"Hver sem niðurstaðan verður"

Steingrímur J. sagði við ABC fréttastofuna norsku, að samningaviðræðum um Icesave yrði haldið áfram "hver sem niðurstaðan verður" í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn.  Með þessu orðalagi hlýtur Steingrímur að vera að gefa í skyn, að eitthvað sé tvísýnt um hver úrslitin muni verða.

Þetta er auðvitað alveg dæmalaust stagl í manninum, því varla hvarflar að nokkrum manni, að JÁ atkvæði verði mörg, því nú er nánast öruggt, að nánast verða NEIin 100%, því varla fer nokkur einasti maður á kjörstað til annars, en að sýna fjárkúgurunum hug sinn og þrátt fyrir eina og eina rödd skósveina Jóhönnu og Steingríms á blogginu fram að þessu, þá hljóta þær allar að vera þagnaðar núna.

Þjóðarhagur er að veði í þessu varmarstríði við þjóðir, sem vanar eru að beita aðra ofbeldi og yfirgangi og ætla nú að beita íslenska skattgreiðendur fjárkúgunum af verstu tegund.

Eina vopnið sem kúgurunum mun virkilega svíða undan, er einróma niðurstða í kosningunni:  NEI

 


mbl.is Viðræður geta haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kramer ví ess Kramer

Krímer (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Við skulum ekki vera of örugg með nein - þau verða ekki talin nema því aðeins að við mætum á kjörstað og merkjum við NEI.

Nei heima í stofu jafngildir jái í talningu

Kjósum - segjum nei

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.3.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur ætlar að segja já, og því sem ég kemst næst Jóhanna líka, svo allavega verða tvö jáatkvæði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt, að NEI heima í stofu hefur ekkert gildi í kosningunum.  Afar áríðandi er að fólk fjölmenni á kjörstað, þannig verður að sýna Bretum og Hollendingum hug þjóðarinnar.  Það þarf góða kjörsókn og afgerandi niðurstöðu.

Jáin mega helst ekki verða mikið fleiri en þessi tvö, sem þú telur, líklega réttilega, Ásthildur, að séu nokkuð örugg.

Axel Jóhann Axelsson, 3.3.2010 kl. 23:35

5 identicon

Ég sé þetta lengra en bara þessi þjóðaratkvæðagreiðsla nær.

Allir fjórflokkarnir eru óhæfir til að stýra landi og þjóð.

Ég á mér draum um að Ísland verði fyrsta landið þar sem fólkið fær beint að taka þátt öllum stórum ákvörðunum.

Opið beint lýðræði fjöldans væri stærsti lýðræðissigur mannkyns nú til dags. Á tímum þar sem fjármagnsöflinn vilja eignast heiminn

og gefa ekkert fyrir rétt fólksins.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er ein sú stærsta í lýðræðisögunni. Ekki bara á Íslandi heldur í heiminum. Heimurinn fylgist með. verum fyrirmynd og

gefum öðrum kúguðum almenningi von.

Már (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband