Er samstaða flokkanna að rofna?

Ekki virðist samgangur vera meiri en svo á milli formanna stjórnmálaflokkanna, að stjórnarandstaðan er ekki lengur látin vita hvað samninganefndin er að aðhafast úti í London, heldur fær hún nú eingöngu tilkynningu frá fulltrúa í nefndinni um að nefndin sé á leiðinni til fundar við fjárkúgarana.

Eftir því að dæma, er ekki lengur samráð um hvað sé lagt fyrir kúgarana, heldur virðast Jóhanna Steingrímur J. hafa tekið málin aftur í sínar hendur, eins og það er nú gæfulegt, miðað við fyrri "afrek" þeirra í þessu máli.

Nú virðist vera reynt að gera örvæntingarfulla lokatilraun til þess að klóra saman einhverri niðurstöðu, eða til að fá nýtt "besta tilboð" frá Bretum og Hollendingum, eingöngu til þess að hafa einhverja ástæðu til að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna, en íslensku ráðherrarnir gera allt, sem hægt er til að þóknast hinum erlendu herrum, sem alls ekki vilja að þessi atkvæðagreiðsla fari fram.

Ekki er hægt að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni, nema fella lögin um hana úr gildi og reyni Jóhanna og Steingrímur J. slíkar hundakúnstir, verður stjórnarandstaðan að standa í lappirnar og sjá til þess, að málið fái ekki afgreiðslu á Alþingi.

Eins og málþóf geta verið leiðinleg, verður að beita því nú, ef þörf krefur og sjá til þess, að atkvæðagreiðsla fari ekki fram í þinginu með sérstakri flýtimeðferð og afbrigðum.

Nú ríður á, að þjóðin standi saman og ljúki þjóðaratkvæðagreiðslunni með risastóru NEIi.


mbl.is Sitja á fundi í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband