Vel gert, ef ekki fylgir leynisamningur um Icesave

Undanfarið hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar lýst því yfir að líklega væri búið að tryggja meirihlutastuðning í stjórn AGS fyrir að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS verði tekin til afgreiðslu í stjórninni og lýsti Steingrímur J. þeirri von, að endurskoðunin yrði tekin fyrir nú í Aprílmánuði.

Nú virðist vera að koma á daginn, að þetta hafi verið rétt mat hjá Steingrími, sem verður að teljast afar óvenjulegt, því fram að þessu hefur nánast ekkert staðist af því, sem ríkisstjórnin hefur látið í veðri vaka, að hún væri að koma í verk, því venjulega hefur fylgt sú yfirlýsing, að eftir væri að útfæra málin nánar og svo hefur ekki til þeirra spurst aftur.  Má þar til dæmis nefna aðgerðir vegna skuldavanda íbúða- og bílakaupenda, sérstaklega vegna erlendu lánanna.

Sé þessi fyrirtekt í stjórn AGS án allra skilyrða um að Íslendingar gangist undir fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna Icesave, má hæla Steingrími J. fyrir að hafa komið endurskoðuninni á dagskrá stjórnar AGS, en um leið fellur þá væntanlega niður hræðsluáróðurinn um að hérlendis fari allt norður og niður, verði ekki látið undan hótunum kúgunarþjóðanna.

Sé hins vegar einhver leynisamningur um Icesave í pokahorninu, þá mun þjóðin aldrei sætta sig við niðurstöðuna og slíkt yrði ríkisstjórninni seint fyrirgefið.


mbl.is Samkomulag um endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Við getum lítið gert annað en að bíða og sjá Axel , en hvað gerir þessi frétt nú úr norska blaðasn´pnum Thomas Vermer og þeim sem hlupu eftir "naglasúpu"hans fyrr í dag ?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/09/islandslan_ekki_a_dagskra_ags/

og ekki minnst hér: http://www.abcnyheter.no/nyheter/okonomi/100408/far-ikke-lov-gi-lan-til-island

Hvað varðar hvort sé búið að gera einhvern Leynisamning, eða ekki, er ekki gott að segja og ég veit ekki hvort þú ert búinn að smita mig Axel, en er alveg jafntortrygginn og þú núna  en ef svo er, þá fer allt á hliðina, reikna ég með, fólk sem gaf sitt atkvæði i þjóðaratkvæðagreiðslunni, kaus ekki um neitt leynimakk eða hvað?

Kristján Hilmarsson, 9.4.2010 kl. 16:06

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjáðu til, sko, það hefur legið fyrir frá byrjun að aðstoð IMF héngi saman við að ísland stæði við sínar alþjóðlegu skuldbindingar - og það kom strax fram fyrir um tvem árum í meginlínum hverjar þær skuldbindngar væru.

Það undirrituðu og samþykktu þið sjallar allt í byrjun sem forystusauðir í ríkisstjórn !  Ma. Sjálfur Odsson fyrir hönd seðló !

Hvaða tal er þetta !

Munið þið sjallar aðeins einn dag aftur í tímann ?  Sorrý, þó svo sé,  þá gildir það ekkert þegar raunveruleikinn knýr dyra - ekki frekar en þó haus sé stungið inní sandbing.

Samningar og samkomulag sjalla þessu viðvíkjandi liggur allt fyrir skjalfest, bókað og signerað í bak og fyrir og hverfur ekkert.  Eru núna skjöl og gögn er sína hvernig raunveruleikin er vaxinn. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 16:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar var alveg skýr.  Kjósendur höfnuðu algerlega fjárkúgun Breta og Hollendinga, enda kemur málið íslenskum skattgreiðendum ekki vitundar ögn við.

Miðað við fyrri reynslu af þessari ríkisstjórn, getur maður ekki annað en verið tortrygginn.  Vonandi er það ástæðulaust.

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2010 kl. 16:14

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, þú bregst ekki frekar en fyrri daginn.  Sami bullsöngurinn og áður, engin rök, enda veistu sjálfur að þetta er allt tóm vitleysa hjá þér.  Það er búið að útskýra þetta svo oft fyrir þér og af svo mörgum á ótal bloggsíðum, að framar verður ekki einu sinni reynt, að eiga við þig orðastað um þetta mál.  Þú ert búinn að sanna það endanlega, að þú skilur ekki upp eða niður í Icesavemálinu, svo það er alger tímasóun, að lesa þetta rugl, hvað þá að svara því.  Enda verður það ekki gert oftar.

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2010 kl. 16:18

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já mér finnst einhvernveginn ég hafa séð svona orðaskifti milli ykkar áður   auðvitað eiga íslendingar sem aðrar þjóðir að standa við skuldbindingar sínar, en Ómar ! hefur þú séð eitthvað plagg þar sem "sjallar" og Doddsson hafa skrifað undir okurvexti og kröfur langt fram um það sem EES samningurinn kveður á um í tryggingasjóði banka og útibúa ?

Ef þetta væri nú allt svona á hreinu eins og þú segir (þetta hef ég sagt áður held ég) hversvegna er þá verið að reyna semja, hafa þjóðaratkvæðagreiðslu og reyna að semja upp á nýtt ?

Fékk ekkert svar síðast heldur bara nýja fullyrðingu, svo væntingar eru frekar litlar. :p

Kristján Hilmarsson, 9.4.2010 kl. 16:38

6 identicon

Eg hef svarað öllum þessum spurningum og útskýrt í smáatriðum, lið fyir lið, allt a 10.000mX !

10.000X og ef menn skilja ekki eftir það - þá er eigi gott við að eiga !  Það segi eg alveg eins og er. 

það kom alveg fram í upphafssamstarfs IMF og íslands hver skuldbindingin væri ! Halló !!

Enda getur ekki öðruvísi verið því samstarfsáætlun IMF og islands fjallar um heildarskuldir landsins innan og utan lands og að sjálfsögðu icesaveskuldin þar inní. 

En jú jú, eg get svo sem fundið umrædd gögm í 10 þúsundasta og fyrsta sinn ef það hjálpar eitthvað.  Ekki málið.

Það kemur auðvitað fram að skuldin er samanlöggð upphæð umrædds lágmarks, um 20.000 evrur per tryggan reikning.  Nema hvað !  Og í framhaldi að ekki skuli mismunað milli kröfuhafa !  Nema hvað.

Að sjálfsögðu er ekki fjallað um vexti þar - en samið var endanlega um hagstæðustu langtímavexti í sögu isl. seðlabankans.  Og náði að pressa niður verulega 7% vextina sem sjallar sömd um.  Það var nú allur glæpurinn. 

En hvernig væri bara að þið sjallar færuð að kynna ykkur gjörðir ykkar útfrá fyrirliggjandi gögnum fyrst þið munið aðeins einn dag aftur í tímann ? 

Ómar Bjarki (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 17:20

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dabbi odds og sjallar  undirrituðu icesaveskuldbindingu:

http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/912663/

Lesa. Fræðast.  Síðan tala.  Kynna sér mál.  Það er afskaplega þreytandi að þurfa í hvert andsk. einasta  skipti að fara lið fyrir lið yfir málin með nemendum.  Afskaplega þreytandi.  Þið verðið að punkt niður hjá ykkur.  Glósa á fullu og vera aðeins vakandi fcol.

Í upphafs samstarfsáætlun IMF og ísl. er auðvitað alveg niðurneglt hver skuldbindingin er - enda þegar fallin dómur um hver hún er !  Um 20.000 evrur per tryggðan reiknng.  Það hefur aldrei verið deilt um hver skuldbindingin er !  Halló !!

Einnig kemur fram að eigi skuli mismunað milli kröfuhafa - og það þýðir að búið er að afgreiða í rauninni að eignir hins fallna banka skuli ganga jafnt til allra kröfuhafa en TIF skuli ekki fá ofurforgang sem sumir vilja.

Nú, that said, þá náðu svavar og indriði því fram að dómsstólar skyldu skera úr um það atriði, þ.e. hvort slíkur ofurforgangurstæðist lög !  Þeir því fram og B&H samþyktu að dómsstólar skæru úr um það.

Það var nú nýlega kallað af einum sjallanum "mikil niðurlæging" fyrir ísland ! 

Að dómstólar skæru úr um það atriði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 18:42

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ætli það sé ekki rétt að rjúfa þagnarbindindið gagnvar þér, Ómar, þar sem þú vísar í síðu Samfylkingarmannsins Vilhjálms Þorsteinssonar, þar sem öllu er snúið á haus.  Aðeins þarf að lesa fyrirsögnina á plagginu til þess að sjá, að það er ekki verið að skuldbinda eitt eða neitt gagnvart Icesave, heldur er þetta viljayfirlýsing til AGS um efnahagssamvinnu Íslands og sjóðsins.  Þar er sagt að unnið verði að því að ná samningum um lausn á Icesave í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt tilskipun ESB.  Allir vita um hvað sú tilskipun snýst og hvorki þú, né aðrir, hafið getað sýnt fram á ábyrgð skattgreiðenda á lágmarkstryggingunni.

Þar fyrir utan er það ekki samningur, að lýsa því yfir að menn lýsi vilja til að ná einhverju samkomulagi um hlutina.

Viljjálmur, eins og þú og aðrir Samfylkingarmenn getið bullað um málið til eilífðar, en það breytir bara engu um staðreyndirnar.

Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2010 kl. 19:14

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rangt.  Um er að ræða plagg sem samstarf IMF og islands byggir á !  Útfrá þessum forsendum er gengið !  Það er ekkert allt í djóki að skrifa undir svona.  Ef Dabbi hefði verið svo á móti því hefði hann að sjálfsögðu sagt af sé sem Seðlóari - sem hann gerði eigi.  Þa þurfti að reka hann bókstaflega.

Í plagginu kemur nákvæmlega fram hverjar skuldbindingarnar eru og hvernig þær skuli meðhöndlaðar.

Aðeins á eftir að semja um greiðslufyrirkomulag - sem var og gert samkvæmt þeim ramma sem lagður var.  Það er ramminn sem ísl. stjórnvöld og stofnanir höfðu og hafa marg margsamþykkt að hlýta og fara eftir. 

1. Lágmarksupphæð, um 20.000 evrur per tryggan reikning

2. Lán skuli tekið fyrir skuldbindingunum og oft látið fylgja að B&H séu lánveitendur

3. Ekki skuli mismunað milli kröfuhafa (en þar náðu svavar og indriði því fram að dómstólar skæru u um hvort það stæðist laga og regluverk að TIF fengi ofurforgang)

Þetta er með ólíkindum.  Hverju halda menn að svona málflutningur skili ?  Og það í milliríkjasamningum !  Einhver orðhengils og útúrsnúnigaháttur - og svo eruði sjallar að gagnrýna mig með allskyns orðum - mig sem geri ekkert annað en benda á kristaltærar grundvallarstaðreyndir.

Það er stafað þarna niður á plaggið hverjar skuldbindingarnar eru ! 

Og síða vilhjálms er ekkert aðalmálið - nei, það eru heimildirnar sem vísað er til sem menn eiga að lesa !  Halda menn að vilhjálmur hafi skáldað þetta upp ?!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 20:43

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Einsog ég sagði bara gömlu fullyrðingarnar aftur, en og aftur EN ! ef nú þetta væri allt satt og rétt um HVAÐ ER VERIÐ REYNA AÐ SEMJA !!! og hversvegna þurfti að samþykkja lagafrumvarp á þinginu og hversvegna vísaði forsetinn því frá og hversvegna var þjóðaratkvæðagreiðsla og hversv.hversv. hversv.?? jú öll veröldin er meira og minna úti að aka, bara Ómar Bjarki og örfáir aðrir með þetta á hreinu, ég er búinn að ná þessu LOKSINS.

Er búinn að lesa allar þessar heimildir, breytir engu, það er verið að krefja Ísland um meir en lög og samningar segja til um, réttmætanlega segja kröfuhafar, ekki réttmætt segja Íslensk stjórnvöld og þar með þarf að semja og/eða fá dóm og það ferli á ekki og mun eftir öllu að dæma samkvæmt fréttum frá í dag, ekki að blandast endurskoðun og afgreiðslu næstu greiðslu frá AGS.

Annars dáist ég að staðfestu/þrjósku þinni Ómar, en ert heldur skarpur í köntunum.

Kristján Hilmarsson, 9.4.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband