Ekki er endalaust hægt að bæta ónýta flýk

Jóhönnu Sigurðardóttur virðist ganga erfiðlega að skilja, að með úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður ekki hægt að halda áfram viðræðum við Breta og Hollendinga, eingöngu á þeim nótum að lappa upp á gamla samninginn.  Honum var afdráttarlaust hafnað af þjóðinni og hún lætur ekki bjóða sér einhverjar smávægilegar vaxtabreytingar á þeirri skuld, sem skattgreiðendur afsögðu að kæmi sér nokkuð við í kosningunni.

Icesave flík ríkisstjórnarinnar er ónýt og engan veginn hægt að tjasla henni saman aftur með einni eða tveim bótum, þó þær verði klipptar úr samskonar efnisstranga.  Þó flíkin sé ríkisstjórninni kær, verður hún að viðurkenna þá staðreynd, að fatnaðurinn er ónýtur og nú verður að finna nýjan.  Sá verður að vera bæði vatns- og vindheldur og þeir sem eiga að bera hana á bakinu, sem eru skattgreiðendur, verða að vera sáttir við hann og vilja ganga í honum.

Íslenskir skattgreiðendur hentu af sér búningi galeiðuþræla hinna erlendra þrælahaldara í kosningunum og munu ekki sætta sig við neitt annað en klæðnað frjálsborinna manna framvegis og það verður ríkisstjórnin að hafa að leiðarljósi í framhaldinu, þó henni þyki það sárt, fyrir hönd drottnara sinna í Bretlandi og Hollandi.

Þó ekki hafi verið kosið um líf eða dauða ríkisstjórnarinnar í þessum kosningum, var kosið um lífsafkomu heimilanna í landinu og í samræmi við niðurstöðuna, verður ríkisstjórnin að vinna.

Geri hún það ekki, verður mjög stutt í kosningar, sem alfarið munu snúast um líf ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Kosningarnar ljúka ekki málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband