Loksins sýna norðurlöndin sitt rétta andlit

Reinfelt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur nú lýst því yfir, eins og Noregur og Finnland áður, að lánsloforð þeirra til styrktar efnahagsáætlunar Íslands og AGS sé háð því, að Íslendingar samþykki nánast hvaða þrælasamning, sem Bretar og Hollendingar rétta þeim.  Danir hafa ekki sagt neitt, ennþá, en þar sem lánapakkinn átti að vera sameiginlegur, hlýtur afstaða Dana að vera sú sama.

Skýringin, sem gefin er, er alltaf sú, að Íslendingar verði að standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar, án þess að útskýra nokkurn tíma hvaða skuldbindingar það séu og ekki hafa fréttamennirnir hugmyndaflug til að spyrja nánar út í það.  Einu "alþjóðlegu skuldbindingar" Íslendinga í þessu efni er nákvæmlega sú sama og allra annarra landa innan EES, þ.e. að hafa stofnað tryggingasjóð innistæðueigenda og það var gert með lögum frá Alþingi árið 2000 og voru þau algerlega sniðin eftir tilskipun ESB um það efni.

Allir vita, sem vilja vita, að tilskipun ESB bannar ríkisábyrgð á slíka sjóði, en það er einmitt það sem kúgararnir eru að reyna að neyða upp á íslenska skattgreiðendur, að þeir taki á sig drápsklyfjar vegna vaxtanna einna saman af skuldum tryggingasjóðsins.

Vilji norðurlöndin ekki taka þátt í efnahagsáætlun Íslands og AGS með því að standa við þau lánsloforð sem þau gáfu, þá er ekkert við því að segja, því þeim ber engin skylda til þess, þó leiðinlegt sé fyrir þau að verða ómerkingar orða sinna.

Í ljós er komið, svo ekki verður um villst, að norðulandaþjóðirnar eru bandamenn Breta og Hollendinga í fjárkúgunartilraunum þeirra á hendur Íslendingum og er að öllu leyti gott að fá það upp á yfirborðið.

Íslendingar eigan hinsvegar að bregðast við með því að afþakka þetta "boð" nágrannaþjóðanna og snúa sér annað með lánsbeiðnir sínar, t.d. til Kínverja, sem ekki myndu finna fyrir þessum smáaurum.


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er að renna upp fyrir þér ljós... Kínverjar.. eru hluti af efnahagskerfi heimsins og þeir skulda okkurn ekki neitt og eru hluti af AGS eins og allar stærstu þjóðir heims. Við erum ein í heiminum og það virkar ekki rassgat að sýna alþjóðasamfélaginu puttann... þá bara lendir þú í ruslinu einn og yfirgefinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.3.2010 kl. 21:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hafa margir lent á botninum og náð sér vel á strik aftur.  Það fer eftir manngerðinni, þeir sem gefast upp í mótlæti, verða áfram á botninum á meðan þeir sem eru haldnir baráttuanda komast aftur á fæturna.

Kínverjar eru á leiðinni að verða leiðandi heimsveldi, verða mesta fjármálaveldi heims innan fárra áratuga og alveg eins gott að velja sér bandamenn sem gætu reynst betur en kúgararnir í nágrannalöndunum.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 22:23

3 identicon

Getur verið að ákvörðurn Norðurlandaþjóðana geti verið blessun í dulargervi ?

Er ekki nokkuð ljóst að endalaus lán munu bara setja okkur í verri stöðu ?

Er ekki seðlabankastjóri ogf. sérfræðingar þar að segja að það sé óþarfi að mikil lán séu ekki lífsnauðsynleg ?

Már (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 22:38

4 identicon

Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landi. Innlánatryggingakerfin tryggja að  innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20.000 evrum.

 

 Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.) Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði á Íslandi. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar.)  Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa Icesave skuld og Íslenskum yfirvöldum bar að sjá svo um að hann gæti það. Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda gæti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki. Íslenska ríkið þvert á móti lækkaði framlög bankana til að halda þeim á Íslenskum kennitölum.

 

 

 Árið 2004 var þýska ríkið dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar þegar þýskur einkabanki fór á hausinn. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið þurfti að borga.

  Ábyrgðin liggur öll hjá okkur. Okkar stjórnvöldum sem ekki stóðu sig sem skyldi í lagasetningu og eftirliti. það var á okkar ábyrgð að fylgjast með þessum fyrirtækjum, þau störfuðu undir okkar lögum og okkar eftirliti.  Bretar og Hollendingar lánuðu okkur fyrir þessum greiðslum og vilja nú vita hvernig við ætlum að borga. Þeir bjóða okkur lán með vöxtum til einhverra ára ef Íslenska ríkið ábyrgist greiðslurnar. Þeir væru sennilega ekkert ósáttir við að við greiddum þetta strax, ef við ættum einhvern pening eða gætum einhverstaðar fengið lán.   Það er ekki og hefur aldrei verið nein spurning hvort við ættum að borga. Bara hvernig. Og eftir því er beðið.

sigkja (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 22:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef þetta væri svon borðleggjandi, hvers vegna vilja Bretar og Hollendingar alls ekki fara með málið fyrir dómstóla?  Allir helstu lagaspekingar Íslands eru alls ekki sammála þér, ásamt fjölda erlendra sérfræðinga.  Um þetta hafa þeir skrifað lærðar greinar, sem þú ættir að lesa.

Íslendingar settu lög um innistæðutryggingasjóð árið 2000, algerlega byggð á tilskipun ESB og ekki þarf að lesa þá tilskipun nema einu sinni til að sjá og skilja, að ríkisábyrgð skal ekki vera á slíkum tryggingasjóðum.  Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og hefði tilskipunin gert ráð fyrir ríkisábyrgð á hann, þyrfti varla að neyða Alþingi til þess að samþykkja hana núna.

Eigi sjóðurinn ekki fyrir tryggingarupphæðinni, þá á hann kröfu í þrotabú Landsbankans og eftir innheimtunum þaðan, verða fjárkúgararnir einfaldlega að bíða og eiga enga kröfu á að íslenskir skattgreiðendur greiði vexti af skuldum sjóðsins.

Að segja að vegna þess að eftirlitið hafi brugðist, er alveg sambærilegt við það, að kenna lögreglunni um innbrot í borginni, vegna þess að eftirlit hennar með þjófum sé ekki nægjanlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 23:25

6 identicon

Finnst alveg merkilegt að nokkur vilji skulda Kínverjum neitt, verð bara að segja það

ASE (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 23:36

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kínverjar eru stærstu lánveitendur Bandaríkjanna, sem auðvitað er stórmerkilegt.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband