Nú þarf góða kjörsókn og afgerandi niðurstöðu

Þrátt fyrir að Jóhanna og Steingrímur J. hafi haldið því fram undanfarnar vikur, að þjóðaratkvæðagreiðaln verði nánast marklaus vegna þess að "betra tilboð" liggi á borðinu, þá er ekkert útlit fyrir að kúgararnir séu tilbúnir til að gefa nokkuð eftir af kröfum sínum á hendur íslenskum skattgreiðendum, sem þó eru engir aðilar að málinu, samkvæmt íslenskum lögum og tilskipunum ESB.

Viðræður við fjárkúgarana hafa engan árangur borið, en þeir hafa hinsvegar niðurlægt íslensku samninganefndina á allan mögulega hátt undanfarnar vikur, bæði með því að láta hana bíða úti í London í algerri óvissu um hvort og hvenær þrjótunum þóknaðist að tala við hana, kröfur hafa komið fram um að aðeins tveir nefndarmenn mættu á fundi og þegar nefndin hefur ætlað að fara heim, hefur verið látið berast, að ef til vill væri hægt að veita henni áheyrn daginn eftir, án þess að nokkuð hafi svo gerst.

Öllu þessu verður að mótmæla kröftuglega í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni frá lýðveldisstofnun og kröfum um aukna þátttöku almennings í mótun samfélagsins, verður að fylgja eftir með góðri þátttöku, loksins þegar tækifæri gefst fyrir fólk að láta til sín taka.

Nú verður helst að setja met í kosningaþátttöku og lögin þarf að fella úr gildi, með afgerandi hætti, til að sýna kúgurunum og heiminum öllum, að íslenskir skattgreiðendur láta ekki hneppa sig í erlendan skattaþrældóm, baráttulaust.

 


mbl.is Kosningarnar blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Allir góðir Íslendingar sjá í gegnum vitleysuna og sitja heima.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.3.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjá í gegnum hvaða vitleysu?

Ekki tjáir heldur að krefjast aukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatökum og svo þegar tækifærið gefst, að hvetja fólk til að sitja heima.

Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2010 kl. 09:59

3 identicon

Það eru bara kommarnir hans Steingríms, endurskoðendur útrásarvíkinga og talsmenn Breta og Hollendinga sem þykjast sjá í gegnum ógagnsæi Vinstri Grænna og Samfylkingar. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband