þeirra. En hvað þá með stöðu þeirra sem þú vísar í?? Afhverju vísarðu aldrei til þekktra og virtra Háskóla og eða samtaka sem hafa  rannsakað þetta og eru óhlutdrægir. En þess heldur vísarðu einatt í rannsóknir sem á einn eða annan hátt tengjast bókstafstrúarfélögum sem gera hvað sem þau geta til að koma í vegfyrir að samkynhneigðir njóti sömu mannréttinda og aðrir.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 19:41

29 identicon

Sæl

Afsakið að ég sé að troða einhverju algerlega ótengdu inn í þessa umræðu ykkur, en nú hef ég öðru hvoru lent inn á bloggsíðunni þinni Jón Valur og hef verið að velta yfir mér hvort þú trúir á þróunarkenninguna eða sköpunarkenninguna? 

Ása Unnur (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:47

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er fráleit vitleysa í þér, Haraldur, að ég vísi aðeins í hlutdræga menn. Farðu inn á ÞESSA vefmöppu mína, þá sérðu fullt af rannsóknarniðurstöðum og röksemdum frá alls kyns vísindamönnum, sem kannað hafa málin um samkynhneigða i fjölmörgum atriðum. Þú ert einfaldlega að reyna hér billega aðferð til að varpa rýrð á afstöðu mína og þá þekkingu sem ég hef aflað mér og skrifað út frá fjöldann allan af greinum. Helzt hefði ég viljað vera laus við það, en sannleiks- og samfélagsþjónusta bauð mér það.

Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 01:18

31 identicon

Mér finnst votta fyrir svoldnum hroka í skrifum þínum Jón, ég sem samkynhneygður einstaklingur er ekkert verri uppalandi en hver annar maður. En aftur á móti get ég verið verri uppalandi af einhverjum öðrum ástæðum líkt og annað fólk g kemur það kynhneigð ekkert við. Hvort það séu meiri eða minni líkur á að fólk sem hefur alist upp hjá samkynhneygðum foreldrum sínum " prófir sig áfram" hefur ekkert að gera með það hvort fólk sé slæmir uppalendur eða ekki. Þú gætir þá jafnvel spurt þig að þessari spurningu flest allir samkynhneygðir einstaklingar í dag eru og hafa verið aldnir upp af gagnkynhneigðu pörum eigum við þá ekki að banna gagnkynhneigðum að ala upp börn þar sem það eru meiri líkur á að barn þeirra verði samkynhneigt?? Það eru einnig til fjöldi rannsókna sem hafa verið gerðar og þar sem niðurstöðurnar eru á skjön við þær rannsóknir sem þú gjarnan vísar til, þú sem akademískur maður afhverju vísarðu ekki líka til þeirra þar sem fólk getur vegið og metið þær niðurstöður líka?? Nei þú hafnar þeim rannsóknum eingöngu vegna þess að þær eru þér ekki þóknanlegar. Þú einn ferð með rétt mál að þínu mati, en sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri að sjá hversu rangt það er að gera einn hóp manna réttinda minni af því að menn hafa tekið ákveðna bók og túlka hana eftir sinni hentisemi.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 11:52

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna hefurðu trúlega farið inn í 1–2 greinar mínar og ferð að rökræða út frá því, sem þar er að finna, Haraldur. Lætur þess ógetið um leið, að þetta eina upplýsingaratrði, sem þú grípur þar (með þínum orðum: "að fólk sem hefur alist upp hjá samkynhneygðum foreldrum sínum "prófi sig áfram""), kemur ekki frá neinni heimild, sem hlutdræg geti kallazt gegn samkynhneigðum (í reynd voru rannsakendurnir einmitt mjög hlynntir samkynhneigðum). Þetta er eitt af mörgum dæmum um, að ég nota svo sannarlega rannsóknarheimildir sem aðrir en einhverjir trúartengdir einstaklingar eða samkynhneigðra-andstæðingar hafa unnið að. Þarna fekkstu tækifæri til að viðurkenna það og draga þá í land með dæmandi alhæfinga-yfirlýsingar þínar um vinnubrögð mín við að kanna þessi mál, en þú kaust að gera það ekki.

En þegar þú segir, að það hafi "ekkert að gera með það hvort fólk sé slæmir uppalendur eða ekki," hvort það hafi "prófað sig áfram" með samkynja mök, þá skaltu gæta að því, að niðurstöður rannsókna, sem ég segi þarna frá, benda til verulega hás hlutfalls slíks hjá þeim, sem ólust upp hjá lesbíum í sambúð, sem og til mikillar lausungar dætranna. Spurningin um, hvort einhver sé "slæmur" uppalandi, snýst ekki í sjálfri sér um slæman vilja eða innræti, heldur um það, hvort viðkomandi skorti upp á færni til að veita börnum sínum öruggt og stöðugt uppeldi. Hafi lausungin í kynlífsháttum barnanna mótandi áhrif á viðkomandi, auk meiri sjúkdómahættu, hygg ég þessi áhrif "slæm".

Þú setur fram e.k. spurningu: "Flestallir samkynhneigðir einstaklingar í dag eru og hafa verið aldir upp af gagnkynhneigðum pörum – eigum við þá ekki að banna gagnkynhneigðum að ala upp börn þar sem það eru meiri líkur á að barn þeirra verði samkynhneigt?" – Þarna gefur þú þér kolrangar forsendur. Gagnkynhneigðir eru nál. 45–50 sinnum fleiri en samkynhneigðir, þess vegna – og líka vegna þess að tiltölulega mun færri samkynhneigðir hafa átt börn en gagnkynhneigðir – koma FLEIRI samkynhneigð börn úr hjónaböndum og samböndum gagnkynhneigðra karla og kvenna. Hins vegar koma HLUTFALLSLEGA MARGFALT FLEIRI samkynhneigð börn úr samböndum samkynhneigðra, sbr. þessa setningu mína í greininni Samkynhneigðir jafnhæfir til barnauppeldis og aðrir? í Mbl. 6. maí 2006:

"Rómuð rannsókn tveggja fræðikvenna, Tasker og Golombok (1997) – eina félagsfræðikönnun á börnum lesbía, sem fylgdi þeim eftir allt til fyrstu fullorðinsára til að rannsaka kynlífshagi þeirra [2] – leiddi í ljós, að 24(tuttugu-og-fjögur)% barna þeirra höfðu þá átt í samkynhneigðar-ástarsambandi, en 0(núll)% barna gagnkynhneigðra mæðra í samanburðarhópi. Hjá þeim ungmennum, sem alin voru upp af lesbísku mæðrunum, var þar að auki mjög algengt að þau höfðu hugsað til þess að hrífast af eða fara í ástarsamband við aðila af sama kyni. Var þar um áberandi mun að ræða: 64% þeirra barna lesbía, sem nýorðin voru fullorðin, kváðust hafa íhugað samkynja sambönd (áður, þá eða í framtíð), samanborið við aðeins 17% nýfullorðinna afkvæma gagnkynhneigðu kvennanna. Þá áttu dætur lesbíanna verulega miklu fleiri rekkjunauta frá kynþroskaaldri fram á fullorðinsaldur heldur en dætur hinna – þær fyrrnefndu reyndust m.ö.o. kynferðislega virkari og ævintýragjarnari, en lausari við skírlífi (Stacey og Biblarz,* 171, o.v.)."

[2] Fiona L. Tasker og Susan Golombok: Growing Up in a Lesbian Family. New York, 1997: Guilford.

* '(How) Does the Sexual Orientation of Parents Matter?', grein þeirra í American Sociological Review, apríl 2001.

Ég sneiði fram hjá óverðugum blammeringum þínum í lokasetningunum, þær eru augljóslega af óðri gerð en hlutlæg umfjöllun þessara mála. En þegar þú segir: "Það eru [sic] einnig til fjöldi rannsókna sem hafa verið gerðar og þar sem niðurstöðurnar eru á skjön við þær rannsóknir sem þú gjarnan vísar til," þá styður þú þá fullyrðingu þína engum sönnunar-rökum.

Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 12:44

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

... af óæðri gerð ... átti að standa þarna!

Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 12:55

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvorki ég né Haraldur geta talizt 'hlutlausir' í þessum málum, en það breytir því ekki, að við eigum að geta fjallað hlutlægt og rökrænt um málin. Sjálfur er ég kristinn og sé fulla ástæðu til að verja kristin trúfélög, þegar að þeim er sótt með kröfum um umturnun á helgisiðum þeirra og móðgandi yfirgang við trúaða meðlimi þeirra, sem vilja halda trúnað við Biblíuna, auk þess sem ég vil standa vörð um sem affarasælast uppeldi barnanna í landinu og um kynheilbrigði þjóðarinnar – þess vegna læt ég mig þessi mál varða. En Haraldur er samkynhneigður og telur sig þurfa að verja sína menn. (Ég hef lýsinguna á ástæðum hans eins stutta og unnt er; eðlilegt er, að hann sjái um þá lýsingu fyrir sig.)

Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 13:08

35 identicon

Ég tek það fram að ég var ekki að blammera eitt né neitt um kristna trú heldur þá menn sem taka sér þá bók og túlka hana eftir sinni hentisemi. Ég vildi að ég hefði tíma til að finna einhverjar rannsóknir sem styðja það sem ég segi en vegna tímaskorts get ég það ekki. En ég veit að þær eru til. Kem ég með þær seinna. Þú vísar þarna í ranssókn frá ´97 eru ekki til nýrri rannsóknir? En það sem ég segi er að það kemur samkynhneigð ekkert við hvort þeir éu verri eða betri uppalendur en gagnkynhneigðir. Það eru  aðrar ytri ástæður fyrir því. Hvað varðar sjúkdóma þá er það ljóst að hommar eru í minnihluta þeirra sem smitast af HIV veirunni en gagnkynhneigðar konur á aldrinum að mig minnir ca. 20 - 35 eru nú komnar í mesta áhættuhóp. Hvað varðar kynhegðun fólks að þá er hún jafn breytileg og mennirnir eru margir. Til eru nokkrir svokallaðir "swinger" klúbbar á íslandi þar sem gagnkynhneigð pör hittast og skiptast á maka. Einstaklingar verða ekki samkynhneigðir af því að það ólst upp hjá samkynhneigðum pörum. Þetta er ekkert val við erum bara svona og það er ekkert sem breytir því. Sumir eru tilbúnir til að prófa sig áfram og eru opnari fyrir kynlífi og aðrir ekki. Kemur kynhneigð ekkert við.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 13:12

36 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð þín, Haraldur: "það kemur samkynhneigð ekkert við hvort þeir séu verri eða betri uppalendur en gagnkynhneigðir. Það eru aðrar ytri ástæður fyrir því," styður þú engum sönnunum; þú virðist lítt skoða upplýsingarnar sem ég hef miðlað.

Þú spyrð um rannsóknir; þær hafa verið allt of takmarkaðar á þessum málum (en eru vitaskuld í gangi áfram). Samt var ætt áfram með stórfelldar breytingar á löggjöf varðandi ættleiðingar og tæknifrjóvganir fyrir samkynhneigða, þrátt fyrir að rannsóknir hafi þá þegar bent til þess, að það væri varasamt og þrátt fyrir viðvaranir mínar til alþingismanna, sem héldu þó áfram að sýna hávaðasömum kröfugerðarhópum (þ. á m. pólitískum hópum og illa upplýstum álitsgjöfum yfirborðslegra fjölmiðla) sín hræðslugæði.

Orð þín: "Hvað varðar sjúkdóma þá er það ljóst að hommar eru í minnihluta þeirra sem smitast af HIV veirunni en gagnkynhneigðar konur á aldrinum að mig minnir ca. 20 - 35 eru nú komnar í mesta áhættuhóp," eru blekkjandi. Enn eru samkynhneigðir með ótrúlega miklu meiri HIV-smittíðni en gagnkynhneigðar konur, og kemur margt fram um þetta mál í grein minni: HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna : rök gegn málflutningi í ísl. fjölmiðum.

Gef mér ekki tíma til að fara hér út í rökræðu um það, sem þú talar um hér undir lokin kl. 13.12 (þ.á m. um "swinger-klúbba", sem vart, ef nokkuð heyrist af nú orðið og eru vafalítið afar lítið notaðir af gagnkynhneigðu fólki hér á landi), og ég hafna niðurstöðu þinni: ".... kynhegðun fólks [...] [k]emur kynhneigð ekkert við." Um annað áttu að geta sannfærzt með því að skoða þá vefmöppu mína, sem ég hef áður vísað þér á.

Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 13:31

37 identicon

Get ekki séð hvernig þú getur haldið því fram að konur séu ekki í meirihluta þeirra sem smitast af HIV veirunni. Ertu þá að segja að landlæknir fari með fleipur þegar hann kemur fram í sjónvarpi og segir að konur á þessum aldri eru í meirihluta þeirra sem hafa verið smitaðir af HIV veirunni?

Hvað "swinger" klúbbana varðar þá eru þeir til og eru stundaðir af gagnkynhneigðum pörum hér á Íslandi og erlendis finnst ótrúlegt að þú getir fullyrt það hér og nú að þeir séu ekki mikið stundaðir því ekki hafi mikið heyrst um þá. Nei það hefur ekki heyrst mikið um þá því þeir sem stunda þetta fara ekki hátt með það en ef þú t.d. skoðaðir einkamálasíður og annað geturðu fundið svona hópa. Einnig man ég eftir einhverri fjölmiðlaumræðu sem var hér ekki fyrir margt löngu bæði í einu tímariti og svo á stöð 2 ef ég man rétt.

Þú getur vísað á allar greinar og rannsóknir sem þú villt en það eitt að þú ert að vísa til þeirra missa þær allan trúverðugleika, það er mín skoðun og annarra. Það er kannski þess vegna að það er ekki hlustað á þig þar sem þú nytur takamarkaðs trúverðugleika?Kynhegðun manna kemur kynhneigð ekkert við. Ég þekki gagnkynhneigða einstaklinga sem eru hinar örgustu druslur og eiga einstaklega bágt með að sofa í eigin rúmmi og eru stelpur þar enginn undantekning né hommar eða lesbíur, og svo eru einstaklingar sem velja sér frekar að eignast maka og vera með honum, heldur en að stunda svokölluð "one night stand". Þannig að þetta kemur kynhneigð ekkert við. 

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:01

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svar við fyrstu spurningunum: Ég held því ekki fram. En gagnkynhneigðar konur eru nál. 35 sinnum fleiri en hommar. HIV-smitaðir hommar eru enn margfalt fleiri hlutfallslega meðal samkynhneigðra karla heldur en HIV-smitaðar konur meðal gagnkynhneigðra kvenna. Gerðu þér grein fyrir því, að lágt hlutfall samkynhneigðra raskar hér samanburði þínum, eða ertu kannski vísvitandi að reyna að blekkja fólk?

Nenni ekki að ræða þessa "swinger"-framhjáhaldsklúbba, þeir eru augljóslega á períferíunni (hlutfallslega fáir sækja þá, held ég megi örugglega fullyrða).

Persónulegir fordómar þínir koma augljóslega fram í upphafi 3. málsliðar þíns í þessu innleggi kl. 14.01. Vafalítið taka þó nokkrir þátt í þessari afstöðu með þér, en það er vegna þess, að menn elska ekki nægilega sannleikann. Sem dæmi um gagnstætt viðhorf sagði kristinn fornkirkjumaður, Jústín píslarvottur: Omne verum, a quocumque dicatum, a Deo est, eða eitthvað á þá leið efnislega, þ.e.a.s.: Allt það, sem satt er – hver svo sem hefur sagt það – kemur frá Guði (eða: er Guðs). Þannig virði ég líka sérhver veraldleg sannindi, hver sem hefur uppgötvað þau eða miðlað þeim.

Ýmsir hlaupa í varnargírinn, þegar ég á í hlut, af því að þeir hafa ekki verið ánægðir með gagnrýni mína á öfgafulla vinstrimennsku eða gagnrýni mína á árásir á kirkju og trú eða vegna andstöðu minnar við fósturdeyðingar. Það er býsna hjákátlegt, að þeir séu svo aumir á sálinni yfir þessu, að þeir geti ekki skoðað rök mín fyrir málum. Og þú ert víst einn af þeim. En hver er annars Haraldur Haraldsson? Af hverju skráirðu þig ekki á Moggabloggið? Er þetta nokkuð dulnefni?

Lokaorð þín eða öllu heldur næstsíðasta setningin ("Ég þekki ... night stand."") eru sönn, en eru ekki merki um vísindalega ályktun. Exempla non probunt (dæmin sanna ekkert). Félagsfræðilegar rannsóknir benda eindregið til langtum meira fjöllyndis hjá hommum – ekki hverjum einstökum, heldur meðaltalinu – heldur en hjá gagnkynhneigðum körlum. Munurinn er afar áberandi, en upplýsingar þar um eru vitaskuld ekki áberandi í skrifum um þetta í íslenzkum fjölmiðlum. Meðan blaðamenn leggja sig ekki eftir rannsóknum á þessum málum öllum, halda þeir áfram að endurtaka sig og sínar klisjur eða taka við því, sem tízkusinnaðir þrýstihópar rétta að þeim.

Jón Valur Jensson, 6.5.2010 kl. 14:45

39 identicon

En mér finnst ótrúlegt að þú getir fullyrt það að allir samkynhneigðir bara vegna kynhneigðar þeirra séu óhæfir til að ala upp börn. Bendir þá á rannsóknir sem segja að hommar og lesbíur séu fjöllyndari en annað fólk. En ættleiðingarlögin leyfa ekki að einn hópur sé tekin fyrir sérstaklega og hann bannaður heldur er einstaklingurinn tekinn fyrir og hann skoðaður.

Það gilda ákveðin lög um ættleiðingar þeir sem eru í skráðri sambúð og eða óstaðfestri samvist þurfa að hafa verið svo í 5 ár ef ég man rétt. Þannig að það fólk sem hyggur á ættleiðingu hlýtur að hafa gert ákveðnar ráðstafanir hvort sem það er gagnkynhneigt eða ekki. Þetta er ekki fólk sem djammar allar helgar og er sofandi hja Pétri og Páli. Fólk sem hefur gift sig og eða er í staðfestri samvist þurfa að hafa verið svo í ár. En svo eru fjölmargir aðrir þættir skoðaðir hvað varðar hagi fólks og hvort það sé hæft til að ala upp börn. Það er því eins og þú segir réttilega að það eiga ekki að vera réttindi fólks til að ala upp börn heldur réttur barns til að alast upp hjá hæfu fólki. Sá réttur er tryggður með því að skoða einstaklinginn en ekki einhvern ákveðin hóp sem hann eða hún tengist.

Hvað varðar nafnið þá er þetta ekki dulnefni því ég heiti Haraldur Haraldsson, og afhverju ég er ekki skráður á moggabloggið er einfaldlega vegna þess að ég blogga ekki en finnst gaman stundum að lesa blogg annarra og ef ég er ekki sammála fólki þá stundu tjá ég mig um það.

En afhverju skildi þetta fjölyndi vera hjá hommum? Getur það verið að samkynhneigð er til tölulega nýlega viðurkennt af samfélaginu sem sambúðarform og menn og konur geta gengi óáreitt um götur bæjarins. Einnig að samkynhneigðir hafa litlar fyrirmyndir um sambúðarformið þar sem menn hér áður fyrr þurftu svo sannarlega að fela sína kynhneigð af hættu á að missa íbúð, atvinnu eða jafnvel gerðir útlægir í samfélagi sínu. Menn eru ennþann daginn í dag hræddir við að koma út úr "skápnum" og getur það verið að það sé ein ástæða fyrir því að fjöllyndi homma sé meir en hjá gagnkynhneigðum mönnum? 

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 11:45

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru menn þeim mun fjöllyndari sem þeir eru hræddari við að koma út úr skápnum?

Þetta hljómar ekki trúverðugt, Haraldur, sízt þegar litið er á tölur um þessi mál. Viltu kannski fá þær ýtarlegri? En mér sýnist þú vera að skýra hlutina í burtu.

Það er rangt (ef þú telur það), að ástæða mín til að telja samkynhneigða síður hæfa til barnauppeldis sé einungis "rannsóknir sem segja að hommar og lesbíur séu fjöllyndari en annað fólk." Ástæðurnar eru mun fleiri.

Jón Valur Jensson, 7.5.2010 kl. 19:45

41 identicon

Nei menn eru ekki fjöllyndari sem þeir eru hræddari við að koma út úr skápnum, en fólk er í ákveðnum feluleik og er ekki að láta sjá sig með samkynhneigðri manneskju hvað þá að stofna til sambands. Sem verður til þess að menn eiga fleiri rekkjunauta. Samkynhneigðir eru ekkert ohæfari uppalendur en aðrir þetta kemur kynhneigð bara ekkert við þú verður að lita á einstaklinginn og meta hann. Ef ég tek mig sem dæmi þá get ég alveg fullyrt það að minn lífstíll eða kynhegðun og hvað allt sem þú villt kalla gerir mig ekki óhæfari en aðrir gagnkynhneigðir einstaklingar. Það eitt að ég skuli vera hommi skuli gera mig óhæfan sem uppalanda er rugl!! Að sjálfsögðu eru til hommar sem eiga ekki og ættu aldrei að vera afhent barn til forsjá, en svo er líka til um gagnkynhneigða. Þetta veltur allt á hæfi einstaklingsins ekki kynhneigðar.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:04

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við skulum ekki vera að ræða almennt og loðið um efnið, Haraldur, notum heldur tölulegar upplýsingar, annars geri ég ekki ráð fyrir að menn skilji mig.

"Far higher rates of promiscuity are observed even within 'committed' gay relationships than in heterosexual marriage: In Holland, male homosexual relationships last, on average, 1.5 years, and gay men have an average of eight partners a year outside of their supposedly “committed” relationships. (Xiridou, M., et al.: 'The contribution of steady and casual partnerships to the incidence of HIV infection among homosexual men in Amsterdam', í tímaritinu AIDS, 2003, 17: 1029-38.)" Þessi vísindagrein Mariu Xiridou og félaga, sem unnu í þágu baráttunnar gegn AIDS/HIV-smiti í samvinnu við hollenzkar heilbrigðis- og rannsóknarstofnanir og aðra vísindamenn og nutu styrks úr hollenzka AIDS-sjóðnum, er öll í html-formi á vefslóðinni http://www.aidsonline.com/pt/re/aids/abstract.00002030-200305020-00012.htm;jsessionid=ED9Ws4uJFOVMQ1DvB0wckcv0ThVIwvHcgThs7b0p1JKtmSTQTj86!987057721!-949856145!9001!-1 – en hægt er að nálgast hana í pdf-formi gegnum tengil efst á sömu vefsíðu. – Reyndar tala Xiridou o.fél. um 0,75–2,25 ár sem meðal-endingartíma á samböndum hommanna í rannsókninni ("mean duration of steady partnerships," s.1032a).

Ein athyglisverðasta meginniðurstaða rannsóknar M. Xiridou og félaga er sú, að verulega stórt hlutfall nýs HIV-smits eigi sér stað innan stöðugra sambanda og að þrátt fyrir mikla baráttu gegn áhættuhegðun (t.d. smokkleysi) í kynlífi samkynhneigðra karlmanna í Amsterdam eigi sú áhættuhegðun sér ennþá stað í verulegum mæli, einkum í varanlegum ástarsamböndum. Slík hegðun hafi farið í vöxt á nýliðnum árum, og hafi menn áhyggjur af því, að hún vegi upp á móti hinni áhrifaríku lyfjameðferð HAART, sem í seinni tíð hefur verið beitt til að minnka HIV-veirumagn og -smithættu (HIV viral load and infectivity). – Þá koma þær athyglisverðu upplýsingar einnig fram í þessari rannsókn Xiridou og félaga (bls. 1032a), að "Those with a steady partner and those without reported having an average of Pm = 8 and Ps = 22 casual partners per year, respectively." Þýtt á einfalda íslenzku þýðir þetta, að hinir rannsökuðu hommar í föstu sambandi hafi 8 auka-rekkjunauta á hverju ári, en þeir hommar, sem ekki séu á föstu, standi í 22 slíkum skyndikynnum árlega.

En þú, Haraldur, heldur því fram, að þetta leiði eins og sjálfkrafa af því, að þessir menn vilji ekki "láta sjá sig með samkynhneigðri manneskju, hvað þá að stofna til sambands." Ætli einhverjum dytti í hug, að sá unglingur eða ungi maður, sem þorir ekki að láta sjá sig með stúlku/ungri konu, sofi hjá margfalt fleiri slíkum heldur en sá, sem er ófeiminn við að láta sjá sig með þeim?!

Þessi theoría þín er ekki studd neinum empírískum rökum eða niðurstöðum kannana.

Jón Valur Jensson, 8.5.2010 kl. 01:48

43 identicon

Ég þarf ekkert að byggja mitt líf á tölulegum upplýsingum. Afhverju ætti þessi ungi strákur ekki að vilja sjá sig með þessari stelpu?

Ég get bara talað út frá mínu lífi og minni reynslu, getur þú gert það án þess að styðjast við einhverjar tölulegar upplýsingar?

Einnig segir þú að hommar eigi að jafnaði 8 sinnum fleiri rekkjunauta (þ.e. þeir sem eru eða hafa verið í sambandi) og svo hinn hópurinn sem hefur 22 sinnum fleiri að jafnaði. Ættu þá ekki HIV mituðum  að vera töluvert fleiri en bara 2 samkynhneigðir karlmenn en svo aftur á móti 8 gagnkynhneigðum? 

Þessar rannsóknir eru enginn sannindi heldur geta gefið okkur einhverjar upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru.

Ég spyr :

1) Á hvaða tímabili og hversu löngu tímabili eru þessar  rannsóknir gerðar?

2) Hver var úrtökuhópurinn?

3) Hvernig var hann valinn?

4) Hversu stór er hann?

5) Á hvaða aldri eru þeir sem tóku þátt

6) Hverjir framkvæmdu þessar rannsóknir og eða á hvers vegum eru þær gerðar?

7) Hvert er svarhlutfallið?

En annars held ég að við munum aldrei verða sammála um þessi mál. Þannig að við getum því rökrætt hér út í hið endalausa. En ég held mér ennþá fast við þá skoðun mína að meta eigi einstaklinginn frekar en til hvaða hóps hann tilheyrir.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 11:17

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Farðu inn í rannsóknarplaggið, Haraldur, ég gaf upp vefslóðina, þar sérðu upplýsingarnar um þá rannsökuðu o.s.frv.

Prófum nú að taka þig á orðinu um fjölda HIV-smitaðra hér á landi, að þar séu 2 samkynhneigðir karlmenn á móti hverjum 8 gagnkynhneigðum – sem er að vísu kolröng tala, en gefum okkur samt, for the sake of argument, að þetta væri rétt. Hvað fengirðu þá út úr því um smittíðni hjá þessum tveimur hópum?

Ef þú skoðar greinar mínar, Hversu algeng er samkynhneigð á Íslandi? í Fréttablaðinu og Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra? í Morgunblaðinu, sérðu, að hlutfall samkynhneigðra meðal karlmanna er á bilinu 1–3%. Það mundi merkja, ef við tækjum mark á tölum þínum hér á undan, að HIV-smit væri um 8,3 til 25 sinnum algengara hjá hommum heldur en öðrum karlmönnum.

Ástandið er þó verra hjá samkynhneigðum í Danmörku a.m.k., sjá grein mína:HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna : rök gegn málflutningi í ísl. fjölmiðum.

Jón Valur Jensson, 9.5.2010 kl. 04:22

45 identicon

Eru þetta þá rangar skráningar hvað varðar HIV smit hjá landlækni? Hvað hefur þú fyrir þér í því?

Ég ætlaði að kíkja á eina rannsókn sem þú vísar í en sá linkur er óvirkur en var vísað inn á síðu Christian leadership, það segir allt sem segja þarf. Jón komdu með rannsóknir frá ÓHÁÐUM aðilum ekki einhverjum áróðusmaskínum Kristinna manna gegn samkynhneigðum. Þegar þú gerir það þá kannski er hægt að fara skoða .að sem þú hefur fram að færa. Þú ættir nú að vera samkvæmur sjálfum þér þegar þú talar um að leita af sannleikanum frekar en að vera birta einhverjar pantaðar rannsóknir Kristinna manna.,

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 18:07

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Haraldur (svar mitt við 1. setningu þinni hér kl. 18.07), þetta er rangt ályktað hjá þér. Ég dreg tölur landlæknisembættisins ekki í efa. En þú ert í 1. lagi í villu vegna hins litla fjölda samkynhneiðgra karla meðal kynbræðra þeirra, og í 2. lagi áttu ekki bara að binda þig við allra síðustu árin ein saman í skráningunni.

Er allt, sem er að finna á vefsíðu Samtakanna 78, ómarktækt vegna þess að þau eru ekki hlutlaus? – NEI.

Eru upplýsingar á kristnum vefsetrum rangar af því að þær birtast þar? – NEI.

Getur verið, að kristnir menn þori að takast á við að birta og safna saman upplýsingum, sem aðrir hirða ekki um, bæði vegna áhugaleysis og vegna hræðslu við hvassar árásir róttækustu fulltrúa félagspólitískrar tízkuhreyfingar, sem í sumum löndum (m.a. hér á landi) hefur náð að verða hálfgerður félagspólitískur rétttrúnaður? – JÁ!

Verða slíkar vefsíður kristinna samtaka með sanngjörnum hætti einfaldlega skilgreindar fyrir fram sem "áróðusmaskínur"? – NEI, slíkt fordóma-viðhorf klæðir hins vegar vel fordómafulla andstæðinga þeirra, m.a. hagsmunasamtök og hlutdræga aðila sem sjálfir hafa málað sig út í horn, ekki með því að vera ekki hlutlausir (því að það leyfist öllum), heldur með beinum fölsunum og framleiðslu eða fjölföldun goðsagna á þessu sviði. Telja mætti þær upp ýmsar og mjög alvarlegar, til þess ætlaðar að blekkja bæði fjölmiðla, stjórnmálamenn og þjóðina. Hörðustu baráttumenn ofréttinda samkynhneigðra hafa látið tilganginn helga meðalið, ég hef ýmis dæmin birt um það.

Jón Valur Jensson, 9.5.2010 kl. 19:10

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það mætti líka spyrja:

1. Hafa birzt marktækar niðurstöður læknis- og félagsfræðilegra rannsókna á málefnum samkynhneigðra á vefsíðum kristinna samtaka? – JÁ, urmullinn allur af þeim.

2. Verða slíkar rannsóknarniðurstöður sjálfkrafa ómarktækar við það að birtast á slíkum vefsíðum eða í bókum á vegum slíkra samtaka eða kristinna höfunda? – NEI, vitaskuld ekki.

Jón Valur Jensson, 9.5.2010 kl. 19:17

48 identicon

Hvaða ofréttindi ert þú að tala um? Er það óeðlileg krafa af minni hálfu að ég sé metinn sem einstaklingur en ekki hommi??

Er ég ekki þáttakandi í þessu þjóðfélagi jafnt á við þig?

Afhverju eiga að vera ein lög fyrir gagnkynhneigða og svo önnur lög fyrir samkynhneigða?

Afhverju á ég ekki að geta gengið í hjónaband jafnt á við alla aðra?

Afhverju ef ég yrði talinn hæfur til að ala upp barn afhverju ætti ég ekki að fá að gera það?

Afhverju átt þú að hafa þennan rétt umfram mig?

Ef þú ert á móti hjónabandi samkynhneigðra þá skaltu ekki ganga í slíkt!

Ef þú ert á móti að samkynhneigðir fái að ætleiða börn einungis af þeirri ástæðu að þeir eru samkynhneigðir ekki láta þá ættleiða þitt barn til samkynhneigðra.

Þú talar um fordóma í ykkar garð, fyrigefðu að ég hafi ekki mikla samúð með þér og þínum skoðanabræðrum en þegar einstaklingur tekur sig til og blammerar samkynhneigða einungis af þeirri ástæðu að þeir eru samkynhneigðir þá er það fordómar! Þú getur ekki dæmt fjöldan útfrá því sem einhverjir sem tilheyra þeim fjölda gera. Þú verður að líta á einstaklinginn!! En sem betur fer eru ekki margir sem hafa sömu skoðun og þú og þeim fer fækkandi. Samkynhneigðir hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum og að vera viðurkenndir sem jafnir einstaklingar á við aðra. Það eru enginn OFRÉTTINDI sem samkynhneigðir eru að fara fram á eingöngu þau sömu og eru um alla aðra!!

Það er hræsni af þeim kristnum mönnum sem beita biblíuna fyrir sér í þessum efnum. Þetta er spurning um túlkun og hvernig við eigum að túlka hana. Menn taka eitt og eitt úr bíblíuni og breyta eftir sinni hentisemi. Afhverju berstu ekki frekar gegn skilnuðum fólks frekar en að berjast gegn því að fólk búi saman og geti þar af leiðandi tryggt réttindi sín gagnvart hvort öðru.

Hjónaband er ekkert annað en löggjörningur og kemur kristni ekkert við en fólk sem hefur hug á því geta látið blessað það hjónaband. Þetta er einfaldlega val sem fólk hefur.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 20:23

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég á eftir að svara spurningum þínum, Haraldur, og geri það. Ofréttindi kalla ég það, sem menn eigna sér með röngu sem "réttindi", en er það í raun réttri ekki.

Augljósasta dæmið er kannski það þegar samkynhneigðir krefjast "réttar síns að gefa blóð". Til slíkrar blóðgjafar hafa þeir engan rétt, ekki frekar en aðrir áhættuhópar. Enginn hefur rétt til að stofna heilsu annarra í hættu.

Um ýmis önnur ofréttindi hef ég skrifað (og um framangreind með mun ýtarlegri hætti en hér). Grófasta dæmið af öðrum toga er, þegar þess er krafizt fyrir samkynhneigða, að þeir fái að giftast með kirkjulegri vígslu, þrátt fyrir þá staðreynd – sem þú skalt ekki reyna að þræta fyrir – að 1) Biblían bannar kynmök samkynhneigðra, 2) Kristur tekur óbeint og þó skýrt undir það, að þau séu óheimil, og 3) að hann talar um hjónabandið sem tengt sköpun manns og konu („Hafið þið eigi lesið að skaparinn gerði þau frá upphafi karl og konu," Mt. 19.4) og að hjónaband sé einungis fyrir mann og konu („Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða eitt hold. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur eitt hold," Mt. 19.5-6).

Þú virðist í seinni hluta innleggs þíns tala eins og þér sé gersamlega ókunnugt um, að bæði þingmenn og róttækir prestar stefna að því, að kirkjuleg hjónavígsla samkynhneigðra verði löghelguð á Alþingi og á þingum Þjóðkirkjunnar (prestastefnu og Kirkjuþingi). Reyndu hvorki að blekkja sjálfan þig né aðra í því efni.

En ofréttindin eru fleiri, ég skrifa um það seinna hér á slóðina.

Svo hefurðu ekki svarað í reynd þremur síðustu innleggjum mínum hér – og átt raunar ýmsu öðru ósvarað.

Jón Valur Jensson, 10.5.2010 kl. 04:14

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samkynhneigðir hafa fjölmörg réttindi rétt eins og aðrir í þjóðfélaginu (svarið við 3. spurningu þinni er t.d. hikstalaust JÁ!), en þetta á einna sízt við á hjónabandssviðinu.

Jón Valur Jensson, 10.5.2010 kl. 04:17

51 identicon

ég sé ekkert að því að samkynhneigðir fái að gefa blóð í dag, tæknin er orðinn það mikil og hægt er að rannsaka blóðin vel. Er það ekki rétt hjá mér að þegar maður gefur blóð í fyrsta skiptið að þá er það rannsakað en er ekki notað. Svo fær maður að koma aftur eftir einhvern ákveðinn tíma og gefur þá aftur blóð sem svo er rannsakað og ef það er í lagi þá er það notað.

Það er alltaf einhver hætta við að gefa blóð en HIV smituðum hommum á Íslandi hefur farið fækkandi sem segir manni að hommar eru mun meðvitaðari um þessa hættu en aðrir.

Ég túlka nú orðið ofréttindi þannig að einhver er með meiri réttindi en aðrir, ekki þau sömu.

Ég veit allt um hjúskaparlögin, og er ekkert nema gott um það að segja. Einnig gefurþað prestum val um hvort þeir vilji gifta samkynhneigða. Prestar hafa verið að blessa þetta hjúskaparform en ekki geta gert það lögformlega eins og um gagnkymhneigð pör. Það er í rauninni það eina sem er verið að breyta lögunum þ.e. að prestar geti vígt samkynheygða í lögformlegt hjónaband.

Samkynhneigðir eiga ekki að hafa fjölmörg réttindi eins og aðrir, þeir eiga einfaldlega að hafa þau sömu ekki minna og meira.

Hvað varðar túlkun þína á Biblíuni eru ekki allir sammála sbr. þessi síða hér http://gissurg.blog.is/blog/sannleikur_er_s/entry/350872/. Nú er ég ekki vel að mér í biblíufræðum en þetta er ágæt lesning. Hvernig Biblían hefur verið túlkuð.

en nú segir þú að ef ég hæfur til að ala upp barn afhverju eiga samkynhneigðir ekki líka að fá að gera það ef þeir eru til þess hæfir?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 15:02

52 identicon

Hvað varðar spurninguna þína sem um hvort að rannsóknir sem eru gerðar eða birtar af trúarfélögum að það geri þær ótrúverðugar þá er svarið mitt já. Einfaldlega vegna þess að saga hefur sýnt það. Þeir birta ekkert nema það sé þeim þóknanlegt. T.d. sá ég í einhverri færslu hjá þér þar sem þú talar um þessa rannsókn um hæfi samkynhneigðra sem uppalendur, þá talar þú eingöngu um hversu margir höfðu eða hugsuðu um að stunda kynlíf með sama einstaklingi. Svo var þér bent á að í sömu rannsókn hafi komið fram að stúlku börn hafi hugsað sér mun krefjandi störf svo sem læknar, lögfræðingar og fleira meðan þær sem ólust upp hjá gagnkynhneigðum völdu frekar þessi hefðbundnu kynjastörf.

Þú minnist ekkert á þetta heldur gerir lítið úr þessari niðurstöðu með því efast um hvort samanburðarhóparnir hafi haft svipaðan bakgrunn. Þú í raun gefur þér þær forsendur að svo hafi ekki verið.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 15:13

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er fráleitt, sem þú segir um blóðgjafir, Haraldur. Vegna margra-tuga-falt meiri tíðni HIV-smits meðal samkynhneigðra ena gagnkynhneigðra eru þeir í áhættuhópi (rétt eins og sprautumenn, tattóveraðir og vændiskonur), þótt þeir hafi einhvern tímann komið í blóðskimun og reynzt í lagi. Menn geta með því einfaldlega að sofa hjá öðrum sama kyns verið búnir að smitast áður en varir. Og smitið getur tekið tíma að koma fram. Svo er það ég, ekki þú, sem beygir sig fyrir faglegu mati sérfræðinga í þessu efni. Blóðbankinn – eins og hliðstæðar stofnanir erlendis – á að fá að ráða þessu 100%.

Með þvi að gagnrýna hér hvergi, að baráttumenn samkynhneigðra hafa leyft sér að berjast fyrir slíkri blóðgjöf þeirra (til eru jafnvel dæmi um hótanir í þessa átt úr garði þeirra), þá virðistu vera að taka afstöðu með þeim, það synist mér líka á texta þínum. En þessi blóðgjöf er ekki réttindi, heldur OFRÉTTINDI.

Ég er grískulærður maður, Haraldur, og hef lagt stund á Nýjatestamentisfræði og rannsakað sérstaklega þá Biblíutexta, sem varða þessi mál, m.a. með lestri margra ritskýringarita. Í stuttu máli er sá Gissur Örn, sem þú vísar þarna í (þ.e. grein þess ó-guðfræðilærða manns), hikstalaust á algerum villigötum, bæði í sinni afbökuðu "túlkun" á Róm. 1.26-27 (með alls kyns villum í ályktunum Gissurar) og I. Kor. 6.9-10. Þótt orðið "kynvillingur" sé afar misráðið orð í 20. aldar ísl. þýðingu, þá er ekki nóg að grípa til enskrar þýðingar, "abusers of themselves with mankind," enda fer Gissur með merkinguna þar afvega. Gríska orðið, arsenokoitai, er fullkomlega ljóst og kemur beina leið úr grísku Sjötíumannaþýðingunni á III. Mós. 18.22 með því að skeyta saman tvö orð þar. Páll postuli vitnaði oft í þessa Sjötíumannaþýðingu. Orðið er ekki lýsing á tilfinningalegri vanþókknun, heldur einfaldlega lýsing á verknaði: 'menn sem leggjast [þ.e. til samræðis] (koitai) með karlmanni (arsenos)'. Þetta eitt sér er óheimilt og fær á sig yfirlýsingar um afleiðingarnar (útilokun frá Guðs ríki, I. Kor. 6.9-10, sbr. þó 11. vers) og að þetta sé gagnstætt hinni heilnæmu kenningu kristindómsins (I. Tím. 1.10, sem Gissur hirti ekki um að nefna til viðbótar).

Þar að auki er Páll postuli Krists, útvalinn af honum til að boða sinn sannleika og gerir það í krafti Heilags Anda. Í lútherskri ekki síður en kaþólskri kirkju er hann viðurkenndur sem boðandi Guðs orðs, og Kristur hefur lýst hans orð eins og annarra postula sem hafandi gildi eins og hann hefði sagt þau sjálfur.

Ég tek alls ekki undir málflutning þinn í innlegginu kl. 15:13, það er billegt frá þinni hendi.

Jón Valur Jensson, 10.5.2010 kl. 15:58

54 identicon

Þú talar um ofréttindi þegar samkynhneigðir fara fram á að gefa blóð, enn og aftur þá er þetta einnig spurning um einstaklinginn. Ekki allir samkynhneigðir karlmenn stunda áhættusamt kynlíf. Afhverju ætti að banna þeim að gefa blóð?

fólk er beðið um ð svara spurningum og þar er spurt út í ákveðna þætti t.d. um kynlífshegðun manna, og út frá þeim upplýsingu ætti að vera hægt að ákvarða hvort sá einstaklingur geti gefið blóð. Það eitt og sér að stunda "samkynja" kynlíf er ekki hættulegt frekar en kynlíf gagnkynhneigðra. Aftur á móti er hættulegt ef menn eiga marga rekkjunauta og stunda óvarið kynlíf. Það ætti frekar að ráða því hvort menn megi gefa blóð eða ekki. Það voru 2 samkynhneigðir menn sem smituðust af HIV veirunni á árinu 2008 frekar en ´09 og ef við gefum okkur eftir því sem þú segir á samkynhneigðir séu 1- 2 % ( þó ég telji þá vera mun fleiri) þá eru þetta afskaplega fá tilvik, og ekki hægt að segja að maður sé i einhverjum áhættuhópi.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 16:11

55 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt ekki að þurfa að rífast við mig um þetta, Haraldur. Og hvaða hag hefur þú af því að gefa blóð? Þar verður hagur sjúklinga að ráða, ekki sjálfsálit ykkar. Blóðbankans og sérfræðinga er að ákveða þetta. Þeir gera það ekki á grundvelli nýtíðni-talna frá 1-2 árum og hafa heldur ekki aðstöðu til að fylgjast með kynhegðun hvers og eins samkynhneigðs sem til þeirra kæmi né hafa þeir ástæðu til að treysta þeim blint. Þar að auki umgangast ýmsir samkynhneigðir erlenda menn, einnig kynferðislega. Engrar byltingar er því "von" í þessu máli, meðan hún verður ekki í Danmörku o.s.frv. Þið (þó ekki allir, heldur einungis sumir af ykkar tiltölulega litla hópi) eruð að krefjast OFRÉTTINDA. Ef þið haldið því áfram, munu enn fleiri átta sig á yfirganginum.

Jón Valur Jensson, 10.5.2010 kl. 16:23

56 identicon

Hvaða hag hefur þjóðfélagið á því að þegnar þess gefi blóð? Þetta er ekki minn hagur, en eins og þú bendir réttilega á þá er það hagur sjúklingsins sem skiptir máli. Það að útiloka samkynhneigða einungis af því að þeir eru samkynhneigðir er ekki réttlætanlegt. Það verður að skoða einstaklinginn og hans hegðun. En hvað þetta varðar þá geta samkynhneigðir gefið blóð þrátt fyrir þetta með því einfaldlega að segjast ekki vera hommar. frekar ætti að leyfa samkynhneigðum að gefa blóð og þá einungis þeim sem vegna sinna lífshátta rétt eins og með gagnkynhneigða lifa þannig lífi að þeir geti verið talið hæfir til að gefa blóð. Ég sjálfur er ekki að krefjast þess að fá að gefa blóð, en mér finnst það sjálfsagt að ég fái að gera það. Það að ég megi ekki gefa blóð vegna þess að ég er hommi er rugl. En auðvita á að gilda sömu reglur og um aðra þ.e. ef þú stundar áhættusamt kynlíf þá áttu ekki að vera gefa blóð eins með sprautufíkla,vændiskonur,tattover og ef ég man rétt að þeir sem hafa ferðast til ákveðinna landa.

Einnig eru samkynhneigðir töluvert duglegri við það að fara í "tjekk" hvað varðar kynsjúkdóma og eru þeir mun meðvitaðari um þær hættur. En eins og hefur komið fram þá hafa nýsmitum hjá hommu farið fækkandi síðustu ár. Tölfræðin sýnir það.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 16:35

57 Smámynd: Jón Valur Jensson

Smitið í hommasamfélaginu er ennþá gríðarlega margfalt meira en hjá gagnkynhneigðum.

Svo er ég ekki bankastjóri Blóðbankans. Og þessi mál eiga ekki að ákveðast á Alþingi, það myndi stefna samstarfi lækna hér við erlenda kollega í hættu.

Þú sérð að ég treysti Alþingi alveg til vitlausra ákvarðana – það hefur þegar sýnt það í sambandi við ykkur samkynhneigða með ítrekuðum hætti. Blekkt þing er hættulegt þing. Þekking er dýrmæt, vanþekking hættuleg.

Jón Valur Jensson, 10.5.2010 kl. 16:41

58 identicon

"Í byrjun ársins 2003 hafði greinst 161 einstaklingur með HIV á Íslandi frá því faraldursins varð fyrst vart fyrir rúmum tveimur áratugum. Alls hafa 53 greinst með alnæmi og 36 látist af völdum þess. Frá árinu 1993 jókst árlegur fjöldi smitaðra en frá árinu 1996 hefur dregið úr fjölda þeirra sem greinast með alnæmi og látast af völdum sjúkdómsins. Má þakka það lyfjameðferð sem í flestum tilvikum getur haldið sjúkdómnum í skefjum.

Á síðustu árum voru flestir þeirra sem greindust gagnkynhneigðir. Þetta er gagnstætt því sem var í upphafi alnæmisfaraldursins, en þá voru flestir hinna sýktu samkynhneigðir karlar sem talið var að hefðu smitast við kynmök.

Flestir þeirra sem greinst hafa með smit eru á aldrinum 25-29 ára. Flestir þeirra sem greinst hafa með alnæmi eru á aldrinum 35-39 ára."http://www.landlaeknir.is/pages/785?query=

Hérna kemur skýrt fram að fjölgun nýsmitaðra á meðal gagnkynhneigðra fer fjölgandi en aftur á móti fækkar í hópi samkynhneigðra. Þannig að þetta er ekki lengur vandamál homma heldur allra. 

Einnig kemur fram á vef alnæmissamtakana að konur á aldrinum 18-30 eru í mesta áhættuhópnum miðað við fjölda nýsmitaðra. http://www.aids.is/forvarnir.html

Ættum við þá að banna þeim að gefa blóð?

Reyndar er það nú svo að blóðbankinn ákveður ekki hverjir mega gefa blóð og hverjir ekki, ef ég man það rétt er það alþjóðlega heilbrigðisstofnunin sem ákveður það. 

Mér finnst það lýsa ótrúlegri hræsni og hroka að þú segir að samkynhneigðir beiti blekkingum til að öðlast ákveðin réttindi til jafns við aðra.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 17:16

59 identicon

Hérna eru nokkrir linkar þar sem fjallað er um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um  hæfi smkynhneigðra til að ala upp börn. Einnig er linkur á eina BA ritgerð.

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=6746

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=6774

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=6790

http://skemman.is/bitstream/1946/2273/1/Ma%C3%B0ur%20er%20bara%20alveg%20t%C3%BDndur_fixed.pdf

Svo er hér ei grei sem kom í mrgunblaðinu:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=535371

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 23:34

60 identicon

Hér er enn ein umfjöllun sem hrekur þínar tilgátur: http://hugsandi.is/articles/mega-samkynhneigdir-ekki-eignast-boern-um-roek-gegn-fjoelskyldulifi-homma-og-lesbia/

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 23:46

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi síðastnefnda grein er einhæf, einhliða, boðunarleg og röng í ýmsum atriðum.

Hef ekki litið á hinar greinarnar núna, en vera má, að ég hafi séð einhverjar þeirra áður.

Ofurmæli þín eru á þína ábyrgð, Haraldur Haraldsson, ekki mína!

Í innleggi þínu kl. 17:16 gengurðu enn fram hjá þeirri ábendingu minni, að hópur samkynhneigðra karlmanna er sáralítið brot af þjóðinni (gæti verið um 1,4% í mesta lagi), og þótt nú séu fleiri HIV-nýtilfelli í stóra hópnum (hópi um 98,6% manna a.m.k.), þá breytir það engu um það, að enn er samkynhneigður karlmaður í hlutfallslega meiri hættu á að smitast en gagnkynhneigt fólk.

Þú bætir ekki upp vöntun á röklegum svörum gegn þessu með villandi endurtekningum (það ert þó þú, sem vilt villa um, ekki landlæknir) og enn síður með því að reyna að ásaka mig um "hræsni og hroka".

Svo mega lesendur taka eftir því, að Haraldur gafst upp á að reyna að vefengja raunverulega merkingu Biblíutextanna.

Jón Valur Jensson, 11.5.2010 kl. 01:10

62 identicon

Það hefur þú ávallt haldið fram að samkynhneigðir séu ekki nema um 1,4 % samt hafa rannsóknir bent til þess að sakynhneigðir séu á bilinu 5- 10 %.

Hver voru þessi villandi endurtekningar? Þetta var tekið beint af vef landlæknis. 

Hvað varðar Biblútextann ætla ég ekki að fara rökræða hann við þig, ég sá þessa síðu og benti á hana svo geta aðrir dæmt um það.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 01:20

63 identicon

"

Ályktanir
Eftir að dregið hafði úr nýgengi HIV smits í upphafi 10. áratugar síðustu aldar hefur orðið hægfara aukning á nýgengi sýkingarinnar frá árinu 1993. Á það jafnt við um konur sem karla.

  • Umtalsverð breyting hefur orðið á hlutfallslegri skiptingu áhættuhópa frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart. Samkynhneigðir karlar voru hlutfallslega flestir til ársins 1992. Eftir það hefur gagnkynhneigðum sem smitast við kynmök fjölgað hlutfallslega jafnt og þétt og eru um þessar mundir í meirihluta þeirra sem greinast með smit. Enn sem komið er hefur ekki orðið vart aukningar á smiti meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig.
  • Eftir að öflug lyfjameðferð gen HIV sýkingu kom til sögunnar í ársbyrjun 1996 hefur dregið umtalsvert úr nýgengi alnæmis og dánartölu vegna sjúkdómsins. Enn greinast þó sjúklingar með alnæmi og enn látast sjúklingar vegna sjúkdómsins. Leggja þarf ríka áherslu á að sumir sjúklingar þola ekki lyfjameðferð og hjá nokkrum þeirra hefur veiran myndað ónæmi gegn lyfjunum.
  • Þótt talsverðar framfarir séu í þróun nýrra lyfja sem þolast betur og veiran hefur ekki náð að verða ónæm gegn er höfuðnauðsyn að forðast smit. Lyfjameðferð er ævilöng og reynist mörgum erfið. Meðferðin er jafnframt afar dýr þjóðfélaginu.
  • Brýn nauðsyn er því að efla forvarnir gegn HIV smiti með öllum tiltækum ráðum."

http://influensa.is/Pages/886

Ályktanir
Eftir að dregið hafði úr nýgengi HIV smits í upphafi 10. áratugar síðustu aldar hefur orðið hægfara aukning á nýgengi sýkingarinnar frá árinu 1993. Á það jafnt við um konur sem karla.

  • Umtalsverð breyting hefur orðið á hlutfallslegri skiptingu áhættuhópa frá því að sjúkdómsins varð fyrst vart. Samkynhneigðir karlar voru hlutfallslega flestir til ársins 1992. Eftir það hefur gagnkynhneigðum sem smitast við kynmök fjölgað hlutfallslega jafnt og þétt og eru um þessar mundir í meirihluta þeirra sem greinast með smit. Enn sem komið er hefur ekki orðið vart aukningar á smiti meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta sig.
  • Eftir að öflug lyfjameðferð gen HIV sýkingu kom til sögunnar í ársbyrjun 1996 hefur dregið umtalsvert úr nýgengi alnæmis og dánartölu vegna sjúkdómsins. Enn greinast þó sjúklingar með alnæmi og enn látast sjúklingar vegna sjúkdómsins. Leggja þarf ríka áherslu á að sumir sjúklingar þola ekki lyfjameðferð og hjá nokkrum þeirra hefur veiran myndað ónæmi gegn lyfjunum.
  • Þótt talsverðar framfarir séu í þróun nýrra lyfja sem þolast betur og veiran hefur ekki náð að verða ónæm gegn er höfuðnauðsyn að forðast smit. Lyfjameðferð er ævilöng og reynist mörgum erfið. Meðferðin er jafnframt afar dýr þjóðfélaginu.
  • Brýn nauðsyn er því að efla forvarnir gegn HIV smiti með öllum tiltækum ráðum."

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 01:41

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Það [Því] hefur þú ávallt haldið fram að samkynhneigðir séu ekki nema um 1,4 %, samt hafa rannsóknir bent til þess að samkynhneigðir séu á bilinu 5- 10 %."

Hér ferðu agerlega rangt með Haraldur, þú virðist ekki einu sinni hafa kynnt þér, hvað ég hef sagt um þetta. Með þessum 1,4% (sem líklegu hámarki) var ég ekki að tala um alla samkynhneigða, heldur karlmennina. Lesbíurnar eru þó mun færri, og samanlagt hámark er líklegt að vera um 2,2%, ef svipað er ástatt um Ísland og önnur vestræn lönd. Þó hef ég líka bent á, að virkir samkynhneigðir eru sennilega miklu færri, undir helmingi þessarar tölu.

Þessar tölur (og fleiri) skiljast bezt þegar skoðaðar eru upplýsingarnar í greinum mínum: Hversu algeng er samkynhneigð á Íslandi? (í Fréttabl.) og Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra? (í Morgunbl.). Þar er mjög mikið efni að finna um þetta, all-samanþjappað, og á þessum vefslóðum fylgja þeim fleiri upplýsingar.

Hald þitt, "að samkynhneigðir séu á bilinu 5-10 %," er alveg út úr kú.

Jón Valur Jensson, 11.5.2010 kl. 03:29

65 identicon

Hvernig skilgreinir þú samkynhneigð?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 10:37

66 identicon

Það var rannsókn gerð á vegum Kinsey stofnunarinnar á tíðni samkynhneigðra á 5. og 6. áratugnum og komust þeir að því þá að um 10% karla væru samkynhneigðir. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd vegna framlvæmdar á henni en svo var gerð bresk rannsókn en þar var tíðnin um 5 % þú athugar að þetta er gert á 5. og 6. áratugnum þegar það var algjörlega taboo að vera samkynhneigður, eflaust eru miklu fleiri í dag em þora að viðurkenna sína kynhneigð.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 10:57

67 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna kemurðu enn upp um vanþekkingu þína, Haraldur Haraldsson!

Meira um það seinna.

Jón Valur Jensson, 11.5.2010 kl. 11:34

68 identicon

Jón Valur Jensson, þetta er enginn vanþekking, þú vísar í þínar rannsóknir sem eru ansi "nákvæmar" og fullyrðir að þetta sé sá fjöldi samkynhneygðra hvorki fleiri né færri. Það er ekkert hægt að fullyrða um þann fjölda en margar rannsóknir hafa bent til að  samkynhneigðir eru á bilinu 5-10 %.

Hver er þessi vanþekking?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 12:20

69 identicon

"Homosexuality is one of the three main categories of sexual orientation, along with bisexuality and heterosexuality, within the heterosexual-homosexual continuum. The now longstanding consensus of the behavioral and social sciences and the health and mental health professions is that homosexuality per se is an example of normal and positive variation in human sexual orientation.[1] Currently the most common adjectives in use are lesbian for women and gay for men, though gay can refer to either men or women. The number of people who identify as gay or lesbian — and the proportion of people who have same-sex sexual experiences — are difficult for researchers to estimate reliably for a variety of reasons.[2] In the modern West, major studies indicate a prevalence of 2% to 13% of the population.[3][4][5][6][7][8][9][110][11][12][13] A 2006 study suggested that 20% of the population anonymously reported some homosexual feelings, although relatively few participants in the study identified themselves as homosexual."



  1. ^ a b c American Psychological Association: Resolution on Appropriate Affirmative Responses to Sexual Orientation Distress and Change Efforts
  2. ^ a b LeVay, Simon (1996). Queer Science: The Use and Abuse of Research into Homosexuality. Cambridge: The MIT Press ISBN 0-262-12199-9
  3. ^ a b ACSF Investigators (1992). AIDS and sexual behaviour in France. Nature, 360, 407–409.
  4. ^ a b Billy JO, Tanfer K, Grady WR, Klepinger DH (1993). "The sexual behavior of men in the United States". Family Planning Perspectives 25 (2): 52–60. PMID 8491287. 
  5. ^ a b Binson, Diane; Michaels, Stuart; Stall, Ron; Coates, Thomas J.; Gagnon, John H.; Catania, Joseph A. (1995). "Prevalence and Social Distribution of Men Who Have Sex with Men: United States and Its Urban Centers". The Journal of Sex Research 32 (3): 245–54. http://www.jstor.org/stable/3812794. 
  6. ^ a b Bogaert AF (September 2004). "The prevalence of male homosexuality: the effect of fraternal birth order and variations in family size". Journal of Theoretical Biology 230 (1): 33–7. doi:10.1016/j.jtbi.2004.04.035. PMID 15275997.  Bogaert argues that: "The prevalence of male homosexuality is debated. One widely reported early estimate was 10% (e.g., Marmor, 1980; Voeller, 1990). Some recent data provided support for this estimate (Bagley and Tremblay, 1998), but most recent large national samples suggest that the prevalence of male homosexuality in modern western societies, including the United States, is lower than this early estimate (e.g., 1–2% in Billy et al., 1993; 2–3% in Laumann et al., 1994; 6% in Sell et al., 1995; 1–3% in Wellings et al., 1994). It is of note, however, that homosexuality is defined in different ways in these studies. For example, some use same-sex behavior and not same-sex attraction as the operational definition of homosexuality (e.g., Billy et al., 1993); many sex researchers (e.g., Bailey et al., 2000; Bogaert, 2003; Money, 1988; Zucker and Bradley, 1995) now emphasize attraction over overt behavior in conceptualizing sexual orientation." (p. 33) Also: "...the prevalence of male homosexuality (in particular, same-sex attraction) varies over time and across societies (and hence is a ‘‘moving target’’) in part because of two effects: (1) variations in fertility rate or family size; and (2) the fraternal birth order effect. Thus, even if accurately measured in one country at one time, the rate of male homosexuality is subject to change and is not generalizable over time or across societies." (p. 33)
  7. ^ a b Fay RE, Turner CF, Klassen AD, Gagnon JH (January 1989). "Prevalence and patterns of same-gender sexual contact among men". Science 243 (4889): 338–48. doi:10.1126/science.2911744. PMID 2911744. 
  8. ^ a b Johnson AM, Wadsworth J, Wellings K, Bradshaw S, Field J (December 1992). "Sexual lifestyles and HIV risk". Nature 360 (6403): 410–2. doi:10.1038/360410a0. PMID 1448163. 
  9. ^ a b Laumann, E. O., Gagnon, J. H., Michael, R. T., & Michaels, S. (1994). The social organization of sexuality: Sexual practices in the United States. Chicago: University of Chicago Press.[page needed]
  10. ^ a b Sell RL, Wells JA, Wypij D (June 1995). "The prevalence of homosexual behavior and attraction in the United States, the United Kingdom and France: results of national population-based samples". Archives of Sexual Behavior 24 (3): 235–48. PMID 7611844. 
  11. ^ a b Wellings, K., Field, J., Johnson, A., & Wadsworth, J. (1994). Sexual behavior in Britain: The national survey of sexual attitudes and lifestyles. London, UK: Penguin Books.[page needed]
  12. ^ a b c Norway world leader in casual sex, Aftenposten
  13. ^ a b c Sex uncovered poll: Homosexuality, Guardian

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 12:31

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur segir mig "vísa[] í [m]ínar rannsóknir sem eru ansi "nákvæmar" og fullyrði[] að þetta sé sá fjöldi samkynhneygðra hvorki fleiri né færri," en með þessum orðum sínum virðist hann afhjúpa það, að hann hafi ekki farið inn á þær tvær greinar mínar, í Fréttabl. og Mbl., sem ég lagði svo mikila áherzlu á, en þar koma fram tölur úr mörgum rannsónum, sem ekki gefa allar sömu niðurstöður, en þó langt undir þeim lélegu rannsóknum sem HH hengir sig í (m.a. frá hinum ósiðlega dr. Kinsey, sem fullyrti ekki einu sinni það, sem HH og jafnvel félags- og kynjafræðimenn uppi í Háskóla fullyrða að hann fullyrði!). Ég hef ekki tala' um, að tölurnar sýni "hvorki fleiri né færri", heldur jafnan látið eitthvað þessu líkt fylgja: "í mesta lagi" (t.d. að í mersta lagi séu um 2,2–2,3% manna samkynhneigðir, þar af í mesta lagi um 2,8% karlmanna. Sjá um þetta sérstaklega yfngri greinina mína, í Mbl.: Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra?, þar eru m.a. tölur sem fara niður fyrir 1%, og er þá yfirleitt átt við þá, sem á virkan hátt eru í samkynja kynlífi. Fullyrðingar um 5–10% eru í megnu ósamræmi við margar áreiðanlegar rannsóknir erlendis.

Jón Valur Jensson, 11.5.2010 kl. 13:38

71 identicon

Ég einungis benti á Kinsey rannsóknina og tók það líka fram að hún hafi verið gagnrýnd.Ástæðan er sú að þú hefur vísað til rannsókna sem gerðar hafa verið af þeirra hálfu þannig að hann er þá ekki eins ósiðlegur þegar rannsóknir sem hann gerir eru þér í hag? Einnig hefur Jón ekki lesið síðasta innlegg mitt þar sem kemur fram að mjög erfitt sé að segja til um fjölda samkynhneigðra en samkvæmt rannsóknum erlendis eru þeir á bilinu 2-13 %. Þannig að þegar þú segir að samkynhneigðir séu um 2.2 % finnst mér þú ansi nákvæmur með það. Þegar aðrar rannsóknir sína að fjöldi samkynhneigðra séu á bilinu 2-13%. En allt fer þetta eftir því hvernig rannsóknin er gerð og hvernig rannsakandi skilgreinir samkynhneigð í sinni rannsókn og einnig þeir sem taka þátt í rannsóknunum.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 13:49

72 identicon

Hérna er svo frétt þar sem Svíar leyfa samkynhneigðum að gefa blóð og virðist sem svo að viðhorfsbreyting sé í evrópu hvað þessi mál varðar. http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/12/01/samkynhneigdir_sviar_mega_gefa_blod/

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:34

73 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hvers varstu, Haraldur, að vitna í Kinsey-"rannsóknina" í gærmorgun (11/5) kl. 10:57? var það vegna þess að þú tókst ekkert mark á henni? Nei. Þú nefndir, að hún hefði verið "gagnrýnd vegna framlvæmdar á henni", en tókstu undir þá gagnrýni? Nei. Bentirðu á, hve hrikalega vitlaust hún var framkvæmd (26% þátttakenda voru fangar, og þetta var bara einn af fleiri stórum ágöllum hennar) og að viðmið hennar var ekki, hvort menn VÆRU samkynhneigðir, heldur að þeir teldu sig hafa verið það á einhverju þriggja ára tímabili í ævi sinni? Nei, þú gerðir ekkert af því taginu. Kinsey var siðvilltur maður sem gerði kynferðislegar tilraunir á börnum, gleymdu því ekki.

Þú hefur áfram að boða þau ofréttindi að samkynhneigðir gefi blóð. Þú færð hvorki mig né heilbrigðisyfirvöld yfir landi okkar til að taka undir með þér – og heldur ekki þjóðina, alveg sama hvernig Svíar haga sér.

Svo heldurðu áfram að segja, að ég sé "anzi nákvæmur með það" að samkynhneigðir séu 2,2%. Hve oft á ég að segja þér, að talan kann að vera langrum lægri? Í grein minni í Mbl.: 'Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra?' segir m.a. strax í 2. málslið:

"Æ meir hallast ég að því, að hlutfall samkynhneigðra á Íslandi nái naumast 2,2%, eins og meðaltalið bendir þó til úr ýmsum könnunum frá árunum 1994–2004 í Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi (sjá grein mína í Fréttabl. 28. apríl 2005). Tel ég alls ekki ólíklegt að hlutfallið sé í raun um eitt prósent, eins og ýmsar aðrar erlendar kannanir benda til.

Þar má í 1. lagi nefna könnun kanadískra stjórnvalda 2003, þar sem 1,3% karla 18-59 ára og 0,7% kvenna töldu sig samkynhneigð. [2]

Í 2. lagi má benda á könnun, sem fjallað var um í The New York Times 15.4. 1993 í grein F. Barringer: 'Sex Survey of American Men Finds 1% Are Gay' (þar er þó aðeins verið að tala um karlmenn, en þeir eru jafnan með hærri tíðnitölur í þessu efni en konur).

Í 3. lagi bendi ég á rannsóknir í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi (Stall, Gagnon o.fl. 1990, Sell, Wells og Wypij 1995), þar sem meðalhlutfall þeirra karlmanna, sem höfðu eingöngu mök við sama kyn næstu fimm árin á undan, var 0,87%; hjá konum var það 0,32% [3].

Í 4. lagi er vitað að samkynhneigð er algengust í "þróuðu" stórborgarlífi og miklu fágætari í dreifðari byggðum. Íslenzkt samfélag er trúlega enn sem komið er nær uppruna sínum en þéttbýlið í engilsaxneskum löndum. Ég geri mér þó grein fyrir því, að tíðni samkynhneigðar getur hækkað hér, ef menn leiðast inn í hana fyrir áhrifagirni sakir eða hún fer að þykja 'svöl' og komast í tízku, eins og dæmi og teikn eru um, enda er þessi kynlífsháttur ekki bundinn við arfgengi, heldur getur komið og farið; jafnvel Kinsey-stofnunin viðurkenndi með rannsókn birtri 1970 að 84% samkynhneigðra höfðu skipt um kynhneigð a.m.k. einu sinni, 32% tvisvar og 13% fimm sinnum! [4]

Í 5. lagi vekur athygli að í árslok 2004 eru í mesta lagi 96 pör í staðfestri samvist á Íslandi [5], þrátt fyrir að það lögverndaða sambýlisform hafi þá verið leyft undangengin átta og hálft ár.

Í 6. lagi má líta til þess hve sárafáir félagsmenn hafa verið í Samtökunum '78: 1999 var fjöldi þeirra svipaður og fyrri ár eða 185 (Samtakafréttir, marz 1999, s. 14). Væri það svo, sem málsvarar þessa hóps halda blákalt fram, að samkynhneigðir, fullorðnir Íslendingar séu 15–20.000 manns, jafnvel enn fleiri, þá hlyti félag þeirra að teljast með eindæmum fámennt, að hafa ekki nema um 1% allra homma og lesbía innan sinna vébanda! ..."

(Sjá neðanmálsgreinar í vefútgáfunni af greininni sjálfri.)

Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 02:44

74 identicon

Jú ég benti á hana og sagði að hún hafi verið gagnrýnd, en svo minntist ég líka á aðra rannsókn sem hafi verið gerð í Bretlandi. Ást´ðan fyrir því að ég benti á hana er vegna þess að þú hefur verið að benda á rannsóknir frá þessari stofnun og gerir enn nú í síðasta innleggi þínu.

Ef þú hefur lesið fréttina þá er þeim samkynhneigðu einstaklingum sem hafa ekki stundað kynlíf í ár leyft að gefa blóð. Ég tel að maður sem hefur ekki gert slíkt sé ekki í neinum áhættuhópi.

Ég tel það bara tímaspursmál hvenær samkynhneigðir fái að gefa blóð.

Hvað varðar fjöldan vísa ég til fyrra innlegs míns og þá sérstaklega þessa setningu: "The number of people who identify as gay or lesbian — and the proportion of people who have same-sex sexual experiences — are difficult for researchers to estimate reliably for a variety of reasons.[2] In the modern West, major studies indicate a prevalence of 2% to 13% of the population.[3][4][5][6][7][8][9][110][11][12][13] A 2006 study suggested that 20% of the population anonymously reported some homosexual feelings, although relatively few participants in the study identified themselves as homosexual."

Hvað varðar staðfestingu samvista og hversu fáir hafa farið þá leið tel ég ástæðuna einfaldlega vera sú að þetta er svo nýtt úrræði sem samkynhneigðir hafa þarna. 

Hver ástæðan er fyrir því afhverju það eru svona fáir í samtökunum kann ég ekki skýringu á, ég t.d. hef aldrei verið skráður í þau né margir af mínum vinum.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 11:55

75 identicon

en hversu margir í þessari kanadísku könnun sögðust vera samkynhneigðir?

Það er mikill munur á að VERA samkynhneigður og TELJA sig vera samkynhneigðan. Ef 1% af kanadísku þjóðinni telur sig vera samkynhneigða hversu margir eru þá samkynhneigðir? Þannig gætum við túlkað þessa rannsókn þannig að 1% af kanadamönnum eru ekki viss hvort þeir séu sam- og eða gagnkynhneigðir.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:24

76 identicon

Enn og aftur ýtreka ég það að það skiptir máli hvernig menn skilgreina samkynhneigð.

Það er þeir sem laðast að sama kyni bæði tilfinningar- og kynferðislega. Það þýðir ekkert að vera tala um virka og óvirka í þessum málum.Annað hvort ertu sam-, tví- eða gagnkynhneigður. Hef aldrei heyrt talað um óvirkan eða virkan gagnkynhneigðan karlmenn eða konur. Fyrir því geta verið margar ástæður.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:28

77 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur, þú virðist engan veginn gera þér grein fyrir vonzku heimsins – "jafnvel" þessa samherja þíns, Alfreds Kinsey. Littu á þetta úr tilvitnaðri grein minni:

Veit ég vel, að "rannsóknir" skordýrafræðingsins dr. Alfreds Kinsey á kynlífsháttum fólks, sem fram fóru fyrir 55–65 árum, urðu baráttuliði samkynhneigðra átylla til þess síðar að halda 10%-tölunni sem heilögum sannleik að bandarísku þjóðinni. En sú rannsókn byggðist á sjálfboðaliðum og ódæmigerðum þjóðfélagshópum, m.a. leitað sérstaklega á samkomustaði samkynhneigðra; einnig var þar fjöldi kynferðisbrotamanna, og 26% þátttakenda voru refsifangar, en könnunin að auki framkvæmd á hlutdrægan, jafnvel óskammfeilinn hátt (einkum á ungbörnum). [6] Eins og þetta væri ekki nóg, voru niðurstöður Kinseys oftúlkaðar af síðari tíma baráttumönnum, m.a. með því að fullyrða að 10% fólks væri samkynhneigt. En 10%-talan í Kinsey-skýrslunni (byggð eins og hún var á öllum hans ranggefnu forsendum) var niðurstaða hans um karlmenn sem samkynhneigðir hefðu verið þrjú ár milli 16 og 55 ára aldurs; hins vegar taldi hann að 4% karla væru alfarið hommar allan sinn fullorðinsaldur. [7]

Rannsóknirnar sem ég gerði grein fyrir í Fréttablaðinu og hér ofar eru hins vegar nýlegar og ólíkt vandaðri en falsiblandin Kinseyskýrslan og mistúlkanir hennar. En fyrir þeim gervivísindum falla þó tvær íslenzkar félags- og kynjafræðakonur kylliflatar (RT og ÞÞ), sem sést í pistlum þeirra á Vísindavefnum. [8] Aðrir apa svo upp villuna! Alvöruþrungnar staðhæfingar þessa fólks með fræðaskikkjuna á herðunum, þess efnis að 10% Íslendinga séu hommar og lesbíur, eru grátbroslegar, enda ekki mark á þeim tekið í fræðaheiminum erlendis.

Ekki held ég því fram að samkynhneigðir Íslendingar séu svo fáir sem u.þ.b. 200 (sbr. 5.-6. lið hér ofar). Jafnvel einungis 1% fullorðinna eru 2.200 manns (að öldungum meðtöldum). En ljóst er að fullyrðingarnar djörfu [m.a. frá Kinsey sem og Þorvaldi Kristinssyni, sem var form. Samtakanna '78 um 10 ára skeið, auk félagsfræði-kennaranna vestur í Háskóla! (innsk. hér)] um fjölda homma og lesbía eru nálægt fjórum eða jafnvel 5–10 sinnum hærri en nýlegar, erlendar kannanir gefa vísbendingar um.

[6] Sjá t.d. greinina 'Kinsey and the Homosexual Revolution' eftir Judith Reisman, Ph.D., á vefslóðinni http://www.leaderu.com/jhs/reisman.html – og 'Kinsey´s Fraud and its Consequences for Society' eftir Raquel M. Chanano, á vefslóðinni http://www.ewtn.com/library/ISSUES/KINSEY.TXT – sbr. einnig http://www.catholiccitizens.org/press/pressview.asp?c=3540.

[7] Sbr. hið fróðlega rit eftir Stanton Jones, Ph.D., og Mark A. Yarhouse, Psy.D.: Homosexuality: The Use of Scientific Research in the Church's Moral Debate, 2000, bls. 34–37.

[8] Sjá visindavefur.is/ – tvær greinar þar:

1) 'Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?' eftir Þorgerði Þorvaldsdóttur, sagn- og kynjafræðing. Þar segir orðrétt: "... Út frá þessari könnun Kinseys er síðan komin sú viðmiðunartala að samkynhneigðir séu um það bil 10% af heildar fólksfjölda (í vestrænum samfélögum)." – Með þessari klausu er höfundur pistilsins að koma upp um algera vanþekkingu sína á því, að þessi rannsókn Kinseys var að engu hafandi sem alhæfingargrunnur yfirlýsinga um almenna kynhneigð manna, vegna þess að rannsóknin var framkvæmd á gersamlega vitlausum forsendum, úrtakið óhæft og rannsóknarmennirnir sjálfir margir hverjir stórvafasamir, eins og menn geta kynnt sér með lestri heimildanna í neðanmálsgrein [6].

2) 'Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?' eftir Rannveigu Traustadóttur, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ. Þar segir orðrétt: "Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað við að um 10% fólks sé samkynhneigt" (sic!). Þarna er þetta sett fram algerlega gagnrýnislaust og ekki orð um það meir! Sami höfundur hefur víðar haldið þessu fram og treyst á Kinsey og rangtúlkanir hans, jafnvel með afdrifaríkum afleiðingum fyrir umfjöllun um þessi mál í stjórnkerfinu. Verður það efni í frekari afhjúpunarskrif á næstunni.

Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 14:44

78 identicon

Ég hef bent þér á fleiri rannsóknir en bara Kynseys, en þú virðist vera fastur í henni. Taktu nú eftir, Kynsey rannsóknin gaf til kynna að 10% mannfólks væri samkynhneigðir, aftur á móti var sú rannsókn harðlega gagnrýnd. Ein önnur rannsókn sem gerð var í Bretlandi benti hins vegar á að samkynhneigðir væru í kringum 5 %. Svo hef ég einnig komið inná það að það er mjög erfitt að áætla fjölda samkynhneigðra í heiminum en rannsóknir hafa bent til að þeir eru á bilinu 2-13%. Ástæða þess að erfitt er að áætla fjöldan er sú hvernig fólk skilgreinir samkynhneigð. Þannig að þú ert algjörlega útúr kú þegar þú fullyrðir að samkynhneigðir séu ekki fleiri en 2,2% . Gleymdu nú Kinsey rannsókninni og einnig ættir þú ekki að vera vísa til rannsókna á þeirra vegum.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:55

79 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Haraldur, þú virðist ekki hafa mikla athygli sem lesari. Taktu nú eftir, Kinsey-rannsóknin gaf EKKI til kynna, "að 10% mannfólks væri samkynhneigðir," heldur að 10 af hundraði alls óvenjulegrar samsetningar KARLMANNA væru samkynhneigðir, þegar búin var til sú skilgreining, hvort menn næðu því að hafa talið sig með samkynhneigðar tilfinningar í þrjú ár. En t.d. fangar í aflokuðum heimi fangelsa hneigjast oft út á þessa braut, einnig hermenn (t.d. í Víetnam á sínum tíma), af því að kvemenn eru víðs fjarri. Svo er hlutfall homma og lesbía gjarnan um 3,7 á móti 1,7, þannig að jafn-fráleitt er af þér og Rannveigu Traustadóttur félagsfræði-prófessor og Þorgerði Þorvaldsdóttur kynjafræðingi að breyta 10% þessarar skrýtnu samsetningar karlmanna í 10% alls mannfólksins, karla og kvenna!

Ég gleymi ekki Kinsey-rannsókninni, en hef sagt nóg um hana hér í bili. Hitt var algert stílbrot hjá þér, nei, opinberun annaðhvort fáfræði þinnar eða fífldirfsku, að hafa yfirleitt leyft þér að nefna þá "rannsókn"!

Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 16:03

80 identicon

Hef ég einhverstaðar haldið því fram að samkynhneigðir væru 10% allra manna? Ef svo er dreg ég það til baka, þar sem ég hef sagt er að samkynhneigðir séu á bilinu 2-13% og afhverju segi ég það jú vegna þess að það hefur verið erfitt að áætla þann fjölda. Hvað Kinsey rannsóknina varðar þá vitnaði ég í hana þar sem ég sá hana koma fram í BA. ritgerðinni sem ég vísaði til hér að ofan. Ég hef aldrei sagt að hún sé rétt, heldur að þar kom fram eins og þú bendir réttilega á 10 af hundraði manna hafi haft þessar hvatir. En í sömu setningu bendi ég svo á aðra rannsókn sem gerð hafði verið sem benti til að samkynhneigð sé um 5 %. En þú ákveður að skauta framhjá því eins með þær tilvísanir sem ég kem með í innleggi mínu 11.05 kl. 12:31. En heldur samt áfram með Kinsey rannsóknina. Þetta segir mér það að þú ert kominn í rökþrot með þínar fullyrðingar.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 16:23

81 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég "bendi" hvergi á – og sízt "réttilega" – að "10 af hundraði manna hafi haft þessar hvatir," heldur hafna ég því algerlega aftur og aftur, að jafnvel bara samkynhneigðir karlmenn séu svo margir, því að hópur Kinseys var gersamlega órepresentatívur. Skill you?

Þessi 13% þín eru gersamlega út í hött. Ég hafna einnig þessum 5%-niðurstöðum. Þorri rannsókna gefur til kynna tölur á bilinu 2–2,5% (samanlagt fyrir bæði kynin), en mun lægri, ef átt er við virka samkynhneigða, jafnvel niður í 0,8% eða neðar!

Jón Valur Jensson, 12.5.2010 kl. 19:44

82 identicon

Þegar ég talaði um 10 af hundraði átti ég við niðurstöðu úr Kinsey rannsókninni eins og þú bentir á.

En eins og ég hef sagt eru samkynhneigðir á bilinu 2-13% ekki að þeir séu 13% heldur þarna einhverstaðar á milli.  Vísa ég til fyrra innlegs míns og rannsókna sem gerðar hafa verið.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:16

83 identicon

"How many gay people are there in the United States?
The Williams Institute at the UCLA School of Law, a sexual orientation law and public policy think tank, estimates that there are 8.8 million gay, lesbian, and bisexual persons in the U.S based on the 2005/2006 American Community Survey, an extension of the U.S. Census (Gary J. Gates, 2006, "Same-Sex Couples and the Gay, Lesbian, Bisexual Population: New Estimates from the American Community Survey").

Why is this number an estimate?
The number of LGB persons in the U.S. is subjective. Studies pointing to the statistics are  estimates at best. The most widely accepted statistic is that 1 in ever 10 individuals is LGB; however research shows that the number may be more like 1 in 20.

Of course, this all depends on one's definition of gay (which may vary by study) and the participants willingness to identify as gay, bi, lesbian or transgender. So, why can't the actual number of GLB people be counted? There are many things to consider when trying to count the number of GLBT persons.

What do the experts say?
When asked about GLB population statistics, Gary J. Gates, a Senior Research Fellow at The Williams Institute on Sexual Orientation Law and Public Policy, says:

"That's the single question that I'm asked the most. The answer is unfortunately not simple. I'll respond with a question. What do you mean when you use the word 'gay'? If you mean people who identify as gay, lesbian, or bisexual in a survey, then the answer is that it's likely not one in ten, but closer to one in twenty. A recent government survey found that 4 percent of adults aged 18-45 identified as 'homosexual' or 'bisexual.' A similar proportion of voters identify as GLB. If you define gay as having same-sex attractions or behaviors, you do get higher proportions that are a bit closer to the one in ten figure." Read more of my interview with Gary Gates. "

Tekið af vef: http://gaylife.about.com/od/comingout/a/population.htm

Svo er hér viðtalið við Gary Gates:

"Gary Gates is a Senior Research Fellow at The Williams Institute on Sexual Orientation Law and Public Policy, a think tank dedicated to the field of sexual orientation law and public policy. The Institute plays an integral role in providing LGBT research findings to lawmakers and the media to help them make better LGBT policy decisions.

In this interview Gary Gates opens the book on how The Williams Institute is changing public policy, the gayest spot in the country and the truth about the 1-in-10 gay myth.

When did your interest in public policy, specifically gay and lesbian issues, begin?

I’ve always been a bit of a political junkie. I hurried home from elementary school to watch the Watergate hearings. But my real foray into gay and lesbian policy began in the early 1990s when I was Director of the AIDS Intervention Project, an AIDS service organization in the Altoona/Johnstown area of western Pennsylvania (Johnstown is my hometown). From there I moved to Pittsburgh where I worked on state-level HIV prevention policy. Both of those jobs strongly motivated my desire to pursue gay and lesbian topics in my doctoral dissertation work and subsequent research.

You co-authored The Gay & Lesbian Atlas, which gives a geographic and demographic view of the gay and lesbian population in the U.S. What's the most interesting finding in the book?

Census 2000 (the data used in the book) marked the first time that we had official government data to confirm that lesbian and gay people live virtually everywhere in the United States (99.3% of all counties). Of course, we knew that before the Census, but making it “official” was important as it became harder for politicians, businesses, and other policy makers to argue that GLBT issues were not relevant in their locality. As to the most interesting finding from the book, perhaps the most talked about finding was that more than one in five same-sex couples are raising more than a quarter million children. The things I find most interesting are what I call the “who knew?” findings. These include:

  • Mississippi is the state where same-sex couples are most likely to be raising children (more than 40 percent of same-sex couples are raising children there).
  • Houston is home to one of the “gayest” neighborhoods in the country (Montrose).
  • Your odds of finding an African-American same-sex couple are highest in Sumter, SC and your odds of finding a Latino/a couple are best in McAllen, TX
Most go with the convention that 1 in 10 people is gay. Is this a myth and if so, what is the number?



That’s the single question that I’m asked the most. The answer is unfortunately not simple. I’ll respond with a question. What do you mean when you use the word “gay”? If you mean people who identify as gay, lesbian, or bisexual in a survey, then the answer is that it’s likely not one in ten, but closer to one in twenty. A recent government survey found that 4 percent of adults aged 18-45 identified as “homosexual” or “bisexual”. A similar proportion of voters identify as GLB. If you define gay as having same-sex attractions or behaviors, you do get higher proportions that are a bit closer to the one in ten figure.



How effective has the Williams Institute been in influencing policy decisions?



Williams Institute work is cited frequently in the media and is used by legislators, litigators, and other policy makers as they debate issues important to the GLBT community. Williams Institute staff members have testified before state legislatures and have presented work at federal Congressional briefings. We are viewed as an authoritative source for accurate and objective information about the GLBT community. To give you two examples of some work that has had high impact, our Research Director Lee Badgett and our Executive Director Brad Sears authored a series of reports quantifying the budget impact of granting marriage rights to same-sex couples in several states. These reports have been used by legislators to prove that equal rights for same-sex couples are not costly. That eliminates at least one of the excuses that some “on the fence” legislators have been known to use to avoid backing gay rights legislation. As another example, my own estimate of the number of GLB people currently serving in the U.S. military (65,000), has been cited in Congress and in a wide variety of media outlets to demonstrate that even in the face of the “Don’t Ask, Don’t Tell” policy, large number of GLB individuals serve their country in the military.



In addition to a BS in Computer Science and a PhD in Public Policy and Management, you have a Master of Divinity degree from St. Vincent Seminary. Some would think that's an interesting combination. What led you on a journey from science to faith to policy?



That’s a very long and complicated story and I’m not even sure that I completely understand all of the dynamics that led me along this rather circuitous route. The movement from computer science to the seminary was in large part a reflection of my desire to change course in my life. While it turned out that the priesthood was not the appropriate change for me, it did lead me into the direction of community service. While in seminary, I volunteered for the Pittsburgh AIDS Task Force and after I left the seminary, I became Director of the AIDS Intervention Project. That work motivated my interest in public policy, specifically policy focused on the GLBT community.



Are you active in the church today?



No. Part of my journey through the seminary included the realization that many of my core beliefs conflict with those of institutionalized religion. "

http://gaylife.about.com/od/index/a/garygates.htm

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:33

84 identicon


"It is very difficult to calculate even the approximate number of gay people. Even when estimating roughly how many people are gay in any place, the following points have to be kept in mind:1

  • How many people we estimate are homosexual depends on how we define homosexuality.
  • Many more people experience sexual feelings for someone of the same sex than report recent sexual experience with someone of the same sex.
  • Because homosexuality is stigmatised it is more likely to be under than over reported."
"

Statistics regarding numbers of gay and lesbian people in Britain come from surveys done in 1990 and again in 2000. Between 1989-1990, a National Survey of Sexual Attitudes and Lifestyles (NATSAL) of nearly 19,000 people was undertaken in Britain. The survey examined a cross section of people throughout the country, and looked at their sexual attitudes and behaviour, including people's same sex sexual experiences. The NATSAL survey was repeated between 1999-2001; this time the subject group involved less people, at just over 11,000. The results of the study provide us with an interesting comparison of how same sex sexual behaviour is changing in Britain.

Among men they found the following results:


NATSAL I (%) 1990NATSAL II (%) 2000
Ever had a sexual experience, not necessarily including genital contact, with a partner of the same sex?5.38.4
Ever had sex with a same sex partner, including genital contact?3.76.3
Have you had a same sex partner in the last five years?1.42.6

And among women they found these results:


NATSAL I (%) 1990NATSAL II (%) 2000
Ever had a sexual experience, not necessarily including genital contact, with a partner of the same sex?2.89.7
Ever had sex with a same sex partner, including genital contact?1.95.7
Have you had a same sex partner in the last five years?0.62.6

The differences in the two NATSAL surveys clearly indicate the changes that have been occurring in people's same sex sexual attitudes and behaviours. The greatest change is highlighted in the increase in women who have indicated that they have had a same sex sexual experience, not necessarily including genital contact, as this increased from 2.8% in 1990 to 9.7% in 2000. More men said that they had had a same sex sexual experience too, up from 5.3% in 1990 to 8.4% in 2000, thus showing that either same sex sexual behaviour is on the increase or people are more willing to report it.

When looking at same sex sexual attraction, and not necessarily sexual experience, the figures have also changed over the ten-year period, with women showing the most significant difference. In 1990, 93.3% of men said they had only ever had sexual attraction towards the opposite sex, whilst by 2000 this had fallen to 91.9%. 93.6% of women in 1990 said they had only ever been attracted to men, but by 2000 this had dropped to 88.3%. From this we can therefore deduce that 11.7% of women and 8.1% of men have felt a sexual attraction towards the same sex at least once in their lives.2 3

How many young gay people are there in Britain?

Among men they found the following results:


NATSAL I (%) 1990NATSAL II (%) 2000 16-17 yrs18-19 yrs20-24 yrsNATSAL II Average, 16-24 years
Ever had a sexual experience with a same sex partner?4.31.25.66.34.3
Ever had sexual intercourse/genital contact with a same sex partner?2.41.22.34.22.6

And among women they found these results:


NATSAL I (%) 1990NATSAL II (%) 2000 16-17 yrs18-19 yrs20-24 yrsNATSAL II Average, 16-24 years
Ever had a sexual experience with a same sex partner?3.05.19.712.69.1
Ever had sexual intercourse/genital contact with a same sex partner?1.42.54.66.54.5

By adding the three figures for each category in NATSAL II, and getting an average percentage, we can at least gain some comparison between the two sets of data. The differences are again most apparent in women, especially in the sexual experience category, with the figure rising from only 3.0% in 1990 to 9.1% in 2000. The differences in men are less obvious, with the average for sexual experience for 2000 being the same as 1990, at 4.3%. What you can deduce from the male data is that same sex sexual experience does increase more rapidly over the age of 18 years; the data for 18-19 years and 20-24 years, at 5.6% and 6.3% respectively, is higher than the whole 16-24 year average of 4.3%.

How many gay people are there in America?

As well as the problems outlined above in estimating the number of gay people, the geographical size and dense population presents an additional problem for anybody trying to calculate the number of gay people in America.

However, Alfred Kinsey carried out research in the 1940s and 1950s into the sexual behaviour of 12,000 men and women in America.4 Although his work has been heavily criticised it remains a rare and relatively authoritative study of sexual behaviour in America.

Amongst the men he found:

  • 37% reported some homosexual contact;
  • 13% reported more homosexual than heterosexual contact;
  • 4% reported exclusively homosexual contact.

Amongst the women he found:

  • 13% reported some homosexual contact;
  • 4% reported more homosexual than heterosexual contact;
  • 1% reported exclusively homosexual contact.

From these results Kinsey realised that not only were few people exclusively homosexual, but also far from the vast majority, particularly of men, were exclusively heterosexual. This led him to develop an orientation scale, which had exclusively heterosexual and exclusively homosexual at opposite ends with a wide middle range to cater for the majority of people who were neither.

More recently, data has been collected in America, during the ten-year national census, on married and unmarried-partner households. They did not ask the actual sexual orientation of the respondents, so there is no measure of single gay people, nor is there a measure of those gay people in committed relationships but not living together. Whilst the census cannot give us a figure for the number of people who are gay in America, it can inform us on how many same-sex partnership households identified themselves in the survey. The 2000 census tells us that

  • there are 105.5 million households in the USA;
  • 5.5 million of these consist of unmarried partnerships;
  • of these, 595,000 consist of same sex partners.

This can be interpreted as there being nearly 1.2 million gay people living with a same sex partner in America. This is a huge increase from the 1990 census, which identified only 145,000 same sex unmarried households. As with the NATSAL survey in the UK, there is undoubtedly a large amount of under reporting in these sorts of surveys. Possible explanations of this include continued prejudice and discrimination against gay people.5

There have been various other surveys in the US that have tried to measure numbers of gay people. An analysis of these surveys by the Human Rights Campaign came up with this conclusion:

"In the last three elections, the Voter News Service exit poll registered the gay vote between 4 percent and 5 percent. While concluding that the Census 2000 undercounted the total number of gay or lesbian households, for the purposes of this study, we estimate the gay and lesbian population at 5 percent of the total U.S. population over 18 years of age, (209,128,094). This results in an estimated total gay and lesbian population of 10,456,405. A recent study of gay and lesbian voting habits conducted by Harris Interactive determined that 30 percent of gay and lesbian people are living in a committed relationship in the same residence. Using that figure, we suggest that 3,136,921 gay or lesbian people are living in the United States in committed relationships in the same residence." 6

So, if we accept that the data presented by the Human Rights Commission is indeed indicative of the real numbers, then it shows that the census data is only showing up a small percentage of the actual number of gay people living in America. Until, however, a nationwide survey is done, asking questions on sexual attitudes and behaviour, then we can only use data and analyses, such as the ones above, to work out an answer to the question of gay people living in America.

How many gay people are there around the world?

Very little research has been carried out into the frequency of same-sex behaviour in non-Western countries. However, the studies carried out in the US and the UK reveal a diversity of sexual identities, which it is reasonable to presume are equally prevalent throughout the world. Widespread stigmatisation and criminalisation of same-sex behaviour in many countries prevent gay men and lesbians from openly expressing their sexuality. This has led to an invisibility of gay identities. This does not mean that gay people do not exist in these places, but in fact highlights the importance of increasing recognition of gay communities - something that is important in its own right, but also crucial for HIV prevention.

In Africa, for example, political and cultural leaders have consistently denied the existence of homosexuality in their communities. In 2004, the President of Nigeria declared that homosexuality “is clearly un-Biblical, un-natural, and definitely un-African”.7 However, gay and lesbian Africans have become increasingly vocal as global movements have opened up public discussions about sexuality and gender. Consequently, a significant minority of self-identified gay men and lesbians has emerged throughout the continent.8

The Kenyan government announced plans in 2009 to carry out a nationwide survey to gain a better understanding of the numbers of gay people living in the country.9 Such a survey would be the first of its kind to be carried out in Africa, and provide important information for HIV prevention. However, Kenya's plans also highlight the barriers to establishing such estimates. The prospects of gathering accurate information are limited in an environment where homosexuality is stigmatised and criminalised; sex between men is punishable by up to 14 years imprisonment in Kenya.10

State-led homophobia continues to be a serious issue in many African countries, and around the world.11 Reliable data on numbers of gay people cannot be gathered until such policies are reformed, and social attitudes begin to change.

The increasing visibility of gay people

Throughout history there have always been people who have had homosexual feelings and experiences. In some cultures, at some times, these feelings have been celebrated rather than stigmatised. However, major changes towards the end of the twentieth century have increased the visibility of gay and lesbian people, their lifestyles and the issues they face.

“Challenging the invisibility of gay people in the public sphere has made it possible for many more people to express their sexuality openly”

This has been particularly noticeable in popular media. India attracted international attention in 2009 with reports of the first gay love scene in a Bollywood film.12 Even before homosexuality was decriminalised in India, a small number of Bollywood films were recognised for their realistic and sensitive representation of gay characters.13 The most significant changes have been seen in Europe and the US. There are gay and lesbian characters and story-lines in soap operas – for example, ER (US), Queer as folk, The OC (US), Hollyoaks (UK) – as well as situation comedies like Will and Grace (US), Sex in the City (US) or Absolutely Fabulous (UK). There have also been very powerful gay, lesbian and bisexual images and image-makers in popular music and culture, such as Elton John, K.D. Lang, Pet Shop Boys, Will Young, REM and George Michael. Programmes where contestants rely on public telephone votes to remain or to win have been won by out gay and lesbian people, for example Big Brother (UK), Fame Academy and Popstars (UK).

At the same time there have been a series of important struggles for gay and lesbian equality, and to counter homophobia. In Britain this has been marked by demands for the right to be parents (adoptive and natural), the right to fair treatment at work, and so on. These have, as has often been intended, attracted considerable media, political and legal attention. Gay rights movements have gathered strength around the world and are increasingly interlinking with mainstream human rights organisations. In Mozambique the Human Rights League sponsored the country's first seminar on gay rights and is helping lesbian, gay, bisexual and transgender groups to obtain official recognition.14 In 2009, the prosecution of nine gay activists in Senegal was met with such national and international opposition that the sentences were later repealed and the men released.15

These changes may have given the impression that homosexuality is now more prevalent than at any other time. This is not the case. However, challenging the invisibility of gay people in the public sphere has made it possible for many more people to express their sexuality openly.16"

http://www.avert.org/gay-people.htm

  1. AVERT, "Talking about Homosexuality in the Secondary School" [PDF]
  2. 'National Survey of Sexual Attitudes and Lifestyles I', Kaye Wellings, Julia Field, Anne M. Johnson, et al, Penguin, 1994, 0140158146
  3. 'National Survey of Sexual Attitudes and Lifestyles II: Reference Tables and Summary Report', Bob Erens, Sally McManus, Alison Prescott, et al, National Centre for Social Research, 2003, 1904599028
  4. The Kinsey Institute, 'Data from Alfred Kinsey's studies'.
  5. US Census Bureau (2003, February), 'Census 2000 Special Reports: Married-Couple and Unmarried-Partner Households'
  6. 'Gay and Lesbian Families in the United States: Same-Sex Unmarried Partner Households. A Preliminary Analysis of 2000 United States Census Data'. August 22, 2001, David M. Smith, and Gary J. Gates, Human Rights Campaign
  7. Gay Times (2009, April), 'What in the world'.
  8. International Gay and Lesbian Human Rights Commission (2007), 'Off the map: how HIV/AIDS programming is failing same-sex practicing people in Africa'.
  9. TIME (2009, 7th November), 'In fight against AIDS, Kenya confronts gay taboo'.
  10. International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association (2009), 'Kenya law'.
  11. ILGA (2009), 'State sponsored homophobia: a world survey of laws prohibiting same sex activity between consenting adults'.
  12. Pinknews (2009, 7th December), 'Bollywood's first gay love scene'.
  13. Queer Media Collective (2008), 'QMC Awards 2008: Best Treatment of Queer Issues in a Popular Film – Reema Kagti, for Honeymoon Travels Pvt. Ltd.'
  14. International Gay and Lesbian Human Rights Commission (2007), 'Off the map: how HIV/AIDS programming is failing same-sex practicing people in Africa'.
  15. BBC (2009, 20th April), 'Senegal gay convictions quashed'.
  16. Gay Times (2009, April), 'What in the world'.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 20:43

85 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega liggur mikið við hjá þér, Haraldur, í þessari baráttu þinni, að þurfa að demba inn á lesendur hér heilu netsíðunum úr erlendum málgögnum samkynhneigðra.

Kaflinn 'How many gay people are there around the world?' er hér afar takmarkaður, horfir í raun einungis til Afríku, með litlum upplýsingum.

Hinar all-ýtarlegu og umfangsmiklu brezku kannanir NATSAL I (1989-1990, 19.000 manna úrtak um allt Bretland) og NATSAL II (1999-2000, 11.000 manna úrtak þar) sýna aukningu á 10 ára tímabili á flestum sviðum í skráðum tilfellum sem gætu gefið til kynna samkynhneigð, en allt eins tilraunir í kynlífi, því að 1-2 tilfelli nægja til að menn svari "já" við spurningunum: "Ever had a sexual experience, not necessarily including genital contact, with a partner of the same sex?" og "Ever had sex with a same sex partner, including genital contact?" – Þetta eru því engar staðfestingar á sterkri eða ráðandi samkynhneigð allra eða meirihluta viðkomandi sem svöruðu "já".

Miklu marktækari er útkoman í sömu könnun úr svörum við spurningunni: "Have you had a same sex partner in the last five years?" – Þar voru já-svör meðal karlmanna í fyrri NATSAL-könnuninni 1,4%, en í þeirri seinni 10 árum seinna: 2,6%.

Hjá konum var niðurstaðan úr fyrri NATSAL-könnuninni, að 0,6% svöruðu þessu játandi, en í þeirri seinni svöruðu 2,6% játandi.

Meðaltal beggja kynja í já-svörum við þessu í NATSAL I var ekki nema 1,0% (hliðstætt ýmsu sem ég hafði upplýst um varðandi virka samkynhneigða), en í þeirri seinni var já-svörun beggja kynja í heild komin upp í 2,6%.

Ekki er þetta staðfesting á haldi þínu, Haraldur, að 5% fólks séu líkleg til að vera samkynhneigð, jafnvel allt upp í 13%!!!

Þessar niðurstöður um svör við spurningunni "Have you had a same sex partner in the last five years?" sanna ekki einu sinni, að allir þessir 2,6% séu með ráðandi samkynhneigð, og hefði verið fróðlegt að sjá svör hinna sömu við spurningunni "Have you had a heterosexual sex partner in the last five years?" Þá hefði t.d. getað komið fram (kannski með ýtarlegri spurningu), að margir af þessum 2,6% hafi annaðhvort bara verið að prófa þetta, en verið annars gagnkynhneigðir, og að viss hluti þessa fólks væri tvíkynhneigt.

Niðurstaðan virðist staðfesta hald mitt, að í mesta lagi nálægt 2,2% (eða 2-2,4%) fólks sé samkynhneigt.

Jón Valur Jensson, 13.5.2010 kl. 02:29

86 identicon

nei mig liggur ekki mikið við að ég þurfi að setja inn heilu síðurnar. Ég hef ekki mikinn tíma til að þýða og skrifa sjálfur grein um þessi mál. En eins og ávallt þá skautar þú framhjá aðalatriðunum sbr. fyrra innlegg mitt þar sem ég kem inná hversu erfitt það er að áætla fjölda samkynhneigðra af þeirri einföldu ástæðu hvernig menn skilgreina hana sbr.

"Why is this number an estimate?
The number of LGB persons in the U.S. is subjective. Studies pointing to the statistics are  estimates at best. The most widely accepted statistic is that 1 in ever 10 individuals is LGB; however research shows that the number may be more like 1 in 20.

Of course, this all depends on one's definition of gay (which may vary by study) and the participants willingness to identify as gay, bi, lesbian or transgender. So, why can't the actual number of GLB people be counted? There are many things to consider when trying to count the number of GLBT persons.

Einnig hvað þarf að hafa í huga þegar slík rannsókn er gerð:

There are a number of factors that contribute to cloudy GLB population statistics:

  • First, how does one define gay, lesbian or bisexual? Different studies define GLB people in different ways and researchers have yet to agree on a common definition. Is being gay a behavior? Does an attraction make one gay? Or, is being gay an identity?

  • Secondly, only those willing to identify can be counted. Not all GLB people identify as such and not all GLB persons are willing to admit their sexual identity, attraction or behavior on paper. Information gathered on surveys is only as accurate as the information given and the way the survey is conducted (see first bullet).

  • Third, since same-sex couples are not recognized under DOMA, government agencies such as the Census Bureau can not explicitly ask citizens if they reside in same-sex headed households. As a result, census data will only count same-sex couples as "unmarried partners."

Þarna kemur fram að það sé líklegra að 1 af hverjum 20 séu samkynhneigðir frekar en 1 af hverjum 10.

Þannig að það er erfitt að áætla fjölda samkynhneigðra og þess vegna get ég ekki samþykkt þína fullyrðingu um að samkynhneigðir séu um 2,2 %.

Þeir eru miklu fleiri.  Ég fellst miklu frekar að þeir séu á bilinu 2-13% hvar á þeim skala er erfitt að segja.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 14:05

87 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld er "líklegra að 1 af hverjum 20 séu samkynhneigðir frekar en 1 af hverjum 10," enda er ekkert vísindalegt sem bendir til þess, að þeir séu 1 af 10, og 1 af 20 er m.a.s. allt of hátt mat, Haraldur!

Það er nær, að þeir séu 1 af 45 skv. nokkuð eindregnu meðaltali úr flestum marktækum rannsóknum. Og það er merkilegt, hvernig þú stekkur skyndilega frá áherzlu á NATSAL-kannanirnar brezku, eftir að ég hef leitt í ljós, að meðaltal beggja kynja í já-svörum við mikilvægustu spurningunni í NATSAL I var ekki nema 1,0% (hliðstætt ýmsu sem ég hafði upplýst um varðandi virka samkynhneigða í Mbl.grein minni), en í seinni NATSAL-könnuninni var já-svörun beggja kynja í heild gagnvart sömu spurningu komin upp í 2,6%,** og með hliðsjón af því, að margir eða allnokkrir af þessum 2,6% hafa trúlega annaðhvort einungis verið að prófa samkynja mök (en verið annars gagnkynhneigðir) eða verið tvíkynhneigðir (enda verður sá hópur einhvers staðar að vera talinn fram*), þá er það eins og ég sagði: "Niðurstaðan virðist staðfesta hald mitt, að í mesta lagi nálægt 2,2% (eða 2-2,4%) fólks sé samkynhneigt."

Ég svara öðru frá þér í öðru innleggi, en taktu hér líka eftir mikilvægum neðanmálsgreinum:

* Tvíkynhneigðir eru oft taldir vera um 0,6–0,7% meðal vestrænna þjóða. Hér á Íslandi var Jóna Ingibjörg Jónasóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, hins vegar með eigin könnun og greindi frá því í Mbl. 1995 að skv. þeirri könnun hefðu samkynhneigðir reynzt vera 0,7%, en tvíkynhneigðir miklu fleiri.

** Þessi aukning úr 1% í 2,6% á einum áratug getur varla verið (einungis) mismunandi úrtaki að kenna. Aukningin gæti bent til aukinnar lausungar og bríarís í kynlífi, e.t.v. vegna breytts aldaranda eða vegna afléttingar félagslegs taumhalds eða minnkandi andspyrnu gegn samkynja kynlífi, e.t.v. einnig vegna minni ótta við HIV-smit á árunum 1999-2000 en tíu árum fyrr. Ekki virðist ástæða til að efast um, að talan 2,6% fari nær lagi um núverandi ástand en hin lægri tala 1%. En miðað við, að þónokkrir í þessum 2,6%-hópi (þ.e. 286 manna af 11.000 manna úrtakinu) kunna að hafa haft oftar mök við aðila af öðru kyni heldur en sínu eigin á síðustu fimm árunum fyrir könnunina, þá er ekki hægt að álykta af 2,6%-tölunni, að þetta sé rétt hlutfall samkynhneigðra. Þarna inni í er líka hópur hinna tvíkynhneigðu, og þeir geta ekki talizt frekar samkynhneigðir heldur en gagnkynhneigðir. Rétt tala hinna alvöru-samkynhneigðu í þessum 2,6% hópi 286-menninganna gæti því leikandi verið um 1,5% eða allnokkuð fyrir neðan 2%. En við þá tölu gætum við svo bætt þeim, sem einungis myndu telja sig samkynhneigða án þess að hafa átt í nokkrum (virkum) samkynja mökum undanfarinn hálfan áratug. Þar með gætum við verið komin upp í þau 2,2–2,3%, sem ýmsar rannsóknir hafa haft sem sína niðurstöðu um mat á fjölda samkynhneigðra.

Jón Valur Jensson, 13.5.2010 kl. 17:00

88 identicon

Ég vísa þessum rökum þínum á bug og einungis á þeim forsendum hversu erfitt það er að segja til um hversu margir eru samkynhneigðir og vísa ég þá til fyrra innlegs míns sbr. "

"It is very difficult to calculate even the approximate number of gay people. Even when estimating roughly how many people are gay in any place, the following points have to be kept in mind:

  • How many people we estimate are homosexual depends on how we define homosexuality.
  • Many more people experience sexual feelings for someone of the same sex than report recent sexual experience with someone of the same sex.
  • Because homosexuality is stigmatised it is more likely to be under than over reported."
Þannig er ekkert ólíklegt að segja að samkynhneigðir séu á bilinu 2-13%.
Hvað varðar rannsóknina sem ég vísaði í áður og þú fjallar svo um í síðasta innleggi þínu þá er einungis vera spyrja um kynhegðun en ekki kynhneigð og skiptir það mjög miklu máli.
En það gefur augaleið að eftir því sem samfélagið verður umburðarlyndari gagnvart samkynhneigðum, munu þeir koma til með að "fjölga" sem viðurkenna sína kynhneigð opinberlega.
Það er örugglega ekkert verra fyrir einstakling en að þurfa að lifa í felum og blekkingum með sínar tilfinningar allt sitt líf.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:28

89 identicon

Þetta er ekki til að hjálpa ykkur: http://www.dv.is/frettir/2010/5/13/barattumadur-gegn-rettindum-samkynhneigdra-gomadur-med-fylgdarsvein/

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:07

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert ólíklegt að segja að samkynhneigðir séu á bilinu 0,8% til 4%.

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 00:33

91 identicon

Já eða 0,1%-13% þetta er spurning um hvort menn líka viðurkenni það fyrir sjálfum sér. Ég tel að of margir geri það ekki og reyna að blekkja sjálfan sig. 

Segjum að þessi frétt sé rétt um þennan mann,hvernig heldurðu að hann myndi svara í slíkri könnun og aðrir í hans samtökum sem er svipað ástatt um?

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 00:44

92 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tala um 13%? Meira að segja sá frakki Kinsey þurfti að búa til afbrigðilegt úrtak til að fá út, að 10% karlmanna væru ... ekki hommar, heldur hefðu a.m.k. í þrjú ár á einhverju skeiði ævi sinnar haft samkynhneigð. – Út með sprokið, hvaðan koma þessi 13%, og hvaða aðferð var beitt?

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 01:13

93 identicon

Hef ekki haldið því fram að samkynheigðir séu 13% heldur á bilinu 2-13% vísa ég til fyrra innleggs míns no.69:

"Homosexuality is one of the three main categories of sexual orientation, along with bisexuality and heterosexuality, within the heterosexual-homosexual continuum. The now longstanding consensus of the behavioral and social sciences and the health and mental health professions is that homosexuality per se is an example of normal and positive variation in human sexual orientation.[1] Currently the most common adjectives in use are lesbian for women and gay for men, though gay can refer to either men or women. The number of people who identify as gay or lesbian — and the proportion of people who have same-sex sexual experiences — are difficult for researchers to estimate reliably for a variety of reasons.[2] In the modern West, major studies indicate a prevalence of 2% to 13% of the population.[3][4][5][6][7][8][9][110][11][12][13] A 2006 study suggested that 20% of the population anonymously reported some homosexual feelings, although relatively few participants in the study identified themselves as homosexual."

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 01:49

94 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skrif þín um þetta með sífelldum tilvitnunum í greinina 'Homosexuality' á Wikipediu sýnast mér hafa takmarkaðri þýðingu í ýmsum atriðum en þú sjálfur virðist halda, Haraldur. Líttu t.d. á heimild þar nr. 7: 'The sexual behavior of men in the United States', í Family Planning Perspectives 1993, Mar-Apr;25(2), s. 52-60, eftir Billy JO, Tanfer K, Grady WR og Klepinger DH við Battelle Human Affairs Research Center, Seattle. Þar segir: "Only 2% of sexually active men aged 20-39 have had any same-gender sexual activity during the last 10 years, and only 1% reported being exclusively homosexual during this interval."

Og eins og kemur fram í langri aths. í nmgr. 9 hafa menn hallazt frá því að meta tíðni samkynhneigðar jafn-hátt og gert hafi verið í sumum eldri rannsóknum (lbr. mín):

"Bogaert argues that: "The prevalence of male homosexuality is debated. One widely reported early estimate was 10% (e.g., Marmor, 1980; Voeller, 1990). Some recent data provided support for this estimate (Bagley and Tremblay, 1998), but most recent large national samples suggest that the prevalence of male homosexuality in modern western societies, including the United States, is lower than this early estimate (e.g., 1–2% in Billy et al., 1993; 2–3% in Laumann et al., 1994; 6% in Sell et al., 1995; 1–3% in Wellings et al., 1994)."

Þú þarft að fara betur í saumana á þessum greinum; en sumt efnið virðist ekki á netinu.

Jón Valur Jensson, 15.5.2010 kl. 03:49

95 identicon

Málið er að við getum ekki ákvarðað nákvæmlega þann fjölda samkynhneigðra sem eru í heiminum. Einfaldlega vegna þess:

1) Fólk getur skilgreint samkynhneigð með misjöfnum hætti

2) Sá fjöldi sem upplifir kynferðislöngun til einstaklings af sama kyni er meiri en sá sem segist hafa átt í kynferðislegu samneyti við einstakling af sama kyni.

3) Þar sem samkynhneigð er gjarnan litinn hornauga í samfélaginu eru meiri líkur til þess að rannsóknir um tíðni samkynhneigðra sé lægri en hún raunverulega er. 



"There are a number of factors that contribute to cloudy GLB population statistics:

  • First, how does one define gay, lesbian or bisexual? Different studies define GLB people in different ways and researchers have yet to agree on a common definition. Is being gay a behavior? Does an attraction make one gay? Or, is being gay an identity?

  • Secondly, only those willing to identify can be counted. Not all GLB people identify as such and not all GLB persons are willing to admit their sexual identity, attraction or behavior on paper. Information gathered on surveys is only as accurate as the information given and the way the survey is conducted (see first bullet).

  • Third, since same-sex couples are not recognized under DOMA, government agencies such as the Census Bureau can not explicitly ask citizens if they reside in same-sex headed households. As a result, census data will only count same-sex couples as "unmarried partners."

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband