4.3.2010 | 11:56
Verđtryggingin er ekki vandamáliđ
Mikiđ er býsnast yfir verđtryggingu fjármálaskuldbinginga um ţessar mundir og henni fundiđ allt til foráttu og látiđ eins og hún sé eitt mesta vandamáliđ, sem viđ er ađ glíma um ţessar mundir.
Verđtryggingin, sem slík, er ţó ekki vandamáliđ, heldur ţađ sem hún er ađ mćla, ţ.e. verđbólgan. Allri athyglinni er beint ađ hitamćlinum, en ekki sjúkdóminum, sem veldur hitanum í sjúklingnum. Afnám verđtryggingar er ţví sambćrilegt viđ ađ brjóta mćlinn, en láta sjúklinginn liggja áfram án međhöndlunar.
Vandamáliđ er verđbólgan sjálf, sem grasserađ hefur hér á landi í áratugi, vegna lélegrar hagstjórnar lengst af, hún hefur ekki veriđ sambćrileg og í öđrum löndum, nema í örfá ár allt frá lýđveldisstofnun. Meira ađ segja núna, í kreppu ţar sem eftirspurn er nánast engin, er bullandi verđbólga vegna efnahagsóstjórnar.
Ef hagstjórnin vćri í lagi og verđbólga lág, ţá vćri verđtryggingin ekkert vandamál.
Baráttunni á ţví ađ beina ađ óvininum sjálfum, ekki ţeim sem bendir á hann.
Meinsemd hve verđtrygging er fyrirferđarmikil | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri fćrslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Fćrsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt, menn eru ekki ađ líta til hvernig hagstjórn hefur veriđ hér í langan tíma né ţess ađ rekstur ríkisins hefur ţanist óhóflega út án neinnar sérstakrar stefnu - á kostnađ okkar allra.
Stefanía (IP-tala skráđ) 4.3.2010 kl. 13:26
Ţađ er rétt Stefanía, ađ hagstjórnin hér á landi hefur lengst af veriđ alveg skelfileg og menn ekki náđ neinum tökum á ađ hemja verđbólgu. Ţađ á ekki ađ vera neitt náttúrulögmál, ađ verđbólga hér á landi sé alltaf margföld á viđ ţađ, sem gerist í nágrannalöndum okkar.
Munurinn liggur í hagstjórninni eingöngu, en ekki í gjaldmiđlinum eđa verđtryggingunni.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 13:36
Hagstjórnin hefur ekki ţurft ađ vera nein í áratugi vegna ţess ađ fjármagnseigendurnir og lánastofnanir hafa haft belti og axlabönd í formi verđtryggingar - bankarnir hafa beinlinís hagnast af ţví ađ krónan sígi stöđugt og ţess hvegna hefur krónunni veriđ haldiđ á stöđugu sigi.
Gulli (IP-tala skráđ) 4.3.2010 kl. 13:56
Gulli, verđtryggingunni var einmitt komiđ á vegna óđaverđbólgu, sem geysađ hafđi árin áđur en hún var tekin í gagniđ. Verđtryggingin var ţví sett á sem vörn gegn verđbólgunni, en svo hefur hagstjórnin bara lengst af veriđ jafn slćm og hún var fyrir verđtryggingu.
Ég ítreka bara, ađ ţađ á ađ berjast gegn verđbólgunni, en ekki verđtryggingunni. Varla vill nokkur mađur hverfa aftur til ţess tíma sem allt fjármagn brann upp á verđbólgubálinu og lánastofnanir voru hćttar ađ geta lánađ peninga, enda var komin skömmtun á bankalán og ţau fengu helst góđkunningjar og vinir bankastjóra og pólitíkusa.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 14:38
Verđtrygging gagnast fjármagnseigendum en gerir skulduga manninn skuldugri.
Steingrimur er ekki fjármálaráđherra "litla mannsins" nema hann afnemi verđtrygginguna. Ef fjármálaráđherra landsins hefur ekki vald til ađ gera ţađ - ţá hver!
Ég tek undir ţađ hjá ţér - verđbólgan er skelfileg. En hún er ekki lögmál heldur afleiđing og hún er jú á niđurleiđ.
Marta B Helgadóttir, 4.3.2010 kl. 14:58
Marta, ef verđbólgan er á niđurleiđ verđur verđtryggingin lítiđ vandamál um leiđ, ţví ţá hćkka lánin lítiđ vegna verđtryggingarinnar.
Ef litiđ er til lengri tíma hefur verđtrygging lána ekki veriđ mjög íţyngjandi, ţó komiđ hafi tímabil eins og núna í kreppunni. Alltaf koma upp einhverjar sveiflur í efnahagslífinu, ţannig ađ tímabundnar breytingar verđa milli launahćkkana og neysluverđsvísitölunnar, en til lengri tíma litiđ og međ eđlilegum stjórnarháttum hćkka laun meira en vísitalan.
Ef skođuđ eru t.d síđustu tuttugu ár, miđađ viđ júnímánuđ, lítur dćmiđ svona út:
Launavísitala: Vísitala neysluverđs:
Júní 1989 106,3 125,9
Júní 2009 356,7 344,5
Hćkkun í prósentum 235,56% 173,63%
Á ţessum tuttugu árum hefur launavísitalan hćkkađ rúmlega 60% meira en vísitala neysluverđs, sem notuđ er til verđtryggingar á lánum. Ţannig hefur greiđslubyrđi ţess, sem tók húsnćđislán áriđ 1989 minnkađ, miđađ viđ laun, á ţessum tuttugu árum, fyrir utan ađ húsnćđisverđ hefur einnig hćkkađ meira en vísitala neysluverđs. Ţví hafa íbúđaeigendur "grćtt" stórkostlega á ţessu tímabili.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 15:16
Verđtrygging er vandamál vegna ţess ađ hún fríar stjórnmálamenn og forsvarsmenn í fjármálaheiminum ábyrgđ. Ţessir ađilar líđa aldrei sjálfir fyrir mistök sín, en geta alltaf velt ţeim yfir á fólkiđ í landinu međ hćkkun lána, vöru og ţjónustu.
Verđtryggingin er sjálfvirk peningaprentun og ţannig olía á verđbólgubáliđ.
Theódór Norđkvist, 4.3.2010 kl. 16:06
Theodór, hvađ kynnti verđbólgubáliđ áđur en verđtryggingin var tekin upp?
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 16:26
Verđtryggingin sem nú er notuđ er algert rugl, ţegar ţú til dćmis kaupir íbúđ.
Hvers vegna hćkka lánin á íbúđunum, ţegar ríkiđ hćkkar gjöld á brennivín og tóbak?
Vćri ekki réttara ađ íbúđarlán fylgdu byggingarvísitölu?
Afnema ţarf ţessa samsetningu sem nú er á neysluverđsvísitölunni, ţađ hlýtur ađ vera til einhver önnur leiđ.
Jón (IP-tala skráđ) 4.3.2010 kl. 17:16
Góđ ábending Axel, ţó verđtryggingin vćri ekki til stađar er ekki ţar međ sagt ađ verđbólgan vćri engin eins og kom í ljós áratugina eftir stríđ.
Upptaka verđtryggingar var í raun yfirlýsing stjórnvalda og fjármálalífs um ađ ţau réđu ekki viđ efnahagsstjórn landsins.
Samt held ég ađ verđtryggingin auki frekar á verđbólguvandann en hitt, ţó auđvitađ vćri verđbólga ef engin vćri verđtryggingin. Ţađ getur ekki annađ gerst ţegar skuldir á pappírnum blása út stjórnlaust.
Ţetta (verđbćtur, vextir á verđbćtur og allt ţađ samspil) eru peningar sem engin verđmćti eđa verđmćtasköpun er á bak viđ. Ţegar peningamagn í umferđ er aukiđ eykst yfirleitt verđbólga. Ţađ segja allavega hagfrćđingar.
Theódór Norđkvist, 4.3.2010 kl. 17:23
Jón, ţađ má auđvitađ alltaf deila um ţađ, hvađ á ađ vera inni í vísitölunni og hvađ ekki. Sjálfsagt er ekkert heilagt í ţví, en neysluverđsvísitalan á ađ endurspegla almennar verđhćkkanir á neysluvörum heimilanna og svo er alltaf spurning hvort Hagstofan bregst nógu hratt viđ breytingum á neysluvenjum, t.d. ţegar kreppir ađ, eins og núna og fólk er vćntanlega ađ fćra sig yfir í ódýrari vörur, en ţađ keypti áđur.
Ekki hef ég skođađ breytingar á byggingavísitölunni miđađ viđ neysluverđsvísitöluna, en gćti vel trúađ ađ ekki sé stór munur ţar á t.d. ef skođađ vćri 20 ára tímabil. Ţađ eru alltaf einhverjar sveiflur frá mánuđi til mánađar á milli vísitalna, en eins og sést hér ađ ofan hefur launavísitalan hćkkađ mest, en hún mćlir raunverulega greidd laun, en ekki breytingu á kjarasamningum.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 17:25
Theodór, ef ekki vćri verđtrygging vćru vextirnir einfaldlega hćrri, ţví enginn myndi lána penigna, bara til ađ tapa á ţví. Vöxtunum yrđi stillt af ţannig ađ ţeir yrđu alltaf nokkrum prósentum hćrri en áćtluđ verđbólga. Enginn myndi lána međ föstum vöxtum, ef líkur vćru á ţví ađ verđbólga yrđi viđvarandi. Greiđslubyrđi yrđi ţví alls ekki minni, en hún er núna.
Eina ráđiđ viđ ţessu er ađ hafa hemil á verđbólgunni. Ţađ hefur öđrum löndum tekist (oftast) og auđvitađ á ţađ ađ vera hćgt hérna líka, en til ţess ţarf miklu meiri aga á öll fjármál, ekki síst ríkisfjármálin. Vandamáliđ ţar er auđvitađ ađ stjórnmálamenn ţykjast alltaf vilja allt fyrir alla gera og almenningur gerir raunar sífelldar kröfur á ríkissjóđ, ţó hann hafi í raun engin efni á ađ reka allt ţađ opinbera kerfi sem hér er. Ef eitthvađ á ađ skera niđur, verđur vanalega allt vitlaust í ţjóđfélaginu, ţannig ađ almenningur verđur líka ađ lćra ađ lifa eftir efnum og ástćđum, en ekki kaupa allt sem hugurinn girnist, bara ef hćgt er ađ fá lán fyrir ţví.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 17:34
Alveg rétt ađ án verđtryggingar vćri fastir óverđtryggđir vextir hćrri. En vandamáliđ viđ verđtrygginguna er ađ vegna víxlverkunar vaxta og verđbóta verđa raunvextir töluvert hćrri en vextir ađ viđbćttri verđbólgu.
Af 10 millj. kr. láni til 40 ára verđa raunvextir 15%, miđađ viđ 5% verđbólgu og 5% vexti. 5% hćrri en raunvextir ćttu ađ vera í 5% verđbólgu. Hćgt er ađ sjá ţetta međ ţví ađ setja dćmiđ upp í reiknivélum bankanna.
Sammála ţér ađ draga ţarf úr umsvifum ríkisins.
Theódór Norđkvist, 4.3.2010 kl. 20:01
Allar ţessar hugleiđingar leiđa til ţess sama: Ţađ er verđbólgan sem er vandamáliđ, ekki verđtryggingin.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 22:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.