Skattsvikararnir voru varaðir við með löngum fyrirvara

Stefán Skjarldarson, skattrannsóknarstjóri, hefur nú, seint og um síðir, fryst eignir tveggja grunaðra skattsvikara af stærri gerðinni, líklega útrásarvíkinga og boðar tuga slíkra aðgerða á næstu vikum og mánuðum.

Aðgerðirnar væru góðar og gildar út af fyrir sig, hefði ekki verið gefin út viðvörun um þessa framkvæmd með margra vikna fyrirvara, en snemma í vetur fór ríkisstjórnin og skattayfirvöld að tala um að bráðum yrði farið að grípa til svona aðgerða, til að forðast undanskot eigna.  Nú er erftirfarandi hinsvegar haft eftir skattrannsóknarstjóranum:  "Að bankareikningar hefðu verið tæmdir „fyrir framan nefið á ríkinu". Menn hefðu ekki áttað sig á því hvað menn hefðu verið flinkir í að skjóta undan eignum."

Héldu yfirvöld virkilega að þau væru að kljást við einhverja viðvaninga?  Datt þeim í hug, að þaulvanir svikahrappar myndu bíða með bankainnistæðurnar sínar og aðrar eignir, eftir því að skatturinn kæmi og kyrrsetti þær?  Þetta lýsir slíkri fákænsku í stjórnsýslu og eftirliti, að með ólíkindum er, nema aðvaranirnar hafi verið gefnar með svona miklum fyrirvara viljandi, einmitt til þess að gefa skattsvikurunum tækifæri til að skjóta öllu undan, sem hægt væri að koma undan.

Ekki minnka undanskotin við það, að tilkynna að tugur slíkra mála sé í uppsiglingu.  Ef einhver á eftir að skjóta undan eignum, mun hann gera það strax og bankar opna á mánudaginn.

Á mánudaginn verður rannsóknarskýrslan birt og þá verður enginn með hugann við að hindra skattaundanskot.


mbl.is Eignir auðmanna frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er of seint að grípa í rassinn þegar að allt er komið í brækurnar.

Þetta átti að gerast strax í upphafi hruns. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 19:41

2 identicon

Fyrnast ekki þessi fjárglæframál eftir sex mánuði?

Tíminn er fljótur að líða.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 20:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skattalagabrot er hægt að rannsaka sjö ár aftur í tímann, en önnur afbrot hafa eitthvað mismunandi fyrningartíma, t.d. held ég að morð fyrnist aldrei.  Yfirfærslu eigna yfir á maka, með makaskiptasamningi, er hægt að rifta tvö ár aftur í tímann.

Í þessu tilfelli var alveg glórulaust, að gefa mönnum svona mikinn fyrirvara til að koma eignum undan, sem sjálfsagt er hægt að fela það víða, að erfitt verði að finna þær aftur. 

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2010 kl. 20:40

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

"Seint og um síðir." Hvað þíðir það?

Hann er nýtekinn við!

Sigurbjörn Sveinsson, 9.4.2010 kl. 22:33

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og sagði í upphaflegu færslunni var ríkisstjórnin búin að boða þessar aðgerðir með margra vikna fyrirvara.  Gera þurfti lagabreytingu til að koma þessu á og það tók margar vikur að ganga frá því.

Þegar brennivínið er hækkað, eru lög þar að lútandi keyrð í gegn um þingið á einni kvöldstund, til þess að koma í veg fyrir að almenningur hamstri áfengi áður en það hækkar. 

Þegar á að góma skattsvikara, er það boðað með nokkurra mánaða fyrirvara til þess að gefa öllum mögulegum þrjótum tækifæri til að skjóta undan eignum.  Það er kallað að koma hlutunum í verk "seint og um síðir".  Nóg hefði verið að segja "of seint".

Þetta er bara enn eitt dæmið um vanhæfni ríkisstjórnarinnar við að taka á og afgreiða nauðsynleg mál.

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2010 kl. 23:47

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

En hvað kemur þessi ræfildómur ríkisstjórnarinnar Stefáni við? Hann er bara að vinna vinnuna sína. Og það betur en flestir á stjórnarheimilinu.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.4.2010 kl. 00:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stefán er bara að vinna vinnuna sína, segir þú, en sá hluti gagnrýninnar sem að honum sneri var einmitt vegna hennar, þ.e. að framkvæma tvær eignakyrrsetningar, en tilkynna um leið, að hann myndi fara í einhverja tugi slíkra á næstu vikum og mánuðum.

Þar með gaf hann fleiri þrjótum færi á að koma eignum sínum undan.  Hefði ekki verið skynsamlegra að þegja yfir málunum, undirbúa fleiri kyrrsetningar og framkvæma þær svo allar samtímis?

Með því að framkvæma þetta eins og gert var, virðist þetta allt vera gert í einhveru viðvörunarskini svo þrjótarnir geti skotið enn meiru undan af eignum.  Hver tilgangurinn er með slíkum vinnubrögðum, er hins vegar óljósara.

Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2010 kl. 07:18

8 identicon

Það þarf að hirða líka sumarhallirnar og leiktækin af þessum mönnum þeir trilla hér um allt eins og ekkert hafi í skorist !!það er búið að afskrifa allt hjá þeim svo allt er í himna lagi.

Adam (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 08:26

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mál sem hér ber á góma er þeirrar stærðar í mínum huga að ég hef ekki þorað að fjalla um það á minni síðu vegna eigin skaphita.

Allt frá fyrstu dögum hruns taldi ég mig sjá þess merki að tekin hefði verið um það ákvörðun með samþykki allra pólitíkusa að þess yrði fyrst og fremst gætt að ónáða engan sem ekki gengi beinlínis í gin rannsóknaraðilja.

Það hlýtur að vera fordæmalaust og vekja undrun meðal þjóða heims að til ráðstöfunar á eignum og skuldum föllnu bankanna var skipað lykilmönnum úr innsta hring þeirra eigin viðskipta. Og engin opinber rannsókn var framkvæmd inni í bönkunum á fyrstu andartökum eftir hrun af fagmönnum í efnahgsbrotum.

Hvílík ógnarhaugur af hálfvitalegum viðskiptaglæpum hefur verið í tölvugögnum ef eitthvað er eftir sem hefur gleymst að fela eða látið hverfa.

Og nú gengur ekki að tala um Flokkinn og alla spillinguna þar.

En það játa ég á mig að svo mikið barn var ég að aldrei efaðist ég um að nú tækju Vinstri grænir til hendinni og hreinsuðu íslenskt samfélag af spillingu sjallanna.

Árni Gunnarsson, 10.4.2010 kl. 22:09

10 Smámynd: Elle_

Axel Jóhann, mér finnst rökin þín góð hér og það sem segir í fyrirsögn pistilsins var það fyrsta sem mér datt í hug, þegar ég las fréttina.  Hvílíkt glappaskot, hvílíkur fáránleiki, skattsvikarar voru varaðir við svo þeir hefðu næg tækifæri til að komast undan.  Hinsvegar veit ég ekki hvort það var nokkuð skattrannsóknarstjóra að kenna, veit bara ekki með vissu.  Og ég segi eins og Árni þarna í neðstu setningunni.  Hvílíkur rati ég var að halda það líka.

Elle_, 10.4.2010 kl. 23:08

11 Smámynd: Elle_

Nei, nú sé ég mistökin mín við að taka undir lokasetningu Árna.  Hann skrifaði ekkert um hrikalega flokkinn: Samfylkinguna, sem var lengi við sín rotnu völd og er enn á kafi í rotinni spillingu.  Hann kennir enn einum flokki um og það er fjarstæða. 

Elle_, 11.4.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband