Ríkisstjórnin heldur uppi verðbólgunni

Verðbólga hefur farið nokkuð lækkandi enda hefur eftirspurn í hagkerfinu verið lítil, sem engin, og allir hafa haldið að sér höndum vegna peningaleysis og algers skorts á bankastarfsemi í landinu þó bankarnir hafi verið endurreistir, en rekstur þeirra minnir meira á litla sveitasparisjóði, en alvöru bankastofnanir.  Ekki hefur vaxtaokrið heldur blásið fólki í atvinnulífinu bjartsýni í brjóst, því engar fjárfestingar standa undir þeim vaxtakjörum sem hérlendis eru í boði af hálfu seðlabankans.

Greining Íslandsbanka spáir aðeins 0,75% stýrivaxtalækkun á morgun og að þeir verði aðeins komnir niður í 6% fyrir áramót, en í öllum vestrænum löndum eru þeir á bilinu 0-2% og þar er þeim haldið svo lágum til að reyna að örva atvinnulífið og berjast gegn atvinnuleysi.

Í greiningu bankans segir m.a:  "Í apríl hjaðnaði verðbólgan úr 8,5% í 8,3% og er frekari hjöðnun verðbólgunnar væntanleg á næstu mánuðum. Spáum við því að verðbólgan verði komin niður í verðbólgumarkmið Seðlabankans í lok næsta árs og mun fyrr, þ.e. snemma á næsta ári, ef miðað er við verðbólgu án áhrifa af óbeinum sköttum."

Áður hafði því verið spáð, að verðbólgumarkmið seðlabankans myndi nást á seinni hluta þessa árs, en skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar hefur tafið það ferli um heilt ár og reyndar hafa ráðherrarnir hótað því, að skattar verði enn hækkaðir um næstu áramót og ekki mun það slá á verðbólguna, heldur þvert á móti.

Það eina sem hægt er að treysta um þessar mundir er að ef efnahagsástandið batnar á næstunni, þá verður það ekki ríkisstjórninni að þakka, heldur þrátt fyrir gerðir hennar og aðgerðarleysi.

 


mbl.is Spá 0,75% lækkun stýrivaxta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband