6.4.2010 | 08:50
Ekkifrétt um framkvæmdir Vegagerðarinnar
Í öllu deyfðar- og aðgerðarleysinu sem ríkir í þjóðfélaginu vegna getu- og verkleysis ríkisstjórnarinnar við að koma hreyfingu á efnahagslífið, birtist nú frétt frá Vegagerðinni um að minnsta kosti 29 verk, sem frestað var eftir efnahagshrunið, séu nú tilbúin til útboðs.
Reyndar er ef til vill ofsagt að getu- og verkleysi einkenni ríkisstjórnina, því hún hefur sýnt bæði mikla getu og vilja til að stöðva allar framkvæmdir, sem helst var von til að koma í framkvæmd og hefðu getað orðið mikil lyfistöng fyrir fyrirtækin á almenna markaðinum og er þar helst að nefna erlendar fjárfestingar hverskonar, sem fjárfestar væru tilbúnir til að fjármagna, ef ríkisstjórnin sýndi ekki jan einbeittan mótstöðuvilja og raun ber vitni.
Fréttin frá Vegagerðinni, sem leit vel út við fystu sýn, var að vísu með ákaflega stórum fyrirvara, en í þar segir: "Að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar hefur þegar verið ráðist í nokkur verkanna en önnur bíða ákvörðunar í nýrri samgönguáætlun, sem nær til ársins 2012."
Þetta breytir málinu auðvitað algerlega, því sum verkin eru búin og önnur bíða samgönguáætlunar, sem ekki verður samþykkt fyrr en í fyrsta lagi undir lok þings í vor og þar með verður ekki ráðist í framkvæmdir vegna þeirra flestra fyrr en á árunum 2011 og 2012.
Svona ekkifréttir um það sem stjórnvöld eru að hugsa um að gera einhvern tímann í framtíðinni, bjarga engu um ástand mála akkúrat núna, en það er einmitt það, sem beðið er eftir.
Um 30 framkvæmdir bíða útboðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Þessi frétt er bull. Fáránlegt að bera svona "fréttir" á borð fyrir þjóðina.
Í árs byrjun 2008 stöðvaði þáverandi ríkisstjórn öll útboð í vegagerð. Nær ekkert hefur verið boðið út í vegagerð síðustu tvö árin. Á árinu 2009 var ekkert boðið út hjá Vegagerðinni og er það algjört einsdæmi.
Það er frétt að eftir tveggja ára stopp í vegagerð skuli Vegagerðin þó ekki hafa fleiri en 29 verkefni tilbúin í útboð.
Það er frétt að engin fjármögnum liggi fyrir varðandi þær framkvæmdir sem þó eru tilbúnar hjá Vegagerðinni.
Það er frétt að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið halda áfram með stöðvun nær allra nýframkvæmda í vegagerð. Eingöngu er unnið að því að ljúka verkefnum sem þegar eru í gangi. Það að ekki er verið að ræða um fjármögnun nýrra framkvæmda það staðfestir að stjórnvöld eru ekkert að gera á þessum vettvangi og auðnuleysi samgönguráðherra virðist algjört og hann virkar eins kettlingur meðal katta þegar kemur að því að verja sínar stofnanir og sitt ráðuneyti.
Það er frétt að stjórnvöld skuli vera að ræða um upptöku frekari skatta í formi veggjalda í samgöngukerfinu á sama tíma og stjórnvöld eru að hirða til sín gríðarleg notendagjöld af umferðinni með innheimtu bensín- og olíugjalds. Notendagjöld sem samkvæmt lögum á að nota í framkvæmdir og viðhald í vegagerð en núverandi stjórnvöld eru í dag nota þetta fé í allt annað en vegaframkvæmdir. Að núverandi samgönguráðherra skuli lýða slíkt er með ólíkindum og að hann skuli ekki standa betur vörð um þennan tekjustofn og sjá til þessa að hann fari í það sem honum er ætlað.
Það er frétt að stjórnvöld skuli komast upp með að "svindla" með þessum hætti á þeim lögum sem liggja til grundvallar heimilar ríkisins til innheimtu bensíns- og olíugjaldsins og að stjórnvöld skuli vera að "stela" þessum fjármunum úr vegagerðinni til að nota í annað.
Ef Morgunblaðið ætlar að fara í sama gírinn og ríkisfjölmiðlarnir og flytja gagnrýnislaust svona"fréttir" frá stjórnvöldum / ríkisstofnunum þá er ekki von á góðu í íslenskri fjölmiðlun á næstu misserum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.4.2010 kl. 10:22
Þetta er att saman hárrétt hjá þér Friðrik. Að Vegagerðin sé að senda svona tilkynningar frá sér er náttúrlega bara skandall og eins að fréttamenn gleypi við svona bulli. Vegagerðin er þegar búin að setja nánast alla jarðvinnuverktaka landsins á hausinn með þessu algera stoppi sínu og fyrirséð að hún ætlar ekki í neinar framkvæmdir, sem heitið geta, næstu árin.
Eins er það með hugmyndina um vegtolla, þá greiða bíleigendur í hvert skipti sem þeir setja eldsneyti á bíla sína, en einungis ca 20% af því sem innheimt er af bíleigendum fer til vegaframkvæmda, en 80% er "stolið" til annarra verkefna ríkisins.
Þessum vegtollahugmyndum verður að berjast gegn, með öllum tiltækum ráðum, því bíleigendur geta ekki látið troða svona á sér endalaust.
Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2010 kl. 10:54
Vegagerðin hefur ekki sent neitt frá sér varðandi þetta mál, hinsvegar hef ég svarað spurningum blaðamanns sem er nú varla annað en rétt og eðlilegt að gera
Pétur Matthíasson
upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
G. Pétur Matthíasson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 11:00
Hafi frumkvæðið að fréttinni komið frá blaðamanni Moggans, er afar illa unnið úr henni a.m.k. sá úrdráttur sem birtist á mbl.is og sýnir þá enn á ný, það sem áður hefur verið sagt hér, að fréttamenn setja sig lítið og illa inn í málin og þar með verður upplýsingagildið lítið sem ekkert.
Það sýnir muninn á fréttamatinu, að Friðrik telur upp allt það, sem vantaði í fréttina, en var það fréttnæma við málið.
Axel Jóhann Axelsson, 6.4.2010 kl. 11:10
Hvað gera allir þessir "upplýsingafulltrúar" á ofurlaununum? Ekki ætti vegamálastjóri að vera svo önnum kafinn við að gera ekkert að hann geti ekki svarað blaðamönnum þá sjaldan þeir hringja! Mér finnst tilgangurinn oftar en ekki vera, að slá skjaldborg um toppana svo þeir þurfi ekki að svara óþægilegum og þægilegum spurningum. Gæti ekki daman á skiptiborðinu þulið upp þessar svonefndu fréttatilkynningar?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.