5.4.2010 | 13:42
Ísbirnirnir í góðum málum?
Síðustu ár hefur því verið haldið fram að ísbirnir séu í útrýmingarhættu vegna þess að hafís sé algjörlega að hverfa á norðurslóðum. Nú berast hins vegar fregnir af því, að hafísinn hafi aukist svo mjög í Noður-Íshafinu, að hann sé orðinn eins mikill og hann var, fyrir árið 2000.
Í fréttinni segir: "Dr. Mark Serreze, við bandarísku ísrannsóknamiðstöðina, sem tók upplýsingarnar saman segir að þessar nýju niðurstöður þýði ekki að hnattrænni hlýnun sé lokið. Hann segir að vöxt hafíssins megi þakka óvenju miklum kuldum, einkum í Beringshafi."
Þrátt fyrir þessar kenningar um jarðarhlýnunina hafa verið óvenju miklar vetrarhörkur um alla Evrópu og í Norður Ameríku, og þar við bætast þessar nýju fréttir af aukningu hafíssins á norðurhjaranum.
Vísindamenn verða sjálfsagt ekki í vandræðum með að útskýra hvernig þakka megi hlýnun andrúmsloftsins þessa óvenjulegu kulda.
Ísbirnirnir þurfa að minnsta kosti ekki að kvíða því, að verða heimilislausir á næstunni.
Hafís eykst á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðasti vetur er einn sá hlýjasti síðan veðurmælingar hófust. Það hefur orðið staðbundin kólnun á nokkrum stöðum í heiminum síðasta vetur, aðallega á norðurhveli jarðar. Hlýnun er trendið í dag, það hefur til dæmis aldrei verið jafn snjólítið og lítill ís á S-Grænlandi og íshellan í kringum Suðurskautið hefur aldrei bráðnað jafn hratt og síðasta vetur (sumar þar).
Það þarf að horfa á heildarmyndina, ekki taka nokkur dæmi málin SÍNU til stuðnings, eins og tilhneigingin virðist vera hjá þér.
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 13:58
Sammála þér, Bjöggi.
Hér verður að horfa á stóru myndina. Ekki nægir, Axel, að segja að það hafi verið óvenju kalt þegar þú gekkst út á svalir í gærkvöldi. Þó að ís hafi aukist á norðurpólnum einn vetur þá þýðir það ekki að allt sé eins og það var.
Þegar ég var yngri var alltaf allt á kafi í snjó á Íslandi á veturna. Alltaf. Nú þykir það viðburður ef hægt er að opna í Bláfjöllum, þó veturinn í vetur hafi ef til vill verið kaldari en stundum áður, sérstaklega fyrir norðan. Þegar horft er til lengri tíma er veðráttan á Íslandi allt önnur en fyrir t.d. 50 árum.
Baldur (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 16:17
Ég var ekki að fullyrða neitt, aðallega að fagna því að ísbirnirnir yrðu ekki heimilslausir á næstunni. Einnig sagði ég að vísindamenn yrðu örugglega ekki í vandræðum með að útskýra hvernig hlýnun andrúmsloftsins eykur kuldann svona mikið.
Ísöldin varð ekki af mannavöldum og þá ekki hlýnunin eftir hana. Ætli það þurfi nokkuð mannaverk til að valda sveiflum í veðurfari?
Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2010 kl. 18:44
Svo lengi sem þeir álpast ekki til Íslands, þá verður í lagi með þá!!!!!!!
Hamarinn, 5.4.2010 kl. 18:47
Nú er það aðallega mannanna verk sem er valdur að loftslagsbreytingum - sjá: http://www.loftslag.is/?page_id=6339
Höskuldur Búi Jónsson, 5.4.2010 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.