Ísland er mikilvægt fyrir ESB, en myndi ekki hafa nein áhrif

Stefán Fúli, stækkunarstjóri ESB hefur áhyggjur af því hve fáir Íslendingar hafa áhuga á að gera landið að áhrifalausum hreppi í stórríki ESB, því yfirráð yfir landinu væri fengur fyrir stórríkið. 

Það sem stórríkið sækist helst eftir að ráða eru fiskimiðin í kringum landið og aðgangurinn að norðurhöfum, sem verður afar mikilvægur innan tiltölulega fárra ára.

Það sem Stefáni Fúla, stækkunarstjóra, þótti þó best af öllu og sagði hreinskilnislega, væri að "aðild Íslands myndi ekki hafa mikil áhrif á stefnu sambandsins".

Með þessari yfirlýsingu sinni, rataðist honum algerlega satt orð á munn og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að Íslendingar hafa engan áhuga á að verða ríkisborgarar í þessu stórríki skriffinnskunnar.


mbl.is Áhyggjur af áhugaleysi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá þér - en þetta lið er búið að hlusta á bullið í js og sjs og telur að þjóðin standi á bak við þau - eða töldu a.m.k.

væntanlega er að renna af þeim núna

undarlegt er það að sjá vg skríða fyrir evrópusambandssinnum bara til þess eins a hanga á ráðherrastólunum.

En það leggjast margir með rökkum þessa dagana - norðmenn - danir - svíar og meira að segja finnar lögðust í svaðið með bretum og hollendingum og gerðust handrukkarar.

Svo - þegar stjórnin er búin að afhenda þeim fjárhagslegt frelsi okkar á að ganga í Evrópusambandið og afhenda þeim fiskmiðin okkar og annað smálegt mun fylgja í kjölfarið.

Þetta er landráðastefna og ekkert annað

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.3.2010 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband