Bretar komnir í sálfræðihernað

Búist hafði verið við því, að formlegur samningafundur yrði í dag með samninganefndum Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar um Icesavemálið, sem í raun ætti ekki að vera neitt samningsatriði við íslensk yfirvöld, frekar en hver önnur viðskipti einkafyrirtækja.  Beðið var eftir því að Bretar tilkynntu hvar og hvenær fundurinn yrði haldinn og þar með viðurkennd forysta Breta um málsmeðferðina.

Nú hafa Bretar gripið til sálfræðihernaðar gegna íslensku sendinefndinni, sem felst í því að láta hana bíða í óvissu, um hvort Bretum yfirleitt muni þóknast að bjóða til fundar og láta leka, að þeir væru tilbúnir til þess að lækka ólögmæta vaxtakröfu sína örlítið. 

Það er alkunn aðferð til að brjóta andstæðinga niður í slíkum viðræðum að láta hann hanga og bíða í óvissu um hvort viðsemjandinn sé nokkuð tilbúinn til samninga og þegar loks kemur að fundarboði, verði biðin orðin svo löng og taugatrekkjandi, að auðvelt verði að fá menn til að samþykkja það, sem að þeim er rétt.  Greinilega á að beita þessari aðferð á nýja sendinefnd Íslendinga og koma henni í skilning um það, hver það sé, sem hafi töglin og hagldirnar í þessum viðræðum og koma inn hjá henni vonleysi og minnimáttarkennd.

Íslenska nefndin á ekki að láta bjóða sér svona framkomu og ætti að halda heim á leið strax í kvöld.

 


mbl.is Engir fundir boðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta mál er ofureinfalt. Við eigum ekki að borga eina krónu fyrir glæpahyskið Bjórgólfsfeðga og co. Bretar og Hollendingar geta fengið þrotabúið og sótt glæpamennina til saka sjálfir.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bretar og Hollendingar eiga engan rétt á öllu þrotabúinu.  Þeir eiga aðeins að fá greitt sem nemur 20.887 evrum á hvern innistæðureikning og ekki evru eða pundi meira.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband